Dagur - 14.02.2001, Blaðsíða 12

Dagur - 14.02.2001, Blaðsíða 12
12- MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 SAMANTEKT Kristínn H. andví FRIÐRIK ÞOR GUÐMUNDS SON SKRIFAR Auölindaskýrslan rædd á Alþingi. Fisk- ii ri n ii eina auðlindm sem komst að. Þing- fLokksformaður Fram- sóknarflokksms sam- þykkir ekki óbreytt kvótalög. Tal um byggðakvóta inui- haldslaust hjal, segir þingmaður Sjálfstæð- isilokksins. Beðið eft- ir kvótanefndinni. Umrœða um skýrslu svokallaðrar auðlindanefndar fór Ioks fram með utandagskrárumræðu í söl- um Alþingis í gær, en skýrslan hefur legið tilhúin frá því í sept- ember. Sú nefnd Ijallaði um auð- lindir almennt og ef til vill hefur tafið umræðuna um hana að svo- kallaðri endurskoðunarnefnd eða kvótanefnd var hleypt af stokkun- unr til vinnu að sjávarútvegsþætti auðlindanna, þ.e. um endurskoð- un laga um fiskveiðistjórnunina. Beiðandi utandagskrárumræð- unnar var Sverrir Hermannsson, formaður Frjálslynda flokksins. Sverrir sagði að þegar nálgast hafi síðustu kosningar hafi stjórnvöld vaknað upp með andfælum og tekið til við að smíða blekkinga- vef, sem tekist hefði með miklum ágætum. Hins vegar hefði ekki tekist að fá skýrsluna til umræðu, þótt ítrekað væri beðið um það - og sjávarútvegsráðherra talaö um að ekki væri hundrað í hættunni þótt drægist úr hömlu að tryggja lagabreytingar. Kallaði Sverrir auðlindanefndarskýrsluna „skálkaskjól" fyrir ríkisstjórnina um að halda óbreyttu fiskveiði- stjórnunarkerfi „og koma auð- lindinni endanlega í hendur ör- fárra útvaldra". Útveguriim lóðrétt á hausinn Sverrir sagði að því hefði verið haldið á lofti að samkomulag og samstaða sé um niðurstöðu skýrslunnar. Hann benti þó á að einstakir nefndarmenn hefðu mismunandi afstöðu til hvorrar meginleiða skýrslunnar æskilegt væri að fara, auðlindagjalda- stefnu eða fyrningarhlutfalls- stelnu. Þrír hefðu undirritað skýrsluna með fyrirvara. Taldi Sverrir augljóst að fyrir löngu væri búið að semja bak við tjöldin um þessi mál. „Skipstjórakvóti uppá 2,5 milljarða er á leið til sæ- greifanna". Sverrir sagði átök vera innan kvótanefndar, þar sem talað sé um að þröngva smábáta- kerfinu inn undir kvótabraskið. Sverrir sagði að allir aðalfiski- stofnar landsins hafi stórlega skroppið saman frá því kvótakerí- ið var tekið upp - sem sýndi vel meinta hagkvæmni kerfisins? Sömuleiðis nýjar fréttir um 700 milljón króna tap ÚA. „Útvegur- inn stefnir lóðrétt á hausinn með skuldasöfnun,“ sagði Sverrir. Hann benti á að Færeyingar hafi verið með svipað kvótakerfi, en horfið frá því vegna botnlauss brottkasts. „Hér er hent fiski fyr- ir milljarða,'1 fullyrti Sverrir. Hóflegt gjald og aðlögiui Arni Mathiesen sjávarútvegsráð- herra rakti tilurð og vinnu auð- lindanefndarinnar og sagði að margt hefði vcrið rætt og ritað um skýrslu hennar. Mönnum hafi boriö saman um ákveðnar tillög- ur, svo sem að aflamarkskerfið ætti áfram að vera hornsteinninn. Arni greindi skýrsluna í þrjú meg- inumfjöllunarefni. Hún væri veg- vísir um auðlindir þjóðarinnar og lagt til að sett yrði í stjórnarskrá að það sem ekki er í einkaeign skuli vera þjóðareign. I öðru lagi væri þáttur um gjaldtöku á sjávar- útveginum. Niðurstaðan væri að greiða eigi fyrir afnotin, en sett þau skilyrði að gjaldiö stuðli að sátt, enda verði það ákveðið með hliðsjón af afkomu og uppbygg- ingu greinarinnar og mikilvægt að það verði hóflegt. Og að nú- verandi handhafar kvótans fái að- lögunartíma vegna breytinga. Hvað gjaldtöku varðar fór Árni yfir afkomu sjávarútvegsins og sagði að afkonrutölur bentu ekki til mikils svigrúms til gjaldtöku. Aætluð afkoma árið 2000 bendi til að árið verði lakara en gert var ráð fyrir í áætlunum. Árni sagði að skýrslan ætti að vera grunnur að þjóðarsátt og vonaði að gagn- rýni merkti ekki að þeir sem komu að nefndarstarfinu ætli sér, eftir á, að setja ný skilyrði fyrir sáttinni. Þriðja atriðið sem Árni tiltók fjallaði um fiskveiðistjórnunar- kerfið í heild. Fram hefðu komið athyglisverðar tillögur gegn tak- mörkun á framsali kvóta. Framsal væri besta leiðin til aukinnar hag- kvæmni. Kvótinn væri sjálfur ekki orsök eignasamþjöppunar. Árni taldi að nefndín hefðj verið starfi sínu vaxin og mótmælti orðum Sverris að fiskveiðistjórnunar- kerfið væri misheppnað. „Algert viljaleysi ríkisstjómariunar“ Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að eitt hefði alveg vantað í umræðuna - stefnuna. Hver er afstaða ríkis- stjórnarinnar til leiðanna tveggja um gjaldtöku, spurði Össur. Hver verður tímasetningin, hvenær á að gera eitthvað? Sagði Össur að þær fréttir væru helstar að ekkert sé að frétta. „Umræðan endur- Árni Mathiesen sagði að umræðan og skýrsian snérust um að ná sátt. speglar algert viljaleysi ríkis- stjórnarinnar til að gera alvöru uppskurð á kerfinu,“ sagði Össur. Hann taldi ólíklegt að það tæk- ist að endurskoða kvótalöggjöfina á þessu ári. Sjávarútvegsráðherra hefði sagt í Degi í síðustu viku að ekki væri hundrað í hættunni þótt endurskoðun kvótalaga tefð- ist í eitt ár. Enn auðveldara væri fyrir ráðherra að fresta öllu sam- an fram yfir næstu kosningar. Bað hann ráðherra að tala skýrt Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, sagði að eitt hefði alveg vantað I umræöuna - stefnuna. og svara hvort til greina kæmi að fresta endurskoðun laganna fram yfir kosningar. Össur sagði ríkis- stjórnina vera að taka ákvarðanir í berhögg við niðurstöðu auð- lindanefndarinnar, svo sem með því að fara ekki uppboðsleiöina með farsímakerfið. Taldi Össur að svo virtist sem að skýrsla auð- lindanefndar væri komin út af borði kvótanefndar. Össur spurði ráðherra hvort hann muni beita sér fyrir að á Kristinn H. Gunnarsson vill setja I stjórnarskrá ákvæði um þjóðareign og taka upp hagnýtingarrétt gegn gjatdi fyrir hin tímabundnu afnot. þessu kjörtímabili yrði frumvarp lagt fram um þjóðareignarákvæði í stjórnarskrána. Taldi Össur far- sælast að Alþingi yrði falið málið allt til úrslausnar með því að reyna að ná samstöðu í sjávarút- vegsnefnd. Kristiim vfll afdráttarlaust iiuiköHuu Athygli vakti að í umræðunni tal- aði Kristinn H. Gunnarsson tvis- var fyrir Framsóknarflokkinn. Árni Steinar Jóhannsson, segir að „þjóðin sættir sig ekki lengur við kvótakerfið".

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.