Dagur - Tíminn - 16.11.1996, Blaðsíða 18

Dagur - Tíminn - 16.11.1996, Blaðsíða 18
30 - Laugardagur 16. nóvember 1996 Jbtgur-®œrám S IC Á K Systkinin Helgi Áss og Guðfríður Lilja Grétarsbörn skrifa um skák Vaxandi hraði, tímaskort- ur og spenna sem ein- kennir nútímaþjóðfélag okkar endurspeglast í þróun skáklistarinnar. Það er tákn okkar tíma að kappskákmót, þar sem hver skák tekur að jafnaði nokkra klukkutíma og mótshald stendur yfir í nokkrar vikur, eru á undanhaldi fyrir bæði hraðskák-, atskák- og helgarskákmótum. Vönduð íhugun víkur fyrir æsandi snerpu. Þessi hefur ekki alltaf verið raunin, að minnsta kosti ekki eftir gömlum ferðabókum og lýsingum útlendinga á högum okkar íslendinga að dæma. Blefken segir þannig í pésa sín- um um ísland frá 18. öld að „ís- lendingar liggi í rúminu marga daga um vetrartímann og tefli skáktaíl". Þá segir Daninn Peter Hraðar, hraðar! Clausson fra því á svipuðum tíma að „íslendingar séu svo ágætir skákmenn, að þeir séu stundum nokkrar vikur með taflið, þótt þeir tefli á hverjum degi“. Englendingurinn og skákunnandinn Howard Staun- ton, sem árið 1851 stóð fyrir fyrsta alþjóðlega skákmótinu sem sögur fara af, barðist af kappi fyrir því að tímamörk væru sett á skákir. Þá tíðkuðust að jafnaði engar slíkar reglur og ein skák tók fleiri klukku- tíma, jafnvel marga daga. Sta- unton reyndi eftir megni að koma á einhvers konar tíma- mörkum fyrir fyrsta alþjóðlega mótið, en þrátt fyrir það ein- kenndist það af hægri tafl- mennsku þar sem klukkutímar flugu fyrir einn einasta leik. í einvígum eftir um 1850 voru gerðar ýmsar tilraunir í Eng- landi til að koma á tímamörk- um. í einu einvígi var reglan sú að enginn leikur ætti að taka meira en 20 mínútur. Þrátt fyrir það tók ein skákin meira en 15 klukkutíma, og flestar hinna voru ekki undir 10 klukku- stundum. f öðru einvígi var reynt að tefla með stundaglös- um. Ef meira en klukkutími hafði gengið á annan hvorn keppanda áður en hann hafði leikið tuttugu leikjum átti hann að játa sig sigraðan. Stundaglös höfðu hins vegar augljós vand- kvæði í för með sér, og oftar en ekki hugsuðu keppendur ráð sitt langt umfram þann tíma sem þeim var ætlaður án þess að vera refsað. Það var loks um 1880, þökk sé ensku hugviti, að skák- klukkur í svipuðu formi og við þekkjum þær nú komu til sögunnar. Skákmönn- um, sem uppi voru fyrir 150 árum síðan, myndi líklega hrylla við ef þeir sæju hversu stór hluti tíma- mörk eru orðin í mennu skáklífi nú á dögum. Meistaramót í hraðskák, þar sem hvor keppandi hefur að- eins 5 mínútna umhugsunar- tíma, eru nú daglegt brauð. Yngri kynslóðin virðist ekki síst veik fyrir hraðskák - því meiri æsingur og hamagangur, þeim mun betra! Atskák verður og vinsælli með hverjum deginum sem líð- ur. Nú fyrir stuttu lauk „Evr- ópinneistaramóti í atskák", haldið í Frakklandi, þar sem 20 af ýmsu bestu skákmönn- um heims öttu saman kappi á styttri um- hugsunartíma en þeir eiga að venjast. Hver kepp- andi fékk hálftíma fyrir hverja skák og 30 sek- úndur til viðbótar fyrir hvern leik sem nn lék. Úr- slit urðu þau að Anatoly Karpov vann, Van Wely frá Hollandi lenti í öðru sæti og Akopjan frá Armeníu í því þriðja. Næstir komu Hracek, Gelfand, Lautier, Smirin, Han- sen, Adams og Leko. Hór fylgir skemmtileg sókn- arskák frá undanúrslitunum: Hvítt: Akopjan, Armeníu Svart: N. Short, Englandi Frönsk vörn 1. d4 e6 2. e4 d5 3. Rd2 Rf6 4. e5 Rfd7 5. c3 c5 6. Bd3 b6 7. Rh3 Ba6 8. Bxa6 Rxa6 9. 0-0 b5 10. Dg4 Rb6 11. Rf3 Dd7 12. dxc5 Rxc5 13. Rf4 g6 14. Be3 Rc4 15. Bxc5 Bxc5 16. b3 Rb6 17. Rd4 a6 18. Hadl 0-0-0 19. Rd3 Dc7 20. Rb4 Kb7 21. Rdc6 Hc8 22. Ra5+ Ka7 23. Rbc6+ Ka8 24. a4 bxa4 25. De2 Rd7 26. Hal Ba7 27. Hxa4 Rc5 28. Ha3 Db6 29. b4 Re4 30. Rxa7 Kxa7 31. c4 Dxb4 32. Hfal Hc7 33. Hb3? Dd2 34. Dn Rc3? 35. c5 Re2+ 36. Khl Hxc5 37. Hb7+ Ka8 38. Rb3 Dc2 39. Rxc5 Dxc5 40. Hb2 1-0 Björn Þorláksson skrifar 4 KT6 ^ÁKG ♦ ÁD62 4 762 N Þrautin Norður/enginn á hættu Sagnir: Norður Austur Suður Vestur 1 grand pass 4 spaðar pass pass pass Útspil tígultía 4 ÁG9875 *8 7 ♦ 3 * Á843 FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ Umsókn um framlög úr Framkvæmdasjóði fatlaðra 1997 Stjórn Framkvæmdasjóðs fatlaðra auglýsir eftir um- sóknum um framlög úr sjóðnum árið 1997. Um hlutverk sjóðsins vísast til 40. gr. laga nr. 59/1992 um málefni fatlaðra og reglugerðar nr. 204/1994 um Stjórnarnefnd um málefni fatlaðra og Framkvæmdasjóð fatlaðra. Umsóknum skal skila til hlutaðeigandi Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra sem veita nánari upplýsingar. Svæðisskrifstofa Reykjavíkur, Nóatúni 17, Reykjavík. Svæðisskrifstofa Reykjaness, Digranesvegi 5, Kópavogi. Svæðisskrifstofa Vesturlands, Bjarnarbraut 8, Borgarnesi. Svæðisskrifstofa Vestfjarða, Mjallargötu 1, ísafirði. Svæðisskrifstofa Norðurlands eystra, Glerárgötu 26, Akureyri. Svæðisskrifstofa Norðurlands vestra, Ártorgi 1, Sauðárkróki. Svæðisskrifstofa Austurlands, Tjarnarbraut 39e, Egilsstöðum. Svæðisskrifstofa Suðurlands, Gagnheiði 40, Selfossi. Umsóknum skal skila til svæðisskrifstofa fyrir 13. des- ember1996. Féiagsmálaráðuneytið, 14. október 1996. Hvernig er best að spila (sveitakeppni) Þetta lítur út fyrir að vera létt en ýmsir minni spámenn myndu þó fara niður á spilinu. Þeir myndu drepa á tígulás og spila ás og kóngi í spaða. Gæfu síðan að lokum þrjá slagi á lauf og einn á spaða, þar sem allt spilið er svona: beinlínis eru sett til að villa þér sýn í stað þess að hjálpa þér. Nielsenfeðginin sigursæl 8. nóvember sl. spiluðu 25 pör í föstudagsbridge BSÍ 10 umferð- ir og varð meðalskor 270. Efstu pör: 4 KT6 ** ÁKG ♦ ÁD62 * 762 4 D32 VT42 ♦ T98 * KG95 N V A S 4 4 * D9653 * KG754 * DT 4 ÁG9875 »8 7 ♦ 3 * Á843 Áður en sagnhafi snertir spil á hann að gera sér grein fyrir eftirfarandi: Það er mögulegur tapslagur á tromp og til að halda spilinu á lífi er nauðsyn- legt að Iauftapslagirnir verði ekki fleiri en tveir. Ef laufið brotnar ekki 3-3 er nauðsynlegt að trompa eitt lauf í blindum. Sem sagt: Sagnhafi drepur á tígulás og spilar strax laufi á ás og meira laufi. Síðan er drepið (skiptir ekki máli hverju and- staðan spilar) og laufi spilað aftur. Fyrst eftir að búið er að trompa lauf, er tímabært að snúa sér að spaðanum. (Það gerir ekkert til þótt mótstaðan trompi lauf. Til að spilið fari niður þyrfti laufið að brotna 0-5 og hvaða líkur eru á því? Og ekki láta þig dreyma um slag á hjartagosa eða tígul- drottningu. Það eru spil sem NS 1. Anna Guðlaug Nielsen- Guðlaugur Nielsen 311 2. Vilhjálmur Sigurðsson jr.- Jón Viðar Jónmundsson 396 3. Birna Stefánsdóttir- Aðalsteinn Steinþórsson 302 AV 1. Halla Bergþórsdóttir- Vilhjálmur Sigurðsson 313 2. Eðvarð Hallgrímsson- Guðlaugur Sveinsson 309 3. María Asmundsdóttir- Steindór Ingimundarson 306 Að tvímenningnum loknum var spiluð miðnætursveita- keppni með útsláttarformi og varð Anna Nielsen einnig sigur- vegari þar en með henni og föð- ur hennar spiluðu Torfi Axels- son-Geirlaug Magnúsdóttir. Frá Bridgefélagi Siglufjarðar Spilamennska í Bridgefélagi Sigluíjarðar er gróskumikil sem fyrr og spila 20 pör að meðal- tali á mánudagskvöldum, auk þess sem félagar eru duglegir að sækja mót innan kjördæmis og utan. Að loknum 3 kvöldum í Sigurðarmótinu í tvímenningi eru Björk Jónsdóttir-Jón Sigu- björnsson efst með 135 stig, Anton-Bogi Sigurbjörnssynir hafa 129 stig og Ólafur Jóns- son-Jón T. Jökulsson hafa skor- að 68 stig. Efstu og neðstu pörin voru dregin saman í tveggja kvölda hraðsveitakeppni og varð loka- staðan þannig að Sveit Önnu Láru Hertervig varð hlutskörp- ust með 816 stig. í henni spil- uðu Anton-Bogi/Anna Lára- Níels Friðbjarnarson. Reykjavíkurmótið um næstu helgi Reykjavíkurmótið í tvímenningi verður spilað með svipuðu sniði og í fyrra. Spiluð verður undan- keppni 23. nóvember og komast 16 efstu pörin í úrslit sem verða spiluð á sunnudeginum. Spila- mennska hefst kl. 11.00 á laug- ardag og eru áætluð spilalok um kvöldmat. 16 efstu pörin taka með sér 15% skor í úrslit- in. Á sunnudag hefst spila- mennska kl. 11.00 og eru spila- lok áætluð um 20.00. Keppnisgjald er kr. 1500 á spilara í undankeppnina og bætast við 500 kr. fyrir þá sem komast í úrslit. Núverandi Reykjavíkurmeistarar eru Björn Eysteinsson-Sverrir Ármanns- son. Guðmundarmótið Sigur Grundfirðinga Ragnar Haraldsson og Gísli Ól- afsson frá Grundarfirði sigruðu á 16. Guðmundarmótinu sem fór fram á Hvammstanga um síðustu helgi. Alls kepptu 19 pör. Lokastaða efstu para: 1. Ragnar-Gísli 65 stig 2. Rúnar Einarsson-Skúli Skúlason 62 stig 3. Jón Ág. Guðmundsson- Rúnar Ragnarsson 56 stig 4. Bogi Sigurbjörnsson- Birkir Jónsson 34 stig

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.