Dagur - Tíminn - 16.11.1996, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn - 16.11.1996, Blaðsíða 11
|Dagur-®úrarat Laugardagur 16. nóvember 1996 - 23 Þegar ég var að vinna að síðasta pistli mínum, sem Jjallaði um súkkulaðið og uppruna þess, þá datt ég gjörsamlega inn í súkkulaðiveröld og hef varla komist út úr henni síðan. Það var helling- ur af skemmtilegum fróðleik eftir og œtla ég því að halda aðeins áfram að segja ykkur frá því vinsœla ejhi sem súkkulaðið er. að eru nefni- lega ekki allir sem átta sig á því hvað súkkulaði er. Venjulegast er þetta bara eitt- hvert stykki og er annað hvort suðusúkkulaði (dökkt) eða mjólkursúkkulaði (ljóst). En þetta er ekki svona ein- falt. Það er ekki sama súkkulaði og súkkulaði. Svona verður það til Súkkulaði er gert úr baunum kakótrésins. Baunirnar eru verkaðar þannig: Þær eru þurrkaðar, ristaðar og malaðar í þykkt mauk. Þetta mauk er síðan verkað frekar í gegnum mikla völsun og pressim þar til úr verður mjiíkur og mildur massi. Þetta er einföld lýsing á verkim baunanna. Gæði súkku- laðisins velta síðan á því hvern- ig að þessari verkun er staðið, með nákvæmni og þekkingu hvers framleiðanda. Að velja réttu framleiðendurna og rétta súkkulaðið krefst kunnáttu og má líkja þessu saman við vín- gerð og þekkinguna þar í kring. Úr verkaða kakómaukinu koma síðan tvö meginuppi- stöðuefni súkkulaðisins, það er sjálft kakóið eða massinn og svo líka ljósgul flta sem heitir kakósmjör. Mismunandi blönd- un á þessu tvennu ásamt sykri og bragðefnum verður síðan að súkkulaði. Besta súkkulaðið inniheldur ávallt mikið af hvort tveggja. Að meðaltali er það því oft blandað við ýmis önnur u.þ.b. 35% af sjálfu súkkulað- bragðefni. Prósentuhlutföll kak- inu, þó að oft fari það upp í ós, kakósmjörs og sykurs eru 50% og jafnvel 70%. Þegar innihaldið af kakósmjöri og kakómassa er orðið þetta hátt, þá er súkkulað- ið orðið rán- dýrt, enda fúit. í öllum fínni mat- reiðslubókum og á snobbuð- um veitinga- stöðum er talað um að einungis sé notað 70% súkkulaði, sem þýðir að það er hátt innihald af þessum fínu efnum í súkku- laðinu. Það er nefnilega stundum örlítið svindl og blekking í gangi. í lélegri tegundum af súkkulaði er oft notuð jurtaoh'a eða feiti í stað- inn fyrir kakósmjörið. Mismunandi tegundir Það er áríðandi að átta sig á mismunandi tegundum af súkkulaði, þegar fara á að nota það til matargerðar. Venjulegt eða dökkt súkku- laði: Þetta er hið hefðbundna suðusúkkulaði, nógu mikið af sykri í því til að það sé hægt að neyta þess beint eins og það kemur fyrir úr pakkanum, en samt ætlað til matargerðar og mjög mismunandi eftir tegund- um. Hvítt súkkulaði: Þetta er súkkulaðið sem okkur finnst oft vera dáh'tið einkennilegt, því að manni fínnst að súkkulaði sé alltaf brúnt. Það er þannig gert að það er ekkert kakó í því, ein- ungis kakósmjör. Það er eins og hitt mismunandi og oft leynist maðkur í mysunni þar. Það er til töluvert af hvítu súkkulaði á markaðnum sem inniheldur mestmegnis jurtafeiti og gervi- bragðefni. M[jólkursúkkulaði: Þetta er hið venjulega átsúkkulaði. Þar er mjólkurdufti blandað út í og minnkað magn kakósins, þann- ig að útkoman verður sætara bragð. Mjólkursúkkulaði er við- kvæmt fyrir hita og erfitt að vinna með það, svo að það er lítið notað til matargerðar. Kakóduft: Þetta er það sem við köllum bara „kakó“. Þar er eiginlega allt kakósmjörið fjarlægt. Þetta er oft notað í kökuuppskrift- um, en þá ávallt með miklum sykri, smjöri, eggjum og bragðefnum. Einfaldlega ver- ið að gera einhverskonar súkkulaði úr því. Hjúpsúkkulaði: Þetta súkku- laði inniheldur oftast meira magn af kakósmjöri, til þess að fá glansandi áferð. Þar eru einnig oft notuð ódýrari og léleg efni til að gera glansinn. Stund- um jafnvel þannig að varla er hægt að kalla það súkkulaði (nema þá helst á litinn). Þetta eru nú einfaldar súkkulaðiupplýsingar — svona rétt aðeins svo þið (sem ekki vissuð) getið áttað ykkur á margbreytileika vinsælasta matarbita heims. Þó að við h't- um oft á það sem sælgæti, þá er súkkulaðið samt matur. Kjöt í karrí og banananar? Kannski ekki hefðbundið en á engu að síð- ,ur að vera herramannsmatur. Til- valið fyrir þá sem hafa gaman af að prófa eitthvað nýtt. Fyrir 6 2 msk. olía 450 g nautahakk 1 laukur (fint saxaður) 1 rif pressaður hvítlaukur 2 msk. karrí 1 msk. tómatamauk (tomato paste) leyst upp í 3 msk af vatni 1 msk. ferskur sítrónusafi salt nýmalaður pipar 6 bananar (meðal þroskaðir) 1 lítil rauð paprika (smátt skorin) Stillið ofninn á 200°C. Hitið olíuna í steikarpönnu. Steikið hakkið á háum hita þar til það hefur brúnast í gegn. Bætið lauknum, hvítlauknum og karríinu út í. Látið sjóða í um 4 mínútur, eða þar til farið að ilma, og hrærið í á meðan. Bætið síðan tómatmaukinu og sítrónu- safanum útí og kryddið með salti og pip- ar. Notið lítinn hníf og skerið langsum í bananana (sjá mynd). Opnið sárið var- lega og fyllið hvern banana með karrí- kjötinu. Komið banönunum fyrir í ofn- skúffu, setjið álpappír yfir og bakið í um 25 mínútur, eða þar til bananarnir eru orðnir heitir í gegn. Stráið paprikunni yfir og berið fram.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.