Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1981, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1981, Qupperneq 2
2. DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1981. NIARDVIKINGAR HÖFNUÐU SAMRUNA VIÐ KEFLAVÍK — bæjarstjórn sammála um að sameining sé ótímabær Bæjarstjórn Njarðvíkur samþykkti samhljóða í gærkvöld að ekki sé tímabært að athuga um sam- runa Njarðvíkur og Keflavíkur, en bæjarstjórn Keflavíkur hafði samþykkt tillögu um slíka athugun 20. október í haust. Keflvíkingar lögðu til að kosin yrði nefnd fjögurra manna, tveggja frá hvoru bæjarfélagi, til þess að kanna kosti og ókosti við hugsanlega sameiningu. Var gert ráð fyrir að þessari athugun lyki fyrir 1. febrúar. Bæjarráð beggja bæjarfélaganna héldu sameiginlegan fund snemma í nóvember og bæjarstjórn Njarðvíkur fjallaði síðan um málið 10. nóvember. Frá þeim fundi hafa félög þeirra fjögurra flokka sem fulltrúa eiga í bæjarstjórn Njarðvíkur haldið fundi með kjósendum, og kom í ljós, að lítill áhugi var í bænum á þessu máli. Sú niðurstaða lá fyrir á bæjar- stjórnarfundinum í gærkvöld. Auk þess kom þar fram, að bæjarfulltrú- um þótti of skammt til kosninga til þess að raunhæft væri að vinna að sameiningu nú. Það mál kynni að valda stórpólitísku moldviðri og ýta til hliðar eðlilegum og nauðsynlegum umræðum um almenn bæjarmál. DV hefur fregnir af því, að óformlegar skoðanakannanir í Kefla- vík og Njarðvík hafi speglað sömu niðurstöðu og hjá bæjarstjórnunum. Keflvíkingar séu almennt hlynntir sameiningu, en Njarðvíkingar mót- fallnir henni. -herb. Meðal kvenna á Akureyri ríkir mikill áhugi um kvennaframboö, en margt þarf að ræða áður en það getur orðið að veruleika. Hér spjalla þær saman (frá vinstri) Val- gerður Bjarnadóttir, Guðrún Hallgrímsdóttir, Sigfríður Þorsteinsdóttir og Lára Erlingsen. DV-mynd: Guðmundur Svansson. Undirbúningur fyrir kvennaf ramboðið á Akureyri er í f ullum gangi: GRUNNTÓNNINN í STEFNUSKRÁNNI VERÐUR JAFNRÉTTI Litið inn í söltunarstöð FH á Höf n: Ekki aðgerðaleysi þó vertíð se lokið “ Starfsmenn i söltunarstöð FH á Höfn með tunnustaflana að baki sér. Enginn skyldi halda að starfsfólk í söltunarstöðvum landsins sæti auðum höndum þó svo hinni stuttu síldarvertíð sé lokið. Fréttaritari DV á Höfn gerði sér ferð í söltunarstöð FH á Hornafirði fyrir skemmstu, svona rétt til að komast að því hvort eitthvað væri um að vera í bænum. Ekki bar á öðru því þar voru allir á fullri ferð við að pækla, velta og umhlaða síldartunnum í lagerhúsi, sem starfsmenn töldu að rúmaði um 20.000 tunnur. A.m.k. virtist vd rúmt um þær 16.000 sem saltaðar voru í haust. Stöðin hefur ennfremur annað húsnæði sem rúmað getur 10.000 tunnur ef á þarf að halda. Var verkstjóri stöðvarinnar óhress yfir að geta ekki nýtt betur þann húsa- og vélakost, sem fyrir hendi er því hluti Hornfirðinga í síldveiðunum væri stór. -Júlía, Höfn/SSv. „Jafnrétti er grunntónninn í þeim drögum að stefnuskrá sem unnið hefur verið að og væntanlega verður tilbúin eftir 2—3 vikur,” sagði Elín Antons- dóttir, einn af talsmönnum fyrirhugaðs kvennaframboðs á Akureyri, í samtali við blaðið. Helgina 15.-16. nóvember var haldin ráðstefna í Hrafnagilsskóla, þar sem unnið var að stefnuskránni og rætt um starfið framundan. Sagði Elín, að góð samstaða og einhugur hefði ríkt á ráðstefnunni og engan bilbug væri að finna a því fólki, sém stæði á bak við fyrirhugau framboðog stöðugt bættust nýir stuðningsmenn í hópinn. Taldi Elín, að um 40 manns hafi sótt ráðstefnuna. Ekki er farið að ræða skipan fram- boðslistans, en á þinginu var rætt um þátttöku í fyrirhuguðu sameiginlegu prófkjöri stjómmálaflokkanna á Akureyri vegna bæjarstjórnar- kosninganna á næsta ári. Kom fram fullur vilji til þess á ráðstefnunni að kanna þann möguleika til hlítar. Þá voru þær Valgerður Bjarnadóttir, Gunnhildur Bragadóttir, Jónína Marteinsdóttir og Konný Kristjáns- dóttir kosnar í uppstillingarnefnd. Einnig var kosið 1 fjáröflunarnefnd, út- gáfunefnd, kosninganefnd og nefnd til að vinna úr þeim drögum að stefnuskrá, sem liggja fyrir, þegar yfir- standandi hópvinnu um einstaka mála- þætti lýkur. G.S./Akureyri. Sandkorn Sandkorn Sandkorn Videó í gangi dagognótt Video-æöiö hefur leikíö landsmenn misjafnlega grátt en almennt hefur afleiöing myndbandavæöingarinnar orðið sú, að menn horfa meira en nokkru sinni á skjá- inn. Myndböndin hafa ekki komið í stað slakrar dagskrár i siónvarpl heldur aðeins hæsl við hana og þá iöulega að henni lokinni. Sandkorn vissi til þess að slíkt var úthaldið yfir vide- óinu í einu húsi úti á lands- byggðinni að heimilisfóikið lét sig ekld muna um að horfa á tvær kvikmyndir að sjón- varpsdagskrá lokinni á föstu- dagskvöldi. Að sjálfsögðu var sú síðari svæsin klámmynd, sem'ftyndi mjög á þolrifin i' þeim er á horfðu. Foreldrarnir voru enn að nudda stírurnar úr augunum upp úr lO. þegar smáfólkið á bænum var farið aö taka bak- föll af hlátri yfir aðförum Tomma og Jenna og annarra úr þeirra vinahópi. Kl. 13 stóð svo til að endursýna fyrri myndina frá því kvöldið áður. Það er ekki eitt heldur allt þegar við íslendingar tökum ástfóstri við hlutina. Sex tímum of seinn Sameining Dagblaðsins og Visis kom fleirum en starfs- fólkinu einu saman á óvart. Árni Gunnarsson, alþingis- maður, var einn þelrra er hrökk iilitega við. Hann fékk |þaö hlutverk að boða Hörð Einarsson, framkvæmda- stjóra Visis, á sáttafund í deilum á milli Visismanna og hinna blaðanna f Blaðaprenti. Að morgni sl. flmmtudags, fæðingardags nýja blaðsins, hafði Ami samband við Visi Aml Qunnarason var akkl nona ■yfjukitfur ar hann komst afl aamaln- ktgu Dagblaðalna og VWa. og vildi ná tali af Herði til þess að boða hann á áður- nefndan fund. Ekki tóksl Áraa að ná tali af Herði ein- hverra hluta vegna en fékk í staðinn samband við Kjartan L. Pálsson, sem útlistaði fyrir honum hvað gerst hefði. Vísir værí einfaldlega ekki til lengur. Árni sat andaktugur yfir útlistunum Kjartans en gat ekki setið á sér og skellti uppúr: „Ég hef Ifkast til hringt einum 6 timum of seint.” næstu 12 árín Viðtalsbók Ólafs Ragnars- sonar við Gunnar Thorodd- sen forsætisráðherra kom út í gær. Á fundi sem þeir tveir héldu með blaðamönnum af þvi tilefni sagði Ólafur m.a. að ýmsar myndir i bóklnni segðu meira en mörg orð. I framhaldi af orðum hans hljóta menn að spyrja sig hvað verið sé að gefa i skyn með því að hafa síðustu mynd bókarinnar af þeim Gunnari og Konrad Adenauer, kansl- ara Vestur-Þýskalands, saman. í bókinni er bent á að Adenauer hafi byrjað feril sinn sem forsætisráöherra 73 ára gamall og gegnt þvi embætti i 14 ár. . . . Urðu í 2. sæti í seinni heims Þjóðerniskennd er okkur íslendingum ákaflega sterkt i blóð borin og eru sennilega fáar þjóðir heims, sem Ifta eins stórt á sig og við. Fremst- ir allra á þessu sviði eru þó vafalftiö Þjóðverjar, sem neita því slaðfastlega að þeir tapi nokkurn timann. Þeir halda þvi t.d. fullum fetum fram aö þeir hafi ekki tapað síðari heimsstyrjöldinni. Þeir hafi orðið f 2. sæti. Njarðvíkur- kirkjja í hættu? Nú er á döfinni málarekstur milli Jes Einars Þorsteins- sonar arkitekts og Njarð* vikurbæjar þar sem Jes Einar er óánægður með það hvernig Njarðvfkingar fara með íþróttahúsið þar. Hann teikn- aði þetta hús og var það fyrsta verkefni hans af mörgum, sem hann hefur annast á þessu sviði. Njarð- víkingar hafa undanfarin ár asnast til að setja upp gardfn- ur, mála og jafnvel setja hurð fyrir klósett án þess að leita eftir heimildum Jes Einars. En þá fyrst keyrði um þver- bak, þegar þeir girtu af agnar- lítið horn úti við húsið og fóru að hugsa um að setja þar niður heita potta fyrir gufu- baðsgesti. Jes Einar hefur nú fengið hæstaréttarlögmann í málið. Njarðvikingar eru sagðir óttaslegnir um framtfð nýju kirkjunnar sinnar, sem stend- ur f aöeins 200 metra fjariægð frá íþróttahúsinu. Umsjón: Sigurður Sverrisson Seffoss: Aldraðirfá átta íbúðir — einn hlakkartilað deyja í svona faílegri íbúð Þann fyrsta desember var afhent 8 íbúða hús sem leiguíbúðir handa öldruðum á Selfossi. Húsið er að Grænumörk 1. f þvi eru 4 hjónaíbúðir, 51 fermetri að stærð hver. Er leiga fyrir þær 925 krónur á mánuði. Einnig eru 4 einstaklingsíbúðir, 42 fermetrar að stærð. Fyrir þær eru greiddar 650 krónur á mánuði. Byrjað var á húsinu fyrir hálfu öðru ári. Reiknað er með að það kosti um 4 milljónir að sögn Jóns Guðbjörnssonar sem sér um öll fjármál Selfossbæjar hvað varðar þessar leiguíbúðir. Selfossbær hefur þegar hafið framkvæmdir við annað hús eins, fyrir eldri borgarana. Reiknað er með að það verði tekið í notkun í apríl árið 1983. Matsala verður fyrir þá ibúa nýja hússins sem það viija á Sjúkrahúsi Selfoss. En ibúðirnar eru með flottum eldhúsum og búrum, þannig að búast má við að þeir eldi ofan í sig sem það geta. íbúðirnar eru skemmtilega innréttaðar og kemur hver og einn með sín húsgögn. Bæjar- félagið leggur hins vegar til hús- gögn í sameiginlega setustofu og eru þau í björtum og upplifgandi orange-lit. Jón B. Stefánsson félagsmálastjóri sagði einmitt við afhendinguna að hann teldi á- ríðandi að gamla fólkið hefði bjarta og fallega liti í kringum sig. Sameiginlegur gangur er prýddur stóru keri með lifandi blómum, sem gefa hlýlegan svip. Margt manna var við afhendinguna og var á að heyra að öllum litist vel á. Einn gamlan mann sem þarna fékk íbúð heyrði eg segja að hann hlakkaði til að deyja í svona fallegri ibúð. Honum fyndist hann strax kominn til himnaríkis. -Regína/Selfossi. Þorrifærnýjavél Þorri SU bátur Pólarsíldar á Fáskrúðsfirði fór í reynsluferð á mánudag. Verið var að setja nýja Mannheim aðalvél í bátinn. Vélin er 950 hestöfl og gekk prófun hennar vel í hvítvetna. Vélin var að mestu sett í af starfsmönnum Pólarsíldar undir stjón Agnars Jónssonar verkstjóra. -DS/Ægir, Fáskrúðsfirði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.