Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1982, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1982, Qupperneq 8
8 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1982. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd TEPPADEILD 3. hæð A A A A A A Lj, l!j l Jón Loftsson hf. ___ Hringbraut 121 Z11 u EiaQaa'jv u □uupgjui^ «■ n Bfi ítti U M H i Íl H119 Sími 10600 Ekkert lát á her- lögunum og Walesa ekki látinn laus —Allt aö 400% hækkanir á matvörum boðaðar 1. febrúar Yfirvöld Póllands hafa kynnt áætl- anir um hrikalegar hækkanir á matvör- um en þær skulu taka gildi I. febrúar. Um leið verða laun hækkuð. PAP-fréttastofan pólska greindi frá því í gærkvöldi að efnahagsnefnd stjórnarinnar hefði lagt til að matvæli og eldsneyti verði hækkað frá 200 til 400%. Fyrri tilraunir pólskra yfirvalda til þess að hækka matvörur hafa leitt af sér óeirðir og verkföll. Voru þær meg- inástæðan til verkfallanna í ágúst 1980 en upp úr þeim voru hin óháðu verka- lýðsfélög stofnuð, sem aftur varð til þess að herlög voru leidd í gildi fyrir síðustu jól. Fyrr í gær hafði Rakowski aðstoðar- forsætisráðherra borið til baka allar fyrri vangaveltur manna utn að herlög- in yrðu senn numin úr gildi. — ,,Eng- inn stjórnmálamaður getur sagt ná- kvæmlega fyrir um hvenær núverandi ástandi linnir.” Ummæli póska sendiherrans í London um að Lech Walesa yrði senn sleppt úr stofufangelsi hlutu kuldaleg viðbrögð hjá aðstoðarutanríkis- ráðherra Póllands, Viejacz, i gær. „Það hefur verið túlkað á of bjartsýn- an hátt,” sagði hann. Rakowski sagði í gær að hann gæti vel séð fyrir stöðu þar sem Walesa kænti hvergi nærri því að móta framtíð Póllands. — ,,En það táknar ekki að ég hafi afskrifað Walesa,” bætti hann við. við flokkapólitík og aldrei átt sæti á þingi. Hann hefur mjög verið orðaður við efnahagslegan uppgang Finnlands vegna starfa sinna sem seðlabanka- stjóri Finnlands á kreppuárunum upp úr 1970. Hann þykir íhaldssamur sósíaldemókrati. Slysið í Washington: Svarti kassinn finnst ekki Björgunarmönnum tókst í gær að ná upp stéli flugvélar þeirrar er féll í Poto- mac ána í Washington sl. miðvikudag. Flugritinn, sem gæti látið í té upplýs- ingar um það hvers vegna vélin fórst, fannst þó ekki. Flugfélagið sem átti vélina, Air Flor- ida, er þegar búið að fá á sig fyrstu málaferlin vegna slyssins. Katherine Ericson, sem missti mann sinn, James, i slysinu, hefur stefnt félaginu og krefst 5 milljóna dollara skaðabóta fyrir hönd aðstandenda þeirra sem í slysinu fór- ust. Kafarar náðu einnig upp sjö líkum í viðbót í gær, þannig að tala þeirra er fundizt hafa er nú komin upp i 53. Auk hinna 74 er fórust með vélinni létu 4 lífið er leið áttu um brúna í öku- tækjum, er slysið varð. Fiskibátur á siglingu í gegnum ís- hrafl við Jótlandsströnd, en slikur hefur kuldinn vcrið að undanförnu, að smærri skip og bátar hafa máll sæta færis og sigla í kjölfar stærri skipa, sem brjóta siglingarennu i gegnum ísinn. — Hinum megin við Atlantshaf, í Bandaríkjunum, ber- ast fréttir af því, að ekkert hafi dregið úr kuldum að ráði. Komið og gerið góð kaup Sdjum í dag og næstu daga ýmsar stærðir og gerðir af TEPPABÚTUM á ótrúlega hagstæðu verði Yf irburðasigur Koivistos S' f___J — J_________— Fékkl45kjörmennoger i fyrstu atrennu trfK Mauno Koivisto, sem vann sig frá e\rarvinnunni í hafnarbænum Turku í l innlandi upp í forsætisráðherrastól- inn, vann öruggan sigur í fyrsta áfanga forsetakosninganna í gær. Verður hann fyrsti sósíaldemókratinn, sem /\ í forsetastól Finna. í gær og í fyrradag kusu Finnar 3 0' 1 kjörmann, sem velja á eftirmann Kekkonens. Talningin leiddi i Ijós, að sósíaldemókratar höfðu hlotið 145 kjörmenn. — Kommúnistar hlutu 32 kjörmenn, en þeir höfðu heilið Koi- visto stuðningi. Er hann þvi öruggur með meirihluta í kjörmannaráðinu, þegar það kemur saman 26. janúar til þess að velja forsetann. Aðrir forsetaframbjóðendur flýttu sér að lýsa yfir sigri Koivistos og óska honum til hamingju með úrslitin. Koivisto sagði fréttamönnum, að hann gæti mjög vel unað við þessi úr- slit, sem hefðu komið honum á óvart. ,,í haust vorum við farnir að eygja þriggja stafa tölu í kosningu kjör- manna, en að við kæmumst svona nærri 150 var framar öllum vonum,” sagði hann. Hann sagði, að sitt fyrsta verk, ef kjörráðið veldi hann, yrði að endur- skipuleggja ríkisstjórnina. — Við hinu er þó ekki bú;zt. að hann leysi upp þing og boði til nýrra þingkosninga, áður en kjörtímabilið rennur út, sem verður i marz 1983. Kjörsókn mun hafa verið 86,6%, sem er met i fínnskum forsetakosning- um. Kjörmenn sósíaldemókrata Koi- vistos fengu 1,4 milljónir atkvæða eða 43,3%, semer 19,3% aukning atkvæða frá því í þingkosningunum 1979. — Skoðanakannanir höfðu spáð Koivisto 37% fylgi i mesta lagi. Dr. Koivisto hefur haldið sig utan Þessi urðu úrslitin ífinnsku kosningunum ígœr ogfyrradag: Mauno Koivisto (sósíaldemókr.) 145 kjörmenn, Kalevi Kivistoe (kommúnistar og bandam.) 32 kjörmenn, Harri Holkeri (sameiningarfl. og íhaldsm.) 58 kjörmenn, Veikko Vennamo (dreifbýlisflokkur) 1 kjörmann, Johannes Virolainen (miðfl.) 36 kjörmenn, Jan-Magnús Jansson (sænski alþýðufl.) 11 kjörmenn, Helvi Sipilae frjálslyndir) 1 kjörmann. Eftir er að útdeila sjö kjörmannasœtum miili andsósíalísku flokkanna. 4 listflugmenn fórust á æfíngu Framtíð bandarísku listflugsveitar- innar Thunderbirds er nú í óvissu, eftir að fjórir af flugsnillingum sveitarinnar fórust í árekstri í loftinu í gær yfir Nev- adaeyðimörkinni. Talsmenn flughersins hafa aflýst byrjun sýningartímabils sveitarinnar fyrir þetla ár (sem var i ntarz). Láta þeir á sét skilja að Thunderbirds, ?em hafa haldið flugsýningar víða um heim, muni ef til vill aldrei sýna aftur. Fjórar flugvélar sveitarinnar rákust á og er þetta versta slysið í sögu hennar. en sveitin var stofnuð fyrir 28 árum. Alls hafa 19 flugmenn sveitarinnar á þessum tima farizt og 29 flugvélar. — Búizt er við því að slysið verði tilefni fyrirspurnar í Bandaríkjaþingi um hvort álitsaukinn vegna snilli þessara flugfimleika sé ekki of dýru verði keyptur. Vélarnar fjórar voru að koma úr lykkju i lítilli hæð í fylkingarskipan þar sem vængendarnir nánast snertust. Sjónarvottar segja, að ein hinna tveggja hreyfla T—38 Talonvéla sveilarinnar hafi þá tapað hæð og allar fjórar vélarnar endastungust í eyði- mörkina í Indian Springs. í hópi þeirra sem fórust var Norman Lowry majór, yfirmaður Thunder- birds-sveitarinnar. Opið: mánud.—miðvikud. til kl. 18 fimmtudaga til kl. 20 föstudaga til kl. 22 laugardaga kl. 9—12

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.