Dagur - 14.02.2001, Blaðsíða 7

Dagur - 14.02.2001, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 200 1 - 7 Ðugur. rifi QUÐNI AGUSTSSON Landbúnadarráðherra SKRIFAR Ég vil í upphafi taka IVam að ég er ánægður með flokkinn minn, stencl heill að störfum hans í rík- isstjórn og á ágætt samstarf við alla mína flokksmenn. Eg tel flokkinn hafa unnið gott starf í ríkisstjórn síðastliðin 6 ár. Það er uppgangstími í íslensku þjóðfé- lagi, atvinnuleysi horfið og fimmtán þúsund störf hafa orðið til. Lífskjör hafa batnað stórlega, það ríkir sóknarhugur í atvinnu- lífi og almenn bjartsýni er ríkj- andi á meðal þjóðarinnar. Við framsóknarmenn höfurn enn sýnt að við látum verkin tala og þorum að takast á við stórhuga verkcfni með fólkið og framtíð- ina að loiðarljósi. Undir þessum merkjum vil ég vinna og taka áhyrgð. Því vil ég hér á eftir gera grein fyrir þeim áherslum sem ég vil leggja til grundvallar stefnu flokksins. Fólk í fyrimími Ég vil að félagshyggjan, sam- hjálpin og velferð fólksins í land- inu eigi héðan í frá sem hingað til að einkenna störf flokksins. Fólk í fyrirrúmi er kjörorð sem snýr að öllu fólki og mannlegri reisn. Ég tel atvinnu vera mann- réttindi og eins það að íþyngja ekki vinnandi fólki um of með háum sköttum. Ég tel eitt mikil- vægasta verkefni flokksins að ná fram samstöðu um sáttmála kyn- slóðanna, þjóðarsátt í velferðar- málum, skilgreina samhjálpina þannig að þcir einstaklingar sem verst eru settir hljóti mannsæm- andi stuðning. Ég tel hjónaband- ið og fjölskylduna vera hornstein samfélagsins og vil búa þannig þjóðfélag að hægt sé að rækta áfram þau tengsl. Ég þekki engar forvarnir sem gefast betur. Fram- sóknarflokkurinn hefur stórauk- ið fjárntagn til heilbrigðismála og ég mun standa vörð um þann grunnrétt að Islendingar eigi sama rétt til heilbrigðisþjónustu og menntunar án tillits til efna- hags, heilsufars eða búsetu. Heilbrigði fólksins belst í hendur við heilnæm matvæli. Þar má hvergi gefa eftir. Þá hefur flokk- urinn stutt aukið vald og verk- svið sveitarstjórna, gjörbreytt vinnulöggjöfinni, aukið rétt for- eldra til orlofs með börnum sín- um og stigið fyrsta skrefiö við upptöku barnakorta. Þá vil ég Ieggja alveg sérstakla áherslu á baráttu flokksins gegn sölu- mönnum dauðans. Fjölgun með- ferðarúrræða, auknar forvarnir og stórefld lög- og tollgæsla eru meðal þeirra aðgerða sem við höfum beitt okkur fyrir. Við bcrj- umst af öllu afli gegn þeirri vá sem vaxandi neysla eiturlyfja er og höfum og munum áfram, auka fjármagn til þeirrar baráttu. Atviimulíf og uuihverfi Ég minni á að aukin verðmæta- „Þannig verði mörkuð stefna um griðland og náttúruperlur en einnig skilgreind þau svæði sem við erum tilbúin að nýta við uppbyggingu atvinnulífs í landinu. Miðhálendi íslands er auðlind og perla sem vart á sinn líka í veröldinni. Um þessa þjóðareign þarfað ríkja sátt, “ segir Guðni Ágústsson, land- búnaðarráðherra. sköpun er forsenda bættra lífs- kjara. Atvinnulífið býr við al- þjóðlega samkeppni og meira frelsi en nokkru sinni fyrr. Það gerir miklar kröfur til þeirra sem þvf stjórna en veitir jafnframt aukin tækifæri. Þessu þarf að gefa gaum í þeim rekstrarskilyrð- um sem við búum því. Það er stundum eins og stjórnarand- staðan haldi að peningarnir vaxi á trjánum og gætir hvorki hófs í tillögum sínum um skattlagn- ingu á fólk né fyrirtæki. Hér verður að rfkja víðsýni í atvinnu- málum og trj'ggja verður starfs- umhverfi sem stenst alþjóðlega samkeppni. Sjávarútvegur, land- búnaður og iðnaður eru grunn atvinnugreinar byggðanna og verða áfrarn. Ég legg samt áhcr- slu á að horfa til nýrra atvinnu- greina og vil því efla rannsóknir, þróun og nýsköpun. Ég styð þá þróun að atvinnulífið sé í hönd- um einstaklinga og félagasam- taka fólksins. Ríkisrekstur er á undanhaldi en efla ber aðhalds- hlutverk ríkisins, tryggja sam- keppni og dreifða eignaraðild að fyrirtækjunum. Fákeppni er áhyggjuefni sem ég vil að Fram- sóknarflokkurinn taki til sér- stakrar umræðu. Náttúru- og umhverfismál Ég styð þá stefnu að nýta land en níða ei. Mannvist hefur óneitan- lega áhrif á umhverfið þó sumir vilji halda öðru fram. Ég vil minna á að það var Framsóknar- flokkurinn sem á undan öðrum flokkum færði umhverfismál inn í pólitíska umræðu. Það var verk Eysteins heitins Jónssonar, sem markaði flokknum sterka ásýnd í náttúru- og umhverfismálum á sjöunda og áttunda áratugnum. Því hefur ekki verið breytt. En nú tel ég lag til að flokkurinn skipi stóran starfshóp til að fjalla um umhverfismál. Þar verði landnot skilgreind út frá sjónar- miðum náttúruverndar annars vegar en nýtingar hins vegar. Þannig verði mörkuð stefna um griðland og náttúruperlur en einnig skilgreind þau svæði sem við erum tilbúin að nýta við upp- „Ég finn að flokks- menn um allt land vilja að ég gefi kost á mér í þetta verkefni. Ég þakka það traust og verð við þeirri áskorun.“ byggingu atvinnulífs í landinu. Miðhálendi Islands er auðlind og perla sem vart á sinn líka í veröldinni. Um þessa þjóðareign þarf að ríkja sátt. Félög fólhstns Ég legg mikla áherslu á samstarf flokksins með félögum fólksins. Verkalýðshreyfingin verður að vera sterkt afl í velmegunarsam- félagi nútímans, það sama er að segja um samtök atvinnulífsins. Ríkisvaldið verður að leggja mik- ið á sig til að efla sátt og sam- stöðu með þessum sterku heild- um. Neytendasamtökin eiga verk að vinna og íþrótta- og ung- mennafélagshreyfinguna þarf að styðja til góðra verka. Upplýsingatæknl og hyggða- mál Ég trúi því að landsbyggðin hafi mörg tækifæri til þróunar og framfara. Stuðningur við frum- kvæði heimamanna samfara uppbyggingu alhliða samgangna er kveikja þeirra tækifæra. Ég sé fyrir mér öfluga höfuðstaði eða byggðakjarna í landsfjórðungun- um sem styrkja ekki síður stórt bakland. Slíkir staðir hafi þjón- ustu sem stenst samanburð við höfuðborgina, því verður ríkið, sveitarfélögin og hið frjálsa at- vinnulíf að taka höndum saman um þessa þróun. Við verður að tryggja að upplýsingahraðbrautin sé verðlögð með saina hætti um allt land ogverði með sömu gæð- um og á höfuðborgarsvæðinu. Til þess er sjálfsagt að verja hluta þeirra tekna sem fást með sölu ríkisfyrirtækja. Þetta er hags- munamál þjóðarinnar allrar því vöxtur höfuðborgarsvæðisins hefur í för með sér vandamál eins og sveitarstjórnarmenn þar viðurkenna nú í vaxandi mæli. Meimtun og meiming Ég er sannfærður um að góð menntun er undirstaða framfara. Oflugir leik- og grunnskólar, með hæfu starfsliði sem kann sitt fag og kveikir fróðleiksfysn er lvkill að framhaldsnámi. Ég tel nauðsynlegt að tryggja aðkomu foreldra að skólastarfi þannig að þeir taki þátt í stjórnun þeirra og viti á hverjum tíma hver við- fangsefnin eru. Framhaldsskól- arnir verða að vera í sífelldri mótun með þarfir atvinnulífsins að leiðarljósi og því nær sem þeir eru heimabyggð er líklegra að hún njóti starfa nemendanna í framtíðinni. Ég vil efla sí- og endurmenntun og styð þá þróun að færa þá starfsemi nær fólk- inu. Ég tel að ríkisútvarpi og sjónvarpi þurfi að marka nýja stefnu út frá fjölmiðlafrelsi. Slíka stofnun skal reka út frá menniugargildi og öryggisþætti landsmanna. Ég \il fella niður lögbundin afnotagjöld og vil að hluti tekna ríkisútvarps komi af fjárlögum. Ég vil minnka áhrif stjórnmálaflokka og pólitíkin á ekki að skipa útvarpsráð. Ég tel að félög fólksins í landinu, al- ntannahreyfingar og atvinnulífið eigi að skipa útvarpsráð framtíð- arinnar. Ríkisútvarpið á að verða útvarp þjóðarinnar og stjórnað af henni. ísland og iiiiilieiinurinii Ég tel Island eiga mikla mögu- leika í samskiptum við erlendar þjóðir. Við þurfum að verja frelsi okkar og sjálfstæði, fullveldi og sjálfsákvörðunarrétt. Framsókn- arllokkurinn hefur nú grand- skoðað Evrópumálin og tek ég undir samhljóða niðurstöðu nefndarinnar. EES-samningur- inn er okkar viðskiptabrú til Evr- ópu og við eigum að styrkja hann og bæta. Aðild að Evrópusam- bandinu er því ekki á dagskrá flokksins í dag. Mltt framboð Mitt framboð er til varafor- manns. Ég hef gengið minn póli- tíska feril skref fyrir skref og þannig er það nú að í framboði mínu felast ekki áform um ann- að eða meira. Ég finn að ilokks- menn unt allt land vilja að ég gefi kost á mér í þetta verkefni. Ég þakka það traust og verð við þeirri áskorun. Ég tel að Fram- sóknarflokkurinn eigi góðan málstað að verja. Ég sé mörg sóknarfæri, vil endurskipuleggja flokksstarfið, kalla eftir ungu og vösku fólki til starfa. Ég lýsi yfir fullum stuðningi við störf Hall- dórs Asgrímssonar og vil verða að liði í að efla Framsóknarflokk- inn og mun héðan í frá sem hingað til horfa björtum augum frarn á veginn.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.