Dagur - Tíminn Akureyri - 24.05.1997, Blaðsíða 10
22 - Laugardagur 24. maí 1997
|Dagxtr-®mttrat
LIFIÐ I LANDINU
Finnski gullsmiðurinn Harri Syrjánen sýnir verk sín í listhúsi Ófeigs við Skólavörðustíg. Þar er hann með skartgripi úr gulu gleri, steinum og leðri, meðal annars handtöskur fyrir konur. Hann
sækir gjarnan hugmyndir sínar í heimsþekkt ævintýri, til dæmis í ævintýrið um Öskubusku eða froskinn sem breyttist í prins. Myna: bg
Skartgripir úr æyintýrum
Finnski gullsmiður
inn Harri Syrjánen
sýnir skartgripi og
töskur í listhúsi
Ófeigs í Reykjavík
fram í byrjun júní.
Þar er um listiðnað
í heimsklassa að
rœða.
Mínir skartgripir eru ekki
hefðbundnir. í Finn-
landi má segja að hefð-
bundnir skartgripir séu sóttir í
Kalevala en mér líka þeir ekk-
■rt sérstaklega því að þeir eru
ggðir á gömlum grunni og
óa ekki listina áfram. Ferm-
garbörn fá marga Kalevala
irtgripi í fermingargjöf á
ina tíma og listamennirnir
yna að þróa þessa listgrein
am,“ segir finnski gullsmið-
o inn Harri Syrjánen.
Syrjanen opnaði nýlega sýn-
gu á verkum sínum í listhúsi
'igs að Skólavörðustíg 5 í
ykjavík. Ilann er þar með
artgripi úr ýmsum efnivið,
úur og hálsmen og svo gríð-
ega fallegar leðurtöskur, svo
kkuð sé nefnt. Syrjánen hef-
ur verið með vinnustofu og list-
hús á besta stað í miðborg
Helsinki í 26 ár. Hann er einn af
fremstu listiðnaðarmönnum
Finna. Þetta er í þriðja sinn
sem hann sýnir verk sín á ís-
landi.
„Skartgripasmíði hefur eflst
síðustu 15 árin. Ungir gullsmið-
ir, sem eru sífellt að útskrifast,
vilja leggja áherslu á listina í
skartgripahönnun sinni. Það er
erfitt að lifa af þessari listiðn
því að hvorki er mikið um
kaupendur né safnara að ræða
eins og gjarnan er í málverka-
list og skúlptúrum. Þetta fer þó
stöðugt batnandi," segir
Syrjánen og kveður aðeins fáa
gullsmiði vilja fara nýjar braut-
ir í hönnun sinni. Flestir haldi
sig við hefðbundna skartgripi
enda verði afkoman þá mun
tryggari.
Handverkið
er í tísku
Ekki er mikill munur á finnskri
gullsmíð í dag og þegar
Syrjánen útskrifaðist árið 1969.
Handverkið hefur sífellt batnað,
að sögn hans, og smiðirnir
sömuleiðis. Ilann segir að um
tíu gullsmiðir séu í Finnlandi
sem skili frá sér háklassa
vinnu. í atvinnuleysi og efna-
hagserfiðleikum síðustu ára
hafi íjöldamargir farið út í
handverk af ýmsu tagi. Hand-
verk sé tvímælalaust í tísku
núna en gæðin séu afar mis-
jöfn
„Það er mikilvægt að
fólklangi til að reyna sig við
handverkið og tilhneiging í þá
átt hefur sem betur fer aukist.
Um leið og áhuginn eykst skilur
fólk handverkið betur og vill
frekar kaupa það,“ segir
Syrjánen. Hann leggur áherslu
á að konur geti safnað skart-
gripum á sama hátt og málverk
eru keypt inn á
heimilið. Með
því móti verði
skartgripir hluti
af lífi fólks og
gildi þeirra met-
ið að verðleik-
um þannig að
þeir liggi ekki
bara inni í lok-
uðum skáp eins
og stundum vill
bregða við. Þeir
eigi að vera
hluti af lífinu í
meira mæli.
„Um lezðog
dhuginn
eykst skilur
fólk handverkiÖ
betur og vill
frekar kaupa
það. “
Hugmyndir
og leður
- En af hverju býrðu til töskur?
„Það er undarlegur hlutur.
Þegar ég byrjaði með eigin
vinnustofu á áttunda áratugn-
um bjó ég fyrst til belti því að
þá var í tísku að nota stór belti.
Ég þurfti að læra að vinna með
leður og eftir stuttan tíma lang-
aði mig til að reyna að gera
töskur líka. Ég fékk mér
saumavél og lærði að sauma
töskur. Þannig kom þetta til.
Jafnhliða smíðaði ég líka skart-
gripi og því hef ég haldið áfram
allan þennan tíma. Þegar mann
langar til að gera hvort tveggja
þá getur maður ekki hætt. Mað-
ur er með leður og hugmyndir
að skartgripum. Þetta tvennt er
hægt að sameina," segir hann.
Töskurnar
sem prýða
veggi í listhúsi
Ófeigs eru gott
dæmi um það
hvernig leðri og
málmi er bland-
að saman í fal-
lega tösku.
Syrjánen hefur
notað málminn
í staðinn fyrir
sylgjur og nagla
þannig að mikil
prýði er að.
Honum tekst að
sameina nota-
gildi og hönnun á mjög einfald-
an hátt. Þannig býr hann í sum-
um tilvikum til túlípana í stað
sylgju úr málmi og leðurreim-
um.
Öskubuska
og froskurinn
Hann fær gjarnan hugmyndir
að verkum sínum úr sögum og
ævintýrum. Allir þekkja til
dæmis froskinn sem breyttist í
prins. Þennan frosk hefur
Syrjánen gert í silfur með kór-
ónu á höfðinu og má sjá pínu-
litla froska á sýningunni. Þá er
hann með óhefðbundið háls-
men úr stærri seríu sem hann
kennir við Öskubusku.
Syrjánen vinnur einkum í
leður, silfur og gull en einnig
önnur efni, til dæmis gult gler
og jafnvel steina. Ilann er
steinasafnari og sýnir meðal
annars hálsmen úr steinum frá
norður-Noregi. Ilann segist ör-
ugglega munu stinga steinum í
vasann hér á íslandi, hann hafi
strax við komuna séð að hann
geti notfært sér reynsluna héð-
an í verk sín á einhvern hátt.
Tappatogari
fyrir karla
Syrjánen gerir tilraun til þess
að nota tungumál líkamans,
„body language" og hefur búið
til nokkurs konar líkama úr
hörðu leðri, tvo kvenlíkama
með skartgripum fyrir konur og
einn karllíkama. Hann þurfti að
velta fyrir sér hvaða skartgrip-
ur hentaði fyrir karlmann og
komst að þeirri niðurstöðu að
það væri einna helst tappatog-
ari. Svo „írónískt" sem það
kunni að þykja þá standi hann
hjarta karlmannsins næst.
-GIIS