Dagblaðið Vísir - DV - 16.01.1982, Side 2
2
DV-HELGARBLAÐ. LAUGARDAGUR 16. JANÚAR 1982.
Bretamir f lykkjast út í hreina og
óspillta náttúmna — til íslands
„Landkynningarstarfið er svipað hjá
okkur og áður að öðru leyti en því að
nú erum við með nýjan stíl. Áherzla er
lögð á lifandi náttúru íslands, hreina,
óspillta og frjálsa dýralífið, í staðinn
fyrir að áður hefur landslagið sjálft,
fegurðin og fjölbreytni þess mótað
kynninguna. Viðbrögðin eru stórkost-
leg, eiginlega ótrúleg,” sagði Jóhann
Sigurðsson, umboðsmaður Flugleiða
hf. í London, jregar DV ræddi við hann
hér á landi.
,,Það varð myndarleg aukning á
ferðum Breta hingað í fyrra, um 30%
aukning yfir sumartímann, og alls
komu hingað um 8.000 Bretar það ár,
fleiri en nokkru sinni fyrr á einu ári.
Kynningarstíll okkar nú ætlar síðan
að bera ríkulegan ávöxt. Við erum með
nýjan bækling og höfum auglýst lif-
andi náttúru íslands með selsmynd og
viðeigandi texta. Viðbrögðin eru strax
slík að núna fyrir viku höfðum við
fengið frá áramótum 7 þúsund fyrir-
spurnir á sérstökum upplýsingabeiðn-
um, sem fylgja auglýsingunum, en allt
árið í fyrra fengum við innan við 13
þúsund slikar fyrirspurnir,” sagði
Jóhann.
íslandsdvöl Jóhanns hér nú var
meðal annars tengd undirbúningi að
heimsókn forseta íslands til Bretlands í
sumar. Stórblöðin Times og Guardian
eru að viða að sér íslandsefni.
,,Jú, ég er ekki í nokkrum vafa um
að íslandsáhugi Breta á eftir að stór-
aukast með forsetaheimsókninni.
Hugsum okkur aðeins hvað gerist,
þegar þessi blöð og vafalaust fleiri
brezkir fjölmiðlar, koma allt í einu með
fjölbreyttar upplýsingar um land og
þjóð á milljónamarkaði. Ég get til
— og væntanlega verður forsetaheimsóknin til þess að
kveikja enn meiri íslendingaáhuga
— segir Jóhann Sigurðsson umboðsmaður
Flugleiða hf. í London
Oiðsendfr'ð
tíi ásW^en
. ,W***'*I'°
!u ti' ^eW''r'9utT!^'m verða að ha'a
undr sem työ' 'Pel (símaZ7022
^eSJeVðs\ub!aðs>ns'
jndviða'ff pKosta .
m munU're^rnPhveviu s'nn'-
Jóhann Sigurðsson hefur langa reynslu
i að selja Bretum íslandsferðir. (DV-
mynd Einar Ólason)
dæmis sagt það um slíkt efni í Times,
að það lesa einmitt þeir hópar, sem
líklegast er að hafi áhuga á íslandi til
þess að komast á óvenjulegar slóðir,
komast þangað sem er friður og ró og
samt góð þjónusta, eða þangað sem
þeir komast í snertingu við ýmislegt
sem hvergi er að finna annars staðar.
Þetta eru til dæmis menn í viðskiptalíf-
inu og stjórnkerfinu, menn sem hafa
meira en venjuleg peningaráð.
Þá er það ekki litil auglýsing fyrir
Flugleiðir að komast inn í frásagnir
Times, sem er aðalblaðið i viðskipta-
heiminum í Bretlandi og geysimikið
sem slíkt í ýmsum öðrum löndum, og
að þar sé sagt frá því hvernig félagið
hefur bætt reksturinn frá 20 milljóna
dollara tapi 1979 í jöfnuð eða hagnað í
fyrra.”
Hvers konar Bretar koma til íslands
öðrum fremur?
,,Það er eins og ég sagði frekar fólk
með peninga eða fólk sem leitar að
hinu óvenjulega í náttúrunni. Þegar ég
tala um peningamenn á ég meðal ann-
ars við menn í viðskiptalífinu sem
gjarnan fara með syni sína þangað sem
er rólegt og tími til þess hreinlega að
kynnast þeim öðru vísi en í fyrir-
tækjunum. Þetta er fyrirbæri, sem er
nokkuð algengt í Bretlandi, þótt það
kunni að þykja sérkennilegt hér á ís-
landi. Nú, með fólkið sem leitar að
hinu óvenjulega, þá er það ekki endi-
lega í betur stæða hópnum en safnar þá
gjarnan til slíkra ferða um lengri tima.
Og ísland hefur margt að bjóða þessu
fólki.”
Hvað er helzt í veginum fyrir Breta
sem vilja ferðast til fslands?
„Verðlagið hér og minnkandi kaup-
geta Breta. Þó má búast við að gengis-
breytingin núna hafi jákvæð áhrif og
vegi nokkuð þarna á móti í bili. Það
hefur þó mest áhrif á einstaklingsferð-
ir, minni á hópferðir eða svokallaðar
pakkaferðir, sem eru kynntar nokkuð
löngu fyrirfram og á föstu verði. Þó er
reynt að koma til móts við fólk í
þessum pakkaferðum, til dæmis með
því að bæta dögum við ferðirnar, án
aukakostnaðar.”
Jóhann sneri aftur til London i
morgun enda nóg að gera að sinna
viðskiptunum þar, þegar skrifstofu
hans bárust 800—1.300 fyrirspurnir um
íslandsferðir i hverri viku, það sem
af erárinu.
HERB
Verzlunarráð sendir
yfirvöldunum tóninn
Framkvæmdastjórn Verzlunar-
ráðs íslands kom saman til fundar og
samþykkti harðorða ályktun sem
send var stjórnvöldum. Hljóðar hún
„Atvinnustarfsemi í sjávarútvegi
hefur nú verið lömuð í um tvær
vikur, þar sem dregizt hefur að
ákveða nýtt fiskverð. Ákvörðun nýs
fiskverðs og stjórn efnahagsmála eru
nátengd. Strax í desember gátu legið
fyrir fullnægjandi upplýsingar um
stöðu fiskvinnslu og útgerðar. Ljóst
var að breyta þurfti skráðu gengi
krónunnar og skapa rekstrargrund-
völl fyrir fyrirtæki í sjávarútvegi. Án
þess vantaði allar forsendur fyrir
ákvörðun nýs fiskverðs um áramótin.
Orsakir til þessarar stöðvunar í at-
vinnulífinu má annars vegar rekja til
rangrar stefnu í efnahagsmálum, þar
sem treyst er á skammtímalausnir, og
hins vegar til þess að ríkisstjórnin lét
undir höfuð leggjast að taka
nauðsynlegar og óumflýjanlegar á-
kvarðanir í tíma.
Stöðvun atvinnustarfsemi i sjávar-
útvegi er sprottin af mistökum í efna-
hagsstjórn landsins. Með þessu hefur
verið skapað atvinnuleysi af manna-
völdum. Ef nauðsynlegar ákvarðanir
hefðu verið teknar á réttum tíma
hefði verið hægt að koma í veg fyrir
stöðvun verðmætasköpunar í undir-
stöðuatvinnugreinum þjóðarinnar,
stþðvun viðskipta við útlönd og
truflanir á þjónustustarfsemi í
landinu.
Til þess að koma atvinnulífinu
út úr vítahring skyndiráðstafana og
millfærslna er löngu orðið tímabært
að marka markvissa framtíðarstefnu
í efnahagsmálum. Skapa þar at-
vinnulífinu svigrúm til frelsis og at-
hafna og losa það undan miðstýringu
og forsjá ríkisins. Hlutverk rikisins í
þessum efnum er aðeins að skapa at-
vinnurekstrinum almenn skilyrði.”
-klp-
Sólarkaff i á Eskifirdi
Eskfirðingar sáu sólina aftur á
Fimmtudaginn eftir mánaðar sólarleysi.
Sólarkaffi var víða í bænum í tilefni
dagsins, m.a. bauð Erla Charlesdóttir
kaffi og gómsætar sólarpönnukökur í
Hraðfrystihúsi Eskifjarðar.
Þótt aðeins séu 12 km á milli Eski-
fjarðar og Reyðarfjarðar missa Reyð-
firðingar sólina í tvo mánuði á ári.
Þrátt fyrir það eru mældar fleiri sólar-
stundir á Reyðarfirði en Eskifirði.
Emil, Eskifirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 96., 101. og 106. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1980 á
cigninni Stekkjarkinn 7, Hafnarfirði, þingl. eign Sigurðar Hjálmarssonar,
fer fram eftir kröfu Stefáns Skarphéðinssonar hdl., Innheimtu rikissjóðs
og Bjarna Ásgeirssonar hdl. á eigninni sjálfri þriðjudaginn 19. janúar
1982 kl. 13.30.
Bæjarfógetinn f llafnarfirði.