Dagur - Tíminn - 16.11.1996, Blaðsíða 16

Dagur - Tíminn - 16.11.1996, Blaðsíða 16
28 - Laugardagur 16. nóvember 1996 JBagur-®ótrom KONUNGLEGA SÍÐAN Tveir sögulegir kjólar BÚBBA segir ykkur frá tveimur frœgum kjólum, sem eru í eigu bresku konungsfjölskyldunnar. Eins og allir vita þá eru til fjölmargir merkilegir gripir sem tengjast sögu konungsvelda um alla veröld. að það tðk ijóra klukkutíma að gera hverja fertommu af blúnduefninu (bútur sem er u.þ.b. 2,5 sentimetrar á kant). Skírnarkjóllinn var fyrst not- aður við skírn þess sem síðar varð Játvarður konungur VII. Kjóllinn er geymdur í sérstakri skúffu í Buckinghamhöll og er tekinn fram fyrir hverja skírn innan konungsflölskyldunnar. Eftir skírnina er kjóllinn þveg- inn varlega í höndunum upp úr Harry yngri sonur Díönu og Karls í skírnarkjólnum ásamt mömmu og pabba. Þegar minnst er á slíka gripi þá detta manni auðvitað fyrst í hug kórónur og ýmsir dýrgripir og svo auðvitað sverð frægra þjóðhöfðingja. En það er fleira merkilegt að finna í hirslum kóngafólksins. Nú ætla ég að segja ykkur frá tveimur sögu- legum kjólum í eigu bresku konungsíjölskyldunnar: Skírn- arkjól frá dögum Viktoríu drottningar og krýningarkjól Elísabetar II, núverandi drottn- ingar. 150 ára skírnarkjóll Það var árið 1842, þegar Vikt- oría drottning komst að því að hún væri barnshafandi í annað sinn, að hún fékk blúndugerð- arkonu í þorpinu Honiton í De- vonshire það sérstaka verkefni að sauma konunglegan skírnar- kjól. Skyldi kjóllinn vera úr samskonar blúndu og var í brúðarkjól Viktoríu. Því miður er nafn blúndugerðarkonunnar löngu gleymt en allt frá þessum tíma hefur skírnarkjóllinn ver- ið notaður við skírn barna inn- an konungsfjölskyldunnar. Eins og þið sjáið á myndinni þá er kjóllinn afburðafallegur og mik- ið listaverk. Blómamynstrið er svo flókið dauðhreinsuðu vatni og þurrk- aður. Því næst er kjólnum pakkað inn í þunnan pappír og hann geymdur á sínum stað fram að næstu skírn. Þegar Pétur, sonur Önnu prinsessu og Mark Philips, fæddist árið 1971 kom í ljós að kjóllinn var orðið dálítið lúinn og þurfti að hressa aðeins upp á hann. Til verksins var feng- inn hinn konunglegi hönnuður Norman Ilartnell. Að grunnin- um til er kjóllinn sá sami og í upphafi nema hvað skipt var um satínið sem liggur undir blúndunni. Hvít blúndan (sem reyndar er nær því að vera kremlituð í dag) er í fullkomnu lagi þótt hún sé orðin meira en 150 ára og því Ijóst að ókunna blúndugerðarkonan frá Honiton hefur kunnað vei til verka. Krýningarkjóll hlaðinn táknum Norman Hartnell, sem kom við sögu skírnarkjólsins hér að framan, var tískuhönnuður bresku konungsfjölskyldunnar í yfir 40 ár eða allt til dauðadags árið 1979. Hann hannaði allan klæðnað sem Elísabet drotting- armóðir notaði við opinberar athafnir og enn þann dag í dag er drottingarmóðirin tryggur viðskipta- vinur tískuhússins sem ber nafn hans. Þá hannaði hann einnig brúðarkjóla Elísabetar II og Margrétar prins- essu. Sögulegasta verkefni Hartnells, og það sem skráir nafn hans óafmá- anlega á spjöld sögunnar, er krýn- ingarkjóll Elísabet- ar II. - Hartnell gerði átta skissur að krýningarkj ólnum sem hann lagði fyr- ir Elísabetu verð- andi drottningu til samþykktar. Henni féll engin þeirra al- veg fullkomlega og fannst að sá kjóll sem helst kæmi til greina, hvítur sat- ínkjóll með silfur- útsaumi, hktist of mikið brúðarkjóln- um hennar. Eftir að hún og Hartnell urðu ásátt um að í stað silfurþráðarins yrði útsaumurinn í ht var hafist handa. Yfir 350 stúlkur unnu samfleytt í m'u vikur við að fullgera kjólinn. Hann er skreyttur yfir 10 þúsund perlum og kristöll- um sem þrnfti að handsauma í efnið. Krýningarkjóllinn er hreint út sagt stórkostlegur. Hann er úr skjannahvítu þéttofnu satíni, Elísabet II Bretadrottning í krýningarkjólnum stórkostlega og í fullum skrúða á krýning- ardaginn. Hún heldur á veldistáknum bresku krúnunnar. settur undurfögrum perlu- skreytingum sem voru sérgrein Hartnells. Perluskreytingarnar Hér er skissa Hartnells að krýningarkjólnum. og litskrúðugur útsaumurinn mynda íburðarmikið blóma- mynstur sem myndar tákn Stóra-Bretlands og Breska heimsveldisins. Þannig er rós (Tudor rósin) tákn fyrir Eng- land, smári fyrir írland, þistill fyrir Skotland, blaðlaukur fyrir Wales, lótusblóm fyrir Ceylon og protea (Hef því miður ekki hugmynd um hvað það er. Ábendingar um það eru þakk- samlega þegnar) fyrir Suður- Afríku. Raunar er saga að segja frá því að vegna blóma- mynstursins fékk Hartnell taugaáfall og þurfti að fela aðstoðarmanni sínum Ian Thomas að fullgera kjólinn. Hartnell taldi að það færi betur á því að nota páskalilju sem tákn fyrir Wales í stað blað- lauksins. Þegar skjaldar- merkjafræðingarnir sögðu hon- um að það væri einfaldlega ekki hægt fannst honum að þar með gæti hann ekki meir og fór bara út í sveit og vonaði hið besta. Sem varð. Ian Thomas brást honum ekki frekar en hinar snjöllu útsaumskonur. Eins og sjá má á myndinni sem hér fylgir þá er kjóllinn óviðjafnanlegur. Einn blaða- maður orðaði áhrif kjólsins eitt- hvað á þann hátt að hann bæri huga fólks í gegnum söguna ásamt því að leyfa því að gleðj- ast yfir sögu dagsins, viðburðin- um sem það væri að upplifa. Ég gæti ekki orðað það betur.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.