Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1981, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1981, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1981. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Þarerbyggtódýrt: 80 % BYGGJENDA GÆTU FENGIÐ VERKAMANNAÍBÚDIR —ínýjasta byggingarflokknum Fyrir verkfallið greindum við frá því að Byggingarsamvinnufélag Kópavogs hefði afhent 36 íbúðir sem væru mun ódýrari en almennt gerist og gengur. Okkur langar að fjalla svolítið nánar um þetta hér á neyt- endasíðunni því ódýrar íbúðir eru neytendamál ef eitthvað er það. íbúðirnar í húsinu við Engihjalla 25 sem verið var að afhenda voru 21—39% ódýrari en sambærilegar íbúðir eru á föstum markaði. Ástæð- una telja forsvarsmenn félagsins vera fyrst ög fremst þá að félagið hefur getað byggt hratt, skipulagt mikið fram í tímann í einu og hefur átt byggingarkrana og flekamót sem notuð hafa verið í hús eftir hús. Eins hefur skapazt dýrmæt reynsla við hvert hús sem notuð hefur verið við það næsta. Nú er fótunum að nokkru kippt undan þessu vegna þess að bær- inn hefur ekki haft undan að úthluta félaginu lóðum. Því er ekki hægt að skipuleggja eins langt fram í tímann nú og verið hefur. En forsvarsmenn félagsins sögðu á blaðamannafundi þegar húsið var afhent að þeir treystu því og tryðu að þeir fengju í framtíð- inni lóðir eftir þörfum. Byggingarsamvinnufélagið var stofnað tveim árum áður en bærinn sem það er kennt við varð til. Á þessum 28 árum hefur verið byggt mikið. Afhentar hafa verið 448 íbúðir og hafa kaupendur þeirra verið af öllum stéttum þjóðfélagsins. Greiðslur fyrir íbúðirnar fara fram á þeim tíma sem tekur að byggja þær. Þannig er í upphafi greitt stofnfram- lag. f þau tvö og hálft ár sem tekur að byggja íbúðirnar fara síðan fram mánaðargreiðslur. Við birtum hér með töflu um það hvernig þessar greiðslur komu út í nýjasta húsinu. Byggjendur hafa aðeins fengið venju- leg húsnæðismálalán en nú er verið að hugleiða aukna lánamöguleika þannig að lengja megi greiðslutím- ann. Það hefur vakið athygli að um Stjórn Byggingarsamvinnufélagsins og ýmsir starfsmenn þess i eldhúsi einnar íbúðarinnar. Frá vinstri talið og byrjað á karlmönnunum. Gisli Hauksson, Gísli Lárusson, Sigurður Ingi Ólafsson, Kristján Kristjánsson formaður stjórnar, Gunnar Sigur- jónsson, Sigtryggur Jónsson fram- kvæmdstjóri, Grímur Runólfsson fyrrverandi framkvæmdastjóri, Jónas Kjartansson, Sturla Snorrason og Björn Kristjánsson. Konurnar eru Halla Jónsdóttir og Herdis Einars- dóttir. DB-myndir Bj.Bj. 80% þeirra byggjenda sem eru í nýj- asta flokki félagsins eru undir því tekjulágmarki sem verkamannabú- staðir miða úthlutun sína við. íbúðirnar eru afhentar fullbúnar. Það þýðir að í þeim eru eldhúsinn- réttingar, skápar, eldavélar og hrein- lætistæki. Þær eru einnig fullmálað- ar og lóð er frágengin með merktum bílastæðum, grasflötum og leik- tækjum. -DS. BYGGINGASAMVINNUFÉLAG KÖPAVOGS. ENGIHJALLI 25. GREIÐSLUYTIRLIT OG SAMANBURÐARTÖUJR. Dagsetning Verðbóta 2 2ja h. 58m 2ja h. raun- 3ja h. 74m2 3ja h. raun- 3ja h. 84m2 3ja h. raun- ? 4ra h. 9Qm 4ra h. raun- greiðslu. stuöull. Greiðslur. gildi greið. Greiðslur. gildi greið. Greiðslur. gildi greið. Greiöslur. gildi greiðslna. Júl-sep '79 811:309 24. 100 62.990 30.000 78.738 33.600 88.186 36.000 94.485 Okt-des '79 811:355 6.1 00 13.707 7.500 17.134 8.400 19.190 9.000 20.561 Jan-nar '80 811:398 n.no 22.618 13.800 28.120 15.600 31.788 16.800 34.233 Apr-jún '80 811:435 12.0J0 22.372 16.500 30.762 18.900 35.237 20.700 38.592 Júl-sep '80 811:490 12.000 19.861 16.500 27.309 18.900 31.281 20.700 34.261 Okt-des '80 811:539 12.000 18.056 16.500 24.827 19.800 29.792 22.500 33.854 Jan-mar '81 811:626 12.000 15.546 17.250 22.348 21.000 27.206 24.000 31.093 Apr-jún '81 811:682 13.500 16.054 18.750 22.297 22.500 26.756 25.500 30.323 Júl-sep '81 811:739 16.500 18.108 20.250 22.223 24.000 26.338 27.000 29.631 Okt-des '81 811:811 18.000 18.000 . 21.900 21.900 26.100 26.100 29.100 29.100 Jan-nvar '82 811:892 16.500 15.002 15.600 14.183 16.500 15.002 18.000 16.365 Apr '82 811:981 5.500 4.547 5.200 4.299 5.500 4.547 6.000 4.960 Húsn. lán. 811:811 92.000 92.000 118.000 118.000 118.000 118.000 118.000 118.000 Greiðslur byggjenda 251.000 317.750 348.800 373.300 Raungildi greiðslna 338.861 432.140 479.423 515.458 i nov. 1981 . Verð samsk. íbúðar samkv. 359.550 451.272 506.305 548.497 byggingavisitölu. Mismunur á verði vísitölu, 6,1% 4,4% 5,6% 6,4% og íbúðar hjá Bsf. töp. /fetlaö markaðsverö. 470.000 560.000 580.000 700.000 Mismunur á markaðsveröi og 39% 30% 21% 36% rauneildiT ereiðslna. Kjötbúð- ingurmeð sætum maís Uppskrift dagsins er að fljótlegum og þægilegum rétti. Hún er úr bók- inni Lostæti með lítilli fyrirhöfn. Kjötbúöingur í sætum mafs Efni: 1 knippi perlulaukur 1 dós (340 g) maís 1 dós (340 g) kjötbúðingur 30 g felll salt og pipar eftir smekk 4 sneiðar franskbrauð eða form- brauð. Undirbúningur: 10 minútur Suðurtimi: 10 minútur Hreinsaðu og saxaðu laukinn. Geymdu nokkra til skreytingar. Láttu renna af maísnum. Skerðu kjötbúðinginn í teninga og steiktu við vægan hita þar til hann er orðinn fallega brúnn. Þá bætir þú maísnum og saxaða lauknum saman við. Kryddaðu og bragðbættu eftir smekk. Láttu hitna og helltu síðan hrærunni á fat. Á meðan búðingurinn er að brún- ast ristarðu brauðið og skerð í fallega þríhyrninga. Raðaðu brauðsneiðun- um kring hræruna á fatinu og skreyttu með perlulauk. Húsráð: Brauðþríhyrningar: Skerðu skorp- ur og hliðar af brauðsneiðinni þar til hún er sem næst ferhyrnd. Þá deilir þú henni í fernt með því að skera frá horni til horns. P.S. í þessari uppskrift er talað um perlulauk. Það hygg ég að sé venju- lega orðið yfir chalottlauk. En á myndinni og uppskriftinni að dæma sýnist mér að fremur muni vera átt við það sem ég hef alltaf heyrt kallað graslauk. En það ætti ekki að skipta máli í uppskriftinni hvor gerðin er notuð og hæglega má nota venjuleg- an lauk. -DS.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.