Dagur - 16.03.2001, Page 5

Dagur - 16.03.2001, Page 5
FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 - S FRÉTTIR Ekki alvöruhj óna- band í Grmdavík Stormasamt er i bæjarmálum í Grindavik. MeiriMutasamstarf í Grindavík springur í annað sinn á kjör- tímabilinu. Meirihluti bæjarstjómar Grinda- víkur, semj-listi Bæjarmálafélags jafnaðar og félagshyggju og Framsóknarflokkur mynduðu í febrúarmánuði 1999, brast á meirihlutafundi sl. miðvikudag, sem var undanfari bæjarstjórnar- fundar. Akvörðunin um meira- hlutaslit var svo tilkynnt í upphafi bæjarstjórnarfundarins, en hann gekk síðan eðlilega fyrir sig. Hörður Guðbrandsson, J-lista og forseti bæjarstjórnar Grindavíkur, segir ástæðuna trúnaðarbrest og að bæjarfulltrúar J-lista hafi ákveðið að slíta samstarfinu. J- listi á 3 bæjarfulltrúa en B-listi 2, en í minnihluta er D-listi með 2 bæjarfulltrúa. B og D-listar mjmduðu meiri- hluta eftir kosningarnar 1998, en sá meirihluti féll einnig vegna mannaráðninga. Þáverandi for- maður Sjálfstæðisfélags Grinda- víkur vildi fá embætti forstöðu- manns áhaldahúss Grindavíkur- bæjar, sem ekki var laust, og því hefði þurft að segja upp þáver- andi forstöðilmanni. Það vildu framsóknarmenn ekki fallast á. Þá hafði meirihlutasamstarf þess- ara flokka staðið óslitið í 17 ár. Væntanlega með Sjálfstæðis- flokki Hallgrímur Bogason, oddviti B- lista og fráfarandi varaforseti bæjarstjórnar, segir að væntan- lega fari Framsóknarfiokkur og Sjálfstæðisflokkur að ræða saman um myndun meirihluta, en það sé ekki komið á koppinn. Astæð- una fyrir klofningnum nú segir Hallgrímur vera þá að til hafi staðið að kjósa til stjórnarsetu í Hitaveitu Suðurnesja, í fyrsta sinn, en fyrir Alþingi liggur tillaga um stofnun hlutafélags um Hita- veitu Suðurnesja. „Oltkur þótti hag Grindavíkur betur borgið þannig, en að þar sæti oddviti Samfylkingarinnar á staðnum, Hörður Guðbrandsson sem er forseti bæjarstjórnar, en þar hefur setið fyrir okkur Ómar Jónsson, bæjarfulltrúi Sjálfstæð- isflokks, sem hefur verið stjórnar- forntaður Hitaveitunnar. Það er kannski ekki óeðlilegt að J-listinn sækist eftir þessu embætti því í stjórn Hitaveitunnar er töluverð pólitík, og svo er Hafnarfjörður að bætast í hópinn. Þetta meiri- hlutasamstarf listanna hefur alla tíð verið stirt, ekkert alvöruhjóna- band. J-listamenn hafa lengi ver- ið í minnihluta og ætluðu að bvlta miklu á skömmum tíma og væntingar þeirra miklar," segir Hallgrímur Bogason. Ómar Jónsson var kjörinn í stjórn Hitaveitu Suðurnesja á bæjarstjórnarfundinum. Næsti bæjarstjórnarfundur er um miðj- an aprílmánuð. Trúnaðarbrestur fyrir ári Hörður Guðbrandsson, J-lista, segir að fyrir ári síðan hafi fyrst borið á trúnaðarbresti milli bæj- arfulltrúa framsóknarmanna og þeirra. Það sé búið að endurtaka sig með þeim afleiðingum að upp úr slitnaði. „Það eru ýmiss brot á málefna- samningi Hokkanna sem verða til þess að þetta samstarf springur, en kornið sem fyllti mælinn var að þeir ákváðu að styðja minni- hlutamann í stjórn Hitaveitu Suðurnesja. Það eru ýmis teikn á lofti um það að framsóknarmenn- irnir fari aftur í eina sæng með sjálfstæðismönnum. Við höfum ekki talað við sjálfstæðismennina enn sem komið er,“ segir Hörður Guðbrandsson. „Við ætlum að leyfa mönnum að kólna og ekki hlaupa að neinu. Hvorki Hörður né Hallgrfmur hafa haft samband við mig,“ seg- ir Olafur Guðbjartsson, oddviti sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Grindavíkur. - GG Bankafólk haldi rétti Friðbert Traustason formaður Sambands íslenskra bankamanna segir að sam- bandið hafi í raun aldrei sett sig á móti þvf að ríkisbank- arnir verði einkavæddir. Hins vegar sé það mat bankamanna að það eigi að fara mátulega hratt í það um þessar mundir. Hann segir að áherslur sambandsins í þessu máli snúist fyrst og fremst um það að rfkið sjái til þess að rétt- arstaða starfsmanna Lands- banka og Búnaðarbanka verði tryggð við þessa sölu. 1 því sam- bandi áréttar hann að ef þessar áformuðu sölur mundi seinna meir leiða til einhverra samein- inga, verði það skilyrt við sölu hlutabréfa ríkisins að starfs- menn haldi öllum sínum rétt- indum. Þá leggja bankamenn áherslu á að starfsmannaveltan verði látin ráða því hvernig stað- ið verður að hugsanlegri fækkun starfsmanna. Friðbert leggur einnig áherslu á að í frumvarpi bankamála- ráðherra verði stigið skref í þá átt að reyna að auka atvinnulýð- ræðið í landinu. Það verði m.a. gert með því að tryggja fulltrú- um starfsmanna þátttöku í stjórnun fyrirtækja eins og banka. - GRH Tolliirinn rnálti ekki opna bókasendingu Tollstjðri mátti ekki opna bðkasendingar til að ná í vörureikn- inga. í berhögg við einkalífsvemd stjöm- arskrárinnar og með- alhófsreglu stjóm- sýsluréttar - leit að fíkniefnum aiinað mál. Hæstiréttur hefur fellt þann dóm, að tollstjóranum í Reykja- vík hafi verið óheimilt að opna fjórar bókasendingar til Harðar Einarssonar sumarið 1999 í því skyni að nálgast vörureikninga svo að ákvarða mætti virðisauka- skatt af vörunni. Dómurinn hef- ur fordæmisgildi og mun að ein- hverju leyti binda hendur starfs- manna tollstjóra, en þó felur dómurinn ekki í sér að starfs- mönnuin tollstjóra sé bannað að leita við úrtaksleit að t.d. fíkni- efnum í póstsendingum - þeir mega einlaldlega ekki opna send- ingar í hvaða tilgangi sem er. Hæstiréttur komsl að þeirrí niðurstöðu að aðgerðirnar brytu Hörður Einarsson. Ekki mátti opna bókasendingar til hans samkvæmt niðurstöðu Hæstaréttar í gær. ekki á 65. og 73. grein stjórnar- skrárinnar, en hins vegar var talið, að tollframkvæmdin hefði gengið í berhögg við einkalífs- vernd stjórnarskrárinnar auk meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar, en skattheimtusjónarmið hefðu aðallega ráðið henni. hass já - reikniiiga nei Starfsmenn embættisins opnuðu bókasendingarnar og taldi Hörð- ur embættinu óheimilt „að stunda reglubundna skoðun og opnun bókasendinga" þannig að einu gilti í hvaða tilgangi slík skoðun væri gerð. Áleit hann að- gerðirnar höggva að einkalífi sínu og tjáningarfrelsi. Tollstjóri taldi hins vegar að tollalög hafi heimilað þá framkvæmd sem um væri deilt, en þar er kveðið á um að tollgæslan megi skoða og rannsaka allar vörur, sem fluttar væru til landsins. Undirréttur sýknaði embættið alfárið og tók Hæstiréttur undir rökin að hluta. Hins vegar taldi Hæstiréttur að tollframkvæmdin hefði gengið í berhögg við einka- lífsvernd stjórnarskrárinnar auk meðalhófsreglu stjórnsýsluréttar. Taldi Hæstiréttur að embættinu hafi verið óheimilt „að opna um- deildar bókasendingar á þann hátt sem gert var, í þeim tilgangi einum að nálgast vörureikninga eða önnur gögn til ákvörðunar aðflutningsgjalda". Hörður efaðist ekki í málinu um rétt tollstjóra til að opna sendingar „við úrtaksathuganir eða annars, ef sérstök rök hnígi til þess“ og átti þá væntanlega við grun um fíkniefnasendingar og þvíumlíkt. - FÞG Hitaveita Suðumesja hlutafélag Frumvarp ríkisstjórnarinnar um sameiningu Hitaveitu Suður- nesja og Rafveitu Hafnarfjarðar og stofnun hlutafélags um rekst- urinn varð að lögum í gær með samhljóða samþykkt Alþingis. Reykjanesbær verður stærsti hluthafinn við sameininguna með 43,5%, ríkið og Hafnarfjörð- ur verða með 16,7% hvor aðili, Grindavík með 9,3% og smærri hluti munu eiga Sandgerði, Garður og Vatnsleysustranda- hreppur. Fjármálaráðherra og iðnaðar- ráðherra fara saman með eignar- hlut ríkisins í Hitaveitu Suður- nesja hf. - FÞG Glæsilegur leikskóli var tekinn í notkun í Hafnarfirði í gær. Skólinn er við Háholt og er hann byggður samkvæmt verðlaunateikningu frá Albínu Thordarson. Skátaþing 2001 um næstu helgi Bandalag íslenskra skáta heldur Skátaþing dagana 16. til 18. mars nk. Þingiö verður haldið í Verkmenntaskólanum á Akureyri og hefst setning kl. 20.00 föstudaginn 16. mars. Þingið sitja forsvarsmenn skátafélaga á landinu en einnig fulltrúar stjórnar, ráða og nefnda BIS. Við setninguna vcrður formlega opnuð ný heimasíða Bandalags íslenskra skáta, www.scout.is. Auk þess verður við setningu þingsins drengjum á Blöndósi sem björguðu félaga sínum úr snjóflóði, sem allir eru skátar, afhent hetjudáðamerki Bandalags íslenskra skáta. Auk hefðbundinna aðalfundarstarfa mun Skátaþing íjalla um ör- yggi í skátastarfi, samstarf foreldara og skáta, aukin gæði í skátastarfi og stöðu skátastarfs í nútíma samfélagi. Á þinginu verða einnig kynnt margvísleg málefni sem varða skátastarf s.s. Landsmót skáta 2002 sem haldið verður á Hömrum við Akureyri, þjónustusamningur SkátafélagsinsVífils við Garðahæ, Fararstjórn á skátamót erlendis, nýbreytni í ylfingastarfi, skátamiðstöðvar í Englandi, áhrif ungs fólks á stefnumörkun í skátastarfi og fjarnám í félags- og tómstundafræð- um við Kennaraháskóla íslands. - GG

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.