Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1982, Blaðsíða 4
EftirHtsmenn vínveitingahúsa gera könnun:
Lítil fjölbreytni í
óáfengum drykkjum
— „sama” gosf laskan seld þrisvar
Eftirlitsmenn á vinveitingahúsum
heimsóttu um fyrri heigi alla vin-
veitingastaði á Reykjavíkursvæðinu
með jrað fyrir augum að kanna það
úrval af gosdrykkjum sem þar væri á
boðstólum og jafnframt að kanna
stærð skammta og verðlag á þvi á
hverjum stað.
í 12. grein áfengislaganna stendur
m.a.. . að dómsmálaráðherra sé
heimilt að veita veitingahúsi leyfi til
vínveitinga þegar eftirtalin skilyrði
séu fyrir hendi. A. að veitingahúsið
hafi á boðstólum mat og fjölbreytta
óáfenga drykki við hóflegu verði”!
Skiptar skoðanir eru um hversu
fjölbreytnin sé mikil á flestum
veitingastöðunum og þetta með
hóflega verðið er nokkuð sem
flækist fyrir mörgum. Flestir eru á
því að verið sé þegar komið fram úr
öllu hófí eins og fram kom í greinum
í Dagblaðinu og Vísi í síðustu viku.
Eftir því sem DV kemst næst munu
víneftirlitsmennirnir hafa komizt að
því að víða hafi vantað mikið á að
fjölbreytnin væri nægileg af óáfeng-
um drykkjum á þeim 24 eða 25 veit-
ingahúsunt sem hafa vínveitingar á
Reykjavikursvæðinu.
Verðið hafi einnig verið mjög mis-
munandi. Hæsta verð á gosdrykkjum
hafi verið 2Ó krónur og á pilsner 25
krónur. Áberandi munur var á hvað
verð á gosdrykkjum var lægra á
hinum minni matsölustöðum
en öðrum. Lægst var gosverðið hjá
Félagsstofnun stúdenta en þar er
eingöngu létt vín á boðstólum.
Magnmælingar voru einnig gerðar
og staðfestu þær það sem áður hafði
komið fram i DV. Á nokkrum stöð-
um voru einnig gerðar mælingar á
gosmagni sem komst í glösin eftir að
búið var að hella í þau tvöföldum af
víni og moka í þau ís. Á þeint
veitingastöðum sem mest hefur verið
talað um að undanförnu vegna lítilla
gosskammta var útkoman einna
bezt. Þar mældist gosskammturinn
14 cl en á öðrum stöðum sáust tölur
eins og 9 el og allt niður í 6 cl.
í einni litilli Coca Cola-flösku eru
19 cl og hefur því veitingastaðurinn
sem kom 6 cl af gosi meðfram
klakanum og víninu því fengið þrjá
skammta út úr flöskunni. Hver
skammtur kostaði þarna 20 krónur.
Gosflaska kostár 1,60 kr. i inn-
kaupi til veitingastaðanna og hefur
því þessi veitingastaður hagnazt all-
sæmilega. Hann hefur fengið inn 60
krónur fyrir flöskuna, eða 6000
krónur gamlar, og er varla hægt að
kalla það „hóflegt verð”. -klp-
Landssamband slökkviliðsmanna:
Gagnrýnir harðlega
ráðningu varastjóra
l.andssamband slökkviliðsmanna
hefur tekið undir þá gagnrýni Bruna-
varðarfélags Reykjavíkur og mótmælt
harðlega, að nýlega skyldi ráðinn „svo
til óreyndur maður” í stöðu vara-
slökkviliðsstjóra í Reykjavík.
Telur sambandið að ráðning
óreyndra manna í stöður yfirmanna,
skapi strax óvissu og öryggisleysi á
þeim tímum er mest reyni á, þ.e. á
eldstað. Skólaganga geti þar engan
veginn jafnast á við langa reynslu úr
starfinu sjálfu.
Landssambandið hyggst beita sér
fyrir því að ráðningar sem slikar verði
ekki endurteknar í slökkviliðum
landsins, heldur verði hagsmunir lands-
manna og slökkviliðsmanna sjálfra
hafðir að leiðarljósi.
-,IB.
Sultartangi:
Framkvæmdir við stíflu í vor
,,.!ú, það er rétt að i desember voru
stifluframkvæmdir við Sultartanga
boðnar út og nú nýverið óskað eftir
tilboðum i stífluvélar, en þetta er
alveg í samræmi við áællanir frá því í
fyrravor,” sagði Rögnvaldur Þorláks-
son, yfirbyggingaverkfræðingur hjá
Landsvirkjun isamtali við DV.
Kvað hann þessar framkvæmdir ráð-
gerðar með vorinu og væri tilgangurinn
sá einn að bæta vatnsrennslis-
aðstæður. Auðvitað væri þetta undir-
búningur virkjunar en þýddi samt ekki
að hún yrði hafin í beinu framhaldi.
Líklegt væri að bæði framkvæmdir við
Búrfeil og Blöndu kæmu á undan.
„Það hefur ekkert verið heimilað
umfram þessar undirbúningsfram-
kvæmdir og þess vegna þýðir þetta
enga breytingu á virkjanamálunum,”
bættiRögnvaldur við. -JB.
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1982.
Vélstjórar
á námskeiði
Vélstjórar víðs vegar af landinu
sóttu á dögunum námskeið á vegum
heildverzlunarinnar Hekiu í Reykjavík.
Voru það viðgerðarmenn og vélstjórar
á bátum þar sem Caterpillar vélarnar
frægu eru notaðar. Námskeið sem
þessi eru haldin árlega og standa í þrjá
daga. Annað námskeið er svo haldið
síðar á árinu og er það eingöngu fyrir
stjórnendur og viðgerðarmenn Cater-
pillar vjnnuvéla. Aðalkennari á þessum
námskeiðum er Hermann Hermanns-
son sem er hér á miðri myndinni sem
Bjarnleifur ljósmyndari okkar tók af
vélstjórunum á síðasta námskeiðinu.
-klp-
Nokkur aukning varð á útköllum Fjöldi sjúkraflutninga hefur
slökkviliðsins í Reykjavík á árinu haldizt svo til óbreyttur allt frá árinu
1981, miðað við árið á undan. Útköll 1973 eða rúmlega 10 þúsund á ári.
voru 418 á síðasta ári miðað við 353 Þeir voru t.d. 10.295 árið 1980.
árið 1980. Fjöldi útkalla þar sem Tvö meiri háttar brunatjón urðu á
slökkva þurfti elda jókst cinnig úr árinu 1981, en þrír menn fórust í
1271 Í317. eldsvoðacinsogárið 1980. -JH.
M0RMÓNAR 0PNA
GESTAMIÐSTÖÐ
Mormónar hafa nú opnað gesta- islenzku starfrækja gestamiðstöðina.
miðstöð að Skólavörðustig 46 í Þar er hægt að fá bækur og bæklinga
Reykjavík. Þangaðeru allir velkomn- um mormóna.
ir á milli klukkan 9 og 17 virka daga Mormónatrúin var fyrst boðuð hér
til að ræða við mormóna og fræðast á landi árið 1856 en árið 1914 lagðist
um söfnuð þeirra, Kirkju Jesú Krists það starf niður. Árið 1975 hófst
hinna síðari daga heilögu. mormónatrúboð hér á landi á ný og
Er þetta fyrsta gestamiðstöð sem eru safnaðarmeölimir nú um sjötíu
mormónar opna hérlendis en hún er í talsins.
kjallaranum i húsinu á Skólavörðu- Þess má geta að mormónar bjóða
stíg. Bandarisk hjón sem tala nú Mormónsbók ókeypis. -KMU.
Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði Svo mælir Svarthöfði
Kosningabarátta í kátínuhúsum
Næsta lota að undirbúningi borg-
arstjórnarkosninga í vor stendur hjá
Framsókn um þessar mundir, en iim
næstu helgi munu framsóknarmenn í
borginni ganga til prófkjörs. Komið
er á daginn að Kristján Benediktsson
ætlar að sitja áfram í borgarstjórn
fyrir Framsókn og munu margir þvi
fegnir. Þótt Kristján sé ekki hávaða-
maður, þá hefur hann reynst (raustur
fulltrúi í borgarstjórn bæði fyrir
flokk sinn og borg. Vegna þessarar
ákvörðunar mun Liríkur Tómasson
ekki vera á þeim buxunum að sækjasl
eftir sæti á lisla flokksins að sinni.
Annar maður í röðinni núna er svo
Jónas Guðmundsson, þaulkunnugur
borgarmálum og innfæddur Reyk-
víkingur, en þeir eru yfirleitt ekki
margir framsóknarmennirnir í
Reykjavík sem geta státað af þvi.
Liklegt er talið að i þriðja sætið á
listanum veljisl kona, en margar kon-
ur (aka þátt í prófkjörinu að þessu
sinni. Þar ber mest á Gerði Steinþórs-
dóttur, en hún mun hafa talið sig svo
gott sem sjálfkjörna í fyrsta sæti list-
ans, þangað til Ijóst var að Kristján
hélt áfram. Munu það hafa orðið
nokkur vonbrigði fyrir hana. Því
hafði verið fleygl að hún myndi ekki
ætla sér í borgarstjórnarkosningar í
þelta sinn af persónulegum ástæðum,
en það er augljóst að slíkt hefur ekki
við rök að styðjast. Gerður er vinstri
sinnuð og dregur mjög dám af sjón-
armiðum vinstri manna á sviði félags-
mála, en það eru nú í tísku í F'ram-
sókn.
Fieiri menn hafa gefið kost á sér og
hafa nú uppi mikla tilburði fyrir
prófkjörið. Einn býður upp á sjúss á
Broadway og býðst til að svara fyrir-
spurnum þar. En framsóknarmenn
eru strangt agaðir í brennivínsmálum
af Halldóri Kristjánssyni, einum
hclsta blaðamanni Þórarins Þórarins-
sonar, og má að líkindum búast við
greinum núna um lausung framboðs-
liðsins, ef fram fer sem horfir. Maður
að nafni Jósteinn og Valdimar Kr.
Jónsson prófessor, vinna saman í
prófkjörinu og hvor fyrir annan, en
höfuðstöðvar þeirra er sagður veit-
ingastaðurinn Manhattan. Á ekki af
framsóknarmönnum að ganga að
vera kenndir við veitingastaði. Hall-
dór á Kirkjuhóli, sem einn þingmað-
ur nefndi óvart Halldór á Drykkju-
bóli, þarf svo sannarlega að fara að
skrifa bindindisgrein. Ætti honum
ekki að reynast þungt fyrir að sópa
frá sér svona strákum, fyrst hann
komst upp með að kaila Bernharð
Stefánsson „brennivínsforseta”.
Þótt Framsókn lendi yfirleitt í
nokkrum gamanmálum og leggi und-
ir sig kátínuhús í kosningaslag, þá sjá
aðrir um húsvcrkin og alvöruna.
Kristján Benediktsson nýtur stuðnings
i fyrsta sæti listans og Jónas
Guðmundsson mun fylgja honum í
annað sætið. Jónas er talinn mjög
heppilegur í það sæti, því það tryggir
Framsókn, að kosningabarátlan
verður ekki daufari en nauðsyn kref-
ur. Jónas vegur gjarnan á báðar
hendur og er þrautreyndur í margvís-
legu orðaskaki. Hann mun heldur
ekki bregðast hvað gamansemi snert-
ir, þótt ekki þurfi hann að sækja
kátínuhúsin sér til hressingar gegn
heimatrúboði flokksins.
Nú þegar fjölgað er í borgarstjórn
er talið mögulegt að Framsókn fái
allt að þrjá menn kjörna. Þeir keppa
a.m.k. að því, og það skiptir þá
imiklu máli að vel takist til með upp-
röðunina á listanum. Það hefur nú
oft gengið skrítilega fyrir sig hjá
Framsókn, einkum áður en prófkjör
voru upptekin, en þá bar listinn volt
um þær hannyrðir, sem stundaðar
voru á flokksskrifstofunni. Núna er
þetta allt orðið frjálslegra og lausara í
böndum, enda munu þeir margir
klíkuforstjórarnir í flokknum, sem
harma liðna daga, þegar þeir gálu
komið eins og einni saumakonu á list-
ann svo litið bæri á.
Svarthöfði