Dagur - Tíminn Akureyri - 24.05.1997, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn Akureyri - 24.05.1997, Blaðsíða 2
14 - Laugardagur 24. maí 1997 |Dagur-'®trnmn Barnahomid Baðdagurinn mikli Den store badedag er bíómynd helgarinnar í Norræna húsinu. Myndin er dönsk og segir frá Gústaf Adólf, 7 ára, sem elst upp í verkamannafjölskyldu í Kaupmannahöfn í lok 4. ára- tugarins. Foreldra Adólfs grein- ir nokkuð á um ágæti strand- ferða, pabbanum finnst sjórinn kaldur en mömmunni sólin heit. Hvernig þau leysa málið kemur fram í myndinni sem er byggð á sögu eftir Ole Lund Kirkegaard og hefst sýningin kl. 14 á morgun. Tiplað á tánum Árleg nemendasýning Listdans- skóla íslands verður í Þjóðleik- húsinu á laugardaginn kl. 14 og sjálfsagt margir sem gaman hafa af að skoða frammistöðu verðandi dansara landsins. All- ir nemendur dansa eitthvað og eru dansarnir samdir af kenn- urum við skólann, stundum í samvinnu við krakkana. Þá verður einnig sýnt nýtt dans- verk, Nátthrafnar, eftir David Greenall og við tónlist Duke Ell- ington. Punkturinn yfir i-ið er svo rómantiski ballettinn Les Sylphides eða Skógardísirnar. Hreinsunardaa Það yrði kannski ekki vinsælt ef tilkynnt væri með festulegri röddu yfir morgunarverðar- borðið í fyrramálið að nú sé hreinsunardagur framundan. En fyrst að sumarfríið er fram- undan, sólböðin, grillveislurnar og allt það sem fylgir þessum 10-12 stiga hita hér yfir sumar- mánuðina, þá væri kannski ráð að espa fjölskylduna upp í að tína draslið af lóðinni, hreinsa beðin, setja út garðstólana o.s.frv. (Og það er áreiðanlega hægt að hleypa kappi í grisling- ana ef grilluðum pylsum er lof- að eftir vel unnið verk). Slóvenskt brúðuleikhús Á morgun verður Þjóðarbrúðu- leikhús Slóveníu með leikrit á Smíðaverkstæði Þjóðleikhússins kl. 11 og 17. Fyrri sýningin heitir Köttur Kattarson og er slóvensk leikgerð af leikriti Hallveigar Thorlacius, Þrett- ándi jólasveinninn. Seinni sýn- ingin heitir Stökkmúsin eftir Svetlönu Makarovitsh en leik- ritið hefur verið hvorki meira né minna en 12 ár á íjölunum í Ljúbljana. LIFIÐ I LANDINU Nútíminn tilfinningaraar íslenski dansflokk- urinn flögrar ekki um í hvítu tjulli frekar en fyrri dag- inn heldur m. a. í jakkafötum og rúllukragaholum. Dansa í verkum um hœldar skrif- stofutýpur, ást og missi... Það er skammt stórra högga á milli hjá íslenska dansflokknum um þessar mundir. Flokkurinn frumsýndi á fimmtudagskvöld fjögur ný verk í Borgarleikhúsinu, tvö ís- lensk og tvö erlend, sem tjá ým- is sjónarhorn og tilfinningar með hreyfingum og hljóðum. Sirkus eða teiknimynd? Næturljóð eftir Michael Popper, einn af fremstu danshöfundum Breta af yngri kynslóðinni, er í þremur stuttum þáttum og er missir undirtónninn í dansinum - þeir sem fara og þeir sem eftir sitja. Popper kom hingað sér- staklega til að semja fyrir dansflokkinn og er verkið sagt formlegt, smágert og kaldhæð- ið, eitthvað mitt á milli kabar- etts, sirkusar og teiknimyndar. Einstúrzende Neu- bauten David Greenall hefur dansað með dansflokknum í mörg ár og samdi hann verkið Konan á klettinum horfir. „Líf á bláþræði er þráður verksins. Hverdags- leikinn líður áfram í okkar eigin garði án þess að við íhugum hvað er fyrir utan hann - aðrir kostir!... Að breyta veruleikan- um sem við þekkjum krefst áræðis og fífldirfsku - að stökkva fram af kletti. Verður lendingin mjúk eða hörð?“ Það er svo engin önnur en tónlist hinnar framúrstefnulegu þýsku grúppu Einsturzende Neubau- ten sem hljómar undir. Elísabet Jökuls Lára Stefánsdóttir fékk hug- ljómun eftir lestur síðustu ljóðabókar Elísabetar Jökuls- dóttur og samdi verkið Hrær- ingar, sérstaklega með tilvísun til ljóðsins Dans í lokuðu her- bergi, sem lýsir konu er dreym- ir um elskhuga sinn í fjarska. Guðni Franzson samdi tónlist fyrir verkið og spilar hann á sýningunni, bæði á ástralska frumbyggjahljóðfærið didjeru- du og klarinett. Að lokum er það Nanna Ól- afsdóttir, einn af virtustu dans- höfundum íslendinga, sem samdi verkið Ferli við tónverk Hjálmars H. Ragnarssonar Rómanza. Og ef hitinn og kraft- urinn í þessum verkum er eitt- hvað í líkingu við það sem best var á síðustu sýningu flokksins er óhætt að mæla með því að menn skelli sér á nýju verkin 4. lóa íslenski dansflokkurinn frumsýndi á fimmtudagskvöld 4 ný dansverk. Næstu sýningar verða 24. maí, 30. maí og 1. júní. Hjónin Sigurður Pálsson og Þórunn Sigurðardóttir sjá um þjálfun kvenna- HðS ÍBA í SUmar. Mynd:-fe Þau kynntust í gegnum íþróttir þegar hann var að þjálfa hana í hand- bolta. Nú þjálfa þau saman kvennalið ÍBA í knattspyrnu. Nei, ég veit ekki önnur dæmi þess að hjón sjái saman um þjálfun," svaraði Sigurður Pálsson þegar blaðið hafði samband við hann. Hann hefur þjálfað í mörg ár, bæði konur og karla, en kona hans, Þórunn Sigurðardóttir þjálfaði kvennaliðið á Dalvík í tvö sumur. Kvennalið ÍBA er hinsvegar fyrsta liðið sem þau þjálfa saman. „Það er öðruvísi að þjálfa svona saman, en gaman,“ segir Sigurður. Hvað ef þau verða óssammála? „Hún fylgir mér nú oftast enda ég orðinn sjóaður sem þjálfari,“ segir Sigurður. Æfingar byrjuðu í lok mars sem er allt of seint að mati Sig- urðar. „Það mun sennilega há liðinu í sumar, sérstaklega til að byrja með,“ segir hann. Þau hjónin eru engu að síður bjart- sýn fyrir sumarið. Áhugi stúlkn- anna sé mikill og mæting góð. „Við höfum haft rúmlega 20 stelpur á hverri æfingu sem er spor í rótta átt miðað við í fyrra.“ Kvennaboltinn á uppleið Þórunn reiknar með að einbeita sér að þjálfuninni og á síður von á að spila með liðinu enda h'tið æft. Þó er ekki loku fyrir skotið að hún muni bregða sér inn á völlinn ef vantar mann- skap. Um markmið liðsins í sumar segir Sigurður að þau muni einkum leggja áherslu á að allir hafi gaman af. „Ég hef alltaf lagt mikið upp úr góðum móral og að allir hafi gaman af því sem þeir eru að gera. Þá vill árangurinn oftast fylgja á eftir,“ segir hann. Að þessu leyti gildir það sama, hvort sem unnið er með karla- eða kvennaliðum. Nokk- ur munur er þó milli kynjanna, viðurkennir Sigurður. „Strák- arnir af aðeins meiri alvöru. En þetta er þó að breytast, t.d. hvað varðar æfingasókn. Kon- urnar eru farnar að æfa mikið meira og markvissara þannig að munurinn er að minnka." AI

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.