Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.03.1997, Side 17

Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.03.1997, Side 17
jDagitr-'Cflmtmtt Fimmtudagur 27. mars 1997 - 29 Fluguveiðar að vetri (12) Bréf um þurrflugur UMSJÓN STEFAN JON HAFSTEIN Hjalti Þorsteinsson málararmeistari á Akur- eyri heiöraði dálkinn meö lærðu bréfi um þurrflugur og fleira. Hér hafa áður birst glefsur úr bréfi Hjalta, en til heiðurs mörgum frídögum hjá þorra manna og góðum tíma til að liggja yfir lærðu bréfi hans birtum við hér ýmsa þanka hans lærða um þurrflug- ur. Hjalti er svo vinsam- legur að ávarpa umsjón- armann dálksins stöku sinnum: Veiðimaðurinn þarf að velja þurrflugu, sem í höfuðatriðum Iíkist þeirri flugu sem silungurinn er að gæða sér á hverju sinni. Veiði- maðurinn þarf einnig að vita nokkuð um hegðun flugunnar á vatninu. Færri flugutegundir eða ættir gera veiðimanninum auðveldara að velja rétta eftir- líkingu flugna. Skulum við því víkja aðeins að ættarskrá veiði- flugna. Er þar fyrst til að nefna fjölskrúöugustu og jafnframt vinsælustu ætt flugna víða er- lendis, Ephemeroptera, sem enskir nefna gjarnan Upwinged flies en við gætum kallað upp- vængjur og lýsti það ættinni prýðilega. Þessi fluguætt er hins vegar nefnd dægurfluga á ís- lensku. Erlendis eru til þúsund- ir mismunandi tegundir af dæg- urflugum. Eftirlíkingar af þess- um flugum eru í augum margra hinn dæmigerða þurrfluga. Láttu þær eiga sig! Þessi ætt er nefnilega ekki til hér á landi og þar með losnar þú við að hugsa um þann aragrúa tegunda, sem til eru af þessari ætt. Önnur ætt, sem ekki er til hér á landi, er Plecoptera, sem við nefnum steinflugu. Einkenni þeirra er að leggja vængina flata yfir bakið og mynda þannig eins konar flatt þak. Ég nefni þessar tvær ættir hér því eftirlíkingar þessara tveggja flugnaætta eru vinsælar erlendis þar sem þessar flugur eiga heima. Hér á landi eru þær ekki til í náttúrunni og þýðir því lítt að reyna þær til veiða. Þetta virðast hvorki kaupmenn, eða þeir sem gera bækur til að leið- beina íslenskum fluguveiði- mönnum, gera sér grein fyrir. íslenskar eftirlíkingar Sú ætt sem skiptir okkur tví- mælalaust mestu máli er Tric- optera, sem enskir nefna Sedge-flies en bandarískir Caddis en við íslenskir vorflugu. Þessi ætt er auðþekkt á því að flugurnar leggja vængina yfir bolinn og mynda þannig eins konar risþak, ekki flatt eins og steinflug- an. Erlendis eru til margir tugir ef ekki hundruð mismunandi tegunda vorflugna, en á íslandi aðeins um tugur í ám og vötnum. Eftir að ég fékk þurrflugu- bakteríuna hef ég aðallega veitt í Fnjóská en einnig í Eyjafjarð- ará og Svarfaðardalsá. Þessar ár eiga það sammerkt að í þeim eru einungis um tvær vorflugu- gerðir að ræða. Önnur stór al- brún fluga, sem er Potanophy- lax cingulatus. Eftirlíking af henni er bundin á öngul nr. 8- 12. Hin flugan er mikið minni með ljósgráa vængi, gulan búk og engiferlitaða fætur. Sú heitir Apatelia zonella og er bundin á öngul nr. 14-18. Ég bind mínar flugur sjálfur og það ættu sem flestir að gera. Einkum þó þeir, sem veiða á eftirlíkingar af lifandi æti, vegna þess að erfitt getur verið að fá góðar eftirlíkingar af ís- lenskum skordýrum erlendis frá. Ef þú ætlar að kaupa vor- flugu til veiða, í þeim ám sem ég hef veitt í, mæli ég með t.d. Cinnamon sedge eða Europe nr. 12. í stöðuvötnum eru fleiri teg- undir vorflugna og geta tegund- irnar verið mismunandi jafnvel eftir landshlutum. En útlit þeirra verður þú að kynna þér sjálfur og kem ég að því síðar hvernig mér veitist það best. Nú erum við komin að örð- ugustu ættinni en hins vegar ekki þeirri árangursríkustu til veiða, því það eru tvímælalaust vorfluguættin. Þessi erfiða ætt er Diptora. Undir hana flokkast allar tvívængjaðar flugur. Fyrir okkur veiðimennina eru e.t.v. áhugaverðastar eftirlíkingarnar af mýflugunni. Á slíkum veiði- skap fylgir sá ljóður að eftirlík- ingarnar verða að vera svo smáar, þ.e. nr. 18-24, að þú þarft sérstakan útbúnað til að veiða með þeim. Stöngin má helst ekki bera línu þyngri en nr. 3-4 AFTM og taumendinn ekki vera sterkari en 1-3 lbs. Fjölmargar fleiri tvívængjur, og sumar stórar, eru til eins og ég veit að þú sérð allt í kringum þig. Vil ég drepa hér á tvær stórar tegundir tvívængjaðra veiði- flugna, þó óg mæli nú ekki sérstakiega með þeim. Önnur er hrossaflugan okkar, sem á ensku nefnist Daddy-long-legs. Sagði einhver að Englend- ingar hefðu ekki húmor? Pant- aðu hana frá Englandi en reyndu ekki að binda hana sjálfur. Hin flugan, sem ég ýjaði að, hefur valdið mér talsverð- um heilabrotum. Hún er allstór, alsvört, með löngum ljósum nánast glærum vængjum og fætur í áberandi rauðbrúnum lit, en svartir bæði efst og fremst. Ég hef orðið mikið var við þessa flugu í Fnjóská. Sér- lega þegar ég veiði í skógar- jaðrinum. Sennilega er hér um að ræða Bibo pomonae. Öðru nafni galdrafluga. Þá er ekki um að ræða vatnaflugu eins og þær flugur sem hér áður voru nefndar heldur klekst hún út á landi. Eins er með fluguna, sem þú nefndir sem góða byrjenda- flugu, Black gnat, en henni svipar dálítið til galdraflugunn- ar en er þó ekki sérlega góð eft- irlíking. Þóknast skaltu fiskinum Ef þú ætlar að veiða á eftirlík- ingu af lifandi æti fiska í ám eða vötnum, verður þú að kynna þér hvað fiskurinn er að éta hverju sinni, þ.e. að segja púpu, lirfu eða flugu. Auðvitað er fiskurinn ekki síétandi frekar en þú en hann er hins vegar h't- ið gefinn fyrir fjölbreytni í mataræði. Ef fiskurinn er t.d. í litlu ljósvængjuðu vorflugunni, lítur hann ekki við stóru brúnu og matarmiklu flugunni og svo öfugt. Jafnvel þó maður sjái fiskinn vaka er oft erfitt að sjá á hverju hann er að gæða sér, sérlega er það erfitt í straum- vatni, svo ég tali nú ekki um ef hann er að gæða sér á lirfum eða púpum vatnaflugna. En að veiða á púpu eða lirfu þeirra flugna, sem ég hef hér nefnt, er allt önnur Ella og skulum við ekki fara út í það hér. Til að komast að því hvað er á matseðli fiskanna, á þeirri stundu og stað sem þú ert staddur á, með þína fisléttu flugustöng og vígalega veiðihatt, þarft þú að skyggnast vel um og sjá hvort þú sérð eitt- hvað, sem getur upp- lýst þig um hegðun fisksins. Enginn hreyf- ing á yfirborðinu, reyndu púpu. Smá- hreyfing á yfirborðinu, reyndu púpu rétt í vatnskorp- unni. Sjáirðu fisk vaka, reyndu þurrflugu. Meðferð og umgengni Þegar þú hefur náð einum fiski á land, hálsbrjóttu hann með greipartaki og losaðu síðan úr honum fluguna. Opnaðu fiskinn, settu hrogn eða svil í lítinn plastpoka. Það er nammið þegar heim kemur. Skerðu vélindað frá upp við kok og kreistu úr því í glas. Settu vatn saman við og hristu glasið varlega svo graut- urinn leysist í sundur og þá blasir við þér hvað þessi fiskur var að éta rétt áður en þú fékkst hann á krókinn. Ef þú átt eftir- líkingu af einhverju því kvikindi, sem þú ert nú með fyrir augun- um, festu það þá á tauminn, ef ekki, þá vertu með það næst í farteskinu. Kannski hefur mata- ræðið ekki breyst. Taktu nú inn- volsið og tálknin úr fiskinum og settu í plastpoka, sem þú hendir í næstu ruslatunnu. Hentu aldrei slógi úr bleikju út á víðavangi, síst af öllu við stöðuvatn, því það er vísasti vegurinn til að sýkja allan fiskstofn vatnsins af orm- um. Að síðustu seturðu fiskinn í kælingu, kælibox. Vertu ekki spéhræddur Ég vona að þessar hugleiðingar mínar auðveldi þér að velja réttu íluguna. En það er ekki nóg. Flugan verður að sitja sem eðlilegast á vatninu. Þar kemur kasttækni, lögn línu og taums við sögu. Fluguköst er ekki hst, en hún er íþrótt, sem krefst þjálfunar. Enginn verður fræk- inn í nokkurri íþrótt, nema að æfa. Æfinginn skapar meistar- ann, ekki satt? Þegar búið er að læra undirstöðuatriði flugu- kasts, sem má gera innanhúss, verður maður að kasta úti og í vatn. Ef þú ætlar að veiða í stöðuvatni getur þú æft þig í lygnu vatni. T.d. hér á Akureyri inn á leirum en ef þú ætlar að véiða í straumvatni verður þú að æfa í á. Fyrir ofan stífluna hér í Glerá norður af Sólborg er kjörinn staður til æf- inga. Þar er örugg- lega enginn fiskur en það er stór kostur því að veiðivon getur dreift athyglinni við æfingaköstin alveg eins og það er fráleitt að vera með æfingaköst þegar maður er að veiða því að þá verður mað- ur að vera með allan hugann við veiðiskapinn. Einn ókost hefur þó þessi staður haft til æfinga á undanförnum árum, sem ég verð að vara þig við, þú verður nefnilega trúlega talinn klikkaður. Veifandi veiðistöng þar sem allir vita að enginn fiskur er. Ég hef stundað kast- æfingar á þessum stað á und- anförnum árum mér til mikillar ánægju en ég hef heyrt að lög- reglan hafi orðið fyrir allmiklu ónæði vegna símhringinga fólks, sem hafi óttast að vist- menn Sólborgar séu trúlega að fara sér að voða við ána. Bið ég lögregluna afsökunar á ónæð- inu, sem ég vænti að verði ekki eins mikið í framtíðinni, því trú mín er sú, að umhyggja fólks sé minni fyrir velferð háskólastúd- enta, jafnvel þó klikkaðir séu, en fyrir fyrrum vistmönnum Sólborgar. Pökk sé bréfritara. nú er að nýla langt frí og hnýta allt sem vantar í boxin. Vorið er að koma!

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.