Dagur - 14.02.2001, Blaðsíða 20

Dagur - 14.02.2001, Blaðsíða 20
20- MIÐVIKUDAGUR 14. FEBRÚAR 2001 ^KURjffB^ÐlÐ Simdavatn? Svarðar- vatn? Gvendarlaug? Víkiirbladid auglýsti eftir tillögum aö nafni á nýja veiöi- vatnið sunnan við Húsavik. Og þaö stóð ekki á svörum. Menn hafa komið með tillögur á borð við Grófarvatn eða Kald- baksgrófarvatn í samræmi við ör- nefni þarna á svæðinu. F.n Arn- ljótur Sigurjónsson telur þessi nöfn alltof óþjál og fara illa í munni. En hann er reyndar á sömu slóðum í sinni tillögu að nafngift, þ.e. hann tekur mið af eldri örnefnum. „Mér finnst alveg tilvalið að vatnið heiti hinu hljómfagra nafni Sundavatn, og ekki spillir lyrir ef menn fara að stunda þarna sund.“ Og Arnljótur rök- styður tillöguna. „Þegar ég var strákur þá vorurn við suðurbæ- ingar alltaf að fara suður í Sund, eða Kaldbakssund. Þannig var að \dð sóttum allan okkar eldivið, svörðinn, suður í Sundin. Jón í Kaldbak leigði mönnum svarðar- land þarna á svæðinu og mældi út svarðargröf sem var kannski 3-4 metrar á kant og síðan gróf- um váð niður í hálfa aðra mann- hæð og þar var tekinn svörður. Þetta var þarna í Sundunum þar sem allar þessar mógrafir voru áður og þar stendur einmitt nýja vatnið.“ Gunnar Höskuldsson er ein- nig á örnefnaslóðum. Hann bendir á að þar sem vatnið Menn eru tillögugóðir um nafn á þetta fallega vatn. stendur nú hafi heitið Svarðar- mýri og úr henni hafi runnið Svarðarlækur og samkvæmt bók- inni „Húsavík - örnefni og söguminjar" hafi Sundin verið heldur sunnar og austar. Hann leggur því til að vatnið verði nefnt Svarðarvatn. Og hann er einnig með tillögu um nafn á baðlóninu ofan vegar og vill að það verði nefnt Gvend- arlaug. Þar vfsar Gunnar til ör- nefna þarna í kring, svo sem Gvendarsteins, Gvendarsteins- mýra og Gvendarbáss, sem dragi nafn af Guðmundi biskupi góða, sem yrði þá kannski örlítil trygg- ing íý'rir því að nafninu Gvendar- laug fylgdi dálítil blessun. Það er enn opið fyrir tillögur um nafngiftir á ónefnd vötn við Húsavík. — JS Arnljótur Sigurjónsson. Sekkur dóm- kirkjaii? Heiðursklerkurinn Hjálmar Jónsson er horfinn af þingi og kominn í næsta hús, Dómkirkjuna. Jóhannes Sigfússon á Gunnarsstöðum var að hugleiða þessi vistaskipti og rifjað- ist þá upp fyrir honum forn spádómur sem kenndur er þeim ágæta manni Jóni Krukki. Og Jóhannes kvað: Alltcif mcí í cinnað sinn eftir fctll með sanni, freista þess að frelsctrinn fyrirgefi manni. Gerð af Krultki gömul spd, gréina frd því kunni, að prestur komi seinnct scí er sökkvi Dómkirkjunni Séru Hjúlmar sagður er stnum guði þekkur, ctnsi þctð samt illa fer ef ctð kirkjan sekkur. Ef í þeirri óldnsspá einhver viska lifir, hættan verður þreföld þá þingi hann messar yfir. Hjálmar Jórtssort. Skrifað urtdir samnirtginn. Garðar Jónasson, umboðsmaður Esso á Húsavík, Valgeir Guðmundsson formaður knattspyrnudeildar og þeir Jóhann R. Jónsson og Sigurður Bjarnason frá Olíufélaginu. Esso styrkir Völsunga Völsungar eru farnir að undir- búa keppnistímabil meistara- Flokks í knattspyrnunni og hófu það raunar eftirminnilega fyrr í vetur þegar liðið vann sig upp í 1. deild á Islandsmótinu innan- húss. Flestir leikmenn liðsins frá í fyrra verða með í sumar, nema Júgóslavinn Milan og óvíst er með landa hans Trifke. Þá hefur Birkir Ómarssson gengið til liðs við Stjörnuna. Alltaf er verið að huga að því að styrkja liðið og þá með sem minnstum tilkostnaði og m.a. verið að skoða lleiri leik- menn frá Júgóslavíu, sem um margt er mun ódýrari kostur en að fá leikmenn innanlands. En allt kostar þetta peninga og þeirra þarf að afla. A dögunum var skrifað undir samstarfsamn- ing milli Völsunga og Olíufélags- ins hf. sem verður einn af aðal- styrktaraðilum meistaraflokks í sumar. Samningsaðilar vildu ekki gefa upp þær fjárhæðir sem um er að ræða, en Valgeir knatt- spyrnuráðsformaður og Jónas Hallgrímsson þjálfari segja að samningurinn sé afar mikilvæg- ur fyrir félagið og fulltrúar Esso lýstu sömuleiðis yfir ánægju sinni með samstarfið. — JS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.