Dagur - Tíminn Akureyri - 24.05.1997, Blaðsíða 16
28 - Laugardagur 24. maí 1997
jOagur-CÍImTOm
JOHANNESARSPJALL
Dvöl á óamerískri sjúkrastofiiun
Jóhannes
Sigurjónsson
skrifar
Pistlahöíundur upplifði það
í fyrsta skipti á æfínni á
dögunum að þurfa að
leggjast inn á sjúkrahús. Og þar
sem ég hef einfaldan smekk og
vel aðeins það næst besta, þá
varð Fjórðungssjúkrahúsið á
Akureyri fyrir valinu en ekki
Sjúkrahús Þingeyinga.
Ekkert stóðlíf ganga-
stúlkna og ræsti-
tækna!
Að sjálfsögðu var ég í meira lagi
eftirvæntingarfullur að fá að
kynnast heimi sjúkrahússins,
ekki síst eftir að hafa horft á
svona 7123 bandaríska sjón-
varpsþætti um ástir og örlög, líf
og dauða í heilsugæslugeiranum
þar vestra. Ég átti sem sé von á
skrautlegu mannlífi á ystu nöf,
morðum, framhjáhöldum, líkn-
armorðum, læknamistökum,
frjálsum ástum sjúklinga og sér-
fræðinga. stóðlífí gangastúlkna
og ræstitækna, endalausum
ruglingi á þvagprufum með
geigvænlegum alleiðingum,
osfrv. osfrv. En raunveruleikinn
á Fjórðungssjúkrahúsinu var
annar en á sambærilegum sjón-
varpsstofnunum í USA. Þarna
upplifði ég ekkert nema yndis-
legt starfsfólk sem allt vildi fyrir
mann gera og annaðist mig og
aðra kranka af einstakri alúð og
velvild.
Nú skil ég allar gömlu kveðj-
urnar í óskalögum sjúklinga til
starfsfólks sjúkrahúsanna og
sendi hér með starfsfólki á
minni deild mínar kærustu
kveðjur. Og héðan í frá mun ég
styðja allar kaupkröfur starfs-
fólks á sjúkrastofnunum - það á
allt gott skilið og meira til.
Af geðdeild eða
Húsvíkingur?
Eins og gefur að skilja þegar
maður er nýgræðingur á
einhverju sviði, þá er maður
ekki alveg öllum hnútum kunn-
ugur. Ég t.d. hafði ekki liug-
mynd um að maður ætti að
mæta með inniskó og slopp til
innlagnar á sjúkrahús. Og raun-
ar áttaði mig ekki á því fyrr en
fólk fór að gefa mér undirfurðu-
legt hornauga á rölti mínu um
ganga stofnunarinnar. Þá tók ég
sem sé eftir því að Ilestir sam-
sjúklingar mínir voru í slopp og
inniskóm. Ég aftur á móti gekk
um á hvítri langbrók með víð-
áttumikilli buxnaklauf að fram-
an, á svörtu spariskónum mín-
um og í grárri og þykkri hettu-
peysu yfir sjúkraskyrtunni.
Seinna frétti ég að það hafi
almennt verið álit ókunnugra að
þarna færi annað hvort sjúk-
lingur af geðdeild ellegar þá
Húsvíkingur, nema hvortveggja
væri - og var auðvitað ekki
íjarri sanni.
Táknfræði í risalunga
Flest sem ég kynntist þarna á
stofnuninni var til fyrirmyndar.
Starfsfólkið náttúrlega fór
fremst í flokki, tækjabúnaður
var ekki lakari en á Bráðavakí-
inni ef mér skjöplast ekki þvf
meir og súpurnar runnu ljúílega
niður næringarveginn. En það
sem mér þótti þó mest til koma
var hin útspegúleraða sýkóló-
gíska hönnum á reykingaher-
berginu í kjallaranun.
Reykingar eru náttúrlega
ekki vel séðar á sjúkrahúsum og
skylda starfsfólksins auðvitað sú
að letja menn í smóknum svo
sem helst er kostur. Og reyk-
ingaklefínn, afdrep okkar
lungnasóðanna, virtist sérhann-
aður í því skyni. Veggirnir voru
tóbaksgulir og skellóttir og
manni leið eins og maður væri
staddur í risastóru sýktu reyk-
ingalunga. Á veggnum voru
þrjár samstæðar myndir. Á
þeim öllum vorum tveir blóma-
vasar með blóm í öðrum vasa
en hinum tómum. Táknrænt og
þurfti engan Umberto Eco til að
túlka að blómalausu og líflausu
vasarnir stóðu fyrir reykinga-
menn en þeir með lifandi blóm-
unum í fyrir þá reykiausu.
Gólfdúkurinn kórónaði sköp-
unarverkið. Annað hvort hefur
hann verið not.aður í 40 ár á
einhverri hafnarkránni i Ham-
borg, ellegar að sjúkrahús-
starfsfólk hefur vísvitandi slökkt
í svona 347 sfgarettum á dúkn-
um til að gera hann sem
ókræsilegastan.
Eftir dvöl í þessu herbergi
var varla hægt annað en að
taka ákvörðun um að að hætta
að reykja og eru áform um slíkt
komin vel á veg hjá mér og í
stöðugri framþróun.