Dagur - Tíminn - 16.11.1996, Blaðsíða 9

Dagur - Tíminn - 16.11.1996, Blaðsíða 9
|Dagur-'2Iúirám Laugardagur 16. nóvember 1996 - 21 Eins og hrætt barn Pétur var prestur í Glerársókn um tíma en þar kom að heilsan bilaði og eftir vist á heilsuhælinu í Hveragerði ákvað hann að segja upp störfum að læknisráði. Hér hefur Inga orðið: Þegar Pétur kom heim frá Hvera- gerði var hann óskaplega lítill í sér og fannst allt vera gersamlega hrunið. Þetta var erfiður tími því nú þurfti hann að ákveða hvað hann ætlaði að gera og hann var mjög ósáttur við að þurfa að gefast upp. En hann sá að læknarnir höfðu rétt fyrir sér þegar þeir sögðu að þetta starf væri allt of erfltt fyrir hann. Og það var þá alltaf betra að geta sagt að læknirinn segði eitthvað því um líkt. Það er betra að vera fótbrotinn og með gifs en að eitthvað sé að manni á sálinni. Hann hafði fíka farið að fá eitthvað neð- an í fæturna, meðan hann dvafdi í Hveragerði, sem læknar vissu ekkert hvað var. Iiann horaðist mikið því hann tók auðvitað æfingarnar þar með stæf eins og allt annað. Um jólin héngu fötin utan á honum svo hann passaði í föt af Þórarni sem var bara stráklingur þá. Við fórum saman á aðventukvöld og honum leið alveg ömur- fega en fannst hann verða að fara í kirkjuna. Hann var eins og hrætt barn og hélt fast í handlegginn á mér. Harkalegt uppeldi Pétur og Inga eiga þrjú börn, Þórarin Inga, Jón Helga og Heiðu Björk. Hér lýs- ir Pétur því hvernig hann hefur tekið á uppeldi sonanna: Strákarnir, Þórarinn Ingi og Jón Helgi, voru strax á Hálsi byrjaðir að spila fótbolta og voru báðir mjög dugleg- ir. En kröfurnar sem ég gerði til.þeirra voru að mörgu leyti ósanngjarnar. Ég gerði kröfur til sjálfs mín og lagði hart að mér vegna þess að ég hafði ekki sömu möguleika og jafnaldrar mínir heilsu- farslega þegar ég var unglingur. Þessi harka kom mjög oft fram gagnvart strákunum mínum. Ekki síst gat ég verið mjög grimmur við Þórarin varðandi búskapinn, eigin- lega uppstökkur, og vildi að hann væri nánast eins og fullorðinn maður í því sem ég bað hann að gera. Þegar Jónki byrjaði að keyra traktor um tíu ára ald- ur fannst mér ómögulegt að hann skyldi ekki ná því um leið. Það var Inga sem gat laðað fram löngun hans til að keyra, skotinu sem ég vildi helst þurrka úr minninu. En þau eru á sínum stað og kannski ágætis víti til að varast; hvernig ég öskraði á hann ef hann gerði ekki rétt, hvernig ég skipaði honum að hlaupa, þó að hann væri orðinn dauð- þreyttur og væri búinn að hlaupa eins og hann þoldi. Svona píning og þrældómur og vægðar- lausar kröfur eru vísasti vegurinn til að snúa áhugan- um í and- hverfu sína. Ég gerði líka kröfur til Ingu ef eitthvað gekk illa í bú- skapnum. Þá fór sjálfs- stjórnin gjör- samlega úr böndunum hjá mér. Mér þótti ágætt þegar nágranni minn, sem bjó handan Hörg- ár, sagði eitt sinn við mig: Ja, við heyr- um nú stund- um í þér þeg- ar þú ert að skipa fjöl- skyldunni fyr- ir. Það kom hressilega við kaunin á mér. Guði þakklátur fyrir þig Inga hefur staðið þétt við bakið á Pétri í veikindum hans. Hér lýsir hann þakklæti sínu til hennar í bréfi sem hann sendi Ég sagði við hjúkkuna sem fór með mér í flugvélinni að þig skorti ekkert nema séra fyrir framan nafnið að þú gengir alveg inn í mitt starf, svo það þyrfti engan til að leysa mig af þótt ég væri á sjúkrahúsi. Já, mér skilst að kon- an þín sé alveg einstök, sagði hjúkkan, Inga að ritarastörfum í fjárhúsunum, þrotin að kröftum eftir baráttu við krabbamein. Fyrir krakkana voru veikindi mín örugglega meira áfall en hægt er að gera sér grein fyrir. Þau voru orðin vön því að pabbi þeirra þyrfti á sjúkrahús. Þá var ég sú manneskja sem tók við og þau gátu treyst á. frá Borgarspítalanum skömmu fyrir jól 1994. Þá var búið að taka af honum vinstri fótinn og tvísýnt um það hvort hann héldi þeim hægri: Að kvöldi 6. 12. 94 Dráttarvélin góða afhent Pétri í Laufási á afmælisdegi hans 23. júní 1995. Það verður að taka líkamann eins og hann er, sætta sig við ástand hans, gera eins gott úr því og hægt er, gefast ekki upp þrátt fyrir mótlæti og leita eftir styrk frá vinum og ástvinum. ég hefði alveg getað eyðilagt þá löngun. Ég hefði líka getað eyðilagt löngun Þór- arins í búskap nteð þessari yfirkeyrslu og óraunhæfu og ósanngjörnu kröfum á hendur honum. Það hefði ekki verið mikill vandi. Það eru mörg atvik ljóslifandi í hug- Nú er klukkan orðinn 11 (23) og ég ligg hér á Borgarspítalanum og horfi suður yfir Kópavog. En þótt sjóninni sé beint í suður þá leitar hugurinn í norður kannski örlítið órólegur yfir ástandinu, en þó er einhver þíða yfir öllu saman einhver dulin vissa að þetta sé allt í lagi þetta fer allt vel. og ég tók undir það. Þú veist það eflaust undir niðri, hvers virði þú ert mér samt gerir þú þér örugglega ekki til fulls grein fyrir áhrifum þeim sem tilvera þín og fórnfýsi hefur á kjark minn til að takast á við þennan krankleika minn. Mér eykst styrkur þegar ég finn að ég er ekki að svíkjast úr vinn- unni hlaupa frá þegar svo mikið stendur til í h'fi safnaðanna í mínu prestakalli. Það er hins vegar ekk- ert sanngjarnt að skilja þig eftir með alla byrð- ina, bæði þín daglegu störf, og svo það sem átti að hvfla á mínum herðum. En svona ertu og ég nýt sannarlega góðs af. Samviska mín gagnvart söfnuðunum er rólegri og tilhugsunin um að geta aftur komið heim og fundið að veik- indi mín settu ekki kirkjustarfið úr skorð- um. í raun væri mór ekki stætt á að hverfa svona sí og æ af vett- vangi, ef ekki værir þú til staðar. Laufás er okkur báðum (og öllum) haldreipi í þessu veikindastríði, og Laufás megum við ekki missa. Þess vegna ætla ég, hvað sem verður um fótinn, að halda prestsstarf- inu. En mér er það vel ljóst að ef þín og fórnfýsi þinnar nyti ekki við þá yrði ég að segja starfinu lausu. Ég leggst því nokkuð rólegur á koddann í kvöld, Guði þakklátur fyrir þig, Inga mín. Lifandi frásögn fremur en ævisaga Strax eftir að ég missti fyrri fótinn var farið að hafa samband við mig um að ég myndi skrifa eitthvað um lífs- reynslu mína og veikindi okkar hjón- anna. Ég neitaði þar sem ég var engan veginn í stakk búinn fyrir slíkt. Hálfu ári síðar þurfti að taka hinn fótinn. Þegar það var búið fóru bæði einstakl- ingar og bókaforlög að hafa samband við mig og vita hvort hægt var að fá þessa lífsreynslusögu skráða og skrif- aða. IJvorugt okkar Ingu var neitt sér- staklega spennt fyrir að skrifa ævisögu á miðjum aldri. Síðan fórum við að velta fyrir okkur að kannski gæti frásögn af okkar reynslu orðið einhverjum til gagns. Þannig að við féll- umst á þetta,“ sagði séra Pétur Þórarinsson, sóknarprestur í Laufási, þegar hann var spurður um aðdraganda bókarinn- ar Lífskraftur sem birt eru brot úr hér á síðunni. Þrjú bókaforlög voru inni í myndinni og á endanum var Vaka-Helgafell valin. Pétur segir að þau hjónin hafi viljað forðast að bókin yrði í ævisögustfl og var þeirra hugmynd að hún yrði frekar skrifað sem lifandi frásögn. Hann er nokkuð sáttur við útkomuna og þakkar ekki síst höfundinum, Friðriki Erlings- syni, hvernig til tókst. „Það hefði senni- lega ekki getað valist betri einstakling- ur í þetta en Friðrik. Hann flutti hingað til okkar í maí og bjó hjá okkur þar til í ágúst. Þetta var besti kostur sem hægt var að hugsa sér því á þennan hátt kynntist hann okkur ekki bara í gegn- um samtöl heldur líka í hinu daglega Iífi. Við vorum því mjög ánægð með vinnubrögðin. Eftir á finnst manni auð- vitað að kannski hefðum við átt að segja þetta en ekki hitt en í heild finnst mér hafa tekist vel til og hugmyndir okkar Ingu hafi komið vel fram.“ AI Ævintýri að kynn- ast þessu fólki Friðrik Erlingsson er höfundur bók- arinnar Lífskraftur. Bókin er sú fyrsta sem hann skrifar eftir frásögn annarra fremur en frá eigin brjósti og segir hann það hafa verið nýja reynslu. „Ég er í raun ekki höfundur þessarar bókar heldur fremur skrá- setjari og það kallar á annan hugsunarhátt og önnur vinnubrögð." Friðrik lét sér ekki nægja að heimsækja hjónin og taka við þau viðtöl heldur dvaldi hann hjá íjölskyldunni sumarlangt. „Fyrir mig sem höfund var mikið ævin- týri að komast svo djúpt inn í líf annars fólks, sérstaklega fólks sem hefur geng- ið í gegnum aðra eins hluti og þau hjónin. Að sjá hvernig þau hafa unnið sig úr sínum erfiðleikum, kynnast börn- unum þeirra og ijölskyldu. Þetta er mikill íjársjóður fyrir mann sem ætlar sér að skrifa sögur um fólk í framtíð- inni,“ segir Friðrik. Og ekki er annað að heyra en að Friðrik eigi góðar minn- ingar frá Laufási. „Ég var nánast eins og einn úr Qölskyldunni. Neyddist meira að segja til að horfa á Evrópu- keppnina í fótbolta,“ segir hann og hlær, en Pétur er mikill fótboltaáhuga- maður, ólíkt Friðriki, sem hefur lítinn áhuga á kappleikjum af því taginu. AI

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.