Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.03.1997, Page 6
18 - Fimmtudagur 27. mars 1997
4Dagur-(IItmnm
FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ
Á AKUREYRI
Staða sérfræðings í lyfiækn-
ingum og hjartasjúkdómum
Laus er til umsóknar staða lyflæknis með undirgrein í
hjartasjúkdómum við lyflækningadeild Fjórðungs-
sjúkrahússins á Akureyri. Umsækjandi skal hafa full-
gild réttindi í lyflækningum og hjartalækningum. Æski-
legt er að umsækjandi hafi reynslu í öllum hefðbundn-
um störfum hjartasérfræðings, sérstaklega hjarta-
ómskoðunum og gangráðsísetningum. Auk þess skal
umsækjandi hafa góða reynslu í almennum lyflækning-
um.
Starfinu fylgir vaktaskylda á lyflækningadeild, þátttaka
í kennslu heilbrigðisstétta og þjálfun aðstoðar- og
deildarlækna, auk þátttöku í rannsóknarvinnu. Um-
sóknum skulu fylgja ítarlegar upplýsingar um náms- og
starfsferil ásamt upplýsingum um fræðilegar rannsókn-
ir og ritstörf, auk kennslustarfa.
Umsóknir, á þar til gerðum eyðublöðum, ásamt
meðfylgjandi gögnum, skulu berast í tvíriti fyrir 1. maí
1997 til Halldórs Jónssonar, framkvæmdastjóra FSA.
Nánari upplýsingar gefur Björn Guðbjörnsson, yfir-
læknir lyflækningadeildar í síma 463 0100. Faxnúmer
462 4621.
Öllum umsóknum um starfið verður svarað.
Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
- reyklaus vinnustaður -
Opinn
fýrirlestur
Laugardaginn 29. mars nk. mun dr. Unnsteinn
Stefánsson halda opinn fyrirlestur við Háskól-
ann á Akureyri. Hefst fyrirlesturinn kl. 14 og
verður í húsnæði háskólans við Þingvallastræti í
stofu 16, fyrstu hæð.
í fyrirlestrinum sem Unnsteinn nefnir; Hafið
umhverfis ísland, mun hann fjalla um ástand
sjávar á íslenskum hafsvæðum og lýsa helstu
sjógerðum og ráðandi straumakerfum. Greint
verður frá árstíða- og langtímabreytingum og
áhrifum mismunandi veðurskilyrða á þessar
breytingar. Þá mun Unnsteinn skýra frá niður-
stöðum nýlegra rannsókna á næringarskilyrðum
og frjósemi íslenskra hafsvæða í tengslum við
lóðrétta blöndun.
Unnsteinn Stefánsson lauk meistaraprófi í efna-
fræði frá Wisconsinháskóla 1946. Hann lagði
stund á haffræði næstu ár og varði doktorsrit-
gerð um hafið norðan íslands, við Kaupmanna-
hafnarháskóla árið 1962. Unnsteinn hefur
starfað við rannsóknir við ýmsa háskóla vestan-
hafs og starfað sem sérfræðingur í hafrannsókn-
um við Menningar- og fræðslustofnun Samein-
uðu þjóðanna. Hann var skipaður prófessor í
haffræði við Háskóla íslands árið 1975. Unn-
steinn hefur skrifað þrjár bækur á íslensku og
eftir hann hefur birst fjöldi greina og ritgerða um
haffræði í alþjóðlegum tímaritum. Hann dvelst
nú við ritstörf í Davíðshúsi.
Fyrirlesturinn er öllum opinn.
yUMFERÐAR
RÁÐ
MENNING O G
LISTIR
Kannt þii að gera snjókarl?
Alaugardaginn verður
haldin keppni í snjó-
karla eða snjókerl-
ingagerð á vegum Hóla-
vatns, sumarbúða KFUM og
K, og Dags-Tímans. Allir
hressir krakkar á aldrinum
7-12 ára eru hvattir til að
mæta og sýna snilld sína en
keppendur fá fjörutíu mín-
útur til að ljúka við snjó-
karlinn eða snjókerlinguna
sína. Keppt verður í Iiðum
og eru tveir eða þrír saman
í liði.
Alltaf einn
flottastur?
Þá er bara að mæta á stað-
inn en keppnin er haldin
austan við gömlu verksmiðj-
urnar við gatnamót Glerár-
götu og Dalsbrautar (þar
sem húsgagnaverslunin
Öndvegi var áður til húsa).
Skráning er á milli
klukkan 13:00 og 13:45.
Keppni hefst klukkan
14:00.
Klukkan 15:00 er ætlunin
að fara í nokkra leiki á
meðan dómnefnd sker úr
um hvaða snjókarl er flott-
astur.
Klukkan 15:30 er síðan
komið að verðlaunaafliend-
ingu. Vegleg verðlaun eru í
boði eða Stiga-stýrisleðar
og línuskautar í boði Sport-
vers og bækur frá bókaút-
gáfunni Salt í boði Hóla-
vatns. Mætum öll hress og
kát á laugardaginn.
Passía Krists á fóstunni
Hœgt er að kíkja inn
í Hallgrímskirkju á
föstudaginn langa
og njóta þess að
hlusta á Passíusálm-
ana flutta af kunn-
áttufólki í hátíðlegri
kirkjunni.
Upplestur Passíusálmanna
er orðinn að árvissum
viðburði í Hallgríms-
kirkju. Lesturinn hefst kl. 13.30
og búist er við að hann standi
Upp, upp mín sál og allt mitt
geð,
upp mitt hjarta og rómur með,
hugur og tunga hjálpi til,
herrans pínu ég minnast vil...
Innra mig loksins angrið sker,
œ, hvað er lítil rœkt í mér,
Jesús er kvalinn í minn stað,
of sjaldan hef ég minnzt á
það...
Hvað stillir betur hjartans böl
en heilög drottins pína’ og
kvöl?
Hvað heftir framar hneyksli
og synd
en herrans Jesú blóðug
mynd?
til um 18.30. Ingibjörg Haralds-
dóttir hefur umsjón með lestr-
inum en auk hennar lesa Silja
Aðalsteinsdóttir og Þorleifur
Hauksson.
Passíusálmar Hallgríms Pét-
urssonar komu út árið 1666,
ekki í síðasta sinn því útgáfurn-
ar eru komnar á sjöunda tug-
inn. Flokkurinn er í 50 sálmum
sem skiptast í 5 þætti. Fyrsti
þátturinn gerist í grasagarðin-
um, annar er um dómsrann-
sókn Kaífa og Pílató, þriðji um
fullnustu dómsins, fjórði er orð
Krists á krossinum og sá fimmti
segir frá andláti Krists og
greftrun.