Dagur - Tíminn Akureyri - 05.04.1997, Side 7

Dagur - Tíminn Akureyri - 05.04.1997, Side 7
Itagur-'ClImmm Laugardagur 5. apríl 1997 -19 jaforæði Mér finnst sérstaklega ánægjulegt að hafa fengið allar þessar konur saman í einn hóp og finna þann styrk sem fólginn er í því að konur, jafnt sem karlar, taki þátt í að stjórna sínu nánasta umhverfi. Það er góð tilfinning að vita að svo margar konur eru ábyrgir aðilar fyrir því hvernig hlutirnir ganga í samfélaginu. Ég er Ingunn St. Svavarsdóttir sveitar- stjóri er stolt af öllum þessum ábyrgu konum í Öxarfirði. sannfærð um það að ef við að- eins gætum komið því til leiðar að meira jafnræði verði meðal kvenna og karla jafnt úti á landi sem í þéttbýlinu þá yrði fólk mun ánægðara og liði al- mennt miklu betur.“ góðum höndum Hér rikir Formaður Miðnætursólar- hringsins Inga er fædd og uppalin í Öx- arfirði, nam viðskiptafræði við Háskóla íslands, útskrifaðist 1992 og fluttist þá aftur í heimahagana. „Ég vann alltaf á sumrin í Landsbankanum á Kópaskeri og eftir að ég kláraði viðskiptafræðina þá fór ég í gamla starfið í bankanum og tók svo við afgreiðslustjórastöð- unni í júlí í fyrra. Ég kann mjög vel við mig í þessu starfi.“ Ingiríður Ásta Karlsdóttir stýrir úti- búi Landsbanka íslands á Kópa- skeri. En Inga er líka formaður Miðnætursólarhringsins. Ilvað er nú það? „Jú þetta eru ferða- málasamtök sem ná frá Keldu- hverfi austur til Vopnaíjarðar. Sjö sveitarfélög standa að þess- um samtökum og á einn fulltrúi frá hverju þeirra sæti í hinni eiginlegu nefnd. Markmiðið með samtökunum er að mark- aðssetja þetta stóra svæði fyrir ferðamenn. Miðnætursólar- hringurinn var stofnaður í maí 1995 og hefur hingað til bent á náttúruperlur og eftirsótt ferða- mannasvæði sem vissulega eru í þessum landshluta. Til stend- ur að setja upp auglýsingaskilti sem auðvelda eiga ferðamönn- um að fara um svæðið og kynna sér það sem markverðast er að sjá.“ „Nátttíruperlur þessa svæðis alþekktar“ Sigþrúður Stella Jóhannsdótt- ir er Keldhverfungur, líf- fræðingur að mennt og starfar sem þjóðgarðsvörður í Þjóð- garðinum í Jökulsárgljúfrum allt árið. „Ég er mjög ánægð í mínu starfi það er (jölbreytt og skemmtilegt. í fyrrahaust var svæðið austan við Jökulsána friðlýst sem náttúruvætti, en Þjóðgarðsvörðurinn, Jökulsár- gljúfrum, Sigþrúður Stella Jó- hannsdóttir, er einnig formaður Dettifossnefndarinnar. svæðið vestan við ána er í Þjóð- garðinum. Á vegum Náttúru- verndarráðs starfar nefnd, svo- kölluð Dettifossnefnd, sem er samráðsnefnd um þetta svæði og er ég formaður hennar og fulltrúi Náttúruverndar. Til stendur að byggja upp betri að- stöðu fyrir ferðamenn og eru nú þegar komnir góðir göngu- stígar við Dettifoss og verið er að hanna og laga bilastæðin þar. Þá verður öll hreinlætisað- staða þarna bætt strax í sumar. Það er mjög brýnt að bæta að- stæður fyrir ferðamenn því margir heimsækja Þjóðgarðinn sem og aðrar þekktar náttúru- perlur í okkar landshluta." Eini kvenflug- umferðarstjóri íslands í Mustarfi Með glettnisblik í augunum segir Fríða flugumferðar- stjóri okkur frá starfi sínu sem er afgreiðsla flugvéla Flugfélags Norðurlands, sem heldur uppi áætlunarferðum til Kópaskers þrisvar í viku. „Ég er búin að vera í þessu í sautján og hálft ár og er mjög ánægð með starf- ið mitt þó það sé vissulega bindandi. Fyrstu árin fékkst enginn til að leysa mig af en allt hefur þetta nú lagast. Ég sé um að flytja allan póst og alla frakt á völlinn og það er svo líka í mínum verkahring að hlaða og Líklega eini körfuboltaþjálfari landsins sem aldrei hefur spilað körfubolta, Hólmfríður Halldórs- dóttir, flugumferðarstjóri á Kópa- skeri. losa flugvélarnar. Fólk hér er ekki nógu duglegt að nota þess- ar flugsamgöngur kannski vegna tímasetningarinnar á íluginu, en það er morgunflug, sumir setja fyrir sig millilend- inguna á Raufarhöfn og enn aðrir segja að það að þurfa að skipta um vél á Akureyri þegar ferðinni er heitið til Reykjavíkur sé ástæða þess að það keyrir heldur til Húsavíkur í fiugið þaðan." En Friða hefur tíma fyrir tómstundir og aðra vinnu þrátt fyrir flugið. Hún hefur verið formaður UMFNÞ, Ungmenna- félags Norður-Þingeyinga síð- astliðin fimm ár og er körfu- boltaþjálfari barna og unglinga á staðnum. „Ég ’nef aldrei spil- að körfubolta en áhugi á íþrótt- inni er mikill meðal ungmenna hér svo ég las mér bara til og fékk tilsögn í faginu og skellti mér bara í þjálfunina. Þar á meðal eru þrír flokkar sem keppa á íslandsmóti, strákar í, 10. flokki, strákar og stelpur saman í yngsta flokknum og 8. flokki. Hérna áður fyrr var ég með þjálfun í frjálsum íþróttum en er alveg hætt því.“ Þessi hópur kvenna við Öxarfjörðinn á það sameiginlegt að vera í forsvari fyrir fyrirtækjarekstri flestar með sinn eigin rekstur, „og fara létt með það“. Ríkisstarfsmenn í stjórnunarstörfum eru líka til meðal kvenna á Kópaskeri og nágrenni þó við séum einhvern veginn vanari því að sjá karlana skipa flestar æðstu stöður hjá hinu opinbera. ! f «*■ w»“ÍÉjf ■ ■ ■ - L ■ i4fc- W ** r vv«| í| í sveitarfélagi eins og Öxarfjarðarhreppi, þar sem meira að segja sveitar- stjórinn er kona, finnum við að sjálfsögðu konur í ábyrgðarstöðum og gestir fá ekki betur séð en að atvinna og mannlíf blómstri í þessum lands- hluta. Hvort það er stjórnsömum konum að þakka skal ósagt látið. Myndir og texti: Guðrún Kristín Jóhannsdóttir

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.