Dagur - 14.02.2001, Blaðsíða 18
18- MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001
Litla Kaffistofan
Tryggvabraut 14
Sími 461 3000
Akurevri
Venjulegur
heimilismatur i
hádeginu virka daga
O I Q I T A L I I I A
SfMI 461 4666
O BROTHER,
WHERE ART THOU?
(D 'rtkus
Sýnd kl. 18 - isl. tal
Sýnd kl. 18 og 22 - b.i. 16
WONDER BOYS
Sýnd kl. 20
Sniglaveislan
eftir:
Ólaf Jóhann Ólafsson
Leikstjórn:
Sigurður Sigurjónsson.
Samstarfssýning við
Leikfélag íslands.
SÝNINGAR:
Aukasýning • laus sæti
föstudaginn
16/02 kl. 20.00
örfá sæti laus
laugardaginn
17/02 kl. 20.00
örfá sæti laus
sunnudaginn
18/02 kl. 20.00
laus sæti
Takmarkaður
sýningafjöldi á
Akureyri
Hátíðarsýning
til heiðurs
Gunnari Eyjólfssyni
75 ára.
BERFÆTLINGARNIR
eftir
Guðmund L. Friðfinnsson
Leiklestur laugardaginn
24. febrúar kl. 20
Leikarar:
Aðalsteinn Bergdal,
Guðbrandur Guðbrandsson,
Hinrik Hoe,
Saga Jónsdóttir,
Sigríður Eyrún Friðriksdóttir,
Skúli Gautason,
Valgeir Skagfjörð
Þóranna Kristín Jónsdóttir,
Þráinn Karlsson og
Þorsteinn Bachmann
Leikstjóri
Skúli Gautason.
Útlit:
Þórarinn Blöndal og
Kristín Sigvaldadóttir.
Lýsing:
Pétur Skarphéðinsson,
Myndband:
Heimir Hlöðversson,
Hljóðmynd:
Gunnar Sigurbjörnsson.
Unnið í samvinnu við Menor
og Leikfélag Sauðárkróks
fjDlDinjl>,É,-jEllnBiUi
iEirex.rBBl
|L£IK£ÉLA6 AKUREVRAR f
Miðasalan opin alla virka daga,
nema mánudaga, frá kl. 13:00-
17:00 og fram að sýningu,
sýningardaga.
Sími 462 1400.
www.leikfelag.is
NEYTENDA,
•íl) í LANíDINU
Súrmaturínn á höfuðborgarsvæðinu hefur reynst i fínu lagi.
Súrmatur
er g'ðður!
Niðurstöður könnunar
heilbrigðiseftirlita á
höjuðborgarsvæðinu
gefa vísbendingu um
að verkun á súrmat
sem erá boðstólum sé
yfirleittgóð. AfSO
sýnum afsúrmat voru
2 sýni ósöluhæf Sýru-
stig varíflestum til-
fellum viðunandi í
súnnatnum. Sýnataka
afósýrðum þorramat
kom einnig vel út en
sýnin vorufá þar.
Dagana 10.-24. janúar fór fram
könnun á gæðum súrmats sem
er á boðstólum á höfuðborgar-
svæðinu. Að könnuninni stóðu
heilbrigðiseftirlitin á höfuðborg-
arsvæðinu, en það eru Heil-
brigðiseftirlit Hafnarfjarðar- og
Kópavogssvæðis, Heilbrigðiseft-
irlit Kjósarsvæðis og Heilbrigðis-
eftirlít Reykjavíkur. Rannsókn
sýna fór fram á rannsóknarstofu
Hollustuverndar ríkisins. Heil-
brigðiseftirlitin á höfuðborgar-
svæðinu hafa um skeið haft með
sér samvinnu um rannsóknir á
matvælum, einkum þeirra er
mest eru á markaði árstíðabund-
ið eða sérstakrar vöktunar þurfa
með.
Um 50 sýni
I könnuninni voru tekin sýni af
súrmat frá helstu framleiðend-
um þorramats, í hópi kjötvinnsla
á landinu, í verslunum á höfuð-
borgarsvæðinu. Sýni voru einnig
tekinn hjá einum veitingastað, 3
veislueldhúsum og í einni versl-
un, sem framleiða súrmat. Alls
voru framleiðendur 16 í könn-
uninni. Þær tegundir sem voru
rannsakaðar voru blóðmör,
hrútspungar, lifrarpylsa, lunda-
baggi, sHðasuIta, blandaður súr-
matur, eistnavefja, grísasulta,
bringukollar, svínaskanki og
sundmagi alls um 50 sýni af súr-
mat. Auk þess voru rannsökuð 5
sýni af ósýrðum þorramat; há-
karl, ný sviðasulta og ný grísa-
sulta.
Þeir þættir sem rannsakaðir
voru ná yfir helstu atriði sem
hafa áhrif á öryggi og gæði súr-
mats. Rannsakaður var fjöldi
þeirra örvera sem gefa til kynna
lélegt hreinlæti, ófullkomna súr-
sun eða geta valdið matarsýking-
um ef magn þeirra verður of
mikið í matvælunum. Einnig var
mælt sýrustig og fjöldi mjólkur-
sýrugerla, en þeir gefa súrmat
hina sérstöku eiginleika svo sem
bragð og geymsluþol.
4% ósöluhæf
Niðurstöður leiddu í Ijós að af
50 sýnum af súrmat reyndust öll
nema 2 söluhæf. Eitt sýni af
blönduðum súrmat var metið
ósöluhæft vegna myglusveppa og
eitt sýni af sviðsultu var metið
ósöluhæft vegna þess að hlutfall
gersveppa var of hátt. Þetta sam-
svarar því að um 4% sýna hafi
verið ósöluhæf. Ekki var um að
ræða að sýnin hafi verið ósölu-
hæf vegna sjúkdómsvaldandi ör-
vera. Sýrustig var að meðaltali
pH 4,36 og nær öll sýni voru
með viðunandi sýrustig. Af
ósýrða þorramatnum voru öll
sýnin í lagi.
íslensk geymsluaðferð
Gerlar sem geta valdið matarsýk-
ingum og matareitrunum vaxa
ekki ef sýrustigið (pHj fer niður
fyrir 4,0 eða þar um bil. Lágt
sýrustig rotver því fæðu að vissu
marki en samhliða því er oftast
beitt öðrum geymsluaðf’erðum
s.s. kælingu, sykrun, söltun, hit-
un, þurrkun eða reykingu. Lágt
sýrustig getur verið náttúrulegt
s.s. í ávöxtum og berjum en ein-
nig eru matvæli oft sýrð með
sýru (t.d. gosdrykkir) eða sýran
verður til við gerjun matvælana
(t.d. súrkál). Súrsun kjötmetis í
skyrmysu er gömul séríslensk
geymsluaðferð, sem var þýðing-
armikil fyrr á tímum þegar úr-
ræði voru færri til geymslu vetr-
arforðans. Nú á tímum er súr-
matar mest neytt á þorranum.
Þegar sýrt er í mysu súrna mat-
vælin vegna mjólkursýru en ein-
nig vegna þess að mjólkursýru-
gcrlar gerja sykur. Því er talið
æskilegt að hafa lifrarpylsu og
blóðmör með í hverri fötu því
sykrur eru í mjöli senr er notað
við sláturgerð. Súrmatur er kæli-
vara sem geyma á undir 4°C cft-
ir að hann er kominn í neytenda-
umbúðir.