Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1982, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1982, Síða 3
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1982. 3 „Tonn fyrir tonn”-stefnan virðist nær gersamlega sniðgengin: FLOTINN MUN STÆKKA UM 7.500 TONN Á TVEIM ÁRUM — þýðir allt að 20% aukið tap eða 10% sérstaka gengisf ellingu Samkvæmt óyggjandi skýrslum sem DV hefur komizt yfir blasir við að hrein stækkun fiskiskipaflotans, skipa yfir 100 tonn, verður á síðasta og þessu Launþegar á leigubílastöðvum safna undirskriftum vegna Steindórsmálsins: „Reiðubumr til að veita alla aðstoð ífé- lagslegum aðgerðum” — segja þeir og gagnrýna málflutning Steindórsmanna ári um 7.500 brúttótonn, langmest i öflugum togskipum. Vegna afiatak- markana má gera ráð fyrir að næstum öll þessi aukning sóknarmáttar þýði aukið heildartap á útgerðinni sem nemi allt að 20% á þessum Iveim árum eða svari til 10% sérstakrar gengisfellingar. Af þessu virðist Ijóst að „tonn fyrir tonn”-stefnan i endurnýjun fiskiskipa- flotans sem sjávarútvegsráðherra boð- aði fyrir tæpu ári hafi nær gersamlega verið sniðgengin. Að vísu má búast við að floti báta undir 100 tonnum minnki nokkuð á móti enda minnkaði hann unt 1.100 tonn í fyrra. Það er hins veg- ar óliku saman að jafna i afköstum. í þingræðu í lok nóventber vakti Kjartan Jóhannsson alþingismaður at- hygli á þessari þróun og lagði fram ýms i'.ögn í því sambandi en talaði fyrir daufum eyrum þá. Þær skýrslur sent l)V hefur nú i höndum staðlesta mál- llutning Kjartans fullkomlega. Það er athyglisvert að við könnun DV á þessu máli nú kont fram að ntjög mismunandi upplýsingar eru gefnar unt þau á hinum ýmsu stjórnvaldaskrif- stofum. Eins að talað er um í kerfinu að „einhver huldunefnd” eigi að fram- fylgja „tonn fyrir tonn”-stefnunni. en í rauninni virðast ný skipaleyfi nú mest konta beint úr Stjórnarráðinu, úr höndum ráðherra sjálfra. Þá er það ekki aðeins geigvænlegl hvernig nú virðist kontið fyrit þessari „tonn fyrir tonn”-stefnu, það stóra áfall I vrir þjóðarbúið, heldur liggja nú lyrir óafgreiddar umsóknir um kaup eða smiði á nærri 70 fiskiskipum i við- bót, samtals hátl i 9.000 tonn að stærð. Endurnýjunarþörfin er þannig greini- lega mikil en uggvænlegt e'f endurnýi- unin heldur áfram að verða mest viðbót við flolann, beint cða óbeint. HERU ,,Við gagnrýnum harðlega mái- flulning cins af bilstjórunum hjá Steindóri sem frant kom í sjónvarp- inu sl. föstudagskvöld. Þar sagðist liann hafa unnið við leigubílakastur i töluverðan tíma. Hið sanna er að hann hefur ekið leigubíl síðan i októ- bcr. Sé allur málfiutningur bilstjór- anna hjá Steindóri svona er ltann ekki upp á marga llska.” Þetta sögðu þrír launþcgar á leigu- bilastöðvum er þeir kontu upp á rit- stjórn DV með undirskriftir 43 starfs- félaga sinna. Var undirskriftunum safnað til að kanna hug launþega á stöðvunum til félagslegra aðgerða í málinu, ef til þeirra kæmi. Á Itaus listanna er m.a. gefin yfir- lýsing vegna skrifa fjöliniðla um Steindórsmálið. Þar segir: — Við for- dæmum þau umntæli kaupenda Steindórs sf. um að leigubilstjórar á öðrum stöðvum hafi sýnt stuðning við þá aðila er á mjög svo gróflcgan hátt og á fölskum forscndum hafa reynt með ummælum sinum í blöðum og öðrum fjölmiðlum að gera sig að pislarvottum i máli þessu, cn hið sanna er að mjög fáir af þessum þrjá- tíu og fjórum kaupendum Steindórs sf. hafa stundað leiguakstur i umlals- verðan tíma, cn reynt að ná þeim rétt- indum mcð gróflegum lögbrotum sem við undirritaðir höfum þcgar fordæml með þvi að neila að taka þált í kaupum þessum, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þeirra og eftir- gangssemi. Þar sem við höfum kosið að virða lög um lcigubila og gildandi rcglu- gerð eins og hún er á hverjum tima, þá skorum við á stjórn og trúnaðar- ráð Bifreiðastjórafclagsins Frama að stöðva nú þegar lögbrot það sem framið er gagnvart okkur launþegum og öðrum atvinnuleyfishöfum mcð félagslegum aðgerðum og öllum til- tækum ráðurn, ef tilmælum Sam- gönguráðuneytisins, sem er æðsti aðili í umfcrðarmálum, til lögreglu- stjóraembættisins um skilyrðislausa lokun slöðvarinnar verður ekki frant- fylgt. Við launþegar crunt reiðubúnir að veita alla okkar aðstoð í félagslegunt aðgerðum ef til þess þarf að koma og staðfestum það Itér með með und- irskrift okkar ásamt nafnnúmeri.-JSS VIÐ TELJUM að notaðir VOLVO bílar séu betri en nýir bílar af ódýrari gerðum Starfsmannafélag Bæjarleiöa um Steindórsmálid: Harmar seinaganginn á lokun stöðvarinnar teg. Árg. ekinn: verð: Volvo 244 GL '80 22.000 beinsk. 150.000 Volvo 244 GL '80 37.000 beinsk. 148.000 Volvo 245 DL '80 50.000 beinsk. 140.000 Volvo 245 GL 79 60.000 beinsk. 130.000 Volvo 343 DL 79 45.000 sjálfsk. 85.000 Volvo 244 GL 79 24.000 sjálfsk. 132.000 Volvo 245 GL 79 60.000 beinsk. 130.000 Volvo 265 GLE 78 47.000 sjálfsk. 150.000 Volvo 244 DL 78 30.000 beinsk. 110.000 Volvo 244 DL 78 40.000 beinsk. 108.000 Volvo 245 DL 77 62.000 sjálfsk. 110.000 Volvo 244 DL 75 150.000 beinsk. 75.000 (0 35200 VELTIR Slarfsmannafélag Bæjarlciða hef- ur sent frá sér eftirfarandi yfirlýsingu vegna Bifreiðastöðvar Steindórs: Fyrir hönd Starfsmannalélags Bæj- arleiða lýsum við þvi yfir að við erum sammála aðgerðum úthlutunarnefnd- ar atvinnuleyfa unt að rekstur Bif- reiðastöðvar Steindórs sé ólöglegur og beri að stöðva. Við hörmum þann seinagang sem Itefur orðið á lokun stöðvarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.