Dagur


Dagur - 16.03.2001, Qupperneq 16

Dagur - 16.03.2001, Qupperneq 16
16- FÖSTUDAGUR 16. MARS 2001 Tkgur LANPiWM Þæreru á léttu nótunum og skemmta sérsaman við að syngja, konumarsem nú leita aðfleiri konum til að koma til aðJullskipa KvennakórAkureyrar. Það var fyrir tæpum fjórum árum að verið var að undirbúa sjötíu ára afmæli KA og ákváðu nokkrar KA-konur af því tilefni að koma saman og æfa sönglög fyrir veisluna. Konurnar skemmtu sér svo vel við sönginn að þær ákváðu að halda áfram að hittast og syngja saman. Söngfuglarnir kölluðu sig lengst framan af KA-kórinn og sungu meðal annars í KA-messum sem haldnar voru í Akur- eyrarkirkju. Erfitt var að fá karla til þess að vera með í kórnum og fáar konur sýndu honum áhuga. Það var því tekin ákvörðun um að hættæ að nota nafnið KA-kórinn þar sem það var talið vera fráhrindandi fyrir þær konur sem ekki voru í KA, en langaði til að vera með. Þar sem kórinn er eingöngu skipaður konum, var ákveðið að stofna kvennakór og bjóða konum á öllum aldri sem hefðu einhvern áhuga að koma og vera með. Stjórnandi kórsins og undirleikari er Björn Þorleifsson tónlistarkennari og hefur kórinn æfingaraðstöðu á sal Tón- listarskólans síðdegis á sunnudögum. Kvennakór Akureyrar hefur nú verið stofnaður og hlaut hann styrk frá menn- ingarmálanefnd Akureyrarbæjar til að auglýsa eftir fleiri konum í kórinn. Dag- ur leit inn á æfingu hjá Kvennakór Akur- eyrar síðastliðinn sunnudag og forvitn- aðist um framtíðaráform kórsins og fyrir svörum urðu kórfélagarnir Ragnhildur og Dóra og stjórnandinn Björn. Vantar fleiri koiiur - Björn hefur verið stjórnandi kórsins frá upphafi. Hvernig finnst honum að stjórna konunum? „Það öfunda mig örugglega margir af því hafa stjórn á sextán konum og von- andi fleirum áður en langt um líður.“ - IJvað þurfið þið að fá margar konur í viðbót til liðs við ykkur? „Við þurfum að minnsta kosti að fá helmingi fleiri til að fá sem breiðast raddsvið fyrir kórinn. Þegar við byrjuð- um þá höfðu fæstar konurnar sungið í kór áður, enda er það ekkert skilyrði." „Það eru engar kröfur gerðar," bætir Dóra við, „við erum að þessu af því okk- ur þykir fyrst og fremst gaman að koma saman og syngja og þetta er allt á léttu nótunum hjá okkur.“ „Þetta er fyrst og fremst skemmtilegt og svo fær maður algjöra útrás og kemur endurnærður heim‘\ segja þessar hressu konur í Kvennakór Akureyrar. mynd: brink - Hefur Kvennakór Akuregrar sungið eitthvað opinberlega? „Við sungum á árshátið STAK nýverið þar sem okkur var mjög vel tekið og fengum sérlega góð viðbrögð frá fólkinu bæði á árshátíðinni og eftir hana. Næst á dagskránni er að kynna kórinn og verðum við á kaffihúsinu Bláu könnunni föstudagskvöldið 23. mars næstkomandi. En framtíðaráformin ráðast auðvitað af því hversu margar konur við fáum til liðs við okkur. Við viljum því nota tæki- færið hér og auglýsa eftir konum til að koma og vera með í Kvennakór Akureyr- ar“, segja þær Ragnhildur og Dóra sem segjast iá algjöra útrás í söngnum og koma endurnærðar heim eftir hverja söngæfingu. Símanúmer sem hægt er að hringja í til að skrá sig og fá nánari upplýsingar eru hjá Dóru sem er í síma 462-2646, Ragnhildi í síma 461-2287 og Birni stjórnanda kórsins í síma 462-3645. -w Kvennakór Aknreyrar stofnaður Að ..temia bömin Félagsvísindastofnun heldur námskeið fyrirforeldra og aðra sem vilja læra að hjálpa bömum að bæta hegðun sína ogfélagslega aðlögun. Á íslandi hefur ekki verið hefð fyrir nám- skeiðum fyrir foreldra varðandi uppeldi og hegðun barna en hins vegar talið sjálf- sagt fyrir þann sem fær sér hund að fara á námskeið. Það er Zuilma Gabriela Sig- urðardóttir lektor í sálfræði við HÍ, sem bendir á þetta. En hún hefur sérhæft sig í atferlisgreiningu og kennir á SOS nám- skeiðum sem Félagsvísindastofnun hefur efnt til, bæði fyrir foreldra og kennara, sem vilja læra að hjálpa börnum að bæta hegðun sína og stuðla þannig að tilfinn- ingalegri og félagslegri aðlögun á heimili, í skóla og annars staðar. Kennslugögnin, sem hafa verið þýdd og staðfærð, kynna tækni sem hefur verið margprófuð og við- urkennd sem árangursrík leið til að stjórna hegðun barna. Aldrei að gefa eftir ef baraið öskrar Spurð um þá tækni sem foreldrum er kennd segir Gabriela reglu númer eitt; „Gríptu barnið meðan það er gott“. Þ.e. að sinna skuli barninu meðan það er að gera eitthvað jákvætt: „Þegar það er ró- legt, hlustar á þig og hlýðir jjér.“ Séu samskiptin orðin þannig að barnið gerir jafnvel mest af því sem það ekki má þá sé t.d. hægt að bíða þar til það loksins gerir eitthvað gott og rétt, eða t.d. að grípa tækifærið þegar það sé að vakna. Gabriela segir líka mikilvægt að gefa ekki eftir stigmagnandi hegðun barns. Hafi barni verið sett einhver mörk eigi aldrei að gefa eftir og ekki að semja þeg- ar það bregst við öllum illum látum. Lít- ilsháttar óviðeigandi hegðun eigi að hunsa sem mest, í stað þess að vera að sífelldu þusi. Þykjast ekki heyra vælið, frekar en að snúa sér strax að barninu með: Af hverju ertu alltaf að þessu væli. Skammir duga ekki „Skammir duga yíirleitt ekki,“ segir Gabriella, sem mælir með mildilegum refsingum fyrir alla andfélagslega hegð- un: Ef barn hótar, hendir og gerir til- raun til að skemma, lemja eða meiða eða sýnir aðra vanvirðingu gagnvart fólki eða hlutum, geti t.d. verið gott ráð að að taka eitthvað af því tímabundið, t.d. í 2 mínútur: Athygli foreldranna, leikfang, að þurfa hætta í tölvuleiknum í 2-3 mínútur, að slökkt sé á sjónvarpinu í 3 mínútur, eða að barnið sé sent í ann- að leiðinlegra herbergi þar sem það þurfi að bíða í 2 mínútur. Og gráti barn- ið, öskri, heimti eða sé með læti ætti að hunsa það, en passa bara að barnið fari sér ekki að voða. Leysir ekki allan vanda, en... „Já, þetta hefur sýnt sig að skila góðum árangri og eru í raun árangursríkustu leiðir sem við þekkjum til þess að móta hegðan barnanna til þess að hlutirnir gangi vel. Sé foreldrum kennt þetta nógu snemma geta þau bæði tekist á við þau vandamál sem koma upp og komið í veg fyrir að þau versni með aldrinum, en einnig má nota þessar aðferðir til að losa börn við hegðunarvandamál sem eru þegar komin upp. Auðvitað er þetta ekki tækni sem fólk lærir á 6 vikna námskeiði, heldur fyrst og fremst fræðsla sem fólk þarf síðan að æfa sig í að nota. Og þó þú hafir tileinkað þér hana þýðir það ekki að þú komir aldrei framar til með að lenda í vandræðum með börnin þín. Við getum öll búist við því að börn lendi í einhverjum náms- vandamálum, hegðunarörðugleikum eða samskiptaörðugleikum við okkur eða aðra,“ segir Gabriela.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.