Dagur - Tíminn - 16.11.1996, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn - 16.11.1996, Blaðsíða 10
22 - Laugardagur 16. nóvember 1996 jDitgur-®mirrat Heimsókn í Hótel Svartaskóg Svartiskógur. Upp í hugann koma furðuverur kynjaðar úr ævintýrum Grimms- bræðra. Sveipaðar dulúð og æv- intýraljóma. Enn sem komið er tengjast þó engin ævintýri Hótel Svartaskógi, sem í haust tók til starfa austur á Héraði. Nema ef vera skyldi ævintýraleg bjart- sýni og dugnaður eigendanna Helgu Jónsdóttur og Benedikts Hrafnkelssonar. Segja má að hótelið standi í túnjaðrinum hjá þeim hjónum sem eru búsett á Hallgeirsstöðum í Hlíðarhreppi. Bærinn stendur drjúgan spöl frá þjóðvegi og eru þangað um 30 km frá Egilsstöðum. Ævintýrið hófst fyrir þremur árum þegar Ilelga og Benedikt keyptu vinnuskála Krafttaka sem notaðir voru sem starfs- mannaíbúðir við byggingu Egilsstaðaflugvallar. Skálana notuðu þau sem tvær gistiálmur auk þess sem ein álma var tek- in undir eldhús og aðstöðu fyrir starfsmenn. Álmurnar þrjár voru síðan tengdar saman með tengibyggingu. Hana teiknaði Björn Kristleifsson arkitekt, eft- ir hugmyndum þeirra hjóna og hýsir hún anddyri, matsal, setu- stofu og bar, en hótelið hefur vínveitingaleyfi. Byggingin í heild fellur vel að landslaginu og er hin snyrtileg- asta bæði að utan og innan. Þegar gengið er um gistiálmur hótelsins minnir fátt á uppruna húsanna, nema loftin sem eru öll hvolflaga og máluð í björtum litum og gefa herbergjunum skemmtilegan svip. En hvernig hefur þessu framtaki verið tekið? Því svarar Helga Jónsdóttir: „Þetta hefur gengið ótrúlega vel. Frá því að við opnuðum hér í september hefur verið fullt að gera hjá okkur allar helgar og þá aðallega í veisluhöldum. Fólki virðist þykja speimandi að koma hingað og fá sér að borða /W\ FRAMHALDSSKÓLINN Á LAUGUM Innritun á vorönn 1997 Innritun fyrir vorönn 1997 stendur yfir og lýkur 13. desember nk. Umsóknum nýnema skal fylgja afrit af grunnskóla- skírteini. Ef um flutning á milli framhaldsskóla er að ræða skal fylgja námsferill frá fyrri skóla. Nám til stúdentsprófs á félagsfræðibraut og íþrótta- braut. Upplýsingar veitir áfangastjóri í síma 464 3330 og skólameistari í 464 3112. Framhaldsskólinn á Laugum. AUGLÝSING UM STARFSLAUN LISTAMANNA ÁRIÐ 1997 Starfslaun handa listamönnum Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun til handa lista- mönnum árið 1997, í samræmi við ákvæði laga nr. 35/1991. Starfslaunin eru veitt úr fjórum sjóðum þ.e.: 1. Launasjóði rithöfunda. 2. Launasjóði myndlistarmanna. 3. Tónskáldasjóði. 4. Listasjóði. Umsóknir skulu hafa borist Stjórn listamannalauna, mennta- málaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 105 Reykjavík, á þar til gerðum eyðublöðum fyrir kl. 16.00 miðvikudaginn 15. janúar 1997. Umsóknir skulu auðkenndar „Starfslaun listamanna1' og tilgreina þann sjóð sem sótt er um laun til. Umsóknar- eyðublöð fást hjá menntamálaráðuneytinu. Ath. Hafi umsækjandi áður hlotið starfslaun verður umsókn hans því aðeins tekin til umfjöllunar að hann hafi skilað Stjórn listamannalauna skýrslu um störf sín í samræmi við ákvæði 4. gr. laga um listamannalaun nr. 35/1991. Umsækjendur um starfslaun listamanna árið 1996 sem hafa ekki sótt fylgigögn með umsóknum eru beðnir um að sækja þau fyrir 1. desember nk. Reykjavík, 15. nóvember 1995. Stjórn listamannalauna. Hótel Svartiskógur í Tunguásskógi. og eiga saman notalega stund í sveitasælunni. Það hefur t.d. verið mikið um starfsmanna- hópa bæði stóra og smáa og ýmis félög og klúbbar hafa komið hingað með fundi sína. Mér sýnist að allt verði á fullu hjá okkur fram að jólum. Við getum tekið hér á móti u.þ.b. 20-30 manns í gistingu og mat- salurinn hjá okkur tekur yfir 100 manns." Nú er hótelið töluvert langt frá þjóðvegi 1. Eruð þið ekki hrædd um að það hafi áhrif á aðsóknina? „Sjálfsagt hefur það einhver áhrif, en við erum samt bjart- sýn. Við höfum t.d. fengið tölu- vert af bókunum fyrir næsta sumar án þess að vera auglýst. Við höfum líka í hyggju að koma hér upp fjölbreyttri af- þreyingu fyrir gesti. A meðal þess sem er á döfinni er að koma upp mínígolfvelli og leik- tækjum á grasflöt hér rétt hjá. Einnig lumum við á ýmsum hugmyndum um hvernig megi laða fólk hingað á vetrum, en hér er mikið vetrarríki og nóg af snjó sem býður upp á ýmsa möguleika. Náttúrufegurðin og kyrrðin sem hér ríkir hefur líka sín áhrif og flestir gestirnir okk- ar tala um að hingað ætli þeir að koma aftur." Þar með er Helga þotin. Það er veisla í kvöld og mikið að gera í eldhúsinu þar sem hún og kokkurinn, Alda Hrafnkels- dóttir, töfra fram hvern veislu- réttinn af öðrum. AÞ Helga Jónsdóttir, hótelstýra, og Alda Hrafnkelsdóttir, matreiðslukona, á tröppunum í Svartaskógi. Myn&.sbb Sagan bak við nafnið Einhver lesandi kann að spyrja, af hverju nafnið Svartiskógur? s bak við það er skemmtileg saga sem felur í sér sérkenni mannlífs á Austurlandi. Þar eru menn trú- ir gömlum siðum og gefa gjarnan grönn- um sínum viðurnefni. Benedikt bóndi á Hallgeirsstöðum er einn þeirra sem hlot- ið hafa þann heiður, en hann er dökkur á brún og brá og gengur að jafnaði und- ir nafninu Svarti Bensi, til aðgreiningar frá öðrum Bensum austur þar. Þegar hótelbygging hóf að rísa við jaðar Tunguásskógar voru gárungarnir íljótir til og nefndu staðinn Svartaskóg. Þegar þeim Helgu og Benedikt barst nafngiftin til eyrna, líkaði þeim hún svo vel að þau ákváðu að halda nafninu.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.