Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1981, Blaðsíða 40
Fimmtudagur 26. nóvember 1981.
Bankamenn
að semja?
Bankamenn voru enn á fundi hjá
ríkissáttasemjara er þetta var ritað rétt
fyrir kl. hálftíu í morgun. Svo virtist
sem verulegur skriður væri kominn á
málin og á mönnum að heyra að
samningar væru í þann veginn að
smella saman.
Lítið bar á milli í viðræðum í gær-
kvöldi og var gildistími samninga sá
þáttur sem helzt var deilt um.
-KMU.
frjúlst, áháð dagblað
Frambjóðendur:
Sækja
í video-
kerfin
hressir betur.
Frambjóðendur i prófkjörum flokk-
anna og væntanlegum borgarstjórnar-
kosningum hafa nú séð sér leik á borði
þar sem eru video-kerfin svonefndu.
„Ég get ekki neitað því að ýmsir
menn hafa komið að máli við okkur og
reifað margvíslegar hugmyndir sem
ganga út á að fá að nýta sérþærútsend-
ingar sem við erum með í gangi,” sagði
Sigurður G. Ólafsson hjá Video-son.
En hann kvaðst ekki reiðubúinn til að
segja já við einn eða neinn, á meðan
framtíð þessara sjónvarpskerfa væri
ekki afráðin.
Fram til þessa hafa ekki verið seldar
auglýsingar í útsendingum frá Video-
son, en ekki er ólíklegt að slikt sé
tiltölulega skammt undan. Hvað sem
því líður virðast hinir ýmsu frambjóð-
endur hafa fullan hug á að koma
sjálfum sér á framfæri á þennan hátt.
-JB.
LOkl
Þykir mór nú ástir samlyndra hjóna
gerast heitar, svo ekki só meira sagt.
Iskalt
Seven
Laxveiði í sjó leikur íslendinga grátt:
Hafa Færeyingar veitt
900 tonn af ísl. laxi?
— Nef nd sem kannar hrun ísl. laxastof nsins vill að öllum f iskveiðisamningum
Færeyinga hér við land verði sagt upp
„Það er harðvítug barátta
framundan við Færeyinga vegna þess
hvernig þeir hafa leikið íslenzka
laxastofninn á undanförnum tveimur
árum. Fyrsta skreFið í þeirri baráttu
verður að vera að banna allar veiðar
Færeyinga hér við land með uppsögn
fiskveiðisamninga sem þeir hafa á
íslenzkum miðum,” sagði Jakob
Hafsteinn forstjóri í samtali við
blaðið, en hann er einn þriggja
nefndarmanna sem nú kanna orsakir
fyrir hruni íslenzka laxastofnsins.
„Ríkisstjórninni hefur verið gerð
grein fyrir þessu vandamáli og hvaða
skoðanir hafa fram komið í
nefndinni til að stöðva gegndarlausa
laxveiði Færeyinga í sjó,” sagði
Jakob.
Jakob tjáði blaðinu að sú
staðreynd lægi fyrir, að lasveiði á
íslandi hefði á 2 árum dottið úr
80.280 löxum i um 44 þúsund veidda
iaxa. Á sama tíma hefur aukning
orðið á laxveiðum Færeyinga úr 192
tonnum 1978 í um 1100 tonn á þessu
ári.
íslénzkir embættismenn sem um
þetta vandamál hafa fjallað hafa sett
fram þá kenningu að hrun í laxafla
hér á landi sé að rekja til vorkulda.
Nefndin sem núfjallar sérstaklegaum
þetta mál mun hins vegar sammála
um það að engum öðrum en
Færeyingum sé um að kenna.
Þær undanþáguheimildir sem
Færeyingar hafa nú til veiða í
íslenzkri fiskveiðilandhelgi eru 17000
tonn, þar af má þorskafli vera 6000
tonn. Að sögn Landhelgisgæzlunnar
eru Færeyingar löngu búnir með
þennan aflakvóta sinn fyrir 1981.
Undanþágur Færeyinga í landhelgi
hér hafa verið sjómönnum þyrnir í
augum. Nú telja laxveiðimenn einnig
að upphefja eigi þessar undanþágur
vegna framkomu Færeyinga við laxa-
stofna í sjó. -A.St.
„Útiaginn” fer til Hollywood
— ogkeppirum óskarsverðlaunineftiráramót
Kvikmyndin „Útlaginn” hefur nú líklega í febrúar. Jóhannsson kvikmyndagerðar- stendur að „Otlaganum” og kvik-
veriö tilnefnd fyrir hönd isienskrar Það var þriggja manna nefnd sem maður, og var Eiður nefndar- myndaleikstjórn annaðist Ágúst
kvikmyndagerðar til sýningar í sam- valdi „Útlagann” úr þrem nýjum, formaður. Guðmundssoir. Myndin er byggð á
keppninní um óskarsverðlaun t islenskum kvikmyndum, en 1 „Útlaginn” er, eins og lesendur Gtsla sögu Súrssonar og er hún
Hollywood fyrir bestu erlendu kvik- nefndinni sátu að beiðni Félags kvik- vita vafalaust, kvikmynd alveg ný af þannig rammíslenskt framlag til al-
myndina á þessu ári. Samkeppnin myndagerðarmanna þeir Eiöur nálinni og enn sýnd í Reykjavík við þjóðlegu samkeppninnar í hinni
mun að vísu sU"da frá því upp úr Guðnason alþingismaður, Knútur miklar vinsældir, hefur enda hlotið gömlu kvikmyndaháborg vestan-
áramótum og úimii verða kunngerð Hallsson deildarstjóri og Magnús frábæra dóma. Það er ísfilm sem hafs. -HERB
77/ hamingju með afmælid, langalangamma
„Til hamingju með afmælið, amma”. Lilja Karítas barnabarna- Jóhönnu sem haldinn var á Hótel Borg. Margt manna gladdist með
barn Jóhönnu Egilsdóttur óskar langalangömmu sinni til hamingju Jóhönnu á þessum merkisdegi hennar, enda hefur Jóhanna kynnzt
með 100 ára afmœli hennar í gær. Myndin var tekin í afmœlisfagnaði fjöldanum öllum af fólki á löngum og söguríkum lífsferli.
-ELA/mynd-
;
I
I
I
i
i
I