Dagur - Tíminn - 16.11.1996, Blaðsíða 19
íDagur-©íœmn
Laugardagur 16. nóvember 1996 - 31
Ohætt að mæla með Stripshow
Líkt og með Dead Sea Apple og plötu
þeirrar hljómsveitar, sem íjallað
var um hér á síðunni í síðustu viku,
er í senn athyglisvert og ánægjulegt að
sjá hversu vel íjögra manna rokksveitin
Stripshow frá Reykjavík kemur út á
sinni fyrstu plötu, Late Nite cult Show,
sem nú er nýkomin út. Er vinnsla
plötunnar fyrir það fyrsta til mikillar fyr-
irmyndar og fyllilega boðleg á erlendan
markað, eins og henni er reyndar öðrum
þræði ætlað í framhaldi af útgáfunni
hérlendis. Þegar það svo upplýsist að
platan hefur verið um tvö ár í undirbún-
ingi og að í hana hafi farið þrotlaus
vinna hjá þeim bræðrum Sigurði og Ing-
ólfi Geirdal, Guðmundi Aðalsteinssyni og
Bjarka Þór Magnússyni, sem skipa sveit-
ina, er það kannski ekki skrýtið að vel
hafi orðið úr verki, að því einnig
ógleymdu að reyndir garpar í upptöku-
málum, Þorvaldur Bjarni og Ingvar
Jónsson, voru strákunum innan handar
við gerð plötunnar. Eins og fram
hefur komið er það kraftmikil
rokktónlist sem Stripshow fram-
leiðir, sem svo er vafin í samhengi
með sögulegum textum. Kallast
svona fyrirbæri concept á ensku.
Fjórmenningarnir hafa síðan
skapað sér nokkra sérstöðu með
því að vera með skrautsýningu í
bland við tónleikahald sitt, þar
sem þeir hafa virkilega staðið
undir nafni. Sagan á plötunni
verður ekki rakin hér, en það má
segja um hana og almennt um stíl
Stripshow, að hún dragi bæði dám
af fortíð og nútíð. Hefur hér fyrr
verið minnst á áhrif frá Bowie og
Alice Cooper hvað tónleikatilburð-
ina varðar, en hliðstæður við
rokksveitir á seinni árum eru
greinilegar hvað svo sem tónlist-
ina áhrærir og þá sérstaklega með
heildarsvipinn, „conceptið" í
huga. Samanburður við tvær bandarísk-
ar rokksveitir sem báðar hafa gert það
þó nokkuð gott með slíkum formerkjum,
er t.d. nærtækur. Er þar annars vegar
átt við Savatage frá Flórída, sem sent
hefur frá sér margar góðar plötur á
rúmum áratug, en hefur svo m.a. vegna
dauðsfalls gítarleikara, orðið að láta
undan síga, en hins vegar Crimson Glory
frá Seattle, sem nú mun að líkindum
vera hætt, en sendi frá sér mjög sterkar
fyrstu tvær plötur. Þeir sem eru innvígðir
í rokkinu þekkja eflaust þessar hljóm-
sveitir og geta því með opnum huga og
jákvæðum mælt með Stripshow.
Hér má svo bæta því við að Stripshow
heldur útgáfutónleika ásamt Dead Sea
Apple, í Borgarleikhúsinu á mánudags-
kvöldið.
Stripshow er að gera bæði athyglisverða og
ánægjulega hiuti á sinni fyrstu plötu, Late
Nite Cult Show.
Rúnni Júil. Ekki dauður úr öllum æðum, heidur með
stuð í hjarta.
að er ekki frekar en fyrri daginn að spyrja
að dugnaðinum og vinnuseminni í einum
af helstu sonum þjóðarinnar á tónlistar-
sviðinu, honum Rúnari Júlíussyni. Þrátt fyrir
veikindi og legu á sjúkrahúsi í langan tíma á ár-
inu, lætur drengurinn síungi sig ekki muna um að
snara út enn einni plötunni nú í vetrarbyrjun, þar
Áfram
Rúnni Júll
sem margir af helstu tónlistarkröftum landsins
leggja honum lið, bæði við lagasmíðarnar og
flutninginn. Nefnist platan á táknrænan hátt Með
stuð í hjarta og er nú rétt komin út. Geymir plat-
an 13 lög, eða öllu heldur 12 og svo er hið þrett-
ánda víst á frumlegan hátt, fyrirboði um næstu
plötu. Nokk skemmtilegt það. Þórir Báldursson,
Magnús Kjartansson, Bubbi Morthens, Jens
Hansson,Tryggvi Hubner, Kristján Kristjánsson,
KK og Sverrir Stormsker, eru meðal þeirra sem
aðstoða Rúnar við gerð plötunnar sem er hin ijöl-
breyttasta. Hefur kappinn greinilega jafnað sig
vel af hjartakvillanum og er í góðu „stuði“, eins
og nafn plötunnar gefur til kynna. Dæmi um fín
lög á plötunni eru Fæstir fá það frítt, þar sem
Rúnar syngur með Bubba, í viðjum vanans, en
þar er KK með Rúnari og Föstudagurinn 13, líka
með KK, en það er einmitt áðurnefndur fyrirboði
um næstu plötu Rúnars. Blús sem lofar góðu,
bæði um skemmtilega plötu og að skaparinn Rún-
ar ætlar áfram ekki að láta deigann síga.
Jóhann Helgason með sína fyrstu plötu í nær tíu ár.
Fullorðins-
Blámi
að vestan
að er alltaf ánægjulegt, eitt út af fyrir sig,
þegar einstaklingar eða hljómsveitir ráð-
ast í það mikla verkefni að senda frá sér
plötu, meira eða minna upp á eigin spýtur. Þann-
ig er því varið með bónda nokkurn að vestan,
Tryggva Sveinbjörnsson, sem nú hefur nýlega
sent frá sér plötu er nefnist Horft í blámann. Yfir-
lætislaust popp í kántrístíl, án mikilla tilþrifa eða
hamagangs, er sú tónlist sem Tryggvi hefur fram
að færa á þessari plötu sem hann hefur svo samið
alla sjálfur að mestu við eigin texta, en líka við
texta eftir aðra. Eru þarna m.a. lög við ljóð eftir
Stein Steinarr. Er platan að mörgu leyti vel unn-
in, en lagasmíðarnar eru hins vegar þess eðlis að
fátt stendur upp úr eða er sérstaklega eftirtektar-
vert. Undantekning er þó lagið Spámaðurinn, gott
og smekklegt lag á þóðlaganótum með vel ortum
texta. Sem fyrr sagði er þó ánægjulegt að menn á
borð við Tryggva láti sig hafa það að koma sér og
sínu á framfæri. Ella væri íslensk útgáfa snöggt-
um fátækari.
i k v <; <; \ i s v k i \ it j ö ií \ s s i) \
Tryggvi Sveinbjörnsson og „vinur hans“ horfa í blá-
mann.
popp
Tónlistarmanninn Jóhann
Helgason þarf líklega ekki
að kynna fyrir íslenskum
tónlistarunnendum, a.m.k. ekki
þeim sem sæmilega eru komnir
til vits og ára. Á Jóhann langan
feril að baki í tónlistinni og hef-
ur komið víða við. Má þar sem
dæmi nefna hljómsveitina
Change, dúettana Magnús og
Jóhann (ásamt Magnúsi Þór
Sigmundssyni), Þú og ég, (með
söngkonuimi Helgu Möller) og
söngflokkinn Lummurnar þar
sem hann var með söngkonun-
um Lindu Gísladóttur og Ragn-
hildi Gísladóttur m.a. Auk þessa
hefur Jóhann svo tekið þátt í
alls konar tónlistarverkefnum,
sungið á plötum annarra og svo
síðast en ekki síst verið afkasta-
mikill lagasmiður. Hann hefur
ekki hin seinni ár verið mjög
áberandi í tónlistarlífinu, að
vísu gefið út ásamt Magnúsi Þór
einar tvær „upprifjunarplötur",
afmælisplötu samstarfsins og
Lífsmyndir, en hins vegar mun
nú vera nær áratugur frá því
hann sendi síðast frá sér plötu í
eigin nafni. Við svo búið hefur
ekki mátt sitja öllu lengur að
mati kappans, því nú fyrir
stuttu kom ný 10 laga plata frá
honum undir nafninu Kef. Þeg-
ar menn hafa samið lög á borð
við Söknuð, eitt besta og lífseig-
asta dægurlag seinni tíma, auk
íjölda annarra góðra laga, er
e.t.v. erfitt að gera mikið betur.
Það gerir Jóhann heldur ekki
með Kef. Allt er að vísu stfl-
hreint, slétt og fellt og vel unn-
ið, en það „fullorðinspopp" ef
svo má segja, sem platan inni-
heldur er ekki uppburðarmikið.
Lög eins og Think It Over, Ple-
ase Don’t Go og This Time, sýna
þó að Jóhann er enn þess
megnugur að laða fram góðar
laglínur, en í heild finnst manni
vanta einhvern neista.