Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.03.1997, Síða 23

Dagur - Tíminn Reykjavík - 27.03.1997, Síða 23
ÍDitgur-®mTOtn Fimmtudagur 27. mars 1997 - 35 Pétur Jósefsson fasteignasali S Eg reynl að missa ekki af fréttum og fréttatengdu efni í sjónvarpi og ýmiss fróðleikur er vinsæll hjá mér eins og t.d. þættirnir „Öldin okkar“, sem eru góðir því þeir „Er aðdáandi ítalskra kvikmynda“ taka mjög trúverðuglega á markverðum atburðum sem gerðust fyrr á þessari öld. Ég hlusta töluvert á Rás 1, t.d. eru þættir Þrastar Haralds- sonar, f vikulokin, milli klukk- an 11 og 12 á laugardögum mjög góðir og oft tekst Þresti að halda þáttunum líflegum og skemmtilegum og komið að kjarna málsins þegar íjallað er um það helsta úr fréttum vikunnar. Stundum hlusta ég á dægurmálaútvarp Rásar 2 milli klukkan 4 og 6, sumt af því efni er gott en annað miður eins og gengur og gerist.“ Pétur Jósefsson segist vera aðdáandi ítalskra kvikmynda og vilja sjá meira af þeim en segist gera sér grein fyrir að kannski sé ekki miJfill mark- aður fyrir þær eða að margir séu sama sinnis og hann. „Það er ansi einsleit menn- ingaráhrif sem við verðum fyrir frá hinum engil- saxneska mál- heimi, enskar og amerískar kvik- myndir eru hér svo yfirgnæfandi á dagskrám sjónvarpsstöðv- anna. Ég vil gjarnan taka það fram að ég er eindreginn stuðningsmaður Ríkisútvarpsins og það þarf að vera til. T.d. hef- ur Bretum aldrei dottið í hug að leggja niður eða selja BBC.“ Englendiiigurinn sem fór upp hæðina... Á skírdag frumsýnir Stöð 2 eina vinsælustu kvikmynd síðari ára. Myndin heitir Englendingurinn sem fór upp hæðina en kom niður íjalhð, eða The Englishman Who Went Up a Hill but Came Down a Mountain. Sögusviðið er smáþorpið Ffynnon Garw í Wales og árið er 1917 þegar fyrri heimsstyrjöldin stóð enn yfir. Ensku kortagerðarmennirnir Reginald Anson og Geor- ge Garrad eru komnir til að mæla stolt íbúanna, fjallið Ffynnon Garw. Reginald og George komast að þeirri niðurstöðu að ekki sé um fjall að ræða heldur hæð. Útreikningar félaganna setja íbúana úr jafnvægi um stundarsakir en stolt heimamanna er meira en svo að þeir láti slá sig auðveldlega út af laginu. Þeir grípa því til sinna ráða því fjallið skal ná að standa undir nafni hvað sem það kostar. Aðalhlutverkið leikur Hugh Grant. Vestfjarðavíkmgurimi 1996 s Ikvöld verður sýndur þáttur um aflraunakeppnina Vestijarða- víkinginn sem haldin var í júlí sl. í fjórða sinn. Keppnin er haldin á sunnanverðum Vestfjörðum í fögru umhverfi s.s. í Vatnsfirði og við fossinn Dynjanda. Átta kunnir kraftamenn kepptu, sjö Islendingar og einn Finni, Ikka Kinnunen. Á meðal íslensku keppendanna voru Hjalti „Úrsus“ Árnason, Torfi Ólafs- son og Auðunn Jónsson. Keppnisgreinar Vestijarðavíkingsins eru sérstakar, svo sem sundlaugargrein Svans í Tálknafirði, þar sem keppendur rogast með þungar tunnur í sundlauginni. Sumar greinar eru í ætt við hefðbundnar greinar Hálandaleika í Skotlandi en þjóðlegust eru líklega steinatök í Örlygshöfn við Patreksijörð. Þar reyna keppendur sig við kunna aflraunamenn úr Hvallátrum, Amlóða, Hálfsterkan, Fullsterkan og Alsterkan. ÚTVARP SJON VA R P 09.00 Barnaefni 14.30 íþróttaauki. 15.00 Handbolti. Bein útsending frá leik í undanúrslitum íslandsmótsins. 16.45 Leiöarljós 17.30 Fréttir. 17.50 Táknmálsfréttir. 18.00 Stundin okkar. 18.25 Tumi 18.55 Ættaróðaliö 19.50 Veöur. 20.00 Fréttir. 20.30 Fólkiö sem lifir 21.00 Vestfjarðavíkingurinn 1996. Þáttur um aflraunakeppnina Vest- fjarðavíkinginn sem haldin varíjúlí sl. I fjóröa sinn á sunnanverðum Vestfjörðum. 21.55 Gabb (Schtonk). Þýsk verð- launamynd frá 1992 um eitt mesta hneykslismál í Þýskalandi á seinni árum. Maöur nokkur seldi útgáfufé- lagi dagbækur Hitlers en seinna kom í Ijós aö þær voru falsaðar. 23.55 Einkaerfinginn (The Family Plot). Bandarísk spennumynd frá 1976. Par sem er að leita aö erf- ingja mikilla eigna rekst á óheiöarleg hjón og verður þátttakandi í dem- antaráni og morötilraun. Kvikmynda- eftirlit ríkisins telur myndina ekki hæfa áhorfendum yngri en 12 ára. 01.50 Útvarpsfréttir í dagskrárlok. 11.35 Listaspegill. 12.00 f sjávardjúpum 13.15 Heiða 14.50 Þrír ninjar snúa aftur (3 16.15 Sígild ævintýri. 16.35 Steinþursar. 17.00 Meö afa. 18.00 Páll Rósinkranz á tónleikum. 19.00 19 20. 20.00 Stjörnustríö 20.55 Englendingurinn sem fór upp hæöina en kom niöur fjalliö (The Englishman Who Went up a Hill but Came down a Mountain). Þessi vin- sæla mynd gerist áriö 1917, á tím- um fýrri heimsstyrjaldarinnar. Enskir kortageröarmenn koma í welska þorpiö Ffynnon Garw til aö mæla prýði staöarins, fjalliö Ffynnon Garw. 22.40 Föðurland (Fatherland). Rut- ger Hauer og Miranda Richardsson fara meö aöalhlutverkin. Stranglega bönnuö börnum. 00.30 Hold og blóö (e) (Flesh and Bone). Arlis er maöur sem kvalinn er af fortíðinni. Hann starfar viö aö ferðast á milli smábæja og fylla á vörusjálfsala. Aöalhlutverk: Dennis Quaid, Meg Ryan og James Caan. 1993. Stranglega bönnuö börnum. 02.35 Dagskrárlok. 17.00 Spítalalíf (MASH). 17.30 íþróttaviöburðir í Asíu (Asian sport show). íþróttaþáttur þar sem sýnt er frá fjölmörgum íþróttagrein- um. 18.00 Körfubolti um víöa veröld (Rba Slam 2). 18.30 Meistarakeppni Evrópu. 19.15 ítalski boltinn. 21.00 Flugásar 2 (Hot Shots! Part Deux). Léttgeggjuö gamanmynd fyrir fólk á flestum aldri! Kappinn Topper Harley er mættur til starfa enn á ný en garpurinn sá lætur sér fátt fyrir brjósti brenna. 1 myndinni í kvöld getur bókstaflega allt gerst! Leik- stjóri er Jim Abrahams. Aöalhlutverk: Richard Crenna og hinn óborganlega Rowan Atkinson, oftast þekktur undir nafninu Mr. Bean. 1993. Bönnuö börnum. 22.25 Lögreglan fyrir réttl (e) (One of Her Own). Sannsöguleg saka- málamynd. Toni Stroud er nýbyrjuð í lögreglunni þegar einn vinnufélaga hennar nauögar henni. Leikstjóri: Armand Mastroianni. Aöalhlutverk: Martin Sheen og Lori Loughlin. 1994. Bönnuö börnum. 23.50 Spítalalíf (e) (MASH). 00.15 Dagskrárlok. 9.00 Fréttir. 9.03 „Ég man þá tíö“. 10.00 Fréttir. 10.03 Veöurfregnir. 10.15 Snilld Leonardos. 11.00 Guösþjónusta í Dómkirkjunn! í Reykjavík. Séra Hjalti Guömundsson prédikar. 12.10 Dagskrá skírdags. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veöur- fregnir og auglýsingar. 13.00 Út- varpsteikhúsið. Allt hefur sinn tíma eftir Andrés Indriöason. 14.30 Miö- degistónar. 15.00 Ný tónlistarhljóö- rit Ríkisútvarpsins. 16.00 Fréttir. 16.05 Þjóömál og þjóösögur. 17.00 Tónlist á síödegi. 18.00 Lögstígur. 18.30 A B C D. 18.45 Ljóö dagslns endurflutt frá morgni. 18.48 Dánar- fregnir og auglýsingar. 19.00 Kvöld- fréttir. 19.20 Tónlist. 19.30 Veður- fregnir. 19.50 Söngfuglarnir Rómeó og Júlía. Smásaga eftir Harald Jó- hannsson. Helga Bachman les. 19.48 Ástarsöngvar frá dögum Róm- eós og Júlíu. 20.00 Tónlistarkvöld í dymbilviku. 21.20 Tónlist á síö- kvöldi. 22.00 Fréttir. 22.10 Veöur- fregnir. 22.15 Orö kvöldsins Valgerö- ur Valgarðsdóttir flytur. 22.20 Er yfir hrundi askan dimm. 23.10 Andrarímur. Þáttur Guömundur Andra Thorssonar. 24.00 Fréttir. Arg! Rýnir hrökk við um daginn þegar leitarinn á útvarps- tarkinu stöðvaðist við fréttatíma á FM 95.7. í fyrstu taldi hann náttúrulega að þarna væri um að ræða fréttir af barneignum og giftingum fræga fólksins en þegar reynt var að losa sig úr leiðslu trommuheilans sem sló af stakri reglusemi undir öllum innskotum fréttamanns kom f ljós að þarna voru fréttir af samningaviðræðum vinnuveit- enda og Dagsbrúnar-Fram- sóknar... Og svo veit rýnir ekki meir því heilinn datt út og fót- urinn í - takt aftur við tromm- una. Itíkissjónvarpsfréttir gera rýni stundum verulega argan. Reglulega koma fróttir þar sem fréttamenn hafa ekki gert nokkra tilraun til afrugla óskilj- anlegt reglugerðarmálið eða skýra um hvað málið snýst (en sem betur fer á fréttastofan fréttamann eins og t.d. Helga H. Jónsson). Fitt lítið dæmi: Fyrir skömrnu var viðtal við Fi- rík Jónsson formann KÍ vegna samninga kennara við sveitar- félögin. Farin var ný leið, sagði Eiríkur. Hvaða nýja leið? Þá gerir valið rýni ekki síður argan. T.d. væri áhugavert að vita hversu oft dýrmætum tíma sjónvarpsfréttanna hefur verið eytt í að „upplýsa“ áhorfendur um að Jeltsín hafi ekki áhuga á að Nató stækki til austurs (ágiskun: 3-5 sinnum í viku síð- ustu 2-4 mánuði). Þó að Jeltsín hafi verið bjargað frá líkbörun- um að sinni þá hlýtur fjanda- kornið að vera hreyfing á fleiru en talfærum Jeltsíns í heimin- um. Svo má bæta því við að rýni þykir orðið stöðugleiki ótækt um skip. Davíð og kompaní hafa misþyrmt þessu orði svo illilega undanfarin ár að sálar- lífið fer hreinlega á flot þegar farið er að tala um stöðugleika og skip í sömu andránni. Jafn- vægi er prýðisorð. Gleðilega páska! BYLGJAN 09.05 Hressandi morgunþáttur meö Valdísi. Fréttir kl. 10.00 og 11.00. 12.00 Hádegisfréttir frá fréttastofu Stöövar 2 og Bylgjunn- ar. 12.10 Gullmolar Byigjunnar í há- deginu. 13.00 íþróttafréttir. 13.10 Gulli Helga. Fréttir kl. 14.00, 15.00 og 16.00. 16.00 Þjóöbrautin. Fréttir kl. 17.00. 18.00 Gullmolar. 19 20. Samtengdar fréttir Stöðvar 2 og Bylgjunnar. 20.00 íslenski listinn. 24.00 Næturdagskrá Bylgjunnar. RÁS 2 9.00 Fréttir. 9.03 Skíöavaktin. 10.00 Fréttlr. Skíöavaktin. 12.20 Hádegisfréttir. 13.00 Spurninga- keppni fjölmiölanna. 14.00 Minn- ing um Svavar og Ellý. 16.00 Frétt- ir. 16.05 Fyrir 20 árum. 17.00 Úr egginu. Siðir og venjur á páskum. 19.00 Kvöldfréttir. Kvöldtónar. 19.55 íþróttarásin. Fjögurra liða úr- slit í handbolta. 22.00 Fréttir. 22.10 Spurningakeppni fjölmiöl- anna. 23.10 Kvöldtónar. 24.00 Fréttir. LANDSHLUTAÚTVARP Á RÁS 2. Útvarp Noröurlands 11.00- 12.20. Svæöisútvarp Vestfjaröa. Skíöapáskar 17.00-19.00.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.