Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1981, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1981, Blaðsíða 26
26 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1981. Menning Menning Menning Menning Aihyduleikhusið: ILL.JH TENGUR eftir Joe Orton Þýðandi: Sverrir Hólmarsson Leikmynd: Jón Þórisson Leikstjóri: Þórhalfur Sigurösson Líkastil er fátt erfiðara í leikhúsi en fara svo vel sé með farsaleik. Sjá t.d. Hótel Paradís í Þjóðleikhúsinu. Nú er nýr og allt annarskonar farsi kom- inn á svið í bænum, Illur fengur í Alþýðuleikhúsinu. Og það er að vísu miklu meira gaman þar. Illur fengur er svartafarsi sem svo má kalla: fyndni leiksins felst einkgm og sér í lagi í fáránlegri illsku þess heims sem þar er lýst og hægt og hægt afhjúpast á sviðinu. í klassísk- um farsaleik, svo sem eins og hjá Feydeau, þarf áhorfandinn upp á eigin spýtur að ráða eða spá í bölvísa, meinfúsa lífssýn eða heims- skoðun leiksins að baki hinnar kát- legu atburðarásar og manngervinga sem þyrlast aftur á bak og áfram um sviðið. í svartafarsa er meinfýsin, bölsýnin á hinn bóginn alveg opinská í leiknum. Þar er engu líkara en allt gangi út á að ganga fram af, ofbjóða áhorfandanum — væntanlega í sælli vitund þess að í nútímanum lætur áhorfandi aldrei neitt ganga fram af eða ofbjóða sér. Og í nútimanum er engu likara en allir farsar séu svartir. í Týndu teskeiðinni eftir Kjartan Ragnarsson var um árið verið hálft leikritið að vesenast með slátrið úr einum leik- andanum. Það var að mig minnir hann Flosi Ólafsson. í Illum feng stendur í byrjun leiks opin líkkista fyrir opnum tjöldum á sviðinu. Og síðan er verið að atast með líkið og líkkistuna á sviðinu leikinn út í gegn. Það er auðvitað alveg ofsalega fyndið. Ekki held ég að það væri neinum til góðs, frekar en gengur og gerist um farsaleiki, þótt hér væri reynt að endursegja efnið úr leikritinu. Nema hvað ásamt með líkinu og kistunni gengur það út á rán og morð, glæpi og siðspillingu. Og eins og vera ber fær hrekkleysið og heiðvirðileikinn makleg málagjöld að leikslokum: ekkillinn eftir líkið í kistunni verður um siðir jarðsettur sjálfur með kon- neinsháttar alvara undir niðri. Sömuleiðis hitt að leikurinn þrífst á tillikingu sinni við raunveruleika, raunhæfar manngerðir í og með og á bak við hlutverkin. Þá vandast að vísu málið, að koma persónum Ortons heim og saman við veruleika- skyn áhorfandans í Hafnarbíói og hinni hraðgengu orðræðu, fullri með þverstæður og fjarstæður, allskonar öfugmæli og hneykslunarhellur, heim við raunverulega talað íslenzkt mál og veruleikann i kringum okkar. Þetta virðist mér raunar að tækist eftir atvikum allvel í Alþýðuleikhúsinu. Eins og vænta mátti átti Arnar Jónsson léttast um vik í gervi Truscotts lögreglumanns: hlutverkið er samansafn af klisjum sakamálasagna um stóra mikla spæjarann sem við þekkjum öll meira og minna fyrir. Og Arnar hefur það vald á hlutverkinu, farsaleiknum, sem til þarf: ég hugsa að mynd Truscotts verði það sem fastast loðir í minni áhorfanda að sýningu liðinni Aðrir leikendur eru brigðulli í hlut- verkum sem sjálfsagt eru að sínu leyti vandasamari. En ansi var Bjarni Steingrímsson: McLeavy ekkill góður í byrjun leiks og þau Fay hjúkrunar- kona og margfaldi morðingi: Helga Jónsdóttir að biðla til hans. Þannig er að vísu sýninginistakarsenur, hlut- verk vekja meiri ánægju manns en leikurinn í heild. Það er eins og ekki auðnist að spenna boga farsans til fulls. Fyndni hans felst hér fremur í orðsvörum, orðaskiptum, atriðum leiks en sjálfri hinni fáránlegu framrás atburða, og mannlýsinga, sem leikurinn framfleytir, þeirri heimsmynd, sem hann dregur upp. Hafi hann eitthvað að segja og sýna er það bara þetta sem við vitum vel fyrir: að heimurinn sé af göflunum genginn i eitt skipti fyrir öll. Og enginn fær gert við því! En það er svo vandasamt að fara með farsa. Alþýðuleikhúsið sýndi okkur stórskrýtna einstaklinga og bráðein- kennilegar uppákomur. En varla þann klikkaða heim sem umfram allt átti að lýsa í og með og á bak við barnslega einfeldni og sauðfróman borgaraskap fólksins í leiknum, alla þess mannvonsku. Hvað er svona fyndið? Arnar Jónsson sem starfsmaður vatnsveitunnar — eða lögreglunnar — að skoða torkennilegan smáhlut gegnum stækkunargler. Mynd: Sigfús Már. svartafarsi er Illur fengur áhuga- verðari sem dæmi upp á tísku og tíðaranda en vegna eins eða neins sem leikurinn segir berum orðum eða sýnir áhorfandanum. Orton er að minnsta kosti í þessum leik sínum leikinn „farceur” eftir tísku tím- anna. Hvað sem það svo að endingu er sem gerir heimsku og mann- vonsku, rán og morð, líkið á sviðinu svo skoplegt og skemmtilegt sem raun ber vitni. Þetta virðist mér að Þórhallur Sigurðsson leikstjóri hafi gert sér mætavel ljóst, að gáski og gáleysi hans gefur leiknum gildi, en ekki unni sinni. En skálkar og skelmar sitja að arfinum eftir þau. Hvað sem Iíður skammri ævi og dramatískum dauðdaga höfundarins, Joe Ortons, og mikið mál er gert úr í leikskránni, held ég að ástæðulaust sé að leggja svo sem neitt upp úr alvörugefni, vandlætingu, ádeilu á raunverulega mannlega bresti í leik- riti hans. Eins og margur annar TIMITIL KOMINN AÐ FINNA STAÐ- GENGIL r- ÖSKUBUSKU Ballett Sýning íslenska dansflokksins í Þjóðleikhús- inu 22. nóvember. Gestir: Auður Bjarnadóttir og Oinko Bogdanic. Verkefni: Fimm söngvar, sjö dansar, við tónlist Olivier Messiaen; Pas de deux úr Le Corsair við tónlist Drigos; Paganini pas de deux við Paganini-rapsódíu Rachmaninofs; eða við op. 7 og op. 5 eftir Anton Webern. Vetrarstarf tslenska dansflokksins hófst með sýningu í Þjóðleikhúsinu á sunnudagskvöld. Allt of lengi er dansflokkurinn búinn að vera Ösku- buska leikhússins og hefur löngum hirst í stónni með óperuliðinu. Á undanförnum árum hafa áhugasamir dansarar byggt upp litinn en drjúg- góðan fiokk af mikilli fórnfýsi og dugnaði. Margir ungir listdansarar hafa leitað út fyrir landsteinana til framhaldsnáms og starfa og hefur yfirleitt vegnað vel. Sýning kvöldsins snerist í raun um tvo af þessum útlagadönsurum, Hlíf Svavarsdóttur og Auði Bjarnadóttur. Róiðáútmið Hlíf kemur nú fram sem danshöf- undur og leitar fanga hjá tónskáld- um, sem til þessa hafa lítt verið bendluð við ballett. Söngvar Messi- aen mynduðu áhrifamikinn ramma um hnitmiðaða dansa sem mér virtust ganga vel upp hjá flokknum. — Verk Weberns hefðu mér að óreyndu fundist allra verka ólíklegust til að vera dansnr stk. Hver einasta nóta, sem inn er sett af stærðfræðilegri ná- kvæmni — ja allt að því smásmygli — krefst svo gaumgæfilegrar hlust- una að einungis er fyrir þjálfað eyra. En þar sem Webern er svo órafjarri því að vera sá bullandi hagyrðingur í tónum, sem velflestir vinsælir ballettahöfundar hafa verið í timans rás, má gera ráð fyrir að músík hans veiti danshöfundinum ólikt meira frelsi til eigin tjáningar en verk þekktra ballettskálda. Enda sýndist mér tónlist Weberns fremur koma í stað leiktjalda en að vera aflvaki dansins. Dansflokkurinn útfærði verk sitt trúverðuglega og það er kominn á hann sannur ensemble- svipur þótt á vanti að samhæfing sé upp á það allra besta. Fimm af dansmeyjum Islcnska dansflokksins i einu af ballettatriðunum, þær eru talið frá vinstri: Birgitte Heide, Guðrún Pálsdóttir, Ólafía Bjarnleifsdóttir, Guðmunda Jóhannesdóttir og Ingibjörg Pálsdóttir. DB-mynd Bjarnleifur. Heimsdama skýst heim Auður Bjarnadóttir, ásamt Dinko Bogdanic, dansaði ballett allt annars heims en dansflokkurinn í sínum atriðum. Auður, sem var litla efnilega stúlkan fyrir svo undra- skömmu siðan, skýst nú heim til að leyfa okkur að verða vitni að því hvernig hún hefur umbreyst í glæsilega dansstjörnu, örugga og þrautþjálfaða. Ef ekki væri fyrir snilld dansara eins og Auðar og Dinkos og allra hinna væru tónhagyrðingar á borð við Richardo Drigo óperustjóra í Sanktapétursborg um aldamótin löngu gleymdir. Að hann fái umgjörð við hæfi Væntanlega er það sakir fjárhags- stöðu leikhússins en ekki lista- pólitíkur að ekki er hægt að spandera heilli hljómsveit í stað segulbands á ballettsýningar stofnunarinnar. Stúkuspilararnir í Webern léku nefnilega skrambi vel og vel á minnst, — niðri í gryfjunni eru jafnan þeir einu, sem í raun og sann geta sagt að þeir líti upp til dansaranna. Væntanlega stendur sú verðskuldaða athygli sem dansflokkurinn vekur undir því að því verði til tjaldað sem hann á skilið á naéstu sýningu og framvegis, og stofnunin má fara að svipast um eftir öðrum í öskubuskuhlutverkið. -EM.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.