Dagur - 19.12.2000, Page 16

Dagur - 19.12.2000, Page 16
16- ÞRIDJUnAGU R 19. nESEMBER 2000 Ótrúlcg' saga kj arkmMlar konu „Það krefst mikils hugrekkis og æðruleysis að segja þessa sögu", segir Oddný Sen í formála bókarinnar. Úrsól og eldi er túlkun Oddnýjar Sen áfrá- sögn Rögnu Bach- mann aflífi sínu og þeim ótrúlegu raunum sem þessi kjarkmikla og skemmtilega kona hefur rataó í um æv- ina. Oddný Sen er búseít og starfar í París þar sem hún vann að reisubók Rögnu „Ur sól og eldi" einkum úr viðtölum við Rögnu og dagbókarbrotum hennar. „Saga Rögnu er sett fram sem eins konar „vegamynd" en í kvik- myndum af því tagi fylgja per- sónur söguhetjunni gjarnan uin skeið og hverfa síðan úr frásögn- inni", segir í formála bókarinnar. En hvernig skyldi samstarf þeirra Rögnu og Oddnýjar hafa komið til? „Frumkvæðið var allt af minni hálfu. Ég var búsett í London þegar að ég las viðtal sem birtist við Rögnu um hluta af hennar furðulega lífi, fram að því sem þá var komið. Þá var Ragna búsett í Álaborg og var að komast að heilunareldi sínu sem síðar var. Ég var sjálf á þessu tímabili að komast út úr erfiðu hjónabandi og að- stæðum auk þess að vera að kljást við atvinnuleysi. Þessi viðtalsgrein við Rögnu varð mér alveg rosaleg hvatning til þess að takast á við erfiðleikana. Mér fannst svo gott að vita af því að annað fólk hafði getað náð sér upp úr basli og risið upp, aftur og aftur. Það blund- aði því í mér lengi vel að hafa upp á þessari konu og skrifa sögu hennar. Nokkru seinna þegar ég var nýbúin að gefa út Kínverska skugga árið 1997, var ég með fimm ný verkefni og var að spekulera hvað af þeim væri best að koma með fyrst. Var það annars vegar skáld- saga, sem ég er nú þegar búin að skrifa og kemur út á næsta ári og hins vegar hvort ég ætti að hafa upp á konunni. Ég ákvað það síðara, en ég náði ég ekki tali af henni sjálfri þá, en komst að því hvar hún var og ég komst jafnframt að því að þetta var ekki rétti tíminn, því þá var hún í ofbeldissambúð. Hún var ekki búin að koma sér út úr þeirri ofbeldissambúð sem lýst er í lok bókarinnar. Ég ákvað því að marinera konuna í einhvern tíma og svo í fyrra þá hafði ég upp á henni, sagði henni erindið og hún féllst á það strax.“ Lenti í hvítri þrælasölu „Samstarfið við Rögnu var á all- an máta mjög þægilegt, þetta er reyndar eitt þægílegasta sam- starf sem ég man eftir. Ragna svaraði öllum spurningum mín- um feimnislaust og eðlilega og við tókum upp á milli fjörutfu og fimmtíu snældur um líf hennar, sem hefðu getað fyllt mörg bindi, svo mörgu varð að sleppa. Þegar viðtölunum var lokið, fór ég aftur heim til Parísar og lauk við að skrifa bókina á sjö mán- uðum.“ -Á hvaða forsendum heldur þú að Ragna hafi viljað segja sögu sína? „Hún vildi skrá sögu sína öðrum víti til varnaðar og það kemur einmitt fram í lokaorð- um bókarinnar. Til dæmis gerist það árið 1979 þegar Ragna er búin að vera í Afríku í nokkur ár, að hún er komin með mikla heimþrá, en hún er atvinnu- laus, á enga peninga og vill alls ekki vera send heim á kostnað ríkisins. Hún ræður sig þess vegna í vinnu við dansflokk, hún hafði alltaf verið mikið fyr- ir dans og hafði lært ballett sem krakki. Hún vonaðist líka til að lenda í nokkrum ævintýrum í viðbót, en þessi dansflokkur átti að sýna í flottum revíum í fín- ustu klúbbum á Ítalíu. Ragna æfði öll þessi atriði með dans- flokknum í Jóhannesarborg, allt í svona revíustíl eins og til dæmis úr Rauðu myllunni. En þegar hún er á leiðinni með dansflokknum til Ítalíu, þá breytast forsendurnar algjör- lega. Fyrst eru tekin af þeim vegabréfin og þeim sagt að þannig sé miklu auðveldara að fara í gegnum vegabréfaskoð- unina með svo stóran hóp, saga sem mjög auðvelt ér að trúa. Svo fá þær bara ekkert vega- bréfin aftur og Ragna er föst á Ítalíu í eina níu mánuði. Hún er látin starfa á alveg skelfilegum klúbbum, þar sem hún er látin sitja hjá viðskiptavinum, drekka með þeim og hvetja þá til að kaupa þá vöru sem klúbburinn er að selja. Þjálfunin í Afríku var sem sagt fyrirsláttur fyrir hvítri þrælasölu. Þetta er það sem gerist í hvítri þrælasölu, maður er lokkaður á röngum forsendum. Ég lenti sjálf eitt sinn í slíkri að- stöðu þegar óg fór á „Inter- Rail“ með vinkonum mínum til Grikklands árið 1973. Þegar við komum til Aþenu var tekið á móti okkur í lestinni af voða- lega fínu fólki, sem sagðist vilja bjóða okkur að koma á fín hótel og gáfu sig út fyrir að starfa fyrir farfuglaheimili og vera að hjálpa erlendum túristum að komast á hótel. Maður var svo vitlaus og náttúrulega ungur og gleypti alveg við þessu. Það var farið með okkur á mjög svo vafasamt hótel, þar sem greini- lega var stundað vændi. Því næst komu þrír dökkir inenn i' svartri limmósínu og það átti að neyða okkur til að fara með þeim, en með kænskubrögðum tókst okkur að komast undan. Þannig að ég veit alveg á hvaða forsendum svona lagað er gert og það var við illan leik að við sluppum frá þessum þrælasöl- um.“ Bæði ógeðfellt og fallegt - En saga Rögnu er ekki bara dramatísk, heldur er heilmikill húmor í henni. Ég held að í lífi fólks sem lifir mjög viðburðarríku lífi, skiptist á ákaflega mikil fegurð og eins mikill ljótleiki, það er alltaf annað hvort í ökla eða eyra. Saga Rögnu er þannig, það er bæði margt fyndið sem gerist, einnig margt ógeðfellt og sorg- legt. Hún upplifir og sér margt ógeðfellt í Afríku og Sri Lanka sem við munum aldrei upplifa, sem betur fer og svo þetta of- beldisfulla samband sem býður hennar heima á íslandi. En það er vissulega mikil fegurð í sög- unni, sérstaklega tengsl hennar við náttúruna og náttúrulýsing- ar hennar á Afríku, Ragna er mikið náttúrubarn." - Hvað er Ragna gömul þeg- ar hún yfirgefur Kamp Knox og ísland? „Ragna er sextán ára þegar hún fer til Belgíu í vist. Þar lendir hún á konu sem er algjör martröð hverrar au-per stúlku og þjakar hana með andlegu of- beldi. Hún kemur aftur til ís- lands frá Belgíu og fer að vinna á Naustinu, þar sem hún kynn- ist nasista og aðskilnaðarsinna og með honum flytur hún svo til Afríku 1973. Ragna er með æv- intýraþrá og spennufíkill og það er í mér líka og það er kannski þess vegna sem mig langaði til að skrá sögu hennar. Það sem skín í gegn í sögu Rögnu alveg frá upphafi er hennar fölskvulausa barnslega trú á almættið. Ég hef séð þetta hjá mjög andlega þroskuðu fólki sem ég hef hitt bæði í London og París.. Það er eins og það búi í því, kannski ekki mikil rökhyggja, en mikil viska og er fyrir mér alltaf einhver leynd- ardómur. Ég dáist að því hvern- ig Ragna getur tengst náttúr- unni svona sterkum böndum, ég sjálf er algjört borgarbarn og get aldrei verið nema stutta stund í náttúrunni, þá þarf ég að komast á steypuna aftur.“ -w

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.