Dagur - 19.12.2000, Side 24

Dagur - 19.12.2000, Side 24
Bændur nota áburð frá Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi Kaupir fjölkorna áburð til helminga við einkorna Sigurgeir Pálsson á Sigtúnum hefur tryggt sér áburð á góðu verði frá Áburðarverksmiðjunni „þegar örla fer á grænum gróðri og vora tekur eru oft þungatakmarkanir á vegum. Þá er það mikill skaði að geta ekki nálgast áburðinn. Það er því gott að fá hann snemma heim. Væntanlega verður það á næstu vikum en venjulega ber maður á fyrripartinn í maí. Árið sem er að líða hefur verið gott hvað varðar veðurfar en maður getur ekki treyst á það. Með góðum áburði get ég hins vegar verið viss um góða uppskeru," segir Sigurgeir Pálsson, bóndi á Sigtúnum í austanverðri Eyjafjarðarsveit. Sigurgeir, sem er 44 ára gamall, hefur stundað búskap í tvo áratugi. Búið rekur hann með konu sinni, Jórunni Agnarsdóttur. Þau eru með vel á fjórða tug kúa en í mjólk hafa þau framleiðslurétt upp á 175 þúsund lítra. Þá stunda þau umtalsverða nautakjötsframleiðslu. Hagstætt verð Sigurgeir hefur þegar gengið frá áburðarkaupum við Áburðarverksmiðjuna í Gufunesi. Hann gerir ráð fyrir að þurfa allt að 40 tonn af áburði til að bera á tún sín sem eru alls um 75 hektarar. Sigurgeir ætlar að kaupa nýja fjölkorna áburðinn til helminga á móts við ein- korna áburð enda sé hann verulega ódýrari. „það eru blikur á lofti og áburðarverð gæti hækkað á næstu mánuðum. Því er alla vega spáð varðandi innfluttan áburð. Með því að kaupa áburð frá Áburðarverksmiðjunni núna er ég að tryggja mér áburð á góðu verði." „Áburðurinn er hreinn og vistvænn og hefur verið þróaður að íslenskum aðstæðum en sumpart vitum við ekki hvað við erum að kaupa þegar um erlendan áburð er að ræða." Eykur gæði afurðanna „Bændur ættu að vera sér meðvitaðir um að ef þeir kaupa ekki áburð frá Áburðarverksmiðjunni þá eru þeir í raun að grafa undan sinni eigin framleiðslu. Ef bændum finnst í lagi að kaupa innfluttan áburð þá vænti ég þess að neytendur muni í auknum mæli kalla á innflutning á landbúnaðarvörum. Bændur verja markaðinn best með því að kaupa sjálfir innlendan áburð." Eins og aðrir bændur í nútímabúskap lætur Sigurgeir efnagreina heyið hjá sér árlega með tilliti til næringar- og steinefnainnihalds. Þá leitar hann reglulega til ráðunauta varðandi áburðarnotkun. „Allflestir bændur hér í Eyjafirðinum nota áburðinn frá Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi enda hefur hann reynst vel. Rétt notkun kemur fram í afurðunum og þá er ég ekki einungis að tala um mjólkurmagnið heldur líka gæðin, til dæmis hvað varðar efnainnihald mjólkurinnar," segir Sigurgeir. Mém 2% munHmkkun á mr&nkrá kmr&MmrkmityumM tíí áraméta Áburðartegund Tonnaverð í 600 kg sekk án vsk. Einkorna áburður McO 3% geymsluafsl. Meö 5% verksmiöjuafsl. Með geymslu- og verksmiðjuafsl. Áburðarkalk 30% Ca 14.496 14.061 13.771 13.358 Kjarni 33%N 20.782 20.159 19.743 19.151 Magni 1 26%N 19.767 19.174 18.779 18.215 Magni 2 20% N 17.836 17.301 16.944 16.436 Móði 1 26-14 23.334 22.634 22.167 21.502 Móði 3 26-7 22.101 21.438 20.996 20.366 Græðir 1b 12-14,6-17 26.139 25.355 24.832 24.087 Græðir 1a 12-19-19 26.788 25.984 25.449 24.685 Græðir3 20-14-14 23.782 23.069 22.593 21.915 Græðir 4 23-6-6 21.409 20.767 20.339 19.728 Græðir 5 15-15-15 23.963 23.244 22.765 22.082 Græðir 6 20-10-10 22.363 21.692 21.245 20.608 Græðir 7 20-12-8 22.688 22.007 21.554 20.907 Græðir 8 18-9-14 22.191 21.525 21.081 20.449 Græðir 9 24-9-8 22.518 21.842 21.392 20.750 Græðir 7a 20-10-8 22.809 22.125 21.669 21.018 Monoammoníumfosfat 11-52 26.860 26.054 25.517 24.751 Fjölkorna áburður Fjöimóði 1 26-14 18.667 18.107 17.734 17.202 Fjölgræðir 6 20-10-10 17.890 17.354 16.996 16.486 Fjölgræðir 7 20-12-8 18.150 17.606 17.243 16.726 Fjölgræðir 9 24-9-8 18.014 17.474 17.114 16.600 Hagstætt verö til áramóta! Vegna hækkunar á erlendu hráefni mun Áburðarverksmiðjan einungis gefa út verð til skamms tlma í senn í stað einnar verðskrár með staðfestingarafslætti eins og í fyrra. i fyrstu verðskrá, sem gildir meðan fyrirliggjandi hráefnisbirgðir endast, er verðhækkunin um 7% sem aðallega stafar af hækkunum innanlands. Að teknu tilliti til 5% verðbólgu er raunhækkun aðeins um 2%. Frá þessari verðskrá er svo hægt að fá 3% geymslu- afslátt og 5% verksmiðjuafslátt eins og i fyrra. í janúar verður birt ný verðskrá. Þá má búast við töluverðri hækkun vegna aukins hráefniskostnaðar og raunar eru horfur á að verðskrá fari hækkandi af þessum sökum fram á vor. Það eru þvt hyggindi sem i hag koma að panta áburð sem fyrst. Verð á innflutt- um áburði hækkar um 20% >1 I SÆ5v'ííti 20-40 n a fv1 Í,aníl mifca hmkktsr, 4 ttor* I frétt Morgunblaðsins 29. október síöastliöinn segir að allar llkur séu á að innfluttur áburður hækki um a.m.k. 20% á næsta ári. J^ff*!** tiíirgtíu ta j ““ kmklTOir trkmHt lóMu oj Kynningarverö á nýrri framleiðslu Fjölkorno óburöur Áburðarverksmiðjan kynnir að þessu sinni nýja framleiðsluvöru til viðbótar við hefðbundnar einkorna áburðartegundir eins og Græði og Móöa. Um eins árs skeið hefur verið unnið að þróun fjölkorna áburðar sem verður seldur undir vöruheitunum Fjölgræðir og Fjölmóði. Fjölgræöir er með sambærilegu efnainnihaldi, uppleysanleika og kornastærö og Græðir. Fjölmóði er sambærilegur við Móða í efnaeiginleikum. Með nýju framleiðslunni býður Áburðarverksmiöjan bændum fleiri valkosti. Nýju áburðartegundimar eru boðnar i takmörkuðu magni og til að byrja með aðeins í fjórum tegundum. Kynningarverð er 20°/o lægra en verð á einkorna áburði verksmiðjunnar. Hreinn og vistvænn áburður fyrir íslenskan landbúnaö Áburöarverksmiðjan hf. Gufunesi -128 Reykjavík - www.ahurdur.is Sími 580 3232 - Fax 580 3209 - Farsœl þjónusta við bœndur í 45 ór.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.