Dagur - 14.02.2001, Blaðsíða 9

Dagur - 14.02.2001, Blaðsíða 9
MIÐVIKUDAGVR 14. FEBRÚAR 2001 - 9 Thmur- ÍÞRÓTTIR k, v Alex Ferguson varar við skyndisóknum Valencia Fjórir seinni leikir þriðju umferðar Meistaradeildar Evr- ópu í A og B-riðli fara fram í kvöld, þar sem ensku meistaramir Mandiester United mæta Valencia á úti- velli í athyglisverð- asta leik kvöldsins. Alex Ferguson, framkvæmda- stjóri Manchester United, hefur varað sóknarsinnaða leikmenn sína \að fyrir leikinn gegn Val- encia í kvöld, þar sem hann hræðist mjög eldsnöggar skyndi- sóknir Spánverjanna. Flann telur að liðið munu leggja áherslu á sterka vörn og beita síðan skyndi- sóknum, sem gætu reynst United skeinuhættar ef sóknarleikurinn verði í fyrirrúmi. „Þeir eru þekktir fyrir þessa leikaðferð og við verðum að passa okkur á að þeir veiði okkur ekki í gildruna. Auk þess að stilla upp öflugri vöru eru þeir einnig með eldfljóta sóknarmenn, sem eru íljótir að hegna fyrir minnstu mistök. Við verðum því að vera fljótir að bakka ef þeir ná af okk- ur boltanum. Þeir hafa styrkt vörnina hjá sér til muna frá því í fyrra, þegar þeir komust alla leiö í úrslitaleikinn og þjálfarinn, sem cr mjög snjall, veit alveg hvað hann er að gera. Við höfum síð- ustu vikurnar undirbúið okkur sérstaklega fyrir þennan leik með þetta í huga og ég vona að strákarnir sofni ekki á verðin- um,“ sagði Ferguson. Þrátt fyrir að Valencia hafi misst lykilmenn frá því í fyrra, er Ferguson viss um að liðið er síst veikara. „Þjálfarinn hef- ur breytt leik- skipulaginu með tilliti til þess og þeir haga seglum örugglega eftir vindi. Brotthvarf Claudio Lopez í sókninni breytir mestu fyrir þá, en þeir hafa líka fengið John Carew í staðinn og hann hefur sannað að hann er ekki síðri leik- maður, aðeins með annan stíl og einnig eldsnöggur. Hann er stór og sterkur og með þá Gaizka Mendieta og nýja manninum, Pablo Aimar, á miðjunni er liðið til alls líklegt," sagði Ferguson. United hefur nú komið sér vel fyrir á toppi ensku úrvalsdeildar- innar og eftir jafnteflisleikinn gegn Chelsea um helgina, hefur liðiö þrettán stiga forskot á Arsenal, sem er í öðru sætinu með 50 stig. „Strákarnir eru orðnir spenntir eftir tveggja mánaða hlé á keppn- inni í Meistaradeildinni og munu örugglega koma vel stefndir til leiks í Valencia. Eg er því bjart- sýnn á góð úrslit, en við verðum að berjast til sigur. Það er Ijóst," hætti Ferguson við. Ahangendur Valencia bíða spenntir eftir leiknum, ekki síst eftir þvf að sjá Pablo Aimar, sem nýlega var keyptur til liðsins frá River Plate fyrir metfé, en hann mun líklega leika sinn fyrsta Ieik fyrir liðið í kvöld. Þessum 21 árs gamla Argentínumanni hefur verið Iíkt sjálfan Maradonna og eru gerðar miklar væntingar til hans hjá félaginu, sem nú er í fjórða sæti spænsku deildarinn- ar, eftir að hafa aðeins náð fjór- um stigum úr síðustu fimm leikj- um. Það er árangur sem eldheit- ir stuðningsmenn liðsins eiga erfitt með að sætta sig við og þvf er mikilvægt fyrir Hector Cuper, þjálfara, að ná sigri í leiknum í kvöld, en Valencia er í öðru sæti riðilsins, tveimur stigum á eftir United, sem er í toppsætinu með scx stig. LeiMr kvöldsins: Sturm Gráz - Panathinaikos Valencia - Man. United Galatasaray - Deport. La Coruna AC Milan - Paris St. Germain Mikil ásókn í styrki úr Afrekssjóöi Sérsamböndin innan 1S1 hafa sótt um styrki að upphæð samtals 320 milljónir króna til Afrekssjóðs ISÍ, vegna afreksstarfs á árinu 2001. Er það mun hærri upphæð en sjóðurinn hefur til umráða, en til út- hlutunar eru aðeins um 20 milljónir króna. Stjórn sjóðsins kom sam- an til fundar í fyrradag, þar sem farið var yfir umsóknirnar á sex klukkustunda löngum fundi. Er nokkuð ljóst að nefndin hefur þar átt erfitt verkefni fyrir höndum, enda vonlaust að gera öllum til hæfis f þeirri miklu ásókn sem er í styrki úr sjóðnum. Stjóm UMFÍ haliiar sameiningar- viöræöum Á stjórnarfundi UMFI sem haldinn var nú um helgina, var einróma samþykkt að hafna hugmyndum ÍSÍ um sameiningarviðræður sam- takanna. I ályktun stjórnar UMFI segir að þessi niðurstaða byggist á samþykkt sem gerð var á sambandsráðsfundi UMFÍ sem haldinn var á Egilsstöðum 14. og 15. október s.l. 1 samþykkt sambandsráðsfund- arins segir: „Fundurinn telur hlutverk ungmennafélagshreyfingar- innar í dag mjög mikilvægt í fslensku þjóðfélagi og hvetur til góðs samstarfs og samvinnu við ÍSÍ og önnur félagasamtök sem vinna að æskulýð- og íþróttamálum. Fundurinn telur farsælast að UMFÍ starfi áfram í óbreyttri mynd.“ I ályktun stjórnar UMFI segir að hreyfingin sinni í dag mikilvægu starfi og verkefnum í félags- og menningarmálum, umhverfismálum og íþróttum, einkum á landsbyggðinni með talsvert öðrum áherslum en ÍSI gerir. Þar segir einnig: „Þá telur stjórnin athyglisvert að úttekt vinnuhóps vegna hagkvæmnisathugunar á sameiningu sambandanna sýni að óverulegur fjárhagslegur ávinningur vrði af sameiningu, eða innan við 0,5% af áætluðum heildarrekstarkostnaði íþrótta- og ung- mennafélagshrevfingarinnar." „Stjórn UMFl hefur miklar áhyggjur af þeirri gjá sem virðist vera að myndast milli ungmennafélaga á landsbyggðinni og félaganna á höfuðborgarsvæðinu eins og ný samþykkt tillaga á ársþingi UMSK gefur tilefni til að ætla. Stjórnin vill leita leiða til að samræma betur sjónarmið landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis." „Stjórn UMFI hvetur til aukins samstarfs við ÍSI og leggur til að komið verði á fót fastri samstarfsnefnd sem hafi það verkefni að sam- ræma störf samtakanna, ræða verkaskiptingu og lciðir til hagræðing- ar í starfi. Tilnefndir eru 3 fulltrúar UMFÍ til að ræða við fulltrúa stjórnar ÍSÍ um nánara samstarf þessara hreyfinga." Guimlaugsdóttir, Skíðafélagi Akureyrar og Steinn Sigurðsson, Armanni, náðu best- um árangri á fyrsta bikarmóti vetrarins í alpagreinum, sem fram fór í Hlíðaríjalli á Akureyri iim helg- ina. Fyrsta bikarmót Skíðasambands Islands í alpagreinum í vetur fór fram í Hlíðarfjalli á Akureyri um helgina. Allar aðstæður til keppni og útivistar voru eins og þær ger- ast bestar, veður stillt og bjart og færi hið besta. Enda naut fjöldi fólks bæði keppendur og áhuga- samir áhorfendur alls staðar að af landinu, veðurblíðunar og mátti um tíma skynja akureyrska páskastemningu, með sól, sunn- an andvara og biðröðum við lyft- ur, eins og segir á vefsíðu SKÍ. Bikarmótið, sem einnig er minningarmót um frumkvöðla í skíðaíþróttinni á Akureyri, þau Helgu Tulinius, skíðadrottningu og Hermann Stefánsson, íþrótta- kennara, var vel sótt og voru keppendur frá átta félögum mættir til leiks. Ekki var að sjá að snjóleysið víðast hvar um Iandið, hefði mikil áhrif á árangur, enda Sigurvegarar í flokki stúlkna, 15. til 16 ára. F.v.: Elín Árnadóttir, Ármanni sem varð í 3. sæti, Áslaug Eva Björnsdóttir, SKA, sem sigraði, og Fanney Blöndahl, SLR sem varð í 2. sæti. hefur keppnisfólk alls staðar að af landinu verið duglegt við að nýta sér gott skíðafæri sem verið hefur á helstu skíðasvæðum norðanlands. A mótinu var keppt í svigi og stórsvigi í flokkum karla og kven- na og í 15-16 ára ílokkum stúlk- na og drengja og fór keppnin í stórsvigi karla og drengja og svigi kvenna og stúlkna fram á laugar- dag, en í stórsvigi kvenna og stúlkna og svigi karla og drengja á sunnudag. Fyrir bestan samanlagðan ár- angur í flokkum karla og kvenna voru veitt sérstök verðlaun, „Helguhikar" og „Hermannshik- ar“, en þá hlutu þau Ásta Katrín Gunnlaugsdóttir, Skíðafélagi Ak- ureyrar og Steinn Sigurðsson, Ármanni. Ása Katrín sigraði bæði í svigi og stórsvigi kvenna og Steinn sigraði í svigi karla. Verðlaunahafar í emstökiun greinum: (Skammstafanir: SKA: Skíðafél. Akureyrar, SLR: Skíðalið Reykja- vt'kur, ÁRM: Ármann, Í3BL: Breiðablik, DAL: Dalvík) Stórsvig kvenna: 1. Ása K. Gunnlaugsd., SKA 1:59,222. Áslaug E. Björnsd., SKA 2:00,243. Fanney Blöndahl, SLR 2:01,64 Stórsvig stúlkna: 1. Áslaug E. Björnsd., SKA 2:00,242. Fanney Blöndahl, SLR 2:01,643. Agnes Þorsteinsd., SLR 2:06,24 Frá bikarkeppninni í Hlíðarfjalli um sl. helgi. Aðstæður voru hinar bestu til keppni. Stórsvigi karla: 1. Jóhann H. Hafstein, ÁRM 1:55,962. Ingvar Steinarsson, SKA 1:56,853. Arnar G. Reynisson, ÁRM 1:57,29 Stórsvig drengja: 1. Andri Þ. Kjartansson, BBL 1:59,822. Fannar Gíslason, BBL 2:00,913. Kristinn I. Valsson, DAL 2:01,38 Svig kvenna: I. Ása K. Gunnlaugsd., SKA 1:43,902. Arna Arnardóttir, SKA 1:48,733. Lilja Rut Kristjánsd., SLR 1:49,29 Svig stúlkna: 1. Áslaug E. Björnsd., SKA 1:51,362.' Fanney Blöndahl, SLR 1:51,623. Elín Arnarsdóttir, ÁRM 1:52,83 Svig karla: 1. Steinn Sigurðsson, ÁRM 1:38,5 52. Óskar Ö. Steindórss., SLR 1:39,563. Fjalar Úlfarsson, SKA 1:40,49 Svig drengja: 1. Fannar Gíslason, BBL 1:44,262. Andri Þ. Kjartansson, BBL 1:46,703. Kristinn I.Valsson, DAL 1:47,93 Skipting verðlauna eftir félögum: G S B STS KA 4 3 18 SLR 0 3 3 6 ÁRM 2 0 2 4 BBL 2204 DAL 0 0 2 2 Ásta og Steiirn með besta áranguriim Þau Ásta Katrín

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.