Dagur - Tíminn Akureyri - 30.08.1997, Qupperneq 2

Dagur - Tíminn Akureyri - 30.08.1997, Qupperneq 2
7 \ VFAVfcVAýftýrttVrtA 14 - Laugardagur 30. agust 1997 LIFIÐ I LANDINU t I1! TtjHí 4Uagnr- Qsmmm Bamahomicl' Permavinir Þrettán ára vestur-íslensk stelpa vill eignast íslenskan pennavin Ég heiti Heidi Fridriksson og er þrettán ára gömul. Ég á heima í Norður-Kaliforníufylki í Bandaríkjunum. Pabbi minn flutti frá Reykjavík þegar hann var lítill strákur. Ég er að byrja í gagnfrœðaskóla og hef gaman j af því að lœra. Mér þykir líka gaman að dansi, leikfimi og öðrum íþróttum. Ég vil gjarnan komast í bréfasamband við íslenskar stelpur og stráka. Ég vil líka lœra meira um íslensku þjóðina og fólkið. Ég vona líka að ég geti einhverntíma heimsótt foð- urland pabba míns heitins. Því miður skrifa ég ennþá ekki íslensku, frœndi minn hjálpaði mér að skrifa þetta bréf. Þess vegna þarf pennavin- urinn að geta skrifað ensku. Vonandi get ég hjálpað penna- vininum að skrifa betri ensku og kannski get ég lœrt smá ís- lensku í hverju bréfi. Ég mun svara öllum sem skrifa til mín. Ég vonast til að heyrafrá sem flestum. Fögur er hlíðin. Heidi Fridriksson 5371 Vine HiU Road Sebastapol, California 95472 USA Alltaf eitthvað hægt Þó ekki sé nein skipulögð dagskrá fyrir börnin þá er alltaf hægt að finna sér eitthvað tii dundurs. Ef krakkarnir eru í Reykjavík þá er hægt að skreppa í Hús- dýragarðinn eða jafnvel í sund. Öskjuhlíðin kUkkar aldrei og nóg er um að vera Kringlunni. Krakkar á Akureyri ættu að drífa sig í sund. Sundlaug Akur- eyrar stendur alltaf fyrir sínu og rennibrautin er sleip. Þá fá börn ekki leið á Kjarnaskógi. Á Vopnafirði er ofsalega skemmtUeg útisundlaug fyrir aUa hressa krakka. Og í Ólafs- firði líður víst öUum börnum stórvel með sína ágætu að- stöðu. Á Blönduósi er jafnan napurt en krakkarnir þar láta veðrið ekkert á sig fá og geta árið um kring skellt sér í úti- leiktækin á skólalóðinni. Fyrir allra yngstu börnin, sem alltaf ná sér í kvef í veðri eins og um þessa helgi, er mælt með sérdeUis skemmtilegum harmonikkubókum um dýrin. Ný þýðing var að ná í bóka- verslanir um allt land. Þá má fara í búð og skoða sýndargæludýrin, klappa þeim og fæða með því að fá aðeins að fikta í tökkunum. „Ég er sannfærður um að sá einstaklingur, sem er orðinn 120 kíló aðeins tólf ára gamall og þorir ekki í skólann út af offitu, á eftir að kosta kerfið milljónir verði ekkert að gert,“ segir Gaui litli, sem ætlar að halda námskeið fyrir unglinga sem þjást af offitu. Gaui litli hefurfarið þess á leit við heil- brigðisráðherra að ráðuneytið niður- greiði námskeið fyrir unglinga með offituvandamál. Hann vill einnig taka þátt í rann- sókn á vandamál- um þessa hóps. s g er offitusjúkUngur og einmitt þess vegna tel ég mig hafa skilning á vand- anum,“ segir Guðjón Sigmunds- son, öðru nafni Gaui UtU, en hann á í viðræðum við heU- brigðisráðuneytið um nám- skeiðahald og rannsókn á vandamálum unglinga sem þjást af offitu. Forsaga málsins er sú að einn dag hringdi tólf ára dreng- ur hágrátandi í Guðjón. Hann sagðist eiga að hefja nám í gagnfræðaskóla en þyrði ekki að fara þar sem hann væri af- myndaður af fitu og vissi að hann myndi verða fyrir einelti í skólanum. Guðjón hafði um nokkurn tíma íhugað að halda námskeið fyrir unglinga með oífítuvanda- mál, en fæstir sem hann bar hugmyndina undir töldu þörf á slíku námskeiði. Eftir samtalið við drenginn sannfærðist Guð- jón um nauðsyn slíks nám- skeiðs, og varð enn staðfastari í fyrirætlun sinni þegar hann var gestur í símaþætti á Bylgjunni þar sem offitumál unglinga voru til umræðu. Símalínur voru rauðglóandi og meðal þeirra sem hringdu var piltur sem sendur var á sambýli í kjölfar þess að vera lagður í einelti vegna offitu. „Matarfíkn og offituvanda- mál eru viðurkeimdir sjúkdóm- ar víðast hvar annars staðar en hér á landi,“ segir Guðjón. „í öllum löndum Evrópu eru sér- stök athvörf fyrir matarfflda og offitusjúklinga, en hér á landi er ekki um neitt slíkt að ræða. Erlend ríki og rfldsstjórnir átta sig á því að forvarnastarf í þessum efnum er mikill sparn- aður fyrir heilbrigðiskerfið. Hjá mér vaknaði sú hugmynd að leita samstarfs við heilbrigðis- ráðuneytið og ég fór á fund Ingibjargar Pálmadóttur, vin- konu minnar. Hugmyndin er sú að niðurgreiða með einhverjum hætti væntanlegt unglinganám- skeið, enda hafa fjölmargir for- eldrar ekki efni á að leita að- stoðar fyrir þau börn sín sem þjást af offitu, og það á til dæm- is við um fjölskyldu tólf ára drengsins sem hringdi til mín hágrátandi. Samhliða nám- skeiðinu nætti vinna markvissar rannsóknir á offitu unglinga og ástæðmn og afleiðingum henn- ar.“ Guðjón segir Ingibjörgu og fulltrúa heilbrigðisráðuneytis- ins hafa tekið málaleitan hans mjög vel en niðurstaða er enn ekki fengin. Verði ekki af aðstoð eða samvinnu við heilbrigðis- ráðuneytið ætlar Guðjón samt að hcfja unghnganámskeið. „Hugmyndin að námskeiðinu er sú að vinna forvarnastarf sem spara mun heilbrigðisráðuneyt- inu umtalsverðar fjárhæðir. Ég er sannfærður um að sá ein- staklingur, sem er orðinn 120 kfló aðeins tólf ára gamall og þorir ekki í skólann út af offitu, á eftir að kosta kerfið milljónir verði ekkert að gert.“ Maður vikunnar... ... er Már Pétursson sem sýndi mikið hugrekki með því að taka opinberlega afieiðing- um gerða sinna og segja af sér dómaraembætti eftir þriggja áratuga starf. Áfengisvandamálið er eitt al- varlegasta bölið í íslensku þjóð- félagi. Margir hafa kosið að fara í felur með slíkan vanda og jafnvel látið sem hann væri ekki til. Már gaf virðingarvert for- dæmi með því að ræða opinber- lega og opinskátt um áfengis- vandamál sitt og þá ákvörðun að leita sér lækninga. Það gæti gefið öðrum sem farið hafa holloka fyrir Bakkusi hugrekki til að takast á við vandann. 1

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.