Dagur - Tíminn - 07.12.1996, Blaðsíða 19
Emilíana Torrini tekur landann enn eina ferðina með trompi með nýju
plötunni sinni, Merman.
Laugardagur 7. desember 1996 - 31
Ptgur-Ηtmm
Léttur og mjúkur
„Marbendill11
Líkt og Páll Óskar, sat Emil-
íana Torrini undir þeim ámæl-
um í fyrra (sem og fleiri) að
hafa eingöngu á plötu sinni er-
lend lög og texta. Á nýju
plötunni, Merman, gerist það
hins vegar að lögin eru nokk-
urn veginn til jafns erlend og
frumsamin af Emih'önu sjálfri
og hjálparhellu hennar í gerð
plötunnar og útgáfu hennar,
Jóni Ólafssyni. Textarnir eru
aftur á móti áfram á ensku,
sem er eiginlega það eina sem
sameiginlegt er með plötunni
nú og „Krúsidúlluplötunni" frá
síðasta ári. Djassinn og blúsinn
sem var uppistaðan á henni er
nefnilega að mestu fyrir bí, að-
eins Premier Lovin’, gott frum-
samið djasslag af þeim Emil-
íönu og Jóni, minnir beinlínis á
forverann.
En það er í sjálfu sér allt í
lagi, með þá staðreynd í huga
að Emilíönu, eða öllu heldur
rödd hennar, virðist lítil tak-
mörk sett. Ævintýrið með
Stonefree, leikriti jafnt sem
plötu, auk fleiri verka í sumar,
sanna það að flest sýnist liggja
vel að rödd stúlkunnar, djass,
bljús, popp og rokk. Á hún sér
þar fáa líka og er þó ekki nema
19 ára ennþá. f fljótu bragði er
það aðeins Andrea Gylfadóttir
sem kemur upp í hugann þegar
reynt er að finna jafn íjölhæfa
söngkonu og Emilíana er. (Þær
eru þó eflaust fleiri til í okkar
auðuga söngkonulandi).
Nú, nú, á Merman, Marbend-
ill á íslensku, eru 10 lög og hef-
ur platan annars í heildina yfir
sér rólegt yfirbragð og umfram
alit, mjúkt. Engin læti eða ærsl
að finna að undanskyldu smá
„fjörflippi” í Red Woman Red,
sem er frumsmíð líkt og Premi-
er Lovin’ og þrjú önnur, Old
Man And Miss Beautiful, titil-
lagið og The Boy Who Giggled
So Sweet. Það síðastnefnda er
sérlega góð smíð, með seiðandi
þjóðlagablæ, sem minnir t.d. á
sumt sem hún Enya hin írska
hefur verið að gera. Valið á er-
lendu lögunum er nokkuð gott
og þá kannski sérstaklega á
Stephanie Says eftir Lou Reed,
Blame It On The Sun eftir
Stevie Wonder og svo auðvitað I
Really Loved Harold eftir Mel-
anie, en Emilíönu virðist falla
það einkar vel að syngja lög
þessarar gömlu hippastjörnu.
í heild hefur því tekist nokk-
uð sómasamlega hjá þeim Emil-
íönu og Jóni, ásamt hjálpar-
kokkum á borð við Guðmund
Pétursson og Jóhann Hjörleifs-
son auk margra fleiri, að skapa
jafna plötu sem vel lætur í eyr-
um. Reyndar er platan ekkert
stórvirki, en fullnægir vel kröf-
um um góða tónlist með af-
br agðsfly tj endum.
Páll Óskar fer sínar leiðir
Það fer ekkert á milli mála
með hann Palla, Pál Óskar
Hjálmtýsson, að hann er góður
söngvari og ansi hreint sérstak-
ur í íslensku poppi. Hann veit
greinilega hvað hann vill og fer
sínar eigin leiðir hvað sem taut-
ar og raular.
Þetta dylst engum sem heyrir
og sér drenginn. Vegna þessa
og sinnar frjálslegu framkomu,
fer hann að vísu í taugarnar á
sumum, en þeir eru fleiri, eða
hafa a.m.k. kosti verið það
hingað til, og það miklu fleiri,
sem hafa hrifist af honum og
kunnað að meta hann að verð-
leikum. Þar með talinn er stór
hluti æsku þessa lands. Eins og
margir fleiri var Páll Óskar
gagnrýndur í fyrra fyrir að
syngja eingöngu erlend lög, í
hans tilviki, ellismelli frá sjö-
unda og áttunda áratugnum.
Sem sagt, ódýr og ÖRUGG leið
til að selja, að mati þeirra sem
gagnrýndu. Vissulega var nokk-
uð til í þessu, auk þess sem
þetta þótti sýna skort á listræn-
um metnaði. Platan seldist líka
vel, sem þó bara er ekki hægt
að segja að hafi sannað gagn-
rýnina, heldur líka sýnt fram á
verðleika Páls. Hann er því á
nokkurn hátt að gefa gagnrýn-
endum sínum langt nef með
nafninu á nýju plötunni, „Seif’,
„öruggt”, því á henni er tónlist-
in öll frumsamin af honum með
hjálp frá m.a. Valgeiri Sigurðs-
syni hljómborðsleikara Ununar,
Trausta Haraldssonar úr Fant-
asíu, Lhooqfélaganna Jóhanns
Jóhannssonar og Péturs Hall-
grímssonar og Rósu Ingólfsdótt-
ur. Svona sletta og önnur orðs-
krýpi, sem nú eru svo algeng,
ekki síst hjá Páli Óskari, eru
reyndar sérlega leiðinleg og má
vel skammast yfir þeim, en það
er ekki að ofansögðu hægt ann-
að en að brosa dáh'tið með sjón-
armið tónlistarmannsins í huga.
Hvort svo dæmið snýst við og
„Seif’ reynist ekki standa undir
nafni, er síðan annað mál.
Páll Óskar er að nokkru leyti
að taka upp þráðinn að nýju frá
• Gunnlaugur Falk, gítarleik-
arinn knái, sem gerði garð-
inn frægan með Þrumu-
vagninum og Exizt og kom
við sögu hjá HAM um tíma,
er nú að senda frá sér sína
fyrstu plötu í eigin nafni.
Verður hún að líkindum vel
rokkuð og grípandi, ef
þekkja má piltinn rétt.
• Hallgrímur Óskarsson vél-
virki hjá Flugleiðum, hefur
kveðið sér hljóðs á íslensk-
um tónlistarmarkaði og
sent frá sér sína fyrstu
plötu sem kallast Hugurinn
heima. Hefur hann fengið
til liðs við sig á plötunni
marga þekkta poppara,
m.a. Stefán Hilmarsson, Pál
Óskar og Jón Kjell. Hall-
grímur semur alla texta á
plötunni, sem margir hverj-
ir eru ljóðrænir og semur
líka lögin ásamt fleirum.
• Ekkert lát virðist nú vera á
„framleiðslu” nýrra og
framsækinna rokkhljóm-
sveita í Biætlandi, sem
greiða leið eiga til frægðar
og vinsælda. Vart hefur
fyrstu eiginlegu plötunni sinni
frá 1993, Stuð. Þar gerði hann
með sínu lagi diskóinu skil og
nú er það „Beneluxbítið”, Evró-
danspoppið, eða hvað sem
menn vilja nefna það, skilgetið
aíkvæmi diskósins, sem vaðið
er út í á fullu. En fleira hangir á
spýturmi. Innan um danspoppið
eru nefnilega lög af öðru sauða-
húsi sem lita plötuna skemmti-
lega. Bossanovalag Rósu við
tríóið Kula Shaker lagt
rokkunnendur að fótum sér
með fyrstu plötunni sinni,
K, fyrr en önnur sveit frá
London, Tiger, þykir jafnvel
líkleg til að gera enn betur.
James Hetfield og féiagar hans í
Metallica komu öllum að óvörum á
MTV verðlaunaafhendingunni.
Mun nú hvert stórfyrirtækið
af öðru hafa hug á að
krækja í Tiger, í kjölfar þess
að fyrsta platan, We Are
vísurnar öldnu Ræ ég við róður
minn og ónefnda síðasta lagið,
brjóta plötuna upp og gera
hana sumpart aðgengilegri. Það
er svo til hróss, að flestir text-
arrnr eru á íslensku og hljóma
lögin ekkert verr við það. Páll
ögrar sjálfsagt einhverjum með
þeim, en það hefur löngum þótt
vera til tekna frekar en hitt.
Puppets, kom út fyrir stuttu
á vegum lítillar útgáfu. Er
platan lofuð í hástert og
sögð vera einn allra besti
frumburður ársins.
• Þeir sem sáu útsendingu frá
MTV Evrópuverðlaununum
um daginn, urðu vitni að
nokkuð óvæntri uppákomu.
Metallica, mesta rokksveit
heims um þessar mundir
að margra mati, kom þar
3.000 gestum og milljónum
sjónvarpsáhorfenda í opna
skjöldu með því að spila tvo
árásargjarna „pönkslag-
ara“ í stað eigin lags, Kong
Nothing, sem upphaflega
stóð til. Var það sérstaklega
seinna lagið, So What? úr
smiðju Anti Nowhere Le-
ague, sem fékk hár til að
rísa, því texti þess er fullur
blótsyrða. Leiddi þetta til
þess að hin „siðprúða”
sjónvarpsstöð, ITV í Bret-
landi, klippti lagið út úr
þætti sínum um verðlaunin,
sem sjónvarpað var tveim-
ur dögum seinna.
É iii iÉti Á ii áiil ’k í . i 1 1 u lii. ká iJ kííik áik é i i í m
P O ká. i i f ' T ’ P P iiu I lik r J .,1 . IW " i .1 i i 'M» ik. 1 i 1 i ■ á ! " ! a i u A : 1 ! f i . < y
1 "VV " " VI yv wv