Dagur - 16.03.2001, Síða 19

Dagur - 16.03.2001, Síða 19
LEIKHUS KVIKMYNDIR Tónleikar, leikrit og flmgrni Mikið verðurum að vera íAkureyrarkirkju á sunnudaginn. Bamaleikrit, tónleikar ogfdstuvaka ermeðal þess sem verður í boði. Viðburðir í Akureyrarkirkju næstkomandi sunnudag eru að mestu helgaðir börnum og flutt- ir af börnum, en eru að sjálf- sögðu fyrir fullorðin börn líka. Barnaraddir munu óma frá þremur barnakórum, en tveir kórar heimsækja Akureyri þessa belgi og slást í hóp með Barna- og unglingakór Akureyrarkirkju á tónleikum. Stoppleikhópurinn kemur með barnaleikrit í farteskinu í sunnudagaskólann og loks verður íhugaður boð- skapur föstunnar og kunnir listamenn flytja fagra tónlist. Ævintýrið mn Óskimar tíu Stoppleikhópurinn kemur í sunnudagaskóla barnanna og sýnir barnaleikritið ,/Evintýrið um Oskirnar tíu“ í Safnaðar- heimili Akureyrarkirkju Id. I 1 á sunnudagsmorgun. Leikritið byggir á bókinni „Við Guð erum vinir" eftir norska höfundinn Kari Vinje en leikgerðina gerði Eggert Kaaber sem jafnframt leikur öll hlutverkin í sýning- unni. ,/Evintýrið um Óskirnar tíu“ Ijallar um Oskar, lítinn strák sem finnur töfrastaf uppi í sveit hjá ömmu og afa. Hann kynnist álfi nokkrum sem á stafinn og fær að óska sér tíu sinnum. I verkinu er komið inn á að kenna Tveir kórar heimsækja Akureyri þessa helgi og slást thóp með Barrta- og ung- lingakór Akureyrarkirkju á tónleikum sem haldnir verða í Akureyrarkirkju á sunnu- dag. Kórarnir eru Kór Snælandsskóla í Kópavogi og Húsabakkakórinn Góðir hálsar úr Svarfaðardal og saman munu þeir flytja fjölbreytt efni á tónleikunum. börnum að biðja rétt, mátt bænarinn- ar og það að gleyma ekki þeim sem þurfa á bænum okkar að halda. Leikritið er ætlað 2-8 ára börn- um og tekur um 20 mínútur í sýningu. Uppreiuiaitdi listamenn Tónleikar verða kirkjunni kl. 16.00 á sunnudagseftirmið- daginn. Þar munu þrír barna- og ung- lingakórar ásamt ein- söngvurum og strengjasveit flytja þætti úr Gloríu eftir A. Vivaldi. Tónleikarnir eru haldnir í tengslum við heimsókn Kórs Snælandsskóla í Kópavogi norð- ur yfir heiðar en hann mun í sam- vinnu við Barna - og unglingakór Ak- ureyrarkirkju og Húsabaldkakórinn Góða hálsa úr Svarfaðardal flytja fjölbreytt efni á tón- leikunum auk fyrr- nefndra þátta úr Gloríu. Kórarnir hafa fengið sér til liðsinnis Strengja- sveit Tónlistarskól- ans á Akureyri und- ir stjórn Guðmund- ar Ola Gunnarsson- ar og unga nemendur úr söng- deild skólans, þær Sólbjörgu Björnsdóttur, Unni Helgu Möll- er og Þórnýju Lindu Haralds- dóttur sem annast einsöngshlut- Eggert Kaaber leikur öll hlut- verkin ísýningunni. „Ævintýr- ið um Úskirnar tíu" sem Stoppleikhópurinn kemur með norður. verk. Stjórnendur barnakóranna eru Heiðrún Hákonardóttir, Sveinn Arnar Sæmundsson og Rósa Kristín Baldursdóttir. Norðlendingar eru hvattir til að fjölmenna á einstakan listvið- burð og styðja þannig við bakið á ungum og upprennandi lista- mönnum. íhugiuiarefoi föstunnar Föstuvaka hefst svo í kirkjunni að kveldi sunnudagsins kl. 20.30. Flutt verður efni í tali og tónum sem helgað er íhugunar- efni föstunnar og bæn mannsins um frið. Kór Akureyrarkirkju syngur undir stjórn Björns Steinar Sólbergssonar tónlist eftir Camille Saint Saéns, Zoltán Kodaly, Hafliða Hallgrfmsson og Jón Hlöðver Askelsson. Ein- söngvari er Rósa Kristfn Bald- ursdóttir, sópran. Sungið verður úr Passíusálmum Hallgríms Pét- urssonar, bæði í kórsöng, ein- söng og almennum söng. Flutt verður Litanía séra Bjarna Þor- steinssonar og auk þess syngur kórinn hluta af tónverki Jóns Hlöðvers Askelssonar, „Dag- söngvar um frið“ við texta Böðv- ars Guðmundssonar, en verkið var samið í tilefni kristnitökuaf- mælisins og frumflutt í Hall- grímskirkju 28. janúar sl. Saga Jónsdóttir leikkona, Valgeir Skagfjörð Ieikstjóri og Valgerður Valgarðsdóttir djákni lesa ljóð og ritningarlestra. Prestur er séra Jóna Lísa Þorsteinsdóttir. Það er von allra sem að föstu- vökunni standa, að sem flestir sjái sér fært að koma til kirkju þetta kvöld, bæði til að taka þátt í helgihaldinu, fhuga boðskap föstunnar og njóta hins talaða orðs og fagurrar tónlistar. -W Qarsoq,frægastapopp- hljómsveit Grænlands treðurupp íFjöm- kránni íHafnarfrrði nú um helgina og tvær næstu helgarenda er Fjömkráin vettvangur grænlenskra daga um þessarmundir. „Ég stefni að því að búa hér til svipað aðdráttarafl og Gullfoss og Geysir hafa og þessir grænlensku dagar eru liður í þeirri áætlun," segir Jóhannes Viðar Bjarnason, víkingur og veitingamaður í Fjörukránni. Hátíðin hófst í gær og verður fram haldið um helgar næstu þrjár vikurnar. Viðamikil kynning er á grænlenskri menn- ingu þar sem meðal annars græn- lenskir listamenn halda merki sfns lands á lofti. Sérstakt upplýsingahorn er í Vestnorden gisti- og menningarhúsinu og þar verður Benedikta Thor- steinsson með upplýsingar um allt sem lýtur að Grænlandi, náttúrufeg- urðinni þar, mannlífinu og ótal mörgu öðru sem skólafólk og aðra gesti fýs- ir að vita. Bæði hún og aðrir munu flytja þar fyrir- lestra um Grænland. Trommudans og grimudans Flvað lleira skyldi Jóhann- es vera með í pokahorn- inu? „Við vorum svo heppin að fá hingað græn- lensku hljómsveitina Qar- soq (sem þýðir ör)og hún mun halda uppi stemmn- ingu allar helgarnar. Qar- soq er vinsælasta hljóm- sveit Grænlendinga nú um stund- ir og sá maður fýrirfinnst varla þar í landi sem ekki kann eitthvað af lögunum hennar. Trommu- dansarinn Anda Kuitsi dansar hefðbu nd i nn grænlenskan trommudans af einstakri innlifun og einnig koma grímudansararnir Jóns Möllers. Ekki má svo gleyma einum virtasta myndlistarmanni Græn- lendinga, Christian Nu- unu Rosing sem kemur hingað og sýnir verk sín en hann fæst við stein- högg, málverk og út- skurð.“ Sauðnaut og svartfugl Maturinn sem eldaður verður ofan í gesti Fjöru- krárinnar á þessum tíma verður allur af grænlensk- um toga og það er Niels Davidsen, matreiðslu- meistari frá Narsaq, sem mun sjá um eldamennsk- una. Af matseðlinum má nefna reylct hreindýr, stór- ar rækjur og reykta lúðu sem forrétti og steikta loðnu, sauðnaut, svartfugl og hreindýrasteik í aðalrétti. Eftir- réttirnir eru úr berjum eða rabar- bara að hætti Grænlendinga. Ekki sjrillir að heppnir matar- gestir geta átt von á að hreppa glæsilega vinninga, aðallega ferðavinninga og farartækin sem boðið er upp á í þeim ferðum eru meðal annars hundasleðar. glx. Ida Heinrich sem dvelur hér á landi við söngnám, syngur grænlenska söngva fyrir gesti Fjörukrárinnar. mynd: ingó Vivi Nielsen og Bolethe Bern- hardsen, flytja fyrirlestra og sýna grímudans - það atriði er reyndar ekki fvrr en undir lok grænlensku daganna. Ida Heinrich er græn- lensk stúlka sem dvelur hér á landi við söngnám. Hún kemur fram á kvöldin í Fjörukránni og syngur fýrir gesti, við undirleik Grænlensk menning og matarhefð ■imi naeiNAi SkátaJjtng 2001 Bandalag rslenskra skáta heldur Slvátaþing dagana 16. til 18. mars í Verkmenntaskólanum á Akureyri og hefst setning í kvöld kl. 20. Þingið sitja for- svarsmenn skátafélaga á land- inu en einnig fulltrúar stjórnar, ráða og nefnda BIS. Við setn- inguna verður formlega opnuð ný heimasíða Bandalags ís- Ienskra skáta, www.scout.is . Auk hefðbundinna aðalfund- arstarfa mun Skátaþing fjalla um öryggi í skátastarfi, samstarf foreldara og skáta, aukin gæði í skátastarfi og stöðu skátastarfs í nútíma samfélagi. Á þinginu verða einnig kynnt margvísleg málefni sem varða skátastarf s.s. Landsmót skáta 2002 sem haldið verður á Hömrum við Akureyri, þjónustusamningur SkátafélagsinsVífils við Garða- bæ, Fararstjórn á skátamót er- lendis, nýbreytni í ylfingastarfi, stótamiðstöðvar í Englandi, áhrif ungs fólks á stefnumörk- un í skátastarfi og íjarnám í fé- lags- og tómstundafræðum við Kennaraháskóla íslands. Jóhann Friðgeir Valdimarsson, Jóhanna Vigdís Arnardóttir og Stefán Hilmarsson. Landskunnir Ustamenn á Radisson Ymislegt skemmtilegt verður um að vera á Radisson-hótel- Sögu um helgina jafnt fýrir unga sem aldna. A laugardags- kvöldið syngja saman í fýrsta sinn landskunnir söngvarar og listamenn á skemmtikvöldi í Súlnasalnum. Þetta eru þau Jó- hann Friðgeir Valdimarsson tenór, Stefán Hilmarsson popp- söngvari og Jóhanna Vigdís Arnardóttir leik- og söngkona ásamt undileikurunum Kjartani Valdimarssyni á píanó og Frið- riki Sturlusyni á bassa. Skemmtikrafturinn og eftir- herman Jóhannes Kristjánsson galdrar fram þjóðkunnar per- sónur á sinn einstaka hátt. Dansað verður fram eftir nóttu að skemmtun loldnni. En gamanið er ekki búið, því á sunnudaginn milli kl. 14 og 18 verður Opið hús á Radisson SAS Hótel Sögu, en að undan- förnu hefur hótelið smám sam- an veríð að fá á sig nýja og glæsilega mynd. Gestum verður boðið í skoðunarferð um hótel- ið, djasstrfó sér um að leika Ijúfa tónlist og Jógi trúður kem- ur í heimsókn á milli kl. 15 og 16 og skemmtir yngsta fólkinu. Boðið verður upp á veitingar og eru allir velkomnir. \___________________________Z

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.