Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1981, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 03.12.1981, Side 22
22 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FIMMTUDAGUR 3. DESEMBER 1981. HÁRGREIÐSLUSTOFAN LAPPARSTlG 29 (milli Laugavegarog Hverfisgötu) Timapantanir í síma 13010 T Útboð — Ji Loftræstikerfi Hafnarfjarðarbær leitar tilboða í smíði og uppsetningu loft- ræstikerfa í iþróttahús Víðistaðaskóla. tftboðsgögn verða afhent á skrifstofu bæjarverkfræðings, Strandgötu 6, gegn 500 kr. skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 15. desemberkl. 11. Bæjarverkfræðingur. Tilboð óskast í neðangreindar bifreiðar, skemmdar eftir umferðaróhöpp: Ford Ltd. station 1977 Volvo 144 árg. ’73 Mazda 929 árg. ’79 Austin Allegro árg. ’78 Wagoneer árg. ’79 Datsun Homer DIsil (pallbíll) árg. ’81. Bifreiðarnar verða til sýnis að Hamarshöfða 2 fimmtu- daginn 3. des. kl. 12:30 til 17.'00. Tilboðum sé skilað eigi síðar en föstud. 4. des. á skrifstofu vora Aðalstræti 6. TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN H/F SMIÐJUVEGI8 KÓPAVOGI Gamli góði barnastóllinn kominn aftur Fáaniegur í: beyki, hv'rtlakkaður og brúnu Verð kr. 740,- NÝBORG húsgagnadeiid, Ármúia23 -Sími86755 Nýborgarhúsgögn, Smiðjuvegi 8, Kópavogi. Sími 78880. „Við erum ekki „Við sr. Þórhallur Höskuldsson er- um ágætir vinir og við ætlum okkur að vera það áfram. Þess vegna höfum við einsett okkur að standa að þessum kosningum á eins friðsamlegum grund- velli og frekast er unnt. Við erum ekki í stríði. Við bjóðum þjónustu okkar og hlítum þeim úrskurði sem söfnuðurinn kveður upp. Ég bið þess að blessun fylgi störfum þess sem kallaður verður til starfa”, sagði sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson, sem sækir um Akureyrar- prestakall ásamt sr. Þórhalli Höskulds- syni. Sr. Jón er Þingeyingur að ætt og uppruna, fæddur að Ófeigsstöðum í Kinn, en uppalinn á Rangá í sömu sveit. Jón er 35 ára gamall, sonur hjón- anna Baldvins Baldurssonar, oddvita á Rangá og Sigrúnar Jónsdóttur. Jón lauk stúdentsprófi frá Menntaskólan- um á Akureyri 1%8 og Guðfræðiprófí lauk hann frá Háskóla íslands 1974. Síðar sama ár var hann vígður til þjón- ustu í Staðarfellsprestakalli, en undir það prestakall heyrir heimasveit Jóns. Þar hefur Jón þjónað síðan, að undan- skildu einu ári, sem hann notaði til framhaldsnáms í sálgæslu í Edinborg. Þó Jón sé eini „útlendingurinn” í hópi þeirra presta, sem sækja um prestaköllin á Akureyri, þá bætir hann það upp með Margréti Sigtryggsdóttur, eiginkonu sinni, sem er Akureyringur. Hún er dóttir Sigtryggs Júlíussonar, rakarameistara, og Jóhönnu Jóhanns- dóttur. Margrét varð stúdent frá MA árinu á undan Jóni. Siðan nam hún tækniteiknun við verkfræðideild Há- skóla íslands. Aftur settist Margrét á bekki Háskólans til að nema grísku og dönsku. Eftir að í Staðarfell kom hefur Margrét kennt við Stóru-Tjarnarskóla og Hafralækjarskóla. Margrét og Jón eiga tvær dætur, Sigrúnu 12 ára og Róshildi 9 ára. Kirkjusókn góð til sveita Jón var fyrst spurður um viðhorf til safnaðarstarfa. „Allar aðstæður til safnaðarstarfa í sveitinni eru gerólikar því sem er á þéttbýlli stöðum. Presta- kall mitt er um 100 km langt og þjóna ég þar þrem sóknum. Messuhald helg- ast þvi mikið af tíðarfari og það dugir heldur ekki að messa yfir háannatím- ann hjá bændum. Ég er opinn fyrir því að auka fjöl- breytni í messugerðinni, til að gera hana eins áhugaverða og kostur er. Guðþjónustan er uppspretta þess starfs sem unnið er í söfnuðinum. En auk þess vinnur presturinn mörg dulin verk, sem öll sóknarbörnin gera sér ekki grein fyrir. Ég get nefnt almenna sál- gæslu, þjónustu á sjúkrahúsum og í heimahúsum og sáttasemjarastörf. Einnig þarf að halda barnastarfi vak- andi, ásamt starfsemi með öldruðum og fötluðum, svo fátt eitt sé nefm. Ég legg mikið upp úr því að gera leik- menn virka til starfa. Kirkjan er ekki bara prestarnir, heldur söfnuður allra þeirra sem vilja fylgja hennar boðskap. Safnaðarstarfið verður hvorki fugl né fiskur, nema með sameiginlegu átaki. Ég legg því meginþunga á að leikmenn komi til á sem flestum sviðum, einnig við flutning Guðþjónustunnar. Þeir geta fært meiri músik og söng inn í kirkjuna, þeir geta predikað, lesið úr ritningunni og leitt bænahald. Sóknar- börn geta miðlað söfnuðinum af list sinni í kirkjunni”. Jón er mikill áhugamaður um söng og hefur sungið í kvartett og kórum, svo fátt eitt sé nefnt. Hann var næst spurður um viðhorf hans til kirkju- söngs? ,,Ég tel að allur söngur geti átt heima í kirkjum, þó ekki sé allt að minum smekk. Það þarf að gæta fjölbreytni við val á kirkjusöngvum, því einstefna er slæm. Hins vegar verður söngurinn að vera vel fluttur, hvað sem sungið er”. Jón hefur tekið virkan þátt í félags- starfi innan kirkjunnar sem utan. Það Sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson. er því í mörg horn að lita í daglegu amstri prestsins, en hvað gerir Jón þeg- ar presturinn á frí? — Rættvid sr.lónAðalstein Baldvinsson, annan umsækjandann um Akureyrar- prestakall ,,Ég er mikill náttúruunnandi og stunda útiveru eins og kostur er á. Um sumartímann fer ég talsvert í veiði, hvort heldur sem von er á laxi eða silungi. Einnig hef ég mjög gaman af golfi, en kveikjuna fékk ég úr fjöl- skyldu konunnar minnar, sem spilar oft golf að loknum vinnudegi. Margrét hefur meira að segja orðið Akureyrar- meistari í íþróttinni. Hins vegar hefur okkur hjónum sjaldan gefist tækifæri til að stunda þessa íþrótt á undanförn- umárum”. Ekki sáttur við prestkosningar Næst var Jón spurður um afstöðu hans til prestkosninga? ,,Ég er ekki hrifinn af prestkosning- um og tel að taka eigi upp annað form. Ég hef stutt þær tillögur sem margoft hafa verið bornar upp á prestastefnum og kirkjuþingum, sem síðan hafa dag- að uppi hjá Alþingi. Þessar tillögur fela í sér, að sóknarnefndir eða sérstakar kjörnefndir, velji þann umsækjenda sem þær telja hæfastann. Umsögn er síðan send til biskups, sem síðan kemur henni til ráðherra, sem skipar að lokum í embættið. í prestkosningum er fram- bjóðendum att saman og oft verður úr persónuleg barátta. Að kosningum loknum er andrúmsloftið i sókninni erfitt fyrir þann sem sigrar. Oft hefur það tekið mörg ár að jafna þann ágreining og græða þau sár sem kosn- ingar hafa skilið eftir. Sem betur fer hefur slíkt ekki komið upp á við undirbúning komandi kosn- inga. Við Þórhallur tókum höndum saman um að fyrirbyggja slíkt og ég vona að það takist”, sagði sr. Jón Aðalsteinn Baldvinsson i lok samtals- ins. bjargað ||UMFERÐAR f GSAkureyri

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.