Dagur - Tíminn - 16.11.1996, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn - 16.11.1996, Blaðsíða 2
I 14 - Laugardagur 16. nóvember 1996 Jlagur-Cmmtu Frá leiklistarnámskeiði í Lundarskóla. Mynd: JHF Fjölbreytt tómstundastarf Leiklist, skartgripagerð, pappírsvinnsla, leirmót- un, pasta-, pítu- og pizzugerð, endur- vinnslumyndlist og gifs- mótun. Það er af nógu að taka í tómstunda- starfinu í grunnskólum Akureyrar í vetur. Iþrótta- og tómstundaráð Ak- ureyrarbæjar hefur í nokkuð mörg ár boðið upp á námskeið fyrir unglinga eftir skóla en í fyrravetur var tekin upp sú ný- breytni að bjóða upp á tóm- stundanámskeið fyrir yngri krakka, allt niður í 4. og 5. bekk. Námskeiðin hafa mælst vel fyrir og í vetur eru það ekki síst leiklistarnámskeiðin sem eru vinsæl. Lítið hefur verið um leiklistarnámskeið fyrir svo unga krakka áður en ef marka má fyrstu viðbrögð er þörfln greinilega fyrir hendi. Aðal- steinn Bergdal, leikari, er leið- beinandi á leiklistarnámskeið- unum bæði hjá yngri börnunum og unglingunum. Hver er helsti munurinn á þeim yngri og eldri? „Aðalmunurinn er sá að þau eru misjafnlega stillt. Því eldri því stilltari. Á móti kemur að þau yngri eru frakkari og frekar til í hvað sem er,“ segir Aðalsteinn. AI Sjómaður og leikkona Meðal þeirra sem tekið hafa þátt í leiklistarnámskeiði á vegum íþrótta- og tómstunda- ráðs Akureyrar eru Sara Bene- diktsdóttir, 9 ára, og Hilmar Þór Gunnarsson, 10 ára, bæði nem- endur í Lundarskóla. Sara segist ekki hafa leikið áður en hún fór á námskeiðið en Hilmar Þór er ekki alveg reynslulaus. „Ég lék í Sex litlir tindátar, sem var sýnt í afmæli í íþróttahúsinu. Þar lék ég einn tindátann og var ekkert feiminn eða stressaður," segir hann kokhraustur. En ætla þau að verða leikarar í framtíðinni? „Já, ég er löngu búin að ákveða það,“ segir Sara harð- ákveðin en Hilmar Þór er með önnur framtíðarplön. „Ég ætla að verða sjómaður eins og pabbi. Er bara í leiklistinni til að prófa,“ svarar hann, en tek- ur þó ekki fyrir að verða kannski leikari í aukavinnu með sjómennskunni. AI Hilmar Þór Gunnarsson og Sara Benediktsdóttir. Hún vili verða leikkona, hann ætlar að feta í fótspor föður síns og fara á sjóinn. M,nd:JHF Sigríður Eysteinsdóttir, dóttir Sólveigar og Eysteins, opnaði ráðherrastofuna ásamt hr. Olafi Ragnari Grímssyni, forseta íslands. Mynd: Pjetur Sigurðsson. Eysteinsstofa opnuð Ráðherrastofa Eysteins Jónssonar, fyrrum þingmanns Austfirðinga, var opnuð í Löngubúð á Djúpavogi sl. miðvikudag, 12. nóvember. Þann dag hefði Eysteinn orðið m'ræður hefði hann lifað, en hann lést fyrir tveimur árum. Ráðherrastofan er til minningar um Eystein og Sólveigu Eyjólfsdóttur, eiginkonu hans, sem lést á síðasta ári. Ein af þeirra hinstu óskum var að munir þeirra yrðu varðveittir eystra - og nú er svo orðið. Mikil vinna hefur verið í það lögð að undanförnu að koma safninu á laggirnar. Þá vinnu hefur Guðrún Kristjánsdóttir, minjavörður Austurlands, annast. í stofunni eru varðveittir ýmsir munir sem voru í eigu þeirra hjóna, svo sem munir sem alla tíð voru á skrifstofu Eysteins. Á veggjum eru ýmsar myndir sem bregða ljósi á svipmikinn stjórnmálaferil hans. Á næsta ári verður safn Ríkharðs heitins Jóns- sonar myndskera sett upp í Löngubúð, en hann var fæddur á Djúpavogi - líkt og Eysteinn. Þeir tveir voru góðir félagar alla tíð - og má segja að þeir séu að komast aftur á heimslóðir, þótt látnir séu. -sbs. Frostrasin á fullu etta er orðið vandaðara hjá okkur. Við erum farin að leggja meira í dagskrárgerð, tæki og annað,“ segir Davíð Rúnar Gunnarsson, einn af að- standendum Frostrásarinnar sem nú hefur hafið útsendingar sjöunda árið í röð. Frostrásin hefur sent út frá Akureyri í nokkrar vikur í kring um jólin undanfarin ár og hefur útsendingartíminn verið að smálengjast með árunum eftir því sem útvarpsstöðin hefur skipað sér fastari sess. í fyrra var sent út í nóvember og des- ember og í ár var byrjað tveim- ur vikum fyrr, eða um miðjan október. Og nú hafa fleiri hlust- endur bætist í hópinn: „Við vor- um að kaupa okkur stóran og mikinn útvarpssendi og náum lengra en áður. T.d. náum við út í' Hrísey, á Árskógsströnd og fleiri staði. En við náum ekki til Dalvíkur eins og við ætluðum okkur. Við erum mest svekktir yfir því,“ segir Davíð. Alls vinna um 25 manns við dagskrárgerð á Frostrásinni og er sent út frá sjö á morgnana til klukkan eitt á nóttunni. Og þá er bara að stilla á rétta tíðni: FM98.7! AI

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.