Dagur - Tíminn Akureyri - 24.05.1997, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn Akureyri - 24.05.1997, Blaðsíða 1
^agur-Œxmmrt Góða helgi! Viitafár klerkur Laugardagur 24. maí 1997 - 80. og 81. árgangur - 95 tbl. 1—g held að allflestir í prestastétt séu nei- 1—4 kvœðir í minn garð og ég stend því einn í J___J þessari deilu," segir sr. Torji Hjaltalín. Hann var varla búinn að taka upp úr töskunum eftir dvöl erlendis þegar deilur blossuðu upp enn á ný milli hans og sóknarbarna hans í Möðru- vallasókn. Fermingarmessa var deiluefnið að þessu sinni. í viðtali við blaðið ber Torji sig held- ur illa. Hann segir lítinn áhuga hjá biskupi að finna lausn mála og engan stuðning að fá hjá starfsbrœðrunum. Hann viðurkennir að hann sé þreyttur á karpinu en segist þó langt frá því á leiðinni að hœtta í prestskap á Möðruvöllum. Sjá viðtal bls.19. Torfæran byijar í dag leðilegt torfærusumar! torfærumót sumarsins er í dag á Akureyri og má búast við miklum tilþrifum og íjöri. f tilefni dagsins var rætt við nokkr- ar kempur úr torfærunni og ekki annað að heyra en allir séu til í slaginn. Sjá viðtöl bls. 20-21. GARPAR VIKUNNAR Fjallgöngumennirnir Björn Ólafsson, Einar Stefánsson og Hallgrímur Magn- ússon hljóta titilinn garpar vikunnar að þessu sinni fyrir sögulegt klifur sitt á tind Everestfjallsins, hæsta fjalls í heimi. Þessir menn eru fyrstu íslend- ingarnir til að komast upp á tindinn og þeir eiga hrós skilið fyrir það. Þeir hafa sýnt hugrekki og þor, áræðni og dirfsku ásamt þolinmæði, varkárni og leikni í íjallaklifri. Þeir eru fáir sem hafa þessa blöndu inni í sér og nýta hana til að komast upp á hæsta tind heims. -GHS

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.