Dagblaðið Vísir - DV - 19.01.1982, Síða 16
16
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 19. JANÚAR 1982.
Spurningin
Ætlar þú að fara í
dansskóla einhvern
tíma á næstunni?
Bára Þorgrimsdótlir húsmóðir: „Nei,
ég hef ekki hug á þvi. Hins vegar fór ég
í dansskóla þegar ég var barn og þótti
bara ágætt.”
Guðmundur Gunnarsson nemi: „Nei,
ég er ákveðinn i að fara ekki. Ég var
mikið að hugsa um að skella mér í
haust, en gat það ekki vegna tíma-
skorts. Það er sama sagan núna.”
KagnneiOur KrynjOltsdóttir húsmóðir:
„Ég væri alveg til í það, þótt trúlega
verði nú ekkert úr því. Ég átti ágætan
dansherra einu sinni, en eftir að ég
.missti hann hef ég alveg hætt þessu.”
Herdís Ástráðsdóllir hjúkrunarfræð-
ingur: „Nei, ég hef ekkert hugsað mér
það.”
Ragnar Sigurðsson leigubílstjóri: „Ég
hef aldrei farið í dansskóla, og nú hef
égekki nokkurn tima til þess.”
Sigríður Sveinbjörg Kjartansdóttir:
„Ég er nýflutt til Reykjavíkur og fer
örugglega ekki i svoleiðis skóla í vetur.
En ég gerði það, þegar ég var í Vik, þar
sem ég átti heima, og likaði bara vel.”
Lesendur
Lesendur
Lesendur
Lesen
Slæm reynsla af viðskiptum við Flugleiðir:
Lofuöu að hringja
þegar vélin átti að fara
en gerðu það ekki
— ræður kunningsskapur hverjir komast með vélunum?
Magnús Hansson, lögreglumaður á
ísafirði hringdi:
Mig langar til þess að segja frá
reynslu minni í viðskiptum við
Flugleiðir í byrjun þessa árs. Ég veit að
hún er ekkert einsdæmi. Ég hafði
verið í Reykjavík á milli jóla og nýárs
og ætlaði að fara hingað vestur 29.
desember. Ég atti að byrja á vakt hér
þann 30. Ekkert var flogið, hvorki
29., 30. eða 31. hingað vestur, vegna
veðurs, en mér var lofað fari með
fyrsta flugi 2. janúar.
Ég spyr dömu hjá Flugleiðum
hvort ég þurfi ekki að hringja að
morgni 2. janúar til að kanna
breytingar á flugi. Samkvæmt áætlun
átti vélin að fara kl. 10.30. Hún sagði
að algjöran óþarfa; það yrði hringt í
alla, sem ættu pantað með vélinni,
rúmum klukkutíma fyrir brottför.
Ég vaknaði snemma þennan
morgunn og datt því í hug að athúga
með flugið. í einn og hálfan tíma
hringdi ég í Flugleiðir með stuttum
hléum en fékk ekki svar. Ég reyndi að
hringja hingað vestur í Hörð
Guðmundsson, flugmann, en þar var
alltaf á tali. Þetta fannst mér allt
orðið svolítið grunsamlegt og þar sem
Magnús Hansson telur Flugleiðir hafa veitt honum lélega þjónustu. Flugleiðir telja þá ásökun vera óréttmæta.
ég var sár og svekktur, að hafa verið
veðurteptur alla þessa daga, hringdi
ég einu sinni enn í Flugleiðir kl.
10.10.
Þá var svarað i símann og mér
tilkynnt að vélin fari kl. 10.30. Ég
segi dömunni að ég eigi pantað far
með vélinni og spyr hvers vegna ekki
hafi verið hringt í mig. Hún svarar,
að hringt hafi verið í alla sem átt
hefðu pantað far. Ég spyr hana þá,
hvort hafi verið á tali hjá mér, en hún
segir einungis að símanum hafi ekki
verið svarað. Mér fannst þetta nú
frekar ómerkilegt svar, þar sem þrír
fullorðnir voru heimafyrir og síminn
hafði ekkert hringt.
Ég var því orðinn æstur og segir
við hana, að ef vélin yrði farin, þegar
ég kæmi á flugvöllinn, myndi ég
heimta einkaflugvél með mig vestur,
á kostnað Flugleiða. Auk þess
óskaði ég eftir að sjá framan í þá
manneskju sem sagðist hafa hringt í
mig. Þegar ég var kominn út á völl,
var mér sagt að vélin biði eftir mér.
Ég bað þó um að fá að sjá framan í
stúlkuna, sem sagðist hafa hringt í
mig og hún kom þarna,
skömmustuleg á svip, og hélt því enn
fram, að enginn hefði svarað hjá
mér.
Ég vil segja frá þessu, þar sem ég
frétti af öðru svipuðu tilfelli. Þá
höfðu tveir piltar átt far pantað
hingað vestur. í þá átti líka að
hringja en var ekki gert. Hins vegar
grobbuðu tvær vinkonur af því, hér
fyrir vestan, hvað þær hefðu fengið
góða þjónustu hjá Flugleiðum. Þær
þekktu einhvern í afgreiðslunni sem
hafði reddað þeim fari — í staðinn
var að sjálfsögðu aidrei hringt í
piltana tvo sem áttu þessi sæti.
Slík fyrirgreiðsla hjá flugfélagi er
til háborinnar skammar og fyrir-
finnst örugglega ekki hjá öðru félagi
en Flugleiðum.
SvarFlugleiða:
MAGNUSILAÐIST AÐ GEFA
UPP BREYTT SÍMANÚMER
— og þess vegna náðist ekki til hans er flugið var tilkynnt
Sveinn Sæmundsson, blaðafulltrúi
Flugleiða, svarar Magnúsi Hanssyni:
í sambandi við bréf Magnúsar
Hanssonar og athugun á því tilfelli
er hann skrifar um, er þess fyrst að
geta að missagna gætir um ýmis at-
riði. Rétt er að ófært var til ísa-
fjarðar þá daga sem hann telur upp
og eftir frátök var fyrst flogið til
ísafjarðar 2. jan. Magnús var á skrá í
farskráningartölvunni og hafði fljót-
lega eftir komu til Reykjavikur gefið
upp símanúmer í Kópavogi. Síðar
hringdi hann og gaf upp sínanúmer í
Sandgerði. Það símanúmer var .að
sjálfsögðu sett inn i farskrártölvuna
og Kópavogsnúmerið þá tekið út.
Að morgni 2. janúar þegar vel leit
út með fiug til ísafjarðar hófst af-
greiðslufólkið snemma handa um að
tilkynna farþegum að flug til ísa-
fjarðar væri líklegt og þeir beðnir að
mæta á Reykjavíkurflugvelli. Þegar
hringt var í símanúmer það, er
Magnús hafði gefið upp í Sandgerði,
svaraði það ekki, þrátt fyrir
ítrekaðar hringingar.
Svo vel vill til, að afgreiðslustúlka
sú, sem sá um bókun Magnúsar og
einnig tók við breytingum á síma-
númerinu, var við innritun ísa-
fjarðarfarþeganna, er hann kom í
flugstöðina. Það er þvi algjör mis-
sögn í bréfi Magnúar að hún hafi
komið þarna skömmustuleg á svip.
Afgreiðslustúlkan beinlínis tók á
móti Magnúsi er hann kom.
Það er hins vegar hárrétt sem segir
í bréfi Magnúsar ,,Ég var því orðinn
æstur” þvi framkoma hans bar vott
um slíkt. Magnús komst hins vegar
með þessari flugvél og leystist málið
þannig farsællega. Hinn 2. janúar
fóru flugvélar Flugleiða þrjár ferðir
til Isafjarðar og fluttu alla farþega,
sem óskað höfðu eftir fari þann dag.
Það liggur i augum uppi að flug-
félag sem stundar áætlunarflug
reynir allt hvað það getur til að hafa
góð og vinsamleg samskipti við far-
þega sína, verðandi farþega og aðra
viðskiptamenn. Engum er Ijósara en
þeim sem afgreiðslu stunda að slikt
verður að sitja í fyrirrúmi og ég
fullyrði að starfsfólk Flugleiða sé
enginn eftirbátur annarra flugfélags-
starfsmanna á því sviði. Ásökunum
um mismunun vegna kunningsskapar
visa ég á bug.
Hins vegar verður af-
greiðslufólkið stundum fyrir órétt-
mætum ásökunum og iðulega
kemur fyrir að fólk mætir ekki til
flugs sem hindrar þá aðra farþega í
að bóka og komast með því flugi sem
þeir helzt kjósa.
Um niðurlagið í bréfí Magnúsar
Hanssonar er fátt að segja. Sú ósk er
hins vegar Iátin í ljósi að betur takist
til með samskipti næst þegar hann
ferðast með Flugleiðum og við starfs-
fólkið bjóðum Magnús velkominn
aftur.
Er barnaef ni sniðgengið?
ekki minnzt á Leikbrúðuland þegar fjallað er um leiksýningar
Móðir skrifar:
Oft heyrist kvartað undan því, að
fjölmiðlar og leikhús borgarinnar geri
of litið fyrir yngstu börnin.
Það virðist oft gleymast að hér í
borg er til leikhús, sem sinnir þörfum
vngstu borgaranna, en það er
Leikbrúðuland Mér finnst undarlegt að
þetta leikhús er undanskilið, þegar
fjallað er um sýningar leikhúsanna í
fjölmiðlum.
Til dæmis var fjallað um allar nýjar
leiksýningar í Vöku-þætti sjónvarpsins
nú fyrir stuttu. Ekki var minnzt einu
orði á sýningu Leikbrúðulands, sem
hóf þó göngu sína skömmu fyrir jól,
Hvers vegna var ekki minnzt á þessa
sýningu? Getur verið að það sé vegna
þess að þetta er barnasýning? Ég hélt
nú að sá hugsunarháttur væri orðinn
úreltur, en hver er svo raunin?
Ég hef oft farið með mín börn í
brúðuleikhúsið á Frikirkjuveginum og
þar höfum við átt marga ánægjulega
stund, bæði ég og börnin.
Leikritin, sem nú er verið að sýna,
eru hin bezta skemmtun fyrir yngstu
börnin okkar og ég vil endilega benda
foreldrum á að missa ekki af þessu
tækifæri. Krakkarnir fylgjast með af lífi
og sál og þetta er kjörið tækifæri til
þess að kynna þeim ævintýraheim
leikhússins; kenna þeim að fara í
leikhús.