Dagur - Tíminn Akureyri - 24.05.1997, Blaðsíða 19

Dagur - Tíminn Akureyri - 24.05.1997, Blaðsíða 19
^Dagur-'Sittnim Laugardagur 24. maí 1997 - 31 SKAK Guðfríður Lilja Grétarsdóttir skrifar Fyrir skömmu lauk einu sterkasta skákmóti þessa árs, en það var haldið á Dos Hermanas, Spáni. Fregnir af mótinu féllu í skuggann af einvígi Kasparovs og „Deep Blue“, en líklega eru skákirnar sem tefldar voru á Spáni forvitnilegri og betri en þœr sem sáust í New York á dögunum. Mótið var í 19. styrk- leikaflokki og fyrirfram var ljóst að líklega myndu aðeins ijórir menn koma til greina sem sigurvegar- ar: Karpov, Anand, Kramnik og Topalov. Það gekk enda eftir að þessir börðust hart um sigur- inn. Á meðal jafningja eru þó alltaf sumir jafnari en aðrir, eins og þar stendur, og svo var einnig í þetta sinn. Sérstaka at- hygli vakti fremur slakur ár- angur Karpovs, sem meira en nokkur annar þurfti á sigri að halda í þessu móti. Frá því á mótinu í Til- burg í október í fyrra hefur Karpov verið í erfiðri lægð og misst sæti sitt sem annar stigahæsti skákmaður sína sem verðugur og hættuleg- ur andstæðingur Kasparovs mun reynast erfiðara að finna styrktaraðila sem eru tilbúnir til að leggja fram hátt verð- launafé. Styrktaraðilar, rétt eins og áhorfendur, vilja borga fyrir jafnt og spennandi einvígi, en ekki áskoranda sem er hehlum horfinn og dæmdur til taps. Á Don EfKarpov sannar ekki getu sína sem verðugur og hcettu- heims. Karpov í kreppu Flestir myndu ætla að Ka- Hermandas tókst Karpov ekki að vinna sig upp úr lægðinni, jafn- vel þótt hann / / , -v-. hafi að lokum legur anastœoingur (jeiit 3. sætmu Kasþarovs mun reynast erfiðara að t!*PaðV. fyrsta ^ J skipti tynr hin- finna styrktaraðila sem eru tilhúnir til um 22 gamla sparov tæki þessari kreppu leggja fram hdtt Karpovs fagn- ooy J andi, en þegar Verðlaunafé. betur er að gáð kemur annað á daginn. Núna „tapar“ Kasparov þegar Karpov tapar, hversu mótsagnakennt sem það megi virðast. Hvers vegna? Ef allt gengur að óskum mætast Karpov og Kasparov innan skamms í ein- vígi um heimsmeistaratitilinn. Ef Karpov sannar ekki getu Kramnik, sem fyrr á árinu dró opinberiega í efa rétt Karp- ovs til tefla við Kasparov um heimsmeistaratitilinn. Kramnik var í banastuði og deildi fyrsta sætinu með Anand. Indverjinn náði að bjarga sér úr mjög erf- iðri stöðu gegn Kramnik í fyrstu umferð og það snéru heilladís- irn- ar eftir ekki við honum baki. Með útsjónarsemi og baráttu- vilja (og ef til vill snert af heppni!) bjargaði hann sér einnig úr hættulegum stöðum í skákum sínum gegn Topalov og Karpov. Gelfand, Shirov og Judit Polgar deildu með sér 6.-8. sæt- inu, Short lenti í 9. og næstsíð- asta sæti og Miguel Illescas í því síðasta. Skák Anands gegn Topalov var sérstaklega litrik og vakti mikla athygli. Anand tók sig til og fórnaði drottningunni í 18. leik eftir að hafa hugsað sig um í hálftíma. Við skulum athuga málið: Hvítt: V. Topalov Svart: V. Anand Slavnesk vörn 1. Rf3 d5 2. d4 Rf6 3. c4 c6 4. Rc3 dxc4 5. a4 Bf5 6. Re5 e6 7. f3 Bb4 8. e4 Bxe4 9. fxe4 Rxe4 10. Bd2 Dxd4 11. Rxe4 Dxe4+ 12. De2 Bxd2+ 13. Kxd2 Dd5+ 14. Kc2 Ra6 15. Rxc4 b5 16. axb5 Rb4+ 17. Kc3 cxb5 18. Hdl bxc4 19. Hxd5 Rxd5+ 20. Kc2 0-0 21. De4 Hfc8 22. h4 Hc5 23. Hh3 Hac8 24. Ha3 a5 25. Kcl h5 26. Dd4, jafntefli. BRIDGE Björn Þorláksson skrifar Norðurland eystra hafði sigur á Kjördæmamótinu sem fram fór á Siglufirði um hvítasunnuhelgina. Sigur- inn var næsta öruggur, liðið hiaut 483 stig en Austíirðingar komu á óvart og náðu öðru stætinu með 461 stig. Staða næstu landshluta: 3. Reykjavík ........460 stig 4. Reyknesingar ......454 stig 5. Suðurland ........453 stig Sigur Norðlendinga (eystra) þarf ekki að koma á óvart, því margir sterkir spilarar voru í liðinu, þ.á.m. íslandsmeistar- arnir fjórir frá Akureyri, Sigur- björn og Anton Haraldssynir, Magnús Magnússon og Pétur Guðjónsson sem jafnframt var fyrirliði. Einnig styrkti Jakob Kristinsson liðsheildina en hann hefur búið í Reykjavik að undanförnu. I>á má geta þess að Skúli Skúlason-Jónas Ró- bertsson urðu hæstir í Qöl- sveitaútreikningi einstakra para en þeir eru frá Akureyri. Þeir hlutu 19,59 stig að meðal- tali, Dröfn Guðmundsdóttir-Ás- geir Ásbjörnsson frá Reykjanesi voru í öðru sæti með 18,72 en Hjörtur Unnarsson-Jón Halldór Guðmundsson urðu þriðju með 18,44. Dregið í bikarnum Búið er að draga í Bikarkeppn- inni 1997 og skal fyrstu umferð lokið í síðasta lagi sunnudaginn 22. júní nk. Sveitin sem talin er upp á undan á heimaleik Björgvin Leifsson Ilúsavík- Guðjón Bragason Hellu Guðmundur Ólafsson Akranesi- Sparisj. Mýrasýslu Unnar Guðmundsson llv.tanga- Snorri Karlsson Reykjavík Þorsteinn Berg Kópavogi- Sérsveitin Reykjavík SS Brú Borðeyri- Sparisj. HornaQarðar Bryndís Þorsteinsd. Reykjavík- Birgir Ö. Steingr. Kópavogi Neon Reykjavík- Einir Hornafirði Hjálmar Pálsson Raykjavík- Skeljungur Reykjavík Bflanes Ileykjanesb,- Rúnar Einarsson Akureyri Jón Erlingsson, Sandgerði- Eimskip Reykjavík Radiomiðlun Sandgerði- Nectar Reykjavík Þorsteinn Guðbjörnsson Dalvík- Jens Jensson Reykjavík Ilótel Bláfell- Sparisj. S-Þing. Húsavík Jón Gíslason Reykjavík- Ham fsafirði Frímann Stefánsson Akureyri- Útnesjasveitin Hellissandi Sveinn Aðalgeirsson Húsavík- Gunnlaug Einarsd. Reykjavík Reynir Karlsson Sandgerði- Friðrik Jónasson Húsavík Aðalsteinn Jónsson Eskifirði- Guðlaugur Sveinsson Reykjavík Ólafur Steinason Selfossi- Aðalsteinn Sveinsson Skógum Guðný Guðjónsdóttir Reykjavík- Gissur Jónasson Akureyri Gylfi Baldursson Reykjavík- Guðlaugur Bessason Olafsvík Stigahæstu sveitirnar sem sitja yfir í 1. umferð eru VÍB, Landsbréf, Samvf.-Landsýn, Sigtryggur Sigurðsson, Marvin, Hjólbarðahöllin, Roche, Anton Haraldsson, Símon Símonarson, Steinar Jónsson og Jón Sigur- björnsson. Brekkumótið í Hrísey Sveitakeppni fór fram í Hrísey á annan í hvítasunnu þar sem sex sveitir tóku þátt. Síðastliðin þrjú ár hefur þetta mót legið niðri en frá og með árinu í ár er meiningin að hafa það árvissan viðburð. Það er veitingahúsið Brekka sem heldur mótið en styrktaraðilar voru KEA, Spari- sjóðurinn í Hrísey og Sparisjóð- ur Glæsibæjarhrepps. Sveitirnar komu frá Akur- eyri, Dalvík, úr Eyjafirði, Hrísey og Siglufirði. Lokastaðan varð eftirfarandi: 1. Jón Sigurbjörnsson..92 stig 2. Pétur Guðjónsson....91 stig 3. Kristján Þorsteinsson .82 stig 4. JónJónsson .........79 stig 5. Páll Pálsson........71 stig ö.Vera Sigurðardóttir ....28 stig SjgS Þessir fjórir gerðu góða ferð til Siglufjarðar um síðustu helgi ásamt fjölda annarra spilara úr kjördæmi Norður- lands eystra. Frá vinstri Skúli Skúlason, Stefán Stefánsson, Pétur Guðjónsson, Anton Haraldsson, Magnús Magnússon og Stefán Ragnarsson. Myndin er þó ekki tekin við það tækifæri heldur úr safni.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.