Dagur - Tíminn Akureyri - 24.05.1997, Blaðsíða 3
íkgu^mmm
Laugardagur 24. maí 1997 - 15
MENNING OG LISTIR
Jean Guillou spinnur á orgelið í
Hallgrímskirkju í dag.
Höfðingmn Jón Loftsson
Oddafélagið heldur árlega
Oddastefnu á sunnudag-
inn að Laugalandi í Holt-
um, Rangárþingi.
Ráðstefnan er helguð
minningu Jóns Loftssonar
sem fœddist árið 1124 og
dó 1197 og því er 800 ára
ártíð hans á þessu ári.
Erindi ílytja dr. Helgi Þorláksson,
Auður G. Magnúsdóttir, Sverrir
Tómasson, Ásdís Egilsdóttir og Ár-
mann Jakobsson. Þá mun Benen-
dikt Árnason, leikstjóri, lesa kafla
úr Gullna hliðinu í hléi.
Oddafélagið var stofnað fyrir sjö
árum til að vekja áhuga á Odda á
Rangárvöllum, sem gæti að sögn
Þórs Jakobssonar, formanns félags-
ins, orðið góður staður fyrir nátt-
úrufræði og önnur fræði. „Þetta
snýst um samspil manns og náttúru
og að félaginu standa menn sem
hafa áhuga á sögu og náttúru.“
Jón Loftsson sem var eitt sinn
mestur höfðingja á íslandi var son-
arsonur Sæmundar fróða, fóstri
Snorra Sturlusonar og að mörgu
leyti mjög merkur maður.
Ráðstefnan hefst klukkan 13:00 og
eru allir hvattir til þess að mæta og
hlýða á erindi um Jón Loftsson og
samtíma hans, 12. öldina á íslandi.
-mar
er... .
Spinnur
Hvað er kirkjulist? er yfirskrift ® Ofgel-
málþings á Kirkjulistahátíð, sem íð
haldið verður í stofu 101 í Odda í Jean Gu-
dag kl. 14. Þingið er haldið í tengsl- illou kemur
um við myndlistarsýningu hátíðar- sem gestur
innar, þar sem sýndar eru hug- á Kirkju-
myndir að myndverkum í nýjar listahátíð
kirkjur. Fimm spekingar af ýmsum og leikur á
sviðum sem ekki hafa haft bein tónleikum í
tengsl við kirkjuna voru fengnir til Hallgríms-
að velta þessari spurningu fyrir sér kirkju í dag
og taka þátt í pallborðsumræðum; kl. 17.
arkítektarnir Pétur H. Ármannsson Hann ieik-
og Hjörleifur Stefánsson, heimspek- ur þar verk
ingurinn Gunnar J. Árnason, guð- eftir Bach,
fræðingurinn Anna S. Pálsdóttir og Vivaldi,
myndlistarmaðurinn Hannes Lárus- Mendel-
son. sohn og
Gunnar Harðarson, heimspek- Liszt. í lok
ingur, sem stýrir umræðunum segir tónleik-
flestar listgreinar koma kirkjunni anna kveð-
við. „Þetta er svona spurning um ur svo við
stöðu listarinnar gagnvart kirkj- nýjan tón
unni. Hvernig lítur kirkjan á list- þegar Gu-
ina? Á kirkjan að vera gerandi í illou ætlar
menningunni? Brýtur það í bága að spinna í
við sjálfsmynd listamannsins að kringum
starfa fyrir kirkjuna? Er listin trú- stef sem
arbrögð? Gunnar Árnason ætlar áheyrendur
t.d. að taka að einhverju leyti fyrir láta honum
trúarbrögðin sem eins konar fagur- í té en
fræði. Það að fara inn í kirkju og hann er
Þessi skemmtilega hugmynd Magnúsar Tómassonar er hugsuð inn
í Grafarvogskirkju. Þarna hefur hann hugsað sér hangandi skírnar-
font úr hellusteini með fisklaga sári, en fiskurinn er tákn kristninn-
ar. Járnveggurin aftan við fontinn sýnir svo lifandi trú, því inni í
krossinum eru lifandi skrautfiskar.
Magnús Scheving.
Óttar Sveinsson.
Helgarpotturinn
Lítið hefur farið fyrir Magnúsi Scheving að
undanförnu en hann hefur þó ekki setið
auðum höndum - það er hreint ekki hans
stíll. Magnús er um þessar mundir að láta
búa til teiknimyndir um Latabæ og ætlar að
selja myndirnar á Bretlandsmarkað og jafn-
vel alla leið til Japans. Börn á Norðurlönd-
um fá líka vonandi fljótlega að kynnast
Latabæ því að markaðssetning er þar í full-
um gangi. Boðskapurinn hæfir jú vissulega
börnum í öllum löndum.
Og það er alltaf nóg að frétta af
Magnúsi. Hann er að fara að
gefa út á ensku fyrstu „fitness
biblíuna" en það er yfirlit yfir 200
bestu kennarana í líkamsrækt í
heiminum. Magnús heldur sér að
sjálfsögðu við í líkamsræktinni og
er nýkominn frá Ítalíu en hann fer
utan tvisvar í mánuði til að kenna.
Ekki fylgir sögunni hvort hann er
sjálfur í bókinni en það má þó búast við
því...
Gömlu blaðakempurnar Atli Steinarsson
og Anna Bjarnadóttir hafa búið í Flórída,
Bandaríkjunum undanfarin ár og gert það
gott þar, meðal annars í gistirekstri. Þau eru
nú flutt heim til íslands og hafa fjárfest í
íbúðarhúsnæði á Flúðum. Þau vilja ekkert
láta opinskátt hvað stendur til en eitthvað
hlýtur það að vera spennandi...
m
Ihaust er von á fjórðu bókinni frá
metsöluhöfundinum Óttari
Sveinssyni og verður hún á svip-
uðum nótum og hinar fyrri þó að
áherslurnar verði eitthvað breyttar.
Á næstunni verður sendur kafli til
útgefenda í Evrópu og Bandaríkj-
unum þar sem fjallað er um björg-
un sex skipverja af Goðanum í
Vöðlavík en það er sú flugbjörgun
sem hefur mest verið heiðruð fyrir afrek í 50
ára sögu flughers Bandaríkjanna. Kaflinn
birtist í bókinni Útkall - íslenska neyðarlín-
an.
Hallgrímur Helga
son.
Aþjóðhátíðardaginn þann 17.
júní er væntanlegt á markað-
inn nýtt menningartímarit, Fjölnir, í
höfuðið á forvera sínum á 19. öld,
sem Gunnar Smári Egilsson og
fleiri kónar eru nú að skipuleggja á
fullu. Tilvísunin í þá Fjölnismenn
og Jónas verður ekki nafnið tómt
því heyrst hefur að Hallgrímur
Helgason og Megas sitji sveittir
við að yrkja uþp að nýju sjálfstæðisljóðið ís-
lands farsælda frón og má ætla að gullöldin
glæsta missi nokkurt glit eftir viðkomu í lúk-
unum á þeim...
Fyrrverandi ritstjóri Heimsmyndar og
Helgarpósts/Eintaks (eða hvaðaétnú)
Karl Th. Birgisson er svona séntilmanns-
legur slaufunáungi sem við fyrstu sýn hefur
aldrei dýft hendi í kalt vatn. Karl hefur ekki
sést mikið á malbikuðum götum borgarinn-
ar að undanförnu og mun skýringin sú að
þessi fínlegi maður skellti sér austur í slorið.
Og hefur nú gaman af að sjá skilningssljóan
svip borgarbúa þegar hann slær um sig
með sögninni að seyla...
Rökrætt um kirkjulist
A Kirkjulistahátíð í
dag spilar einn vin-
sælasti orgelleikari
Frakka, m. a. af fingr-
um fram, og íslenskir
spekingar rökrœða
um það hvað kirkjulist
framkvæma einhverjar athafnir fel-
ur í sér ákveðna fagúrfræði. „
Þá verður m.a. rætt um hvort
ekki sé
eðlilegt að
einhver
listmennt-
un sé fólgin
í námi við
guðfræði-
deild Há-
skólans.
mjög þekktur fyrir leik sinn af
fingrum fram og þykir hann mjög
frumlegur orgelleikari. lóa