Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.03.1997, Page 2

Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.03.1997, Page 2
14 - Fimmtudagur 27. mars 1997 Jktgur-3Jtmmn L í F I Ð í L A N D I N U Lét drauminn rætast Lóa Aldísardóttir skrifar „Hann Ivar Larson stal skítakamrinum sem var niðri við vatnið. Ég hafði minnstu áhyggjur af þessu og fannst þetta fyndið en fjöldi þorpsbúa hringdi í mig (Svíar eru svo hrifnir af skítakömrum úti á grasi). Svo komu nokkrir 17 ára strákar til mín á mótorhjóli eitt kvöldið og sögðw Heyrðu við getum stolið skítakamrinum aftur fyrir þig... “ Sigrún hafnaði góðu boði en daginn eftir voru haldnir tónleikar á landi hennar, sem hún hafði veitt þorpsbúum leyfi fyrir, og mœta þeir þá ekki með ný- smíðaðan skítakamar og gefa henni! sem hún stautaði sig fram úr og reyndist vera auglýsing á lán- um til kvenna í fyrir- tækjarekstri, afborgunarlaus til 2ja ára og vaxtalaus 4 fyrstu árin. Sigrún hringdi og bablaði á sinni nýlærðu sænsku. „Svo daginn eftir er ég að mála hús- in gul, þau voru grá, þá kemur einhver maður keyrandi og vill tala við mig.“ Sigrún var frem- ur pirruð yfir trufluninni, hélt að maðurinn væri frá trygging- unum eða bæjarfélaginu. Dag- inn eftir hringdi bankastjórinn furðu lostinn í Sigrúnu, spurði hvað hún hefði gert manninum, því hann ætlaði að lána henni 1,5 milljón án trygginga eða veða. Sigrún dreif sig þá í að kaupa nokkur hús til viðbótar við þau fimm sem fyrir voru á svæðinu og kaupa ýmislegt sem vantaði til reksturins auk þess sem hún tók til hendinni sjálf, smíðaði sólpalla o.fl. Hún er nú langt komin með ævintýrabúð- irnar sínar fyrir 13-16 ára ung- linga og tekur á móti fyrsta hópnum þann 6. júní. Staðnað bændasamfélag Lýsingar Sigrúnar á þorpinu Munkbysjön minna einna helst á Smálöndin hans Emils. „Þetta er bænda- samfé- seg Mynd: GVA ir Sigrún og á þar við örh'tið þorpið Munk- bysjö2n sem stendur hinum megin við vatn- ið. „Þaö er eins og koma 30 ár aftur í tímann." Nágrannar og þorpsbúar hafa verið iðnir við að færa henni kökur og brauð við vinn- una þótt menn hafi ekki orðið ýkja hrifnir í fyrstu þegar kvisaðist út að búðirnar hefðu verið seldar út- lendingi á slikk enda kostaði það bæjarfélag- ið milljónir að byggja búðirn- ar upp. En þær fóru á hausinn. „Það hvarflaði ekki að þeim að það þurfi að sýna einhverja drift í að reka þetta. Ivar Lar- son lét byggja þetta allt upp á dýrasta máta en svo var ekkert gert til að koma þessu á fram- færi. Þannig að þorpsbúar skiptast í tvennt; þeir sem elska Ivar Larson og hata Ivar Larson." Þrautaganga á geðveikraspít- ala Fimm manna íslenskt starfslið verður í ævin- týrabúðunum hennar Sigrúnar, Safarí í Sví- þjóð, sem Úrval-Útsýn selur. 30 unglingar koma í hverri ferð og dvelur hópurinn í 2 vikur á staðn- um. En ekki í letikasti. Ó, nei. oigrún er búin að setja upp stútfulla dagskrá af ævintýra- legum ferðum. „Við förum ri- ver-rafting, heilsdags kanóa- ferðir, reiðtúr, sjóskíði og veiði- ferð,“ segir Sigrún en bætir því við að suma dagana sé ekki skipulögð dagskrá og þá geti krakkarnir látið skutla sér á nærliggjandi golfvöll eða annað sem hugurinn girnist. Einn daginn hjólar hópurinn í svokallaða BodaBorg. „Það er gamall geðveikraspítali sem nokkrir ævintýramenn fengu gefins frá rfldnu með því skil- yrði að gera eitthvað úr því. Þeir eru búnir að innrétta þetta þannig að þú kemur og ferð inní herbergi þar sem þú verður að leysa þraut, sem getur verið líkamleg eða andleg. Þegar lausnin er fundin detturðu inn í næsta herbergi." Þá hljómar 2ja daga ferðin í steinaldarbúð- irnar ekki síður spennandi. Þar gengur fölk inn í skóg þar sem búið er að byggja hús úr birkitrjám, að mörg þúsunda ára gamalli fyrirmynd, setja upp kotrur (samatjöld), og alls- herjar dvalarstað að hætti 14 ára sonur Sigrúnar verður með henni yfir sumarið og ætlar að slá fyrir hana þessa fjóra hektara lands. Vatnið liggur að safarísumarbúðunum. steinaldarmanna. „Svo kemur kona þarna, sami með svart sítt hár, með einhver 9 börn og yngstu trítlandi berrössuð. Þetta byggði hún upp með styrk frá ríkinu og svo veit enginn af þessu. Meining- in hjá henni er að fólk komi þarna í hópum, skilji klukkuna eftir og svo tek- ur hún við. Hún kennir fólki á náttúruna, að sækja rætur, sveppi og ber, búa til liti og búa til úr skinni og elda við op- inn eld.“ Endalaus læti En hver er þessi fram- kvæmdakona? Hún er rétt skriðin yfir fer- tugt, hefur starfað sem skíðaþjálfari alla tíð, í Aust- urríki, Banda- ríkjunum og á íslandi, og ber því engan kvíðboga fyrir því að taka á móti 30 Iífsþyrstum ung- lingum, ásamt fleiru. Miklu fleiru. „Ég rak skíðaskálann á ísafirði á tímabili, hef verið til sjós, myndaðist við að flytja inn afríska listmuni sem gekk nú ekki of vel, seldi fisk til China Town í San Fransisco, prufaði smá atvinnurekstur, hef verið með bókhald hjá tölvu- og tækniþjónustu mannsins míns, átti og rak Hótel Jörð í Reykjavík í 5 ár. Þegar ég var búin að selja hótelið þá fór ég í skóla því ég hafði nú enga menntun þrátt fyrir öll þessi læti. Ég lærði rafvirkj- un en var þar bara í eitt ár. Ég sá fyrir mér að þetta yrði alltof langt nám. Enda er ég ekki mann- eskja til að vinna fyrir aðra. Ég hef oft komið við í sportvöruversl- unum og slíku. En ég kann ekki að fara í mat og kaffi, vinn allt öðruvísi og liugsa allt öðruvísi en hinir.“ lóa Sigrún þurfti byggingarleyfi fyrir nýju húsunum sem hún setti á jörðina. í fyrstu leitaði hún til landslagsarkítekts, sem virtist álíta að hún væri heldur loðin um lófana og fór að senda henni himinháa reikninga. Sigrún tók þá málið í sínar hendur, settist fyrir framan tölvuna og teiknaði þar inn land, hús og grill. Bróðir hennar sagði teikningarnar fráleitar og þær yrðu aldrei samþykktar enda væru húsin minni en grillin! En Sigrún fékk byggingar- leyfið... ~W^að þarf ekki að sitja m M lengi með Sigrúnu Æ. Grímsdóttur til að skilja hvers vegna hún hríf- ur alla með sér og fram- kvœmir það sem henni dettur í hug. Maður einfald- lega öfundar þessa konu (sem kann ekki að fara í mat og kajfi) af orkunni... Síðasta sumar spjallaði ísfirð- ingurinn Sigrún Grímsdóttir við mann sem sagðist eiga búgarð staðsettan í ægifögru landslagi Mið-Svíþjóðar sem hann vildi selja. Það hafði lengi verið draumur Sigrúnar að komast yfir húsnæði til að setja upp sumarbúðarekstur og skellti hún sér því út til að kanna að- stæður. Búgarðurinn reyndist hreysi inn í miðjum skógi, vatns-, rafmagns- og klósett- laus. Það var ljóst að draumurinn myndi ekki rætast í þessum hí- býlum en þorpsbúar í Munkby- sjön sögðu henni frá því að til sölu væru nokkrir sumarbú- staðir á 4 hektara landi hinum megin við vatnið. Ásett verð var 4 milljónir íslenskar. Sigrún heillaðist og kannaði ýmsa möguleika til að íjármagna dæmið. Á endanum komst hún að samkomulagi við þrotabúið, um að hún greiddi út 800.000 kr. (sem var hagnaður af sölu íbúðar sem Sigrún hafði keypt á uppboði og gert upp hér heima) og fékk restina að láni með 10% vöxtum. í einni af mörgum ferð- um sínum í bankann rak Sigrún aug- un í plak- at

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.