Dagur - Tíminn Akureyri - 24.05.1997, Blaðsíða 6

Dagur - Tíminn Akureyri - 24.05.1997, Blaðsíða 6
18 - Laugardagur 24. maí 1997 Ptgur-mmtmn LIFIÐ I LANDINU Eitt bréf á leiðinni Bandaríkjamaður- inn, Mark Halpen, sem leitaði hjálpar Dags-Tímans til að finna íslenska konu, unga og sœta, erfarinn af landinu fagra. Eftir sneypuförina dvel- ur hann nú kven- mannslaus í fjalla- þorpinu sínu í Col- orado. Það birti því he'ldur yfir þegar blaðamaður tjáði honum að hann ætti von á bréfi. Þær íréttir fengust nefni- lega hjá pósthúsinu á Akureyri að eitt bréf hefði borist eftir að Mark fór (en hann hafði komið á pósthúsið daglega) og var það sent á eftir honum til Banda- ríkjanna. En áður en lengra er haldið er vert að geta þess að kvittur um meintan dauða Marks er ekki á rökum reistur en sú saga komst á kreik þegar annar bandaríkjamaður lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akur- eyri fyrir um tveimur vikum. Eins bar Mark það af sér að hafa sést með einni ljóshærðri á gangi í Reykjavík, því miður uppspunisagði hann. „Ég hefði gjarnan vilja vera lengur á íslandi en veðrið var ekki sem best og ég var heldur ekki í sumarfríi heldur átti ég erindi eins og þú veist. -En varð ekkert ágengt." Pað er eitt bréf á leiðinni til þín... Ó, er það. Það verður spenn- andi að sjá það. Auðvitað hafði ég gert mér ein- hverjar vonir en kannski á ég eftir að koma aftur. Sannur æv- intýramaður má samt aldrei sjá eftir ævintýrinu þó það hafi ekki farið að óskum. -En manni leyfist að vera dálítið spældur, er það ekki.“ Mark er svo dapur þegar hann segir þetta að blaðamaður minnir hann aftur á bréfið sem er á leiðinni. „Það er dásamlegt, nú fer ég strax að athuga pósthólfið mitt á morg- Er hann brjálaður? íslandsförin er rædd lítillega og blaðamaður greinir frá mikilli forvitni landans um afdrif þessa „brjálaða“ Bandaríkjamanns. Þá vill Mark fá að vita á hvern hátt fólk sé forvitið, hvort það sé að gera grín að honum eða hvort því sé raunverulega umhugað um að hann finni ham- ingjuna? „Ef fólk er svona forvitið af hverju fæ ég þá ekki fleiri bréf,“ segir hann, allt- af með hugann við konurnar. Og hvernig for- vitni er þetta þrástagast hann á og fær að vita að flestir telji hann jú reyndar kolbrjálaðann. „Ég vissi það svo sem, en mér leið ekki illa með þessa ákvörð- un og er nokkuð stoltur af því að hafa ákveðið að fylgja hjart- anu hálfa leið yfir hnöttinn. ncerveru un. Engar forvitnar konur? Fyrir hálfum mánuði birtum við forsíðuviðtal við Mark þar sem hann lýsti drauma konunni, en hingað kom hann eftir að hafa lesið í tímariti að fegurstu konur væru á íslandi og enn fegurri á Ak- ureyri. „Ég lét þýða viðtalið fyrir mig og var ánægður með það en ekki eins ánægður með myndina. En myndavélar ljúga ekki og ég verð bara að sætta mig við þetta. -En þá erum við líka komin að efni greinarinnar. Ég reyni að viðhalda líkams- vextinum en svo get ég verið meingallaður að öðru leyti. Ég æfi og fæ ekki þennan maga „Eg hitti nokkrar konur en fannst þœr ekki mjög vinalegar né til- búnar til að hitta útlendinga. - Það var þó ein stúlka sem hafði yndislega (( Mark var ekki alveg nógu ánægður með myndina af sér, sagði að með aldrinum hafi hann fengið þessar leiðinlegu streitulínur á ennið og eins virtist annað augað á honum alltaf hálf lokað á myndum. Mynd: gs sem okkur körlum hættir við að fá þegar við erum komnir um fertugt. Það er þetta sem ég á við þegar ég tala um konur. Ég er ekki að fara fram á að konur sem komnar eru yfir fertugt fari í einhverjar allsherjar yfir- halningu. Ég kýs bara fremur konur sem viðhalda vextinum. - Þegar greinin var þýdd fyrir mig hugsaði ég með mér að það hlytu að vera konur einhvers staðar sem hafa áhuga á að svara þessu kalli mínu, hvort sem það er vegna forvitni eða langana.“ Óvinalegar og spúandi Jamm og jæja. En hvernig gekk Mark að vingast við íslenskar konur? í viðtalinu fyrir hálfum mánuði kom fram að hann drekkur hvorki né reykir og sækir ekki skemmtistaði. „Ég hitti nokkrar konur en fannst þær ekki mjög vinalegar né til- búnar til að hitta útlendinga. Það var erfitt að brjóta ísinn. - Það var þó ein stúlka sem hafði yndislega nærveru, bæði hvað varðaði fegurð og persónuleika. Hún vinnur í bakaríi á Akureyri og er ljóshærð með sítt hár sem hún hefur í hnút. Ég held kannski að maðurinn sem skrif- aði tímaritsgreinina um fallegu konurnar á Akureyri hafi hitt þessa stúlku." Og hann hlær. „Hún var heillandi, hlý og falleg bæði að innan og utan og ég naut þess að tala við hana. Hún er á föstu. Þessi 19 ára stúlka var sú eina sem ég átti þægileg samskipti við, ílestar konurnar voru fráhrindandi. Þegar ég dvaldist í Reykjavík ákvað ég að kanna næturlífið aðeins og varð ekki par hrifinn. Maður kom kannski að tveimur eða fleiri konum sitjandi við borð, flestar reykjandi, og þær voru alls ekki á því að tala við mann.“ -mar Saumakeppni og sunnudagskaffi Mónika Skarphéðinsdóttir keppir til úrslita í flokki byrjenda. Kjóllinn hennar er tvískiptur úr atlasilki og silkiflaueii. Hugmyndin er frá end- urreisnartímanum og er kjóllinn lokaverkefni Móniku í hönnun en hún stundar nám við Fjölbraut í Breiðholti. Einn karl og átján konur keppa til úr- slita í saumakeppni Burda og Eymunds- son sem fram fer á Hótel Borg á sunnu- dag. Tíu eru í byrj- endaflokki en níu í flokki þeirra sem saumað hafa í tvö ár eða lengur. AIls sendu um fimmtíu manns myndir af flíkum í keppnina. Þeir sem voru valdir í úrslit koma víða að. Frá Skagafirði koma t.d. mæðgur, einn keppandi er frá Akureyri og frá Suðvesturhorninu koma keppendur úr Reykjavík, Hveragerði og Garðabæ. „Mér datt dóttir mín fyrst í hug þegar ég heyrði keppnina auglýsta og var ekkert með sjálfa mig í huga. En svo endaði það þannig að við sendum báð- ar inn,“ segir Margrét Krist- jánsdóttir úr Skagafirði en hún og dóttir hennar, Anna Ekonar- dóttir, komust báðar í úrslit í flokki lengra kominna. Anna sendi inn mynd af ljósbrúnni drakt en Margrét af tvískiptum kjól. „Aðalhönnunin var í krag- anum. Ég er svo fyrirferðarmik- il og vildi því hafa eitthvað til að draga athyglina frá því. Ég setti stóran ljósan kraga sem mér finnst koma vel út,“ segir Margrét. Draktina segir Anna vera fremur venjulega. „Ég var hálfgáttuð að hún skyldi komast áfram." Saumanemar Margar þeirra sem komust í úr- slit í keppni byrjenda eru stúlk- ur sem eru að læra saumar í íjölbrautarskólum. Ein þeirra er Mónika Skarphéðinsdóttir sem var svo almennileg að lána blaðinu mynd af kjólnum sín- um. Hin myndin kemur frá Snjólaugu Sigurðardóttur frá Akureyri sem keppir í flokki lengra kominna. Úr Fjölbraut x Garðabæ koma einnig nokkrir keppendur og þar virðist áhugi á hannyrðum vera í miklum blóma. Verðlaunin Úrslitakeppnin hefst klukkan 15 á morgun, sunnudag, á Hótel Borg. Keppendur munu sýna föt sín sjálfir og síðan vel- ur dómnefndin efstu sætin í hverjum flokki. Unnur Arn- grímsdóttir er formaður dóm- nefndar en auk hennar eru eft- irfarandi í dómnefnd: Guðbjörg Antonsdóttir, fatahönnuður, Auður Ingólfsdóttir, blaðamað- ur á Degi-Timanum, Halldóra Lárusdóttir, fulltrúi Eymunds- son, Hjördís Gunnþórsdóttir og Sigurður Ilall sem jafnframt er sérstakur verndari keppninnar. Verðlaunin eru ekki af verri endanum. Pfaff saumavél er í fyrstu verðlaun í hverjum flokki, önnur verðlaun efna- vöruúttekt í Virku og ársárskrift af Burda saumablöðum og þriðju verðlaun ársáskrift af Burda: World of Fashion. Einnig munu gestir í sal velja saumakonu eða saumakarl árs- ins og fær sií/sá heppni flug- miða í boði Ileimsferða í verð- laun. En hverjir verða gestirnir í salnum? „Jú, það eru bara all- ir þeir sem vilja koma á Hótel Borg og drekka huggulegt sunnudagskaffi og fylgjast með keppninni,“ segir aðal skipuleggjandinn, Margrét Blöndal. AI Snjólaug Sigurðardóttir frá Akur- eyri saumaði kjól úr handmáluðu silki. Silkið málaði dóttir hennar sem er á handíða- og myndlistar- braut í VMA. „Hugmyndin var fljót að fæðast og þegar búið var að mála efnið var ég ekki lengi að sauma hann,“ segir Snjólaug.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.