Dagur - Tíminn - 16.11.1996, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn - 16.11.1996, Blaðsíða 4
16 - Laugardagur 16. nóvember 1996 iDagnr-Œtmtmt HhíbJk MENNING O G LISTIR Ákveðið hefur verið að fœðingardagur Jónasar Hallgríms- sonar, 16. nóvember, verðiframvegis Dagur íslenskrar tungu. Dagurinn er nú haldinn hátíðlegur ífyrsta sinn og óhœtt að segja dagskráin sé fjölbreytt. Þema dagsins í ár er líf og list Jónasar Hallgrímssonar og yfirskriftin er einnig frá Jónasi komin: „Móðurmálið mitt góða". Frá æfingu hátíðardagskrár Leikfélagins og Tónlistarskólans á Akureyri. Ég bið að heilsa Listamenn láta ekki sitt eftir liggja á Degi íslenskrar tungu. Á Akureyri munu Leikfélagið og Tónlistarskóli Akureyrar stilla saman strengi sína í Samkomuhúsinu klukkan flmm í dag og flytja dagskrá í tónum og ljóðum. Dagskráin ber yfirskriftina „Ég bið að heilsa", sem er tilvísun í alkunna son- ettu Jónasar Hallgrímssonar en efnið sem flutt verður er að meginhluta til eft- ir hann. Það eru leikararnir Arnar Jóns- son, Marta Nordal og Þráinn Karlsson sem flytja ljóð og faust mál á sviðinu. Auk upplesturs gefst gestum tækifæri á að hlýða á nýjar útsetningar Guðmundar Óla Gunnarssonar á lögum við ljóð Jón- astar en tónlistina flytur strengjakvart- ett félaga úr Sinfómuhljómsveit Norður- lands. Umsjón með dagskránni í Sam- komuhúsinu hefur Trausti Ólafsson, leikhússtjóri. AI Hvað œtlar Kristján Árnason, formaður íslenskrar mál- nefndar, að gera í dag? s g á að flytja ræðu á málræktarþingi llí Islenskrar málnefndar í Háskólabíói og þar verð ég frá ellefu til tvö. Síðan hefði ég gaman af því að fara á Árna- stofnun og hlusta á fyrirlestur um Jónas Hallgrímsson. Ég verð síðan sjálfsagt í Listasafninu og fylgist með þegar verð- laun Jónasar Hallgrímssonar verða veitt. Þannig að það er ljóst að nóg verður að gera þennan dag.“ Kristján Árnason flytur fyrirlestur á málrækt- arþingi íslenskrar málnefndar undir yfirskrift- inni: „Eru íslendingar tvítyngdir?" Annasamur dagur Eg held að óhætt sé að segja að við- brögðin hafi verið góð,“ segir Jón- mundur Guðmarsson, verkefnis- stjóri framkvæmdastjórnar, sem mennta- málaráðherra skipaði til að undirbúa daginn. Framkvæmdastjórnin valdi þá leið að leggja áherslu á frjálsa þátttöku fyrirtækja, stofnana, samtaka og félaga og lítur því fremur á sig sem umsjónar- aðila þessa átaks en stjórnanda. Og áhuginn á móðurmálinu er greinilega fyrir hendi hjá landanum því yfir 40 aðil- ar hafa tilkynnt menntamálaráðuneytinu um einhverskonar dagskrá á þeirra veg- um í tilefni dagsins. „Þetta er ekki mið- stýrður atburður sem ráðuneytið býr til heldur er um daginn eins konar grasrót- arumgjörð,“ segir Jónmundur. AI Hugmyndin er að Dagur íslenskrar tungu verði hátiðisdagur móður- málsins og hefur forsætisráðuneytið beint þeim tilmælum til opinberra stofnana að flaggað verði í tilefni dagsins. Dagskrá Þetta verður heilmikil dagskrá. Krakkar í 6. bekk sjá um allan upplestur en við höfum verið að vinna að þessu í skólanum í hálfan mán- uð,“ segir Heimir Kristinsson, kennari við Dalvíkurskóla. Halldór Blöndal er einn margra sem flytja erindi um Jón- as Hallgrímsson í dag. Hann verður á Dalvík og tekur þátt í dagskrá þar sem skólabörn munu lesa Ijóð og sögur eftir skáldið. á Dalvík Dalvíkurskóli og Bæjarbókasafn Dal- víkur eru meðal þeirra fjölmörgu sem standa fyrir dagskrá tileinkaðri Jónasi Hallgrímssyni í dag og fer hún fram á bókasafninu klukkan þrjú. Þar munu ungir nemendur vera með upplestur, Tjarnarkvartettinn syngur og Halldór Blöndal, samgöngurráðherra, verður með erindi um skáldið. En hvernig ætli 11 ára krakkar kunni við ljóðin hans Jónasar? „Þau skilja auðvitað ekki öll orð sem eru í þessum textum en þegar búið er að útskýra ljóðin sýna þau þessu mikla ræktarsemi og gera þetta vel,“ segir Heimir. AI Hvað er á seyði? Móðurmálið, þetta ástkœra glhgra, er mál málanna í dag. Um allt land munu bókasöfn, skólar, listafélög, fgrirtœki, stofnanir og einstaklingar halda Dag íslenskrar tungu hátíðlegan. Of langt mál grði að telja upp alla viðburði sem auglgstir hafa verið í tengslum við daginn en hér verður tœpt á nokkrum þeirra. Höfuðborgarsvæðið • íslensk málnefnd stendur fyrir mál- ræktarþingi klukkan 11:00-14:00. Þrír flytja fyrirlestur og síðar verða pallborðsumræður undir stjórn Sigmundar Ernis Rúnarssonar. Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, Árni Ibsen, rithöfundur, Kristrún Heimis- dóttir, háskólanemi, Stefán Jón Hafstein, rit- stjóri og Örn Kaldalóns, kerfisfræðingur, taka þátt í pallborðsumræðunum. • í Þjóðarbókhlöðunni verður samkoma sett klukkan 15:00. Auður Laxness mun þar afhenda handritasafn eiginmanns síns Hall- dórs Laxness. Ýmis fleiri atriði á dagskrá. • Klukkan 17:00 hefst samkoma í Lista- safni íslands á vegum menntamálaráðu- neytisins. Þar verða Verðlaun Jónasar Hall- grímssonar veitt í fyrsta sinn fyrir störf í þágu íslenskrar tungu en verðlaunin eru 500 þúsund krónur. • Eiginhandarrit Jónasar Hallgrímsson- ar verður til sýnis á Stofnun Árna Magnús- sonar frá 14:00-16:00. •Á bókasafni Kópavogs lesa unglingar úr verkum Jónasar Hallgrímssonar klukkan 14:00-16:00. Kvæðamenn kveða rímur. Akureyri • Á Amtsbókasafninu verður stutt dagskrá helguð Jónasi Hallgrímssyni sem hefst klukkan 13:00. Skúli Gautason, leikari, les úr ljóðum og Gísli Jónsson fjallar um skáldið. • í Akureyrarkirkju kiukkan 17:00 verða lesnir valdir kaflar úr nýrri þýðingu Gamla testamentisins og eldri þýðingum til saman- burðar. • Háskólinn á Akureyri stendur fyrir fyrir- lestri um Jónas Hallgrímsson klukkan 14:00 í Oddfellowhúsinu við Sjafnarstíg. Fyrirlesari er Tryggvi Gíslason. Landið • fbúar Reykjanesbæjar geta skemmt sér á dagskrá um Jónas Hallgrímsson í göngugötunni fKjarna, Hafnargötu 57, klukkan 16:15. Leikfé- lag Keflavíkur verður með upplestur og leik- lestur og nemendur í söngnámi í Tónlistarskóla Keflavíkur syngja lög við ljóð skáldsins • Framhaldsskólinn á Laugum stendur fyrir dagskrá klukkan 21:20 i matsal skólans. Nem- endur flytja erindi um Jónas, lesið verður úr ljóðum o.fl. • f Grunnskólanum á Fáskrúðsflrði verður dagskrá klukkan 16:00. Nemendur lesa ljóð Jónasar og Ijalla um líf hans og list.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.