Dagur - 14.02.2001, Blaðsíða 14

Dagur - 14.02.2001, Blaðsíða 14
14- MIÐVIKUDAGUR II. FEBRÚAR 2001 SMÁAUGLÝSINGAR Bólstrun_____________________ Klæðningar - viðgerðir. Svampdýnur og púðar í öllum stærðum. Svampur og bólstrun Austursíðu 2, sími 462 5137. Spákonur___________________ Spái í Tarotspil og ræð drauma. Fastur símatími 20-24 á kvöldin. Er við flesta daga f. eða e. hádegi. Sími 908-6414 - Yrsa Björg. Til leigu _______________________ Vantar þig íbúð til leigu á stór Reykja- víkursvæöinu, í viku eða yfir helgi. Hef eina fullbúna húsgögnum og helstu þægindum á mjög góðum stað, stutt í allt. Upplýsingar í síma 464 1138 eða 898 8305 Einkamál_________________________ Besta leiðin til að komast í framtíðarsam- band eða hitt kynið er í gegnum Trúnað. Sími 587-0206. Vefslóðin er www.simnet.is/trunaður. Netfang: trunadur@simnet.is Útfararskreytingar i AKUREYRI 1 1 1 kistuskreytingar, krossar, kransar, blómaskreytingar, 1 Býflugan og blómið j blómvendir, Sími 461 5444 Glerárgata 28 . Akureyri 1=JÍ! Félagsmálaráðuneytið Móttaka flóttamanna árið 2001 Félagsmálaráðuneytið auglýsír eftir sveitarfélagi sem er reiðubúið að taka á móti 20-25 flóttamönnum á árinu 2001. ísamráði við Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna verður tekin ákvörðun um hvaðan flóttafólkið kemur. Þegar er ákvörðun um hvaða sveitarfélag skuli samið við er tekið mið af aðstæðum öllum, svo sem félagsþjónustu, heil- brigðisþjónustu, atvinnuástandi, skólamálum og framboði á hús- næði. Umsóknir skulu hafa borist félagsmálaráðuneytinu eigi síða en 26. febrúar nk. Nánari upplýsingar veitir Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, ritari Flóttamannaráðs. Vinafundur eldri borgara. Vinafundur eldri borgara verður í Glerárkirkju, n.k. fimmtudag, 15.febrúar, kl. 15:00. Gestur samverunnar verður Gunnar Eyjólfsson, leikari Kór syngur og leiðir söng undir stjórn Guðjóns Pálssonar. Samveran hefst með helgis- tund. Boðið verður upp á kaffiveitingar á vægu verði. Allir velkomnir. ST JÖRNUSPA Vatnsberinn Þú lest það í Leik- listarblaðinu að þú sért hvergi til- nefndur fyrir best- an leik í aukahlut- verki á síðasta ári. Og lékstu þó á flesta. Fiskarnir Þú slærð í gegn á grímuballinu þeg- ar menn sjá þig í fyrsta sinn grímu- lausan. Hrúturinn Það ganga sögur um þig í bænum. Sögur sem ekki eru eftir hafandi ( þessum dálki. Nautið Söngur næturgal- anna heldur fyrir þér vöku og þykir óvenjulegt í efra Breiðholti. Tvíburarnir Þú beygir orðið kýr vitlaust í út- varpsviðtali. Kýr á ævinlega að svín- beygja eða taka í bóndabeygju. Krabbinn Oft er trúður dagsins útgrátinn að kveldi. Enginn er sá sem hann sýnist. Ljónið Þér býðst óvænt tækifæri til áfram- haldandi mennt- unar á þínu sér- sviði. Láttu vaða. Meyjan Kólibrífuglinn kann sér ekki læti. Og konan í næsta húsi er að rifna af kæti. Vogin Ekki miklast um of af tímabund- inni auðlegð. Á eftir gróða kemur gjaldþrot. Sporðdrekinn Leggðu rækt við heimilið. Það er, þegar upp er staðið, eini griða- staður þinn og vörn á viðsjálum tímum. Bogamaðurinn Því miður, staðan krefst þess að peði sé fórnað og þú ert það. Steingeitin Sigurgríma er reyndar ekki dóttir Jóns á jarðýtunni, en það gæti reynst þrautin þyngri að sanna það með óyggj- andi hætti, því engar DNA rann- sóknir eru stund- aðar í dalnum. -VMfur ■ HVAD ER Á SEYDI? SKIPULAGÐUR HÁVAÐI í kvöld kl. 21, verða tónleikar á Litla sviði Borgarleikhússins undir yfirskriftinni „Skipu- lagður hávaði - Ur smiðju Tom Waits“. Þá munu leikarar og tónlistarmenn flytja lög, Ijóð og sögur Tom Waits frá því tímabili sem hann kýs sjálfur að kalla „skipulagðan hávaða". Það tímabil hófst upp úr árinu 1983 með útkomu plötunnar Swordfishtrombone, árið 1985 kom Rain Dogs út og rómantíska óperettan Frank’s Wild Years árið 1987 en hún var frumflutt í Steppenwolf leikhúsinu í Chicago í júní árið 1986. A lagalistanum eru meðal annars: In the Neighborhood, Telephonecall from Istansbul, Johnsburg Illinois, Cold Water og Downtown. Auk þess verða flutt nokkur lög af nýjustu plötu Tom Waits, Mule Variations. Flytjendur eru Valur Freyr Einarsson, Halldór Gylfason, Stefán Már Magnússon, Karl Olgeirsson, Friðrik Geirdal, Vcrnharður Jósefsson, Birkir Freyr Matthíasson og Ottó Tynes. Aðgangseyrir er 1000 kr. Tom Wait. Aðild kvenna að íslenskum galdramálum Ólína Þorv’arðardóttir v’erður með opinn fyrirlestur á vegum Rannsóknastofu í kvennafræð- um næstkomandi fimmtudaginn 15. febrúar, kl. 16.15 í hátíðar- sal Háskóla íslands, Aðalbygg- ingu. FjTÍrlcsturinn nefnir hún: Hverjum bálið brennur - Aðild kvenna að íslenskum galdramál- um. I fyrirlestrinum tjallar dr. Ólína um aðild íslenskra kvenna að galdramálum sautjándu ald- ar. Hér á landi voru konur í miklum minnihluta saksóttra og líflátinna galdramanna öndvert því sem gerðist í öðrum löndum Evrópu. I nágrannalöndum okk- ar virðist sem kirkjulegar kenn- ingar um andlegt og líkamlegt samband konunnar við djöful- inn hafi verið ein undirrót þess ofstækis sem braust út í evr- ópskum galdramálum og leiddi til þess að yfirgnæfandi meiri- hluti þeirra sem saksóttir voru og brenndir fyrir galdur reynd- ust konur. I fyrirlestrinum fjall- ar Ólína um mynd hinnar ís- lensku galdrakonu í fornbók- menntum, munnmælum og málskjölunr með hliðsjón af myndbirtingu, aðild og afdrifum kynsystra þeirra í galdramálum á meginlandinu. Hún leitast við að skilgreina í hverju þessi mun- ur er fólginn og hvaða áhrif hann hafði á afdrif íslenskra kvenna á brennuöld. Afrísk áhrif á myndlist 20. aldar Fyrirlestur verður í LHI Skip- holti 1, í dag kl. 12.30 í stofu 113. Harpa Björnsdóttir er myndlistarmaður og myndlistar- kennari en hefur jafnframl starfað að margv'íslegum menn- ingarmálum og var m.a. fram- kvæmdastjóri Listahátíðar í Reykjavík árið 2000. Fyrirlest- urinn nefnir hún: Afrísk áhrif á myndlist 20. aldar. Fyrirlestur- inn fjallar um þau áhrif sem afrísk listsköpun hafði á þróun móderismans og hvernig vest- rænir myndlistarmenn nýttu þessi áhrif í verkum sínum. Frumflutningur á tónverki á háskólatónleikum I dag verður frumflutningur á tónverki eftir John Speight á há- skólatónleikum í Norræna hús- inu. Tónverkið nefnist „...INTO THAT GOOD NIGHT" og flytjendur eru Jón Aðalsteinn Þorgeirsson klar- inettuleikari og Örn Magnús- son píanóleikari. Tónleikarnir hefjast kl. 12.30 og taka um það bil hálfa klukkustund. Aðgangs- eyrir er kr. 500. Okeypis er fyrir handhafa stúdentaskírteina. Er betra að hafa tvö augu en eitt? I dag flytur Þór Eysteinsson, dósent í lífeðlisfræði við lækna- deild Háskóla Íslands, fyrirlest- urinn: Er betra að hafa tvö augu en eitt? Rannsóknir á tvísæis- skyni. Málstofa sálfræðiskorar verður haldin alla miðvikudaga í vetur í Odda, stofu 201, kl. 12.00 - 13.00. Málstofan er öll- um opin. Hgengið Gengisskráning Seðlabanka íslands 13. febrúar 2001 Dollari 85,31 85,71 85,51 Sterlp. 124,16 124,76 124,46 Kan.doll. 56,09 56,41 56,25 Dönsk kr. 10,614 10,676 10,645 Norsk kr. 9,638 9,694 9,666 Sænsk kr. 8,799 8,851 8,825 Finn.mark 13,3219 13,3965 13,3592 Fr. franki 12,0752 12,1428 12,109 Belg.frank. 1,9635 1,9745 1,969 Sv.franki 51,51 51,79 51,65 Holl.gyll. 35,9432 36,1444 36,0438 Þý. mark 40,4986 40,7252 40,6119 Ít.líra 0,04091 0,04113 0,04102 Aust.sch. 5,7563 5,7885 5,7724 Port.esc. 0,3951 0,3973 0,3962 Sp.peseti 0,4761 0,4787 0,4774 Jap.jen 0,7274 0,7316 0,7295 Irskt pund 100,5739 101,1367 100,8553 GRD 0,2325 0,2338 0,2331 XDR 110,41 111,07 110,74 EUR 79,21 79,65 79,43 '%Jr i sss i wr** i 3* FYRSTUn MED FRÉTTIRNAR Ikrossgátan Lárétt: 1 rekald 5 höfuö 7 mjög 9 utan 10 guma 12tottuðu 14hestur 16 stúlka 17 konungur 18 rispa 19 starfrækti Lóðrétt: 1 krampi 2 sáðland 3 bréfspjalds 4 fölsk 6 sorg 8 fyrirhyggja 11 vesall 13 léttúðardrós 15 sekt Lausn á síðustu krossgátu Lárétt 1 beyg 5 lausn 7 etju 9 sí 10 kjark 12 slök 14 iða 16ára 17 angri 18önn 19snæ Lóðrétt: 1 brek 2 ylja 2 gaurs 4 oss 6 níska 8fjáðan 11 klárs 13örin15ann

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.