Dagur - Tíminn Akureyri - 05.04.1997, Page 5
^Dagur-®tmimt
Laugardagur 5. apríl 1997 -17
MENNING O G LISTIR
Heimasaumað
ekki hallærislegt
Fyllir þú flokk þeirra sem saumar á alla fjöl-
skylduna? Eða tilheyrir þú kannski frekar
þeim hópi sem hefur látið saumavélina
rykfalla en ert alltaf á leiðinni að hœta úr
því og leyfa sköpunargáfunni að njóta sín í
fatasaum? Hvort sem er þá gœti sauma-
keppni Burda verið eitthvað fyrir þig.
Undanfarin tvö ár hefur
hið þýska saumablaða-
fyrirtæki Burda staðið
fyrir Evrópusaumakeppni. ís-
lendingar hafa tekið þátt og
unnu titilinn í fyrra en nú hefur
Burda ákveðið að hætta með
þessa Evrópukeppni. Mikill
kostnaður er aðalskýringin en
útvarpskonan Margrét Blöndal,
sem hefur verið í forsvari fyrir
keppnina á íslandi, segist vera
hrifnari af þeirri skýringu að
aðstandendur keppninnar hafi
verið hræddir
um að engum
tækist að toppa
árangur ís-
lensku kepp-
endanna í
fyrra. „Ég held
þeir hafi bara
séð fram á að
íslendingar
kæmu alltaf til
með að vinna,“
segir hún og
hlær.
„Fyrst að
Evrópukeppnin var felld niður
ákváðum við að prófa að hafa
landskeppni því áhuginn á
saumaskap er svo mikill á fs-
landi,“ segir Margrét og er
keppnin á vegum Eymundsson
og Burda. Dagur-Tíminn hefur
slegist í hópinn og mun fylgjast
vel með keppnisundirbúningi
og birta myndir af atburðinum.
Saumaskapur tók við
af reykingum
Margrét segir greinilegt að
áhugi á saumaskap hafi farið
vaxandi undanfarið og nefnir
sem dæmi 15 ára unglingsdótt-
ur sína. „Henni og vinkonum
hennar finnst rosalega flott að
vera í heimasaumuðu. Þetta er
ekki hallærislegt eins og áður
var og þykir
bara ágætis
búbót að eiga
mömmu sem
kann eitthvað
að sauma,“
segir hún. Sjálf
fór Margrét að
sauma í kjöl-
farið á sauma-
námskeiði sem
hún sótti hjá
vinkonu sinni,
Sigríði Péturs-
dóttur. „Ég
hætti að reykja og fór á sauma-
námskeið," segir hún og mælir
eindregið með þessari aðferð.
Vill meina að það virki vel að
gera eitthvað skemmtilegt til að
draga úr nikótínlöngun.
Hér áður fyrr var það ekki
Fyrst að Evrópu-
keppnin varfelld
niður ákváðum við
að prófa að hafa
landskeppni því
áhuginn á sauma-
skap er svo mikill á
íslandi
Margrét Blöndal.
” ' ••• í T t "-f $ M
1 fe Jlv ý&T/ * & w" w'sJmMSm æ r v - '< ...j
Úr ísiensku undankeppninni sem haldin var hérlendis í fyrra fyrir
síður af þörf en löngun sem Evrópukeppni Burda.
konur saumuðu á sig og börnin
þar sem það var mun ódýrara.
Þær raddir heyrast stundum að
með auknu fataúrvali borgi sig
tæpast að eyða tfma í að sauma
sjálfur. Margrét er þessu algjör-
lega ósammála og segir mikið
hægt að spara sér með sarnna-
skap. Dætur hennar tvær hafa
líka verið fljótar að komast á
bragðið og átta sig á hagnýtu
gildi hins heimasaumaða.
„Eldri dóttir mín kemur
kannski til mín og segir mér frá
pilsi sem hún sá sem kostaði 6-
7 þúsund krónur. Þá er hún bú-
in að reikna út að hægt væri að
sauma svona eins pils á klukku-
tíma og efnið fengist fyrir 500
krónur."
Fyrir áhugafólk
Landskeppnin er hugsuð fyrir
áhugafólk sem er að sauma
heima hjá sér, ekki fagfólk og
segir Margrét að leyfilegt sé t.d.
að taka snið úr blöðum. Keppt
verður í tveimur flokkum. Ann-
arsvegar flokki þeirra sem
saumað hafa í 2 ár eða skemur
og hinsvegar í flokki þeirra sem
hafa lengri reynslu í sauma-
skapnum. Hugmyndin er að
fólk saumi flíkur á sjálft sig og
sendi inn í keppnina tvær
myndir af sjálfu sér í þessum
flíkum. Síðan verði tíu þátttak-
endur valdir úr hvorum flokki
til að taka þátt í lokakeppninni.
Vegleg verðlaun verða í boði
fyrir sigurvegara en þau verða
kynnt nánar síðar.
„Við munum leggja áherslu á
frágang, þ.e. hvernig sauma-
skapurinn er, og einnig heildar-
yfirbragð. Við erum ekki að
fara fram á einhver módel en
að flíkin hæfi þeim sem klæðist
henni. Síðan tökum við mið af
því að þetta eiga að vera sum-
arföt,“ svarar Margrét þegar
spurt er um eftir hverju verði
dæmt.
Skilafrestur til að senda inn
myndir er til 5. maí og á að
stíla þær á eftirfarandi heimilis-
fang:
Landskeppni Eymundsson og
Burda
Hallarmúla 4
108 Reykjavík.
Og þá er bara að draga fram
saumavélina. AI
1
lninlnl kiMúl fHLÉnlLikl *dVít nl
I ~ bi͓ 5
LEIKFELAG AKUREYRAR
Leikfélag Akureyrar
Vefarinn
mikli fró
Kasmír
Leikverk byggt á skáldsögu
Halldórs Laxness
Handrit: Halldór E. Laxness
og Trausti Olafsson
Tónlist og leikhljóð:
Kristján Edelstein
Lýsing:
Jóhann Bjarni Pálmason
Búningar:
Hulda Kristín Magnúsdóttir
Leikmynd: Finnur Arnar Arnarson
Leikstjórn: Halldór E. Laxness
Aðalhlutverk: Þorsteinn
Bachmann og Marta Nordal
Auk þeirra: Hákon Waage, Guðbjörg
Thoroddsen, Jón Júliusson, Sunna
Borg, Aðalsteinn Bergdal, Þráinn
Karlsson, Þórey Aðalsteinsdóttir og
Jónsteinn Aðalsteinsson.
Frumsýning á Renniverkstæðinu,
Strandgötu 49, föstudaginn
ll.apríl kl. 20.30. - UPPSELT
2. sýning laugardaginn
12. apríl kl. 20.30.
- fáein sæti laus
Miðasalan er opin alla virka daga
nema mánudaga frá kl. 13-17.
Simi í miðasölu er 462 1400.
Jkgur-Cmmm
- besti tími dagsins!
AÍ
■ )/
ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ
Stóra sviðið kl. 20.00
VILLIÖNDIN
eftir Henrik Ibsen
í kvöld 5. apríl.
Örfá sæti laus.
Laugard. 12. apríl.
Sunnud. 20. apríl.
KÖTTUR Á HEITU BLIKKÞAKI
eftir Tennessee Wiliams
6. sýn. á morgun, sunnud. 6. apríl
Uppselt.
7. sýn. fimmtud. 10. apríl Uppselt.
8. sýn. sunnud. 13. apríl Uppselt.
9. sýn. miðvikud. 16. apríl
Nokkur sæti laus.
10. sýn. fimmtud. 24. apríl
Nokkur sæti laus.
11. sýning sunnud. 27. apríl
Laus sæti
ÞREK OG TÁR
eftir Ólaf Hauk Símonarson
Aukasýning
Föstud. 11. apríl. kl. 20.30.
90. sýning, allra síðasta sinn
LITLI KLÁUS OG
STÓRI KLÁUS
eftir H.C. Andersen
Á morgun kl. 14.00.
Sunnud. 13. apríl kl. 14.00
Sunnud. 20. apríl kl. 14.00
Smíðaverkstæðið kl. 20.30
LEITT HÚN SKYLDI
VERA SKÆKJA
eftir John Ford
í dag kl. 15.00 Nokkur sæti laus
Laugard. 12. apríl kl. 20.30
Uppselt.
Sunnud. 20. apríl kl. 20.30
Uppselt.
föstud. 25. apríl kl. 20.30
Aukasýning
laugard. 19. apríl kl. 15.00
Síðustu sýningar
Athygli er vakin á að sýningin er ekki viö hæfi barna.
Ekkl er hægt aö hleypa gestum Inn
f sallnn eftir aö sýning hefst.
Listaklúbbur Leikhúskjallarans
RÚSSÍBANAR - aftur og nýbúnir
Hinir óviðjafnanlegu Rússibana slógu öll aðsóknarmet
þegar þeir héldu s(na fyrstu opinberu tónleika f
Listaklúbbnum 3.3. sl.
Húsið opnað kl. 20.30. - dagskréin hefst kl. 21.00.
Miöasala viö ínnganginn.
Miöasalan eropin mánudaga og þriðjudaga kl. 13-18,
frá miðvikudegi til sunnudags kl. 13-20 og til 20.30
þegar sýningar eru á þeim tíma. Einnig er tekið á móti
símapðntunum frá kl. 10 virka daga.