Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1981, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1981, Blaðsíða 23
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1981. íþróttir 23 íþróttir íþróttir íþróttir íþróttir —segir Skúli Óskarsson SKÚLI ÓSKARSSON ... lyftinga- maðurinn sterki — stóð sig vel á Indlandi og þurfti hann ekki örvandi lyf til þess. Sænskur lyftingamaður segir að allt haf Í verið fljótandi í pillum á HM-mótinu 4%l | íKalkútta „Okkur var aldrei boðin ein einasta pilla Sœnski kraftlyftinga- maðurinn Ray Yvander var tekinn af tollvörðum á Arlanda-flugvellinum í Stokkhólmi þegar hann kom heim frá heimsmeistara- mótinu í kraftlyftingum sem haldið var í Kalkútta á Indlandi. I fórum kappans fundu tollverðir yfir 1000 „anabole steroider”-pillur. Þær eru á bannlista ekki aðeins tollvarða heldur og hjá íþrótta- hreyfingunni um heim allan. Yvander viðurkenndi að vera eigandi þessara pilla og á nú yfir höfði sér þunga sekt fyrir smyglið og a.m.k. tveggja ára bann fráþátttöku í íþróttamótum. Yvander, sem m.a. keppti áNorður- landamótinu i kraftlyftingum hér á landi fyrir nokkrum árum, sagði í viðtali við sænska blaðamenn að á mótinu í Kalkútta hefði allt verið fljótandi í pillum — bæði hormóna- lyfjum og örvandi lyfjum og auðvelt að ná í þær þar fyrir þá sem vildu. Skúli Óskarsson, annar keppandi íslands á þessu heimsmeistaramóti, sagði í viðtali, er við spurðum um þetta, að hann hefði ekki orðið var við eitt eða neitt í sambandi við pilluát eða sölu á slíku á þessu móti. „Okkur var aldrei boðin ein einasta pilla þarna svo ég veit ekki hvað Svíinn er að fara með þessu,” sagði hann. Bæði Skúli og Jón Páll Sigmarsson voru teknir í Iyfjapróf þegar þeir höfðu lokið keppni og voru þeir báðir „alveg hreinir”. Ekki gátu allir státað af því á þessu heimsmeistaramóti. Tveir menn voru dæmdir frá keppni og verðlaunin tekin af þeim. Var annar þeirra Bandaríkjamaður og hinn Japani. Þeir höfðu neytt hormónalyfja. Kom það í ljós við „dóptestið” sem gert var á ftmm fyrstu mönnum í öllum flokkum á mótinu. -klp- Lokeren lagði Keiser- sfautern Fyrri leikirnir í 16 liða úrslitum í UEFA-keppninni í knattspyrnu voru ieiknir í gærkvöldi og gckk þar mikiö á. ■ Lárus er farinn til Belgíu... til að kynna sér aðstæður hja Beveren band við Beveren og tók Remke á móti Lárusi i Luxemborg í morgun. — Ég fékk gott tilboð frá Beveren og ætla að kynna mér aðstæður hjá félaginu, sagði Lárus í stuttu spjalli í gærkvöldi. Lárus sagðist hafa áhuga á að spreyta sig í Belgíu. — Knattspyrnan þar er góð og hafa Belgíumenn verið í stöðugum framförunt að undanförnu, sagði Lárus. Larus hefur farið viða að undan- förnu — hann hefur kynnt sér að- stæður hjá Bordeaux í Frakklandi, Hassell í Belgíu og hjá Middlcsbrough í Englandi. — Margir hafa haldið að peninga- kröfur hafi staðið í veginum fyrir að ég gerðist leikmaður hjá þessum félögum. Svo er ekki — annað hefur komið í veg fyrir það, sagði Lárus. Larus mun æfa með mörgum snjöli- um leikmönnum hjá Beveren — þeirra frægastur er tvímælalaust landsliðs- maðurinn gamalkunni, Wilfricd Vau Moer. Lárus mun dveljast hjá Beveren i 10 daga til að byrja með. -sos. Lárus Guðmundsson . . . sóknar- leikmaöurinn snjalli. Lárus Guömundsson, landsliösmið- herjinn snjalli í knattspyrnu úr Víkingi, hefur heldur betur verið á ferö og flugi aö undanförnu. Lárus, sem er nýkom- inn frá Middlesbrough í Engiandi, hélt til Belgíu I morgun þar sem hann mun kanna aðstæður og ræða við forráða- menn 1. deildarliösins Beveren. Það var v-þýski umboðsmaðurinn Willy Reinke sem kom Lárusi í sam- HILPERT FEKK HJARTAKAST Frá Viggó Sigurössyni í Leverku- sen: Klaus Hilpert, fyrrum þjálfari knattspyrnuliðs ÍA og efsti maður á óskalista ÍBV, fékk hjartakast um síðustu helgi á meðan lið hans, vestur-þýzka 2. deildarliðiö Watten- scheid 09, var að leika gegn Stuttgart Kickers. Hilpert missti meðvitund I fimm mínútur en komst fljótlega úr lifshættu. Hann lagðist beint inn á sjúkrahús til rannsóknar. Litlar líkur verður að telja á að hann komi til Eyjamanna. Honum hefur gengið vel með Wattenscheid 09 og er háttskrif- aður í heimalandi sínu. Áfall þetta eykur ekki líkurnar fyrir Eyjamenn þvi vel gæti farið svo að hinn 37 ára gamli þjálfari yrði að taka sér hvíld frá störfum. Wattenscheid vann lcikinn 1—0. -Viggó Evrópukeppnin í Frakklandi Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hefur ákveðið að úrslita- keppni Evrópukeppni landsliða 1984 verði háð í Frakklandi en átta þjóðir taka þátt i úrslitakeppninni. Frakkar sem eru gestgjafar, og V-Þjóðverjar, núverandi Evrópumeistarar, hafa þegar tryggt sér rétt til að leika í úr- slitakeppninni. Öðrum þjóðum verður skipt í 6 riðla og verða 5 þjóð- ir í sumum riölunum. Undankeppnin hefst haustið 1982 en dregið verður í riðlana 6. janúar nk. Þess má geta að Englendingar og V-Þjóðverjar sóttu fast að fá að halda keppnina en þar sem Englend- ingar voru með HM-keppnina 1966 og V-Þjóðverjar HM 1974 varð Frakkland fyrir valinu. -sos. Þrír landsleikir við Norðmenn Norska landsliðið í handknattleik karla kemur hingað til lands i dag og mun leika hér þrjá leiki um helgina. Sá fyrsti verður á föstudagskvöldið á Selfossi gegn unglingalandsliðinu, 21 árs og yngri, en hinir tveir eru gegn karlalandsliðinu'í Laugardalshöllinni á sunnudag og mánudag. Hilmar Björnsson landsliðsein- valdur hefur þegar valið íslensku liðin í þessa leiki og verða þau tilkynnt i dag. -klp- LOKEREN með Arnor Guðjohn- sen í broddi fylkingar lék heima gegn Kaiserslautern frá V-Þýskalandi og sigraði Lokeren 1:0. Arnór átti frá- bæran leik með Lokeren en það var Pólverjinn Lato sem skoraði eina mark leiksisn á fyrstu mínútu síðari hálfleiks. REAL MADRID vann 1:0 sigur á Rapid \'ín i Vinarborg. Santillana skoraði sigurmark Spánverjanna í síðari hálfleik. ÍFK GAUTABORG, sem Þor- steinn Ólafsson er með í Sviþjóð, vann góðan sigur á Dynamo Bucarest frá Rúmeníu í Gautaborg. Lokatöl- urnar urðu 3:1 eftir að staðan i hálf- leik hafði verið 2:0. ABERDEEN fékk Hamburg SV í heimsókn til Skotlands og sendi Vestur-Þjóðverjana heint aftur eftir 3:2 sigur yfir þeim. Horst Hrubesch skoraði bæði mörk Hamburg en mörk Aberdeen gerðu þeir Eric Black, Andy Watson og John Hew- itt. VALENCIA Spáni er öruggt í 8- liða úrslitin eftir 5:1 sigur yfir Hajduk split frá Júgóslavíu. Útlénd- ingarnir tveir hjá Valencia, þeir Kurt Welzl (V-Þýskalandi) og Frank Arne- sen (Danmörku) skoruðu 2 af mörkum liðsins í leiknum. FEYENOORD frá Hollandi tapaði 2:0 fyrir Radnicki frá Júgóslavíu og þarf því að tína fram allt sitt besta til að komast áfram í síðari leiknunt í Rotterdam. -klp-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.