Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.03.1997, Síða 4
16 - Fimmtudagur 27. mars 1997
^tgur-íömmrt
UMBÚÐALAUST
Páskafrí
Ragnhildur
Vigfúsdóttir
skrifar
Kannski er það ellin - eða
ef til vill eitthvað allt
annað - sem veldur því
að páskarnir verða mér sífellt
kærari. Það er samt örugglega
ellin, eða á maður ef til vill
frekar að segja þroskinn, sem
veldur því að ég verð sífellt
íhaldssamari á mngjörð
páskanna. Með því á ég ekki við
hina trúarlegu umgjörð, heldur
að þetta er síðasta vígi hátíða
sem ekki er orðið neysluhyggj-
unni algerlega að bráð. Að vísu
fléttast fermingar og vitleysan í
kringum þær inn í páskana, en
páskarnir sjálfir hafa fengið
ótrúlegan frið fyrir kaupahéðn-
um, nema náttúrlega páskaegg-
in, en sem betur fer er það tak-
mörkum háð hve miklu súkku-
laði menn geta torgað á
skömmum tíma svo Qölskyldu-
gjaldþrot eru ólíkieg þeirra
vegna. Menn gera yfirleitt betur
við sig í mat og drykk, en eru
lausir undan oki jólahreingern-
inga, -baksturs, -gjafa, -boða og
alls hins sem getur gert menn
óða í svartasta skammdeginu.
Lokun veitingastaða hefur alltaf
farið fyrir brjóstið á
einhverjum, en mér finnst eins
og sá söngur sé lágværari en
áður. Frekar er reynt að gera út
á rólegheitin samanber kyrrð-
ardaga í Skálholti og hreinsun
sálar og líkama samanber
páskaföstu í Lundi í Öxarfirði.
Píslarsaga
skemmtanafíkla
í mínum huga er ekki spurning
um að kyrrð páskanna og fá-
breytt framboð afþreyingar yfir
hátíðina er nútíma fólki nauð-
synleg. Menn hreinlega neyðast
til að hafa ofan af fyrir sér sjálf-
ir. Páskahátíðin reynir nefni-
lega á hugmyndaflug manna
við að láta tímann líða. Skíða-
áhugafólk, hestamenn og
áhugamenn um sígilda tónlist
sleppa reyndar dálítið ódýrt frá
atburðaleysinu, en þetta er jú í
flestum tilfellum heilnæm iðja
og varla hægt að amast við
slíku. Þeir sem hins vegar þjást
mest þessa helgi - svo jafna má
píslum þeirra við inntak
páskanna sjálfra - eru skemmt-
anafíklarnir. Veitingamennirnir
harma líka hlutinn sinn og hafa
stundum látið í sér heyra til að
fá reglum breytt og tekist það
að vissu leyti, samanber
djammið sem hefst eftir mið-
nætti föstudagsins langa.
Hin nývaknaða
reynsla
Það er góð regla að líta ekki á
takmarkaða möguleika til
skemmtana sem hindrun held-
ur sem tækifæri til að gera eitt-
hvað nýtt. Þannig er sunnu-
dagsmorgunn án timburmanna
fersk reynsla helgarfyllibytt-
unni og þeim sem sækir félags-
skap stöðugt út fyrir heimilið er
hátíðin tækifæri til að bjóða vin-
um og kunningjum í heimsókn.
Maður er manns gaman og
möguleikar okkar til að hafa
ánægju hvert af öðru undir öðr-
um kringumstæðum og for-
merkjum eru takamarkalitlir.
Leiði er ævinlega skortur á
hugmyndaflugi, hvort sem mað-
ur er einn eða með öðrum. Það
að bijóta upp venjubundið
mynstur getur opnað fólki nýja
sýn á lífið og tflveruna.
Þess vegna er mikilvægt að
Þannig er sunnu-
dagsmorgunn án
timburmanna fersk
reynsla helgar-
fyllibyttunni og
þeim sem sœkir
félagsskap stöðugt
út fyrir heimilið er
hátíðin tœkifœri til
að bjóða vinum
og kunningjum
í heimsókn.
halda páskunum hreinum ef
svo má að orði komast. Þeir eru
tækifæri til að lifa lífinu öðruvísi
en venjulega, hvort sem í því
felst aukið félagslíf eða nægju-
söm einvera.
Hitnar undir
bankaráðsformanni
eru
Arsfundur Seðlabank-
ans er nú afstaðinn
og þar með er lokið
mestu „jakkalakka" sam-
komu þessa árs. Formaður
bankastjórnar las þjóðinni
og ráða-
mönnum
pistilinn um
verðbólgu-
horfur og
afkomu við-
skiptabank-
anna sem
enn eru að
leggja stórfé
inn á af-
skriftareikn-
inga. Bankastjórarnir
greinilega ekki nógu dug-
legir að draga fram ömmur
lánþega og taka veð í íbúð-
unum þeirra. Spurning
hvort ekki þurfi að fá fleiri
menn í verkið og íjölga
bankastjórunum. í það
minnsta að láta þá fá
nokkra aðstoðarbankastjóra
hvern.
Flokksgæðingar
En það sem vakti þó mesta
athygli á ársfundinum var
afkoma Seðlabankans sjálfs,
þessarar þjóðhagslega mik-
ilvægu stofnunar. í fyrra
hafði hagnaðurinn minnkað
niður í 400 millur en hafði
verið 800 millur árið áður.
Þetta telja spekingar slæm
tíðindi og leita að sjálfsögðu
skýringa. Garra er kunnugt
um að fjölmargir gæðingar
stjórnmálaflokkanna telja
sig kunna að reka Seðla-
bankann og þeir hinir sömu
hafa því verið að benda á að
orsök versnandi afkomu
megi ugglaust rekja til
slæmrar stjórnunar.
Sjálfir segjast þessir
flokksgæðingar myndu geta
rekið bankann með betri út-
komu, en þeir hafa þó yfir-
leitt hlíft bankastjórninni
sjálfri, enda ljóst að ekki
verður skipt um banka-
stjóra alveg á næstunni. En
þeir benda á ábyrgð banka-
ráðsins og bankaráðsstólar
eru jú laus-
ari í hendi
en banka-
stjórastólar.
Eðli málsins
samkvæmt
er því farið
að hitna
undir
bankaráðs-
formannin-
um í seðla-
bankanum, ekki síst þegar í
ljós kemur að hann er krati
sem komst á spenann í tíð
síðustu stjórnar. Þessi
bankaráðsformaður er
Þröstur Ólafsson, sem nú
má búa við nagandi gagn-
rýni músanna.
Seðlabankinn
næstur?
Og sagan hjálpar ekki þessu
kjörbarni Alþýðuflokksins
því skyndilega hefur nafni
KRON skotið upp í umræð-
unni, og Miklagarðs, og
Máls og menningar, og Al-
þýðublaðsins o.s.frv. o.s.frv.
Mýsnar spyrja nú hver um
aðra þvera: Er Seðlabank-
inn næstur?
Garri veit það jafn vel og
Þröstur að hann ber ekki
einn ábyrgð á þessum stór-
sögulegu fj á r m á 1 a e r fi ð 1 ei k -
um. Hins vegar varðar eng-
an um það þegar formanns-
sæti í bankaráði Seðlabank-
ans er annars vegar. Hún er
kyndug tík þessi pólitík -
það er gömul saga og ný.
Grímur orðað þetta einmitt
ágætlega á sínum tíma:
„Kalinn á hjarta þaðan
slapp ég.“
Garri.