Dagur - Tíminn - 16.11.1996, Blaðsíða 5
íDagm-tlImrimx
MENNING O G LISTIR
Laugardagur 16. nóvember 1996 -17
Staðfært upp á sveitina
LEIKFÉLAG AKUREYRAR
Sigrún Astrós
Sýning laugard. 16. nóv. kl. 20.30.
SíSasta sýning
Leikfélag Akureyrar og
Tónlistarskólinn ó Akureyri
Í tilefni af „Degi íslenskrar tungu"
Laugardagurinn ló. nóvember nk.
„Ég bið að heiisa"
Dagskró í tali og tónum byggð ó
verkum Jónasar Hallgrimssonar i
Samkomuhúsinu kl. 17.15.
D/rin í
Hálsaskógi
eftir Thorbjorn Egner
Sýningar:
Laugard. 16. nóv. kl. 14.00
Sunnud. 17. nóv. kl. 14.00
Sunnud. 17. nóv. kl. 17.00
Miöasalan er opin alla virka daga
nema mánud. kl. 13.00-17.00
og fram að sýningu sýningardaga.
Símsvari allan sólarhringinn.
Simi í miðasölu: 462 1400.
jDagur-Cínmut
- besti tími dagsins!
Leiksýningar standa nú yfir
á leikritinu Þorláki
þreytta í félagsheimilinu
Brún í Bæjarsveit í Borgarfirði.
Það er leikdeild Umf. íslendings
sem setur leikritið upp, en nú
eru tuttugu ár liðin síðan leik-
deildin endurvakti leikstarfsemi
sína eftir alllangt hlé og hefur
verið sett upp leikrit nærfellt
annað hvert ár.
Þorlákur þreytti er eftir þá
Neal og Farmer, en þýtt og
staðfært af Emil Thoroddsen.
Þröstur Guðbjartsson staðfærði
leikritið upp á sveitina og til
dagsins í dag. Þröstur er svo
gott sem orðinn Borgfirðingur,
svo oft hefur hann leikstýrt
áhugaleikhópum í héraðinu
undanfarin ár. Leikararnir sem
þátt taka í uppfærslunni eru
flestir að þreyta frumraun sína
á sviði en þrátt fyrir það eru
dæmi um að menn fari á kost-
um í hlutverkum kynlegra
kvista við ýmsar þær kyndugu
aðstæður sem koma upp í
ærslaleik eins og þessum.
í tilefni af tuttugu árum er
yfirskrift pistils í leikskránni.
Þar er m.a. í léttum dúr velt
vöngum yfir stöðunni eftir tutt-
ugu ára leikferil félagsins og
verður tæpast betur orðað
öðruvísi: „Eftir að hafa sett um
tug leikverka á fjalirnar er fé-
lagið jafn févana og fyrr. Fjöldi
manna hefur varið mest öllum
frítíma sínum vikum saman í
æfingar, smíðar, sauma og sýn-
ingar og ekki fengið eyri fyrir.
Og áhorfendur - þú ert einn
þeirra. Það er eins gott að þú
skemmtir þér. Aðgangseyririnn
er nefnilega lítilræði miðað við
það sem þú hefur borgað í gegn
um sameiginlegan sjóð ríkis og
sveitar. Með þetta í huga þarf
engin orð að hafa um framtíð-
ina. Hvert mál hefur margar
hliðar og leiklistin hefur mörg
andlit. Það kann að vera að fé-
lagið hafi ekki efnast af leiklist-
inni en það er miklu ríkara
vegna hennar. Enginn þarf
heldur að vorkenna öllum þeim
sem hafa lagt nótt við dag til að
fullkomna sýningarnar. Þeir
voru að sækjast eftir skemmti-
legum fólagsskap, þjálfun í
framsögn og framkomu, ögr-
andi viðfangsefni, dægradvöl og
ýmsu öðru. Flestir hafa þeir
líka uppskorið eins og þeir sáðu
til.“
I lokin færir pistilhöfundur
sýningargesti hlýja kveðju með
skemmtilegri tilvitnun í Njálu:
„Góður þykir mór aðgangseyr-
Neyðarleg uppákoma í einu atriða leikritsins Þorláks þreytta sem leikdeild Umf. íslendings sýnir í Brún í Andakíl
um þessar mundir. Björn Haukur Einarsson hestamaður í hlutverki Jóns Fúss og Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir í
hlutverki Mjallar Guðmundsdóttur.
irinn, en meira þykir mér um
vert að þú sást ástæðu til að
koma.“ -ohr
Snjólaug Guðmundsdóttir vefnaðarkennari og handverkskona á Brúarlandi innan um hluta verka sinna, en hún
heldur sýningu á verkum unnum úr flóka og skeljum ásamt vefnaði í Hornstofu, húsnæði Heimilisiðnaðarfélags
íslands um helgina. Sýningin nefnist: Handverk í Hornstofu.
Flóki, skeljar og Djúpalónsperlur
Hún hefur verið prímusmót-
or í starfi handverksfólks í
Borgarnesi og átt stóran þátt í
að byggja starf þeirra samtaka
upp. í dag og á morgun er hún
með sýningu á sínum eigin
verkum í Hornstofu, húsnæði
Heimilisiðnaðarfélags íslands
að Laufásvegi 2 í Reykjavík.
Hún heitir Snjólaug Guð-
mundsdóttir en merkir verk sín
með nafninu Sóla rituðu með
rúnaletri. Sýninguna kallar hún
Handverk í Hornstofu. Hún er
vefnaðarkennari að mennt og
húsmóðir á bænum Brúarlandi
á Mýrum og sinnir handverki
sínu þar. Hráefnið sækir hún að
stórum hluta í náttúruna, skelj-
ar, steina og flóka sem unninn
er úr ull. Flókagerð mun vera
elsta aðferð við að vinna ull. Á
miðöldum unnu íslendingar ull
í flóka, heimildir greina frá
höttum, skóm, herðaslám og
herklæðum úr flóka. Þessar
upplýsingar og ýmsar aðrar
koma fram á fjórum tungumál-
um á litlum miðum sem Snjó-
laug eða Sóla lætur fylgja orku-
pokunum og flókabókunum
sem hún gerir. í orkupokunum
er djúpalónsperla en orka
hennar á að efla framtakssemi,
ímyndunarafl, skipulagshæfi-
leika og jarðtenginu. Orkupok-
ann með steininum á að bera
um hálsinn. Flókabækurnar eru
til ýmissa hluta nytsamlegar og
gefur Snjólaug góð ráð um slíkt.
Skartgripir unnir úr skeljum
eru áberandi meðal sýningar-
gripanna, snotrir og fallegir,
ýmst eyrnalokkar, nælur eða
tölur. Hún gerir einnig hálsmen
úr skeljunum, ýmist krossa,
hjörtu eða þórshamra. Auk
þessa sýnir hún vefnað af ýmsu
tagi og verk unnin úr flóka.
Sýningin stendur aðeins yfir
helgina. -ohr
ÞJÓÐLEIKHÚSID
Stóra sviðið kl. 20.00:
Kennarar óskast
eftir Ólaf Hauk Símonarsonar
Frumsýning: Föstud. 22. nóv. kl. 20.00.
Örfá sæti laus.
2. sýning: Miðvikud. 27. nóv.
Nokkur sæti laus.
3. sýning: sunnud. 1. des. Nokkur sæti laus.
Þrek og tár
eftír Ólaf Hauk Símonarson.
í kvöld laugard. 16. nóv. Uppselt.
Sunnud. 24. nóv. Laugard. 30. nóv.
Ath. Fáar sýningar eftir.
Nanna systir
eftir Einar Kárason og
Kjartan Ragnarsson
Á morgun sunnud. 17. nóv.
Laugard. 23. nóv. Föstud. 29. nóv.
Kardemommubærinn
eftir Thorbjörn Egner
Á morgun sunnud. 17. nóv. kl. 14.
Örfá sæti laus.
Sunnud. 24. nóv.
Nokkur sæti iaus.
Sunnud. 1. des.
Sfðustu 3 sýningar.
Smíðaverkstæðið kl. 20.30
Leitt hún skyldi vera skækja
eftir John Ford
Á morgun sunnud. 17. nóv. Uppselt.
Aukasýning miðvikud. 20. nóv. Uppselt.
Föstud. 22. nóv. Uppselt.
Laugard. 23. nóv. Uppselt.
Miðvikud. 27. nóv. Uppselt.
Föstud. 29. nóv. Laus sæti.
Athygli er vakin á að sýningin er ekki við
hæfi barna.
Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn
eftir að sýning hefst.
Litla sviðið kl. 20.30:
í hvítu myrkri
eftir Karl Ágúst Úlfsson
í kvöld laugard. 16. nóv. Uppselt.
Fimmtud. 21. nóv. Uppselt.
Sunnud. 24. nóv. Uppselt.
Fimmtud. 28. nóv. Laus sæti.
Laugard. 30. nóv. Örtá sæti laus.
Athugið að ekki er hægt að hleypa gestum
inn í salinn ettir að sýning hefst.
Listaklúbbur Leikhússkjallarans
Mánud. 18. nóv. kl. 21.00.
Sjónleikar með MEGASI
Megasarkvöld í tilefni af nýju plötunni
„Til hamingju með fallið“. Með Megasi
spila þeir Tryggvi Hubner og Haraldur
Þorsteinsson. Þá flytur Sigrún Sól úr
„Gefin fyrir drama þessi daga“ í
leikstjórn Kolbrúnar Halldórsdóttur.
★ * *
Miðasaian er opin mánud. og
þriöjud. kl. 13.00-18.00,
miðvikud.-sunnud. kl. 13.00-20.00 og til 20.30
þegar sýningar eru á þeim tima. - Einnig er
tekið á móti símapöntunum frá
kl. 10.00 virka daga. - Sími 551 1200.