Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.03.1997, Síða 12

Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.03.1997, Síða 12
24 - Fimmtudagur 27. mars 1997 Jlagur-tllmmm Kvöldsett í Vogum. Með ströndu eru volgrur sem spretta undan hrauninu svo vatnið leggur ekki. Lengra úti er 70 sentimetra þgkkur ís. Vindbelgj- arjjallflýtur tignarlega í húminu milli sólroða á himni og vatni. Innan skamms er almyrkt og þá kemur halastjarna á fleygiferð í norðri. Kvöld eins og þau gerast best. Myndmas Að koma ríkari heim ísinn, jjöllin, himinninn, kyrrðin, auðmýktin fyrir stórbrotinni náttúru sem á sér engan líka í veröldinni. Fegurð Mývatnssveitar á stóískum vetrardegi, menn tínast á ísinn, helga sér reit, beita, skima, veiðin sjálf aukaatriði. Augnablikið að skynja, finna, nema, anda, vera, verða, gerast. Tœma hugann, fylla orku. Koma ríkari heim. Svona bera veiðimenn sig að: túndrugalli á ísnum og svell- þykk húfa; borinn rífur sig gegnum isinn á augabragði, og þá er að vita hvort hún er undir... í skrínunni geyma menn dorgið (fœrið, sem gert er úr hrútshorni að hœtti heimamanna), í hana fœra menn afla og nota sem sœti á ísnum. Allrahandatœki. Að sögn Mývetninga voru baldnir strák- ar látnir nota þessa skrínu fyrir skóla- tösku - „enda eyðilögðu þeir allt ann- að!" Fiskispaðinn er notaður til að hreinsa skœni af vökinnt Ingólfur Ing- ólfsson heitir maðurinn. Fyrsta branda dagsins, en ekki sú síðasta; þegar upp var staðið höfðu félagarnir Jjórir tekið 30 stykki á dorg - „besti dagur vetrarins “ sögðu heimamenn, heldur er silungurinn grannur, en „bragðast mun betur á vet- urna“ segja bœndur - þeir œttu að vita það.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.