Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1982, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1982, Page 12
12 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1982. WMMwmmmm hjálst, áháð daghlad Útgáfufélag: Fr|áb fjölmiökin hf. Stjórnarf ormaöurrog útgáfustjóri: Sveinn R. EyjóHsson. Framkvœmdastjóri og útgáfustjóri: Hörflur Einarsson. Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og Ellert B. Schram. Aðstoðarritstjóri: Haukur Helgason. Fróttastjóri: Sæmundur Guðvinsson. Auglýsingastjórar: Páll Stefánsson og Ingóffur P. Steinsson. Ritstjórn: Sfflumúla 12—14. Auglýsingar: Siðumúla 8. Áfgreiðsia, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: Þverholti 11. Simi 27022. Sími ritstjómar 86611. Setning, umbrot, mynda- og plötugerfl: Hilmir hf., Siðumúla 12. Prentun: Árvakur hf., SkeHunni 10. Áskriftarvorfl á mánufli 100 kr. Vorfl í lausasölu 7 kr. Holgarblað 10 kr. Afellisdómur í dag gerir ríkisstjórnin úrslitatilraun til að koma saman efnahagspakka sínum. Á morgun kemur þing saman að nýju eftir jólahlé og það er að sjálfsögðu kappsmál ráðherranna að koma ekki til þings með allt niðr'um sig. Síðustu dagana hefur ýmislegt birst af þeim tillögum sem stjórnarflokkarnir hafa lagt til. Þar kennir margra grasa. Ljóst er að ríkisstjórnin mun ekki skerða verðbætur á laun með sama hætti og í fyrra en í stað þess kapp- kosta að stórauka niðurgreiðslur og afnema tolla á vísi- töluvörum til að draga úr verðbótum. Til þess þarf fé og þar stendur hnífurinn í kúnni. Alþýðubandalagið hefur lagt til að fjár verði aflað með niðurskurði á fjár- lögum, hækkun söluskatts og sérstökum sköttum meðal annars á bankastofnanir og innflutningsverslun. Því ber að fagna ef gengið verður i niðurskurð á rík- isútgjöldum. Öllum er ljóst að verðbólga verður ekki kveðin niður meðan ríkisbáknið er þanið út og enginn hemill á út- gjöldum þess. Meginskylda stjórnvalda liggur í því að halda opinbera geiranum innan hæfilegra marka og ganga á undan með aðhaldi og sparnaði. Niðurskurður á fjárlögum er af hinu góða og jákvæð aðgerð. Skattahækkanir í einu eða öðru formi eru hinsvegar olía á eld, ekki aðeins óvinsælar heldur verðbólgu- hvetjandi. Bankar mega að ósekju greiða skatta en aukin skattheimta á almenning og fyrirtæki eru í al- gjörri andstöðu við yfirlyst markmið þessarar ríkis- stjórnar. Það er að vísu óþarfi, ef ekki hlægilegt, að vitna til loforða stjórnarinnar, þau eru öll fokin út í veður og vind. En svik eru það samt ef nýjar skatta- álögur eiga að fylgja með í pakkanum. Um helgina birti Tíminn nokkur atriði sem Fram- sóknarflokkurinn vill leggja áherslu á í næstu efna- hagsaðgerðum. Þar er talað um að breyta vísitölu- grundvellinum, færa verðlagningu í nútímahorf, sporna við minnkandi framkvæmdum, draga úr er- lendum lántökum og lækka gjöld á atvinnuvegum. Öll eru þessi stefnuatriði góðra gjalda verð en það er að skilja á Tímanum að þau séu atriði sem Alþýðu- bandalagið eigi erfitt með að samþykkja. Ekki er að furða þegar upptalning þeirra framsóknarmanna er skoðuð. Með samþykkt þeirra væru alþýðubandalags- menn að taka upp gerbreytta stefnu, viðurkenna að af- staða þeirra til verðlagsmála, vísitölu og fjármála ríkis- ins hefur verið röng í meginatriðum. Viðhorf þeirra til þessara mála gagnvart sjónarmiðum annarra stjórn- málaflokka hafa verið ósættanleg. Þess vegna hefur samstarf við Alþýðubandalagið fram að þessu verið keypt því verði að kyngja sértrúarkreddum Alþýðu- bandalagsins. Það sérkennilega við tillögur framsóknarmanna er þó hitt að þær ganga allar út á að leiðrétta og færa ul betri vegar þá stefnu sem núverandi ríkisstjórn hefur fylgt. Tillögurnar eru áfellisdómur yfir stjórnarstefn- unni. Ekki fer neinum sögum af afstöðu sjálfstæðismanna í ríkisstjórn enda hafa þeir engan þingflokk á bak við sig sem setur skilyrði. Sú glima sem nú stendur yfir ræðst ekki af efnis- atriðum. Úrslit hennar ráðast af því hvort viðkomandi flokkar telja sér henta að slíta stjórnarsamstarfinu nú eða síðar. Tilefnin eru næg, spurningin er aðeins sú hvort menn vilji nota þau eða ekki. Með öðrum orð- um, þá er það hin pólitíska staða sem vegur þyngra en eindrægni stjórnmálamannanna til að grípa á vandan- um með einhverjum árangri. Lengra nær viljinn ekki. ebs. Mér datt lausn i hug... Það er eins með mig og lögregluna, að ég hef sjaldan lifað rólegri áramót en nú, flugeldarnir mínir fóru allir upp í loftið, eins og lög gera ráð fyrir, en ekki inn um gluggann í næsta húsi, eins og stund- um hefur viljað brenna við, forsætis- ráðherra þreytti okkur ekki með tali um efnahagsmál að þessu sinni, heldur með þögninni, skauparar komu okkur til að hlæja með einkar auðveldum hætti, útvarpsstjóri talaði síðan það sem eftir var ársins og á meðan á öllu þessu stóð hugsaði ég ekki um annað en Blöndu. Sú Blanda var ekki í glasi, eins og menn gætu þó haldið, heldur norður i Húnavatns- sýslu og rennur þar óheft til sjávar vegna þess, að þvi er fróðir menn telja, að ekki er búið að stífla hana. En nú mun uppi mikið ráðabrugg um það að stífla þessa ágætu á og búa til úr henni rafmagn, sem veitast mun öllum lýðnum, og veitir okkur ekki af sem búum við þjóðveg 71 l, því að hér erum við oftar enolkur finnst nauðsynlegt, lausir við slikl. Margt hefur verið skrafað og skeggrætt um þetta viðkvæma mál, bæði innan ríkisstjórnar og utan, og ætla ég ekki að blanda mér í deilurnar sem um það standa, því að það hafa nógu margir gert, ef ekki of margir og því ekki á það bætandi. Hins vegar finnst mér dálitið einkennilegt, að þegar útvarps- og sjónvarpsmenn eru á viðtalaþeysingi sínum um landið dettur þeim aldrei í hug að liafa tal af sauðkindum og hrossum, sem eiga þó tvímælalaust mestra hagsmuna að gæta i þessu máli. Mér hefur nefnilega skilist á ræðum manna, að koma eigi upp góðu og gagnmerku vatnsbóli fyrir þessar skepnur á heiðum uppi og deilurnar standi aðallega um víðáttu þess og dýpt. Ég trúi ekki öðru en allar skepnur í Húnavatnssýslu verði ánægðar með slíkar framkvæmdir, sem yrðu þær stærstu og merkilegustu í víðri veröld og auðvitað jafnframt þær dýrustu. En þar sem mér sýnist borin von að áðurnefndar skepnur verði hafðar með í ráðum og þær sniðgengnar á allan hátt í þessu máli sem öðrum er að þeim snúa, vil ég leyfa mér að koma með lausn á málinu, sem ég held að allir menn geti sætt sig við. Lausnin er fólgin í því að reisa við Blöndu, svipaða virkjun og reist var við Kröflu, sællar minningar, byggja bara stöðvarhús, eða hvað það nú heitir, með öllum dýrustu og bestu vélum sem völ er á og ráða síðan að fyrirtækinu þrjá til fjóra starfs- menn til að sjá um að ekkert af vélun- um fari nú í gang, og sé ég þá ekki betur en allir geti unað glaðir við sitt. Af þessu hlytist engin landeyðing, engin röskun á mannlífi, enginn há- vaði í bændum og síðast en ekki síst, ekkert rafmagn. Að vísu myndi hvína örlítið i einstaka sauðkind, eða hrossi yfir þvi að fá ekki vatnsbólið sitt, en það væri þá hægl að þagga rækilega niðri i þeim í næstu sláturtíð, ef þess- ar skepnur verða þá enn að þenja sig. Kvenfólk til upphitunar? Nú er kalt hér norðan heiðar, bæði úti og inni, enda tíntum við hvorki að hita húsin okkar upp með olíu né rafmagni og reynum því að ^ „Meöan á öllu þessu stóð hugsaði ég ekki um annað en Blöndu. Sú Blanda var ekki í glasi,” segir Ben Ax. í grein sinni. ,Það væri þá hægt að þagga niður i þcim i næstu sláturtíð BETRISKÓU FYRIR BÖRNIN 0KKAR Á stofnþingi Kennarasambands ís- lands sem haldið var 3.—5. júní 1980 var samþykkt að fela stjórn KÍ að vinna að kynningu á skólaslarfi. Stjórnin fól skólamálaráði að annast slíka kynningu. Stjórnin skip- aði síðan, samkvæmt tillögu skóla- málaráðs, nefnd sem hlotið hefur nafnið „Kynningarnefnd um skóla- starf” og skyldi hún starfa i umboði skólamálaráðs. Nefndina skipa: Kári Arnórsson, formaður, Svanhildur Kaaber ritari, Edda Óskarsdóttir, Hilmar Ingólfsson og Sólveig Helga 'Jónasdóttir. Samið var við Auglýsingastofu SGS um aðstoð við kynninguna og hönnunarvinnu og hefur þessi þáttur verið í umsjá Sigurðar Arnar Brynj- ólfssonar. Kjörorð kynningarinnar skyldi vera bættur aðbúnaður nemenda í skólanum. Samband um endurbætur Markmið kynningarinnar er að fá fram umræðu um skólamál í þjóðfél- aginu um leið og skólastarf verður rækilega kynnt. Það er mikil nauðsyn á því að foreldrar kynni sér aðstöðu barna sinna svo og aðstöðu þeirra sem í skólanum vinna og að sam- vinna náist með kennurum og for- eldrum um endurbætur. Þrengsli eru víða mjög mikil í skólum landsins og þrísetning á sér enn víða stað. Margskonar aðstöðu vantar við skólana og sýnir nýleg könnun sem Félag skólastjóra og yfirkennara gekkst fyrir gífurlegt misræmi í þessum efnum. Sem dæmi má nefna að íþróttahús við skóla vantar meira og minna í öllum fræðsluumdæmum landsins. í Reykjavík eru yfir 30% skóla sem Kári Amórsson ekki hafa íþróttahús og á Austur- landi eru yfir 70% skólanna sem ekki

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.