Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1982, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1982, Síða 2
2 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIDJUDAGUR 19. JANÚAR 1982. Fimmtudaginn 14. janúar lauk matvælasýningunni í Balucin. Íslenzki sýningarbásinn vakti mikla athygli og var skrifað um hann í blöðin í Bahrain nokkrum sinnum, bæði á undan sýningunni og eins meðan á henni stóð. Einnig vakti danski sýningarbásinn athygli, en aðrar Norðurlandaþjóðir tóku ekki þátt í sýningunni, ef frá er talið eitt norskt fyrirtæki, segir í frétt frá Útflutnings- miðstöð iðnaðarins. Islenzku fyrirtækin sem tóku þátt og höfðu fulltrúa sinn á staðnum, telja öll að vörum þeirra hafi verið vel tekið og að markaðsmöguleikar séu góðir, bæði íBiil tiii og öð um Arabalöndum. Lýsi hf. kynnti meðalalýsi aðallega en einnig fóðurlýsi. Vörunni var sýndur mikill áhugi, verðið var samkeppnis- hæft, gerðir voru sölusamningar og skipaður umboðsmaður. Nú er verið að athuga með umboðsmenn i öðrum Arabalöndum og frekari sölur. Fyrirtækið Sól hf. kynnti ávaxtasafa á sýningunni og hefur hann vakið mikla alhygli sem sérstök gæðavara. Margir Arabar virðast hafa áhuga á þessari vöru, en sem kunnugt er er öll sala áfengra drykkja bönnuð i Araba- löndum nema i Bah ejn. Nú er verið að reyna að ganga frá lyrstj sölunt á þessari vöru, annars vegar til Bah ein og Kuwait og hins vegar til Saudi- Arabiu. Hér er um sendingar í gámum að ræða og verður kaupandi að kaupa minnst einn kæligám til þess að hagstæður flutningur náist. Sölustofnun lagmetis kynnti niðursuðu og gekk sú kynning mjög vei. Þannig var gengið frá sölum til Bah■ dn, Saudi- Arabiu, Sameinuðu furstadæmanna og Egyptalands.Arabarnir virðast i fýrstu Matvælasýningin íBahrein tókst vel: Arabar kaupa strax týsi og lagmeti —sýna áhuga á öðrum varningi héðan umferð hafa áhuga fyrir allri mögulegri niðursuðu frá íslandi, en tíminn mun leiða ljós hvaða vara líkar bezt. Samband íslenzkra samvinnufélaga kynnti fyrst og fremst lambakjöt og svo hraðfrystan fisk. Meðan á sýningunni stóð var íslenzkt lambakjöt á boðstólum i einu hótela Bahiein, Ramada Inn, og var það borið fram að arabískum hætti. Mjög þarf að huga að öllum reglugerðum i Arabalöndum. Sem dæmi má nefna að ekki má selja lambakjöt, sem geymt hefur verið lengur en 9 mánuði. Gert er ráð fyrir að tilraunasending af kjöti fari bráðlega til Arabalanda. Pétur Thorsteinsson sendiherra átti á sama tíma viðræður við stjórnvöld um sendiherraskipti og undirbúning útnefningar ræðismanns á staðnum. Var einkar gagnlegt að þessar umræður skyldu fara fram um leið og sýningar- þáttakan. Þá tókust og góð lengsl við Verzlunarráð Bahrein og viðskipta- ráðuneyti á staðnum, en þeir síðarnefndu veittu sérstaka aðstoð, segir ennfremur í fréttinni. Á islenzka sýningarbásnum störfuðu 2 íslenzkar flugfreyjur frá Flugleiðum hf. Framkoma þeirra var rómuð og settu þær mikinn svip á starfsemina á básnum. Kom i Ijós mikill áhugi fyrir íslandi og íslandsferðum. Coldwater Seafood Corp., dótturfyrirtæki Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna, tók einnig þátt i sýningunni og kynnti unnar fiskafurðir steiktar. Létu fulltrúar þeirra vel af þátttökunni. Ýmis önnur íslensk fyrirtæki kynntu vöru og þjónustu á íslenska standinum án þess að fulltrúar þeirra væru með í ferðinni. Þá voru á standinum fulltrúar islenska fyrirtækisins Shams Trading, en þeir hafa tekið að sér umboðsstörf fyrir nokkur islensk fyrirtæki í Araba- löndum. Þessi fyrsta sýningarþáttaka i Mið- austurlöndum nær virðist benda til þess, að athyglisverður markaður sé fyrir ýmsar íslenskar vörur og þjónustu, og að rétt hefði verið að snúa sér að þessum málum fyrr, segir í fréu Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins. □ Égerþegar GETRAUNIN Hvaða dagblöð hafa nú sameinazt í eitt stórt og myndarlegt blað? □ □ □ Dagblaðiö og Vísir Alþýðublaðið og Morgunblaðið Þjóðviljinn og Tíminn □ Ég óska að gerast • Þegarþú veizt svarið krossarþú í viðeigandi reit • Efþú ert ekki áskrrfandi þá krossarþúí reitínn tiihægri, annars hinn. • Þú sendir getraunaseðilinn til afgreiðslu OV, Þverhotti 11, 105 Reykjavík, merktan „DV áskrifandi að DV áskrifandi að DV getraun". • Hver áskrifandi getur sent inn einn seðii fyrir hvern mánuð, sem hann er áskrifandi, Vinningslíkur þeirra, sem eru áskr 'rfendur allan timann, eru þannig meiri en hinna, sem aðeins eru áskrrfendur hluta tímabilsins. • Hver getraunaseðill er endurbirtur fyrirnýja áskr'tfendur ogþá sem gleyma sór. A thugið að aðeins þýðir að senda inn hvem seðil einu sinni, þ.e. einn ISUZUSEDIL 4. • Verðmæti vinninga er samtals kr. 360.000. Þeir áskrifendur, sem eru í vanskilum, þegar dregið er, koma ekki tilgreina. • Innsendir Isuzu seðlar nr. 1, 2 og 3 úr Visisgetraun eru í fullu gildi. Hoimilisfang Byggðarlag Sími Nafnnúmor

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.